Sunnudagur. 29. október.2006

HæhæGlottandi

Vá ég sem á að vera í rólegheitum þessa dagana, var það alls ekki um helginaSkömmustulegur. Ég var samt ekkert að gera neitt sem ég má ekki gera. Ég fór með Elís Viktor í söngskólann báða dagana, á laugardeginum var venjulegur tími en á sunnudeginum var tvöfaldur leiklistartími, sem Tinna Hrafnsdóttir var með. Gaman að hitta hana aftur, við vorum í sama bekk frá 6-8 ára og lékum okkur oft saman eftir skóla, ásamt einni annarri stelpu. Hún mundi að vísu ekkert eftir mér, en þetta rifjaðist upp fyrir henniGlottandi. Það er ekki nema von hún muni ekki eftir mér, ég hætti eftir 8 ára bekkinn og flutti næstum hinumegin á hnöttinn, eða úr vesturbænum í seljarhverfið í breiðholti, og í ofanálag er ég ansi breitt síðan í 8 ára bekkBrosandi. Ég er voða mikið að hitta gömlu bekkjarsystkyni mín úr Melaskóla þessa dagana. Ég er svo ótrúlega mannglögg, fólki finnst samt voða gaman þegar ég storma svona á það. Þannig látið ykkur ekki bregða þegar ég labba að ykkur með göngustaf og hokin í baki af elli, "muniði í gamladaga"Glottandi.

Svo ég haldi nú áfram, ég fór á Ice fitness á laugardaginn vááá ef þetta kallast ekki vítamín sprauta í rassinn að fara á svona keppni, þá veit ég ekki hvaðGlottandi. Ég ætla fara á æfingu á miðvikudaginn, ég er að verða biluð að fara ekkert á æfinguÖskrandi. Ætla ég að taka á því eða hvað, já þið getir spurt ykkur að því, ekki búin að fara á æfingu í eina og hálfa vikuGlottandi. Já ég veit, innan skynsamlegra marka..... Þetta er ekki það eina sem ég gerði, heldur kíkti ég smá í afmæli til Ellýar vinkonu. Hún missti andlitið þegar ég birtist, hún átti svo innilega ekki von á mér. Hún kom í einu stökki úr eldhúsinu og fram á gang og þvílíka knúsið sem ég fékkBrosandiBrosandiBrosandi. Ég stoppaði bara stutt við, var komin heim fyrir miðnætti, skynsemin þið vitiðGlottandi. Hefði samt gjarnan vilja vera lengur....

Annað ég er svo mikið að reyna að passa mig og vera skynsöm. Vitiði hvað ég gerði, bara svona því til staðfestingar hvað ég er að passa mig. Ég réði til mín heimilishjálp 2 í viku þangað til í byrjun desemberBrosandi. Ég þekki mig nógu vel til að vita, ef ég sé drasl þá labba ég ekki framhjá því, án þess að gera nokkuð. Ef ég á að geta farið eftir settum reglum í þessu mikla dæmi mínu, þá varð ég að fá mér heimilishjálpBrosandi. Er ég ekki sniðugUllandi.

Annað, ég fer í klippingu á morgunn, neglur seinnipartinn í vikunni líka. Í þetta skipti ætla ég líka að láta neglur á tásurnar. Ég var með neglur á tásunum en tók þær af fyrir þremur mánuðum, það er svo dýrt að vera alltaf að láta laga þetta bæði á höndunum og tásunum. En þar sem ég er að fara á árshátíð um miðjan nóvember, verð ég nú að fá neglur á tásurnar líkaGlottandi. Það væri nú frekar halló að mæta í æðislegum galakjól, með flott skart, flottar neglur, hár, förðun og flottum opnum skóm, svo eru bara venjulegar tásur sem stingast útundan kjólnum öðru hverju þegar maður labbar. Nei það er ekki ég, heildin verður að smellaGlottandiBrosandiBrosandi.

Annað ég var að kaupa mér æðislega uppskriftarbók, ég hlakka svo til að nota hana. Nú verð ég að nota tækifærið og bjóða fólki í mat, svo ég geti prófað uppskriftirnarBrosandi. Mér finnst svo gaman að elda góðan mat og baka, mér finnst það æði og bara hafa fyrir fólki. Enda hef ég oft heyrt að það fari engin soltin út frá mérUllandiUllandiUllandi. Þegar ég er með einhverskonar boð, er ég aldrei með sömu kökurnar, er alltaf að breyta til. Held kannski 2 sortum, svo er allt annað nýtt og að sjálfsögðu mikið af heitum réttum. Fólk á það til að svelta sig áður en það kemur í veislur tíl mín, ég er ekki að grínast. Svo að sjálfsögðu fær það að taka með sér nestiGlottandi. Mér finnst ótrúlega gaman að baka og elda mat. Það versta er, það er svo mörgu úr að velja og svo fá tækifæri. Þegar við Elísabet vinkona hittustum og eldum saman með börnin, segir hún. Æ Silla vilt þú ekki bara sjá um þetta, þetta ert svo mikið þúBrosandi. Nú er ekki seinna vænna en að vinda sé í að kaupa sér stofuborð og sjónvarpsskáp og bjóða svo í mat, það er ekki hægt að bjóða fólki í tóma íbúðGlottandi......

Jæja elskurnar ætla láta þetta gott heita læt svo myndir helgarinnar inn á morgunnGlottandi

Góða nóttGlottandiBrosandiBrosandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiiiii Silla míííín það var svo gaman að sjá þig á laugardaginn.. TAKK fyrir að koma ;o) þú lítur svo vel út sæta mín.. Og þú verður alveg MEGA pæja eftir klipp, neglur og allan pakkan ;o) Svo verðum við nú að fara taka kaffihús eða eitthvað saman ;o) kossar og knúúus, Ellý

Ellý (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 10:07

2 identicon

Hæ elskan mín! Nú bara bíð ég eftir invitation í næsta matarboð sko! Hlakka geggjað til að sjá þig elskan og ég vona svo sannarlega að þú hafir ekki reynt of mikið á þig þessa helgina. Lof jú:X

Elísabet Lára

Elísabet Lára (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 11:45

3 Smámynd: Silla Ísfeld

Æ takk fyrir það elskan mínSmile. Já, ég er sko meira en til í kaffihús, hvenær sem er babyWink........

Nei, ég reyndi ekkert of mikið á mig, enda ræður skynsemin ríkjum þessa daganaWink. Já ekki spurning elskan mín, ég fer að bjóða ykkur í matSmile. Ég fann meira að segja húsgögn í gær. Ætla ath hvort ég fái ekki bróður minn eða pabba með mér til að bera. Það ræðst eiginlega á því hvenær þeir eru lausir, hvenær ég kaupi húsgögnin. þannig það styttist í matarboðWinkSmileSmile.

Heyri í ykkur sem fyrst dúllurSmile....

Silla Ísfeld, 31.10.2006 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband