31.10.2006 | 21:06
Þriðjudagur 31.Október.2006
Hæhæ.
Finnst ykkur lífinð ekki yndislegt? Mér finnst það æðislegt, þetta er svo dásamlegur tími. Jólin að nálgast, jólaskrautið komið í búðir. Ég er svo mikið jólabarn. Eitt af því skemmtilegasta, finnst mér allar nýju plöturnar sem eru gefnar út fyrir jól og bækurnar. Ég get alveg tapað mér í þessum deildum. Allar fallegu ævintýra bækurnar fyrir börnin, sitja svo með þeim við kertaljós á köldu kvöldi og lesa fyrir þau ævintýri 1-2 kafla í einu. Þetta er æðislegt og gefur manni ótrúlega mikið. Og bækurnar fyrir okkur fullorðnafólkið, þetta er baaara æðislegt. Nú fara Kringlan og Smáralindin líka að fara í jólafötin, þá lifnar allt við. Ég fer mörgum sinnum í viku, á þessa staði, skemmtilegasti mánuðurinn er að sjálfsögðu desember, þá yðar allt af mannlifi.... Ég er meira að segja búin að kaupa 3 jólagjafir. Reyni alltaf að vera búin með allt svona í nóvember, nema gjafirnar fyrir börnin, þær kaupi ég í desember. Ég á náttúrlega 2 desemberbörn. það er bara fengi tími einu sinni á ári, þið vitið. Þannig ég reyni að byrja snemma á pakkaflóðinu. Annars væri þetta full mikið á einum mánuði. 2 barnaafmæli, jólagjafir fyrir alla, jóla og áramótamatur + sprenjurnar um áramótin, jólaföt og allt annað sem ég er að gleyma. Nei, þar sem ég ætla ekki að enda gjalþrota í janúar, kýs ég að byrja snemma, yfirleitt í svona september. Fyrirhyggja það borgar sig.
Annað, ég búin að finna mér stofuborð og sjónvarpsskáp, ég held ég sé búin að fara í allar húsgagnabúðir sem fyrir finnast á stór Reykjavíkursvæðinu. Ætla kaupa það seinnipartinn í vikunni, líklega á fimmtudaginn, hlakka ekkert smá til. Búin að hafa tóma íbúð í 2 vikur. Þá fer að styttast í að ég bjóði ykkur í mat. Aldrei að vita hvað mér dettur í hug næstu helgi, pabbahelgi og svona. Við stelpurnar sem ég æfi með ætluðum að borða saman fljótlega, sama hvort það er út að borða eða í heimahúsi. En þá er það ég sem er næst í röðinni að bjóða heim. Sjáum til hvað verður, ætla fyrst að fá húsgögnin heim. Ég er alveg ótrúleg, ég er alltaf svona 7 skrefum á undan sjálfri mér.
Annað, ÉG ÆTLA Á ÆFINGU Á MORGUNN VAAAAAÁÁÁÁÁ HVAÐ ÞAÐ VERÐUR GOTT. Ég er að drepast úr leiðindum að hanga svona, það er svo innilega ekki ég. Ég meira að segja fékk tak í bakið á því að gera ekki neitt, líkaminn minn er ekki vanur svona svakalegri slökun. Ég hef aldrei á ævinni fengið tak í bakið eða neitt sem tengist bakinu, svo allt í einu núna. ÉG FER Á ÆFINGU Á MORGUNN OG EKKERT RUGL. Verð að hreyfa mig, ég verð uppstoppuð á endanum með þessu áframhaldi.
Annað fór og hitti strákana í dag, smá svona endurmat varðandi stóra atburðinn um daginn. Þeir voru ekkert smá sáttir, sögðu að þetta væri fullkomið og ekki þörf á að vinna verkið frekar. Ég ætla aðeins að kíkja á þá í næstu viku, bara aðeins fylgjast með gangi mála, allur er varinn góður....
Annað er að fara í neglur á morgunn, var í klippingu í gær, þvílík tútta. Ætla svo að máta galakjólinn minn, ég er nokkuð viss um að ég þurfi að láta þrengja hann, þar sem ég er 7 kílóum léttari en þegar ég keypti hann fyrir ári síðan. Það er stór munur á að vera 60 eða 67 kíló. Hann á að vera alveg þröngur við líkamann, er líka að spá í að láta breyta honum smá. Hann er alveg dragsíður og ekki gott að dansa í honum. En ég þarf að fara drífa í þessu, það eru ca 2 vikur í árshátíðina.
Jæja ætla fara hlaða inn myndunum fyrir ykkur. Heyri í ykkur elskurnar.........
Læt fleir myndir inn á morgunn..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.