Sunnudagur 22. október.2006

Hæ hæGlottandi

Stóri dagurinn rennur upp á morgunn. Ég á að vera mætt kl.7 um morguninn, þannig ég verð að vakna kl.6. Gera mig klára og koma mér af stað, ég verð fyrst í röðinni, gamanið hefst svo fyrir alvöru kl.8Glottandi. Öðru hvoru kvíður mér alveg geðveikt fyrir, væri mest til í að hætta við. Ég ætla ekki að voga mér það, ég er búin að bíða svo lengi eftir  þessu. Verð bara að bíta á jaxlinn og hananú. Ég á svo yndislegar vinkonur sem eru búnar að vera svo duglegar að hringja í mig í dag, og stappa í mig stálinu, senda mér sms kveðjur og svona. Takk fyrir þaðBrosandi. Ég er heppin, að eiga svona góðar vinkonur, það eru ekki allir sem geta sagt þaðGlottandi.

Annað, ég hafði það voða rólegt og notarlegt um helgina, fór á æfingu, ljós,heimsóknir og kringluna. Var aðalega hjá mömmu og pabba, pabbi var að vinna og við mamma að dúlla okkur. Fórum í heimsókn til vinkonu mömmu og svona. Annars er eins og fortíðin hafi ellt mig svolítið þessa helgi. Hitti strák sem ég var með í 6,7 og 8 ára bekk. (saman í bekk, ekki með honumBrosandi)Hann var alveg eins, sami háralitur, vaxtalag og göngulagBrosandi. Ég rambaði náttúrlega á hann og kynnti mig, hann átti ekki til orð að ég myndi eftir honum. Ég er með ótrúlega gott sjónminniGlottandi. Hitti svo annan strák, sem ég hef ekki séð síðan ég var 10 ára. Þannig það má alveg segja að fortíðin hafi elt mig pínu þessa helgiBrosandi.

Annað, Ég verð nú að játa það, mér er nú farið að langa hitta myndarlega strákinn afturGlottandi. Þetta er örugglega eins og með fólk sem er að hætta reykja, því langar öðru hvoru í sígarettu en neitar sér um hana. Mig langar að hitta hann, en neita mér um það, í von um að hann verði fyrri til. Sem er reyndar bara rugl að vonast eftirÓákveðinn. Líkt og sígarettan myndi aldrei hoppa upp í munninn á fólkinu af sjálfsdáðumGlottandi.

Jæja elskurnar ætla fara sofa, svo ég vakni, það er stór dagur framundan. Góða nótt elskurnarBrosandiBrosandiBrosandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi þér vel silla míííín.. ert örugglega þreytt núna... En vona að allt hafi gengið vel hjá þér sæta...

Ellý (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 20:21

2 identicon

Hæ elskan mín.. vona að allt hafi gengið vel hjá þér. Hringdu í mig um leið og þú hefur orku til. Elska þig dúlla.

Elísabet

Elísabet Lára (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband