Þriðjudagur 7. nóvember.2006

Hæ hæWink

Oohhh nýja stelpan sem ég var að byrja með í persónuráðgjöf, er alveg gjörsamlega að misskilja hlutverk mitt, og lítur á mig sem grýlu frá miðöldum eða e-hShocking. Hún er þessa dagana að ath hvað hún kemst langt með mig. Hún kemst bara ekki neitt með mig, og er greynilega ekki vön því að vera sett mörk. En hún er að átta sig á því að hún getur ekki stjórnað á öllum vígstöðumWink. Í þessu tilfelli er það "Þolinmæðin þrautin vinnur alla". Það er e-h sem ég á alveg nóg af, ef þolinmæðin mín væri metin í peningum, væri ég marfaldur trilljónamæringurWink. Náði aðeins að tala við hana í dag og koma henni í skilning um hlutverk mitt. Hún varð mikið hissa þegar ég sagði henni frá unglingum sem ég hef verið með í persónuráðjöf, en eru útskrifuð, hafa ennþá samband við mig öðru hverju bara til gamans. Þau sækjast eftir því að halda sambandiSmile. (Mér þykir ótrúlega vænt um það.) Eftir þetta langa samtal okkar, lækkaði aðeins rostin í henni, við sjáum hvað seturWink........

Annað, nú eru jólaplöturnar að koma út alveg í hrönnum. Á meðan ég var að ganga frá eftir matinn og börnin að leira. Hafði ég kveikt á fréttunum og hlustaði með öðru eyranu. Þá kom Regína Ósk fram í sjónvarpinu og söng lag af nýju plötunni sinni sem var að koma út. Elís Viktor henntist frá borðinu, mamma, mamma þessi kona er í söngskólanum mínumWink. Regína Ósk er semsagt yfirkennari söngskóla Maríu Bjarkar. Elís Viktor hefur nokkrum sinnum hitt hana og fannst frekar merkilegt að sjá hana allt í einu í sjónvarpinu. Wink. Honum fannst hún standa sig ótrúlega vel. Gaman fyrir börnin að sjá söngkennarana sína í sjónvarpinu taka lagið, þeir eru náttúrlega fyrirmyndin á þessu sviðiWink......... Ég elska þennan tíma, hinar og þessar uppákomur í Kringlunni og Smáralindinni, allskyns skemmtanir fyrir börnin og svonaSmile. Mér finnst þetta ÆÐISLEGT, ÆÐISLEGT,ÆÐISLEGT, þetta er svo mikið jóla,jólaToungeToungeTounge. Allar plöturnar og bækurnar, ég verð bara eins og litlu börnin, fæ kitl í magan af spenningiTounge. "Ég kemst í hátíðarskap, þó úti séu snjór og krap" Nú fer að líða að því fjölskyldan fari að stríða mér, mesta furða að þau séu ekki byrjuð á því. " Silla, myndi þig langa í svona í jólagjöf, æ nei ætla ekki að segja það"Angry  Ég verð alltaf eitt spurningarmerki af forvitni í framan, en svo fæ ég aldrei að vita neittAngry. En ég elska þennan tímaTounge.

Annað, ætla að hitta Hildi á æfingu á morgunn, við erum alveg komnar með frákvarfseinkenni. Höfum ekki sést í 2 vikur. Ég hef bara verið að æfa ein uppá síðkastið. Ætlum heldur betur að æfa á okkur málbeinið á morgunToungeWink.........

Annað hafiði tekið eftir tunglinu þessa dagana, fallegt ekki sattWink........... Jæja ætla láta þetta gott heita, góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólin eru æði, tunglið er æði og ÞÚ ert æði   Ég sá einmitt Regínu í sjónvarpinu hún var æði.. oh hún syngur svo vel  Jæja nú fer að koma að kvöldinu þínu vinkona  Vona svo að þú skemmtir þér veeeeel

Ellý (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 15:34

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Já kvöldið góða er á næsta leiti. Hlakka ekkert smá til og að sjálfsögðu ætla ég að skemmta mér vel. Heyri í þér ástin mín......

Silla Ísfeld, 9.11.2006 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband