Sunnudagur 12. nóvember.2006

HæhæWink

Ég fór á árshátíð núna á laugardaginn sem haldin var í hliðarsal á Broadway. þessi árshátíð tilheyrir Orkustofnun þar sem mamma vinnur, þar hef tekið að mér ýmis auka verkefni, þannig mér boðið líkaWink.  Þetta var rosalega fín 3 rétta máltíð. Hörpuskel í forrétt, önd í aðalrétt og þrennskonar ís í eftirrétt, rosalega gott og vel útilátiðSmile. Um miðnætti opnaði svo inn á Broadway sjálft og fóru flestir árshátíðargestirnir þangað, enda mögnuð hljómsveit að spilaWink. þar var e-h hestamanna e-h veit ekki alveg hvað það var, þannig allir blönduðust saman. Mamma og pabbi stóðu sig ekkert smá vel á dansgólfinu, pabbi var alveg að fíla þegar Jónsi tók Queen, enda er hann mikill aðdáandi þeirrar hljómsveitar.WinkWink Pabbi sagði þegar við vorum komin út í bíl, það er svaka stuð á honum JónsaSmile. Já þetta er ekki Jónsi fyrir ekki neittWink. Hitti frænda minn á dansgólfinu, það er alveg óhætt að segja að hann hafi knúsað mig og kysst í klessu, það var ekkert smá gaman að hitta hann, hef ekki séð hann í mörg árSmileWink. Sýndist konan hans vera frekar fúl yfir þessu mikla knúsi, sem var alveg óþarfi, þetta er frændi minnShocking. Og þó hann væri ekki frændi minn, þá veit ég hvað ég vil, það hefur ekkert breystWink. En það var rosalega gaman, fyrir utan slagsmálin sem voru. Pabba var nú alveg hætt að standa á sama þegar ein stelpan, sparkaði eins og óð væri í liggjandi mann, með 4 dyraverði ofan á sér og gat, enga björg sér veitt. Hún sparkaði í hausinn á honum og allt, þá var pabba nóg boðið og stoppaði hana af, og gerði henni grein fyrir að maður sparkaði ekki í liggjandi mann. Það var reyndar verið að stoppa þennan strák fyrir slagsmál, en þarna var búið að ná tökum á honum og hann hættur. Hún var bara að gera illt verra, því auðvitað reyndi strákurinn að verjast spörkunum með 4 dyraveði ofaná sér, svo er bara stórhættulegt að fá spark í höfuðið........................ Við fórum frekar snemma, ég hefði samt alveg verið til í að vera lengurWink. Mamma og pabbi bara orðin þreytt, enda vorum við komin þarna fyrir kl.7. En þetta var rosalega fínt.

Annað næstu helgi verður Elís Viktor með smá tónleika í söngskólanum sínum. Ég fékk nú alveg þokkalega í magann, þegar ég komst að því hann væri búin að vera syngja vitlaust lag í söngskólanum. Hann valdi sér í byrjun krummi svaf í klettargjá, allt í lagi með það, svo valdi hann óskasteina. En hætti við það og valdi lagið um það sem er bannað. Við erum búin að vera æfa það lag heima í 3 eða 4 vikur. En svo syngur hann óskasteina í söngskólanum sem við erum ekkert búin að æfa. Úffffff, það lá við að einn karlkynssönkennarinn sem var staddur þarna, hefði þurft að blása í mig lífi, nema hvað, ég hefði látist endalaustTounge ToungeTounge Nei nei hann mun syngja lagið um það sem er bannað. Hann kann það alveg, við erum dugleg að æfa okkur, en hefur bara ekki sungið það við undirspil áður. Við munum koma 20 mínútum fyrir tónleikana, þannig hann geti rennt í gegnum lagið við undirspil. Ég vildi að ég ætti svona tæki, sem spilar lagið, en það er hægt að lækka niðrí söngnum svo ég geti hlýtt honum lagið við undirspil...... það hefur bara staðið þannig á að ég hef ekki hitt á söngkennarann örugglega í 3 vikur. Ég er þarna náttúrulega bara aðrahvora helgi svo var hún veik, og svo var leiklistartími, þannig ég hef ekkert hitt á hana í svolítinn tíma. En við vonum það bestaSmile

Annað, jæja nú er klukkan orðin svo margt nú ætla ég að fara sofa svo ég vakni fersk á æfingu á morgun. Læt myndirnar inn á morgun. Ég var með alveg fullt sem ég ætlaði að segja ykkur, man bara ekki hvað það er. Það rifjast upp, segi ykkur það þá á morgun.

 Annars, rakst á ágætan vin núna um helgina sem ég hef ekki  rekist á lengi. Hann var að gera svo fína hluti í vinnunni sinni með samstarfsfélögum sínum. Mér finnst svo spennandi það sem hann var að gera og hlakka rosalega til að vita meira um það, hvort það verði kynnt nánar og svona. Fyrir utan að nálgast verkefnið þeirra og fara yfir það sjálf, ég hef ekki nálgast það ennþá. En hlakka rosalega til að fara yfir það. Ég þarf nú að óska honum til hamingju auglyti til auglytis annars finndist mér ég bara dóni, það liggur svo mikil vinna að baki hjá þeim að þessu verkefni.

jæja ég ætlaði að vera farin að sofaWink. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu elzkan mín.. mig langar að sjá myndir frá árshátíðinni hehehehe ;o) gott að þú skemmtir þér vel sæta mín... áttir það svo skilið...

Ellý (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband