11.11.2006 | 01:20
Föstudagur 10. nóvember. 2006
Hæ elskurnar
Ooohhh það er kominn lítill frændi í heiminn. Já Rannveig systir er búin að eiga. Hann fæddist í dag 10. nóvember kl.14.40. Hann var rúmir 13 merkur og 50,5 cm. Hann er yndislegur, ég fékk að sjá hann alveg nýjan. Ég er ekki stóra systir fyrir ekki neitt. Ég tók heila gommu af myndum. Hann er æðislegur, pínulítill strumpur. Fæðingin gekk vel og Rannveig systir ekkert smá hress, ekkert þreytt og ekki neitt eftir fæðinguna.
Alltaf er skotið á mig, svona smá, þegar mínar nákomnu ganga framyfir tilsettan tíma. Ég átti nefninlega mín börn fyrir tímann. Lísa María kom 17 dögum fyrir tímann og Elís Viktor 10 dögum fyrr, þau flokkast samt ekki undir fyrirbura. Ég og Rakel frænka( hinn ofvirklingurinn í fjölskyldunni) gengum með fyrstu börnin okkar saman. Hún átti að eiga í byrjun desember og ég 24 desember. Dæmið snérist alveg við, ég átti Lísu Maríu 7 desember og Rakel átti Björmu Karen 23 desember. Við getum alveg sagt að Rakel frænka hafi ekki verið glöð með þessa víxlun, reyndar alveg brjáluð. Svo þegar ég var ólétt af Elís Viktor sagði hún. já svo skaltu ekki voga þér að eiga barnið fyrir tímann, það er svindl að fá að sleppa 2 sinnum við að ganga alla leið. Hann kom svo 10 dögum fyrr. Rannveig minntist líka aðeins á þetta núna í kvöld, hún hafi gengið 8 daga framyfir með Ísabellu og 3 daga með strákinn. Ekki eins og ég sem á bæði mín börn fyrir tímann. Æ það er örugglega svo hlýtt og gott að vera í bumbunni, þá er maður ekkert að flýta sér í heiminn.........
Annað þetta var bara svona normal dagur í dag fyir utan að fá lítinn strump í heiminn. Æfing, vinna, versla, ná í galakjólinn út styttingu, ná í börnin, fórum í smá heimsókn til mömmu og pabba á meðan ég fékk að skjótast upp á spítala að sjá litla strumpinn o.fl. Ég nenni ekki að telja meira upp,það er svo leiðinlegtað lesa svona upptalningu, þannig ég ætla bara að sleppa ykkur við það .
Ætla láta nokkrar myndir inn fyrir Rakel frænku, af litla frænda, annars yrði ég nú heldur betur tekin á beinið fyrir að luma á myndum og ekki sýna þær.........
Annars bara góða nótt elskurnar............
Athugasemdir
Hæ elskan mín og til hamingju með litla frænda!! Skilaðu kveðju frá mér til Rannveigar og fjölskyldu og mömmu þinnar, pabba og Jóa. Hann er ÆÐI!! Frábærar myndir. Myndin af Rannveigu og litla kút saman er æðisleg.. og VÁ hvað hún Rannveig er lík mömmu þinni á þeirri mynd.. það er ótrúlegt!!
En bíddu.... var árshátíðin í gær?? Hvernig var??? Blogga um það næst og myndir takk fyrir Þú hefur pottþétt verið alveg stórglæsileg elskan mín
Love ya elskan!!
Elísabet Lára
Elísabet Lára (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 09:49
OMG, er hægt að vera svona mikið krútt. Hann er algjört ÆÐI PÆÐI þessi litli prins, alveg eins frænkur hans (þá er ég náttúreg að meina mig og þig Silla). Takk elsku frænka fyrir að vera svona góð að setja inn myndir fyrir mig, ég veit ekki hvernig upplýsingaflæðið væri í þessari fjölskyldu ef við værum ekki í henni. Kossar og knús til Rannveigar og fjölskyldu frá okkur öllum.
Lov Jú
Rakel Olsen (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.