6.11.2006 | 00:24
Sunnudagur 5 nóvember. 2006
Hæhæ
Hæ elskurnar, fór með Ellý vinkonu á bikarmót IFBB í fitness og vaxtarækt núna um helgina, ekkert smá gaman og brjálaðislega flott keppni. Ég verð að segja ykkur frá kynninum, hann er svo frábær. Ég man að sjálfsögðu ekkert hvað hann heitir, en hann er svo fyndin að tárin láku, ég hló svo mikið. Húmorinn er samt sem áður sá, að hann er ekkert fyndin og kann ekki að segja brandara. Hann er vinsamlegast beðin um að segja ekki brandara eða vera með uppistand af neinu tagi í hléum og milli atriða. Málið er, það sem hann segir og hvernig hann segir það getur drepið mig úr hlátri, enda láku tárin hjá mér, ég hló svo mikið. Ég veit það ekki, yfirleitt finnst mér hundleiðinlegt að hlusta á brandara og finnst þeir ekkert fyndnir. þannig ég skemmti mér konunglega með kynni, sem kann ekki að segja brandara og buxurnar svo hátt girtar að þær náðu næstum upp að eyrum og það var ekki djók. Alveg frábær.
Annað næst er það Íslansmeistara mótið í fitness og vaxtarækt sem haldið verður á Akureyri í apríl. Ekki spurning um að mæta þangað, þó ég færi skríðandi. Ég ætlaði að fara í fyrra, en fékk engan með mér. Vinkonu mínar eru bara ekki svona mikið inní þessu eins og ég, og pínu erfitt að drösla þeim þá til Akureyrar að horfa á svona keppni. Þær sjá nú ekki alveg tilganginn í því. Þannig ég var heima í fyrra, nánast grenjandi mig langaði svo að fara. Við Ellý ætlum að fara saman næst, erum búnar að ákveða það. Ef hún hættir við, fer ég ein, get svo svarið fyrir það. Aldrei að vita nema maður banki uppá hjá hótelstjóra okkar Evu á Akureyri. Við Eva vinkona fórum semsagt saman á IFBB mót fyrir 2 árum, ég mun aldrei gleyma þessarri ferð. Hótelstjóranum fannst ég semsagt frekar flott skvísa og gaf það glögglega í ljós við Evu vinkonu, líka Þegar ég gekk framhjá hætti hann að tala við hótelgesti og starði bara á mig og ýmislegt fleira. Nema hvað, púkinn ég, í einhverju flipp kassti, skildi eftir handa honum samanvöðlaðar G strengs nærbuxur í rúminu þegar við fórum. ( Við Eva vorum semsagt búnar að taka eftir því að hann tók til í herbergjunum, eftir að gestirnir voru farnir, þannig hann hlýtur að hafa tekið til í okkar herbergi líka, eftir að við vorum farnar og hefur þá að öllum líkindum fundið G strenginn. Okkur fannst þetta rosalega fyndið, ykkur hefði líka þótt það, hefðu þið séð karlinn.) Þegar við Eva tölum um þessa ferð, rifjum við þetta alltaf upp, hvernig svipurinn á honum hefur verið þegar hann fann G strenginn, hann var frekar spes þessi maður. þetta var flippferð út í eitt. Fórum líka í verslunarferð á Akureyri og versluðum okkur föt, ég var að máta gegnsæja síða mussu og topp innanundir að sjálfsögðu. þegar strákurinn í búðinni kemur og spyr hvernig ég fíli mig. Bara nokkuð vel held ég, veit það samt ekki alveg. Þá kemur Eva vinkona og segir hátt og skýrt. Já nei, þetta er alltof efnismikið fyrir hana, hún á aldrei eftir að ganga í þessu. Strákurinn sem afgreiddi okkur byrjaði að hlægja, ha of efnismikil ( mussan var örþunn, gegnsæ) Eva harðákveðin, já hún er aldrei í svona miklum fötum, hún er alltaf í öllu stuttu og ermalausu. Svona var þessi ferð út í gegn, þetta er ógleymanleg ferð, það voru líka allir svo léttir á því og djókuðu með okkur í einu og öllu, yndislegt fólk. ÞETTA VAR ÆÐISLEG FERÐ. Ég hef ekki farið á Akureyri síðan þarna, ég ætla næst, ekki spurnig.
Annað nú styttist í árshátíðina, fór í neglur síðasta miðvikudag. En þar sem var ekki til tími nema bara fyrir hendurnar, fer ég í tásuneglur næsta fimmtudag. Á svo eftir að láta stytta kjólinn svo ég dragi hann ekki á eftir mér. Ætla ekki að taka séns á að það dragist ekki til í honum, þegar ég dreg hann á eftir mér , hann var svo dýr þessi kjóll. Þannig ég ætla láta stytta hann.
Annað fór í kringluna og Smáralindina núna um helgina, kemur á óvart ekki satt. Mér finnst alltaf jafnfyndið að horfa á aumingja mennina sem er dröslað í búðir með konunum sínum, þvert á móti sínum vilja. Sá svo einn sem var alveg gjörsamlega búinn á því eftir daginn ,með ótal innkaupapoka, sitjandi á stól STEINSOFANDI á meðan frúin var í mátunarklefanum að máta föt. Ég sprakk úr hlátri. Ég hugsa oft um þetta þegar ég sé hjón eða pör saman í búðum, yfirleitt eru sorgmædd hundaaugu á karlmanninum, sem segja, plllíííssss getum við farið heim. En þessar elskur láta sig yfirleitt hafa það, og láta drösla sér aðeins lengur. ÆÆ þeir eru svo góðir, þessar elskur, muniði bara að gera á móti fyrir þá.
Jæja elskurnar ætla láta þetta gott heita, læt myndirnar inn á morgunn, góða nótt.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.