3.11.2006 | 00:20
Fimmtudagur 2. nóvember.2006
Hæhæ
Skreytum hús með grænum greinum, já ég er komin í jólaskap, fór í Kringluna í dag það er búúúið að skreyta hana, það er svo gaman, ligga, ligga láiiiii. Ég var að tala um jólabækurnar um daginn. Þegar ég var í Kringlunni í dag hitti ég Yasmin með litlu snúlluna sína, ekkert smá sæt. Lítil og fíngerð eins og mamma sín. það er nú alveg óhætt að segja að Yasmin sitji ekki aðgerðarlaus. Hún er að gefa út uppskriftarbók sem kemur út eftir áramót. En það verða nokkur eintök í völdum verslunum fyrir jól. Hún var nú voða hóvær og sagði ég yrði að kíkja í hana. Ég ætla nú að kaupa eitt eintak, það er ekki annað hægt. Hún er alltaf svo dugleg að kvetja mig áfram og ekki vantaði kvatninguna í dag. Þetta eru frekar fínni matur en hollur, í og með er líka fræðsla. Hlakka til að eignast þessa bók.
Annað ég fór í Rúmfatalagerinn í dag og ætlaði að kaupa mér stóran striga, sem var reyndar ekki til, þannig ég fór tómhennt út. Ég ætla að mála stóra mynd fyrir ofan 3 sæta sófann í stofunni. Ég málaði litla mynd um daginn og er alveg komin á skrið með hugmyndir að stórri mynd. það fæst nú held ég bara allt í þessum blessaða Rúmfatalager, nema stór strigi, bara til minni en það sem ég hef í huga........
Annað vitiði hvað ég fann um daginn??? Barnabókina sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum. það var ekkert smá gaman að rekast á hana aftur. Ég var ólétt af Lísu Maríu þegar ég skrifaði þessa bók, það er svo langt síðan. Ég er alveg dottin í þetta aftur. Er með ýmislegt í kollinum varðandi sköpun af öllu tagi. Mála myndir, texta, gera bók aftur. Svo hef ég þetta alltaf fyrir mig, en ég passa þetta vel. Það er gaman að fara í gegnum þetta löngu seinna. En ég er stolt af barnabókinni, ég verð að játa það.
Annað fór í fyrsta skipti á æfingu í gær eftir að hafa verið í fríi í eina og hálfa viku. Takið sem ég hafði fengið í bakið og búin að vera með í viku, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Um leið og ég fór að hreyfa mig aftur. Líkaminn er bara ekkert vanur svona slökun, en vinkonurnar passa alveg uppá mig. Þær eru svo yndislegar, en gerðu mér það samt ljóst að þetta væri bara af væntuþykju þetta nöldur í þeim. Það lá við að mér yrði hennt út. En um leið og ég fór að hreyfa mig, líður mér mikið betur, þetta er bara normið mitt, að hreyfa mig mikið, líkaminn er ekkert vanur neinu öðru og hananú. Ég er gjörsamlega að springa úr orku þessa dagana. Fengi ég lausan tauminn myndi ég hlaupa upp Esjuna á 5 mínútum, kalla svo á þyrlu til að taka mig niður, ég er svo lofthrædd.
Annað ég var að tala um stjörnu spánna mína um daginn, hvað hún var nákvæm. Núna lengi vel er hún búin að vera alveg út úr kú. En í dag átti hún við.
Vogin
Þú finnur fyrir heilmikilli orku um þessar mundir
og átt helst í erfiðleikum með að nýta hana. Það er
ekki nóg að vera á hlaupum upp um alla veggi en
hinsvegar er hollt og gott að fara út í göngutúr eða hressandi hjólatúr.
Annað nú er helgin að renna í garð og pabbahelgi í þokkabót, ætla á fitness keppnina á laugardaginn, veit ekki meir. Það er svosem margt að gerast þessa helgi. Það væri gott að fá grænt ljós, frá sumum. Ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga .
Jæja elskurnar ætla að láta þetta gott heita af bulli í bili. Góða nótt elskurnar........
Athugasemdir
Hæ elskan mín,,, ofvirka vinkona Ætlaði bara segja þér það að þú getur fengið stóran striga í dönsku búðinni í Smáralindinni,, ódýrann meira að segja Annað... það var alveg æðislegt að hitta á þig í nöglunum.. þú ert svo mikil dúlla, ... þegar þú varst farin þá sagði stelpan sem var að gera á mig neglurnar að þú værir svo sæt .... þú geislar alveg!! Eníveis... verðum að fara hittast elskan.. ég verð að fara sjá.... þú veist Lof jú girl!!
Elísabet
Elísabet (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 09:17
Takk fyrir það ástin mín, ég kíki þangað. Það er engin smá verðmunur á þessum strigum, Það er auðveldlega hægt að fara upp í 10.000 kallinn á strigum í föndurbúðum. En já engin smá tilviljun að hittast í nöglum. Sagði stelpan það, æ en gaman, svona er að vera svona ómótstæðilega kjút. Kíki á þig fljótlega ástin mín og sýni þér
Silla Ísfeld, 3.11.2006 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.