14.11.2006 | 00:12
Mánudagur 13. nóvember.2006
Hæ elskurnar
OOOHHHHH þetta tölvu drasl getur gert mig brjálaða. Ég var búin að blogga alveg helling og var að tala við Rakel frænku (hinn ofvirklinginn í fjölskyldunni, þið eruð væntanlega farin að kannast við hana) á msn í leiðinni. Jújú allt í lagi með það, svo fór ég að leita af video klippum úr fitnessinu á netinu, og auðvitað missti ég allt út. Ekki spyr ég að því, hvernig gat mér dottið annað í hug? þar sem ég er yfirnáttúrulegur tölvusnillingur. Jæja ætla byrja þetta blessaða blogg aftur og reyna muna hvað ég var að segja. Þvílíkur klaufaskapur.......
Ég hitti eina kunningja vinkonu mína á brettinu í morgunn( oohhhh ég trúi ekki ég sé að skrifa þetta aftur). Jæja nema hvað, ég var að segja henni frá árshátíðinni núna um helgina og minntist e-h á uppskeruhátíð hestamanna sem var á sama stað. Alveg greyp hún það á lofti, já og hvað? Var enginn myndarlegur hestamaður, þeir eru oft svo myndarlegir, svo beyð hún spennt eftir sögunni. Neibb og aftur neibb. Mér sýndist aldurinn vera svona 40 + eða krakkar á svipuðum aldri og ég er með í persónuráðjöf. Ekki alveg að virka fyrir minn smekk. Nú er svona tímabil, það rignir yfir mig skotunum frá vinum og kunningjum. Finnst vera komin tími á að ég finni mér kærasta. Þetta er samt allt á léttunótunum. Ég hef bara gaman að þessu.....
Annað ég var stödd á biðstofu um daginn þegar ég rak augun í Séð og Heyrt, þar var Hermann Hreiðasson fótboltagaur, að gefa konunni sinni afmælisgjöf. Eitt stikki mótorhól takk fyrir. Spáiði í því að fá mótorhjól í afmælisgjöf, þetta var racer ekkert smá flott. Ég er að safna mér fyrir hjóli, vil ekki taka nein lán. Þannig ég safna mér og ætla reyna kaupa mér hjól þegar fer að nálgast vorið, en samt áður en þau hækka aftur. Hjólin hækka alltaf eftir því sem nær dregur sumrinu. En vá racer í afmælisgjöf, ég færi bara að gráta. Annars er ég ekki svona dýr í rekstri, að þurfa fá rándýrar gjafir. Ekki það að konan hans Hermanns séð það, veit ekkert um það. En mér nægir góður koss og rós, þá er ég fullkomlega sátt.
Annað fólk er búið að vera koma til mömmu í vinnunni og tala um hvað dóttir hennar hafi verið fín á árshátíðinni. Semsagt ég. Það hélt ein að ég væri kona húsvarðarins, konan hans kom ekki með. Þannig hann sat hjá okkur, við vorum alveg 10 saman við borðið, en ég sat við hliðina á honum, svona verður misskilningur oft, úr lausu lofti gripinn. En svo áttaði hún sig á hver ég var. Í hennar huga átti ég allavegana mann í nokkrar mínútur..... Ooo nei ég átti einn í 13 ár og liggur ekkert á að fá mér nýjan.... Síðustu 2 ár hef ég staðið á eigin fótum í fyrsta skifti á ævinni, og tekið hvert þroska og sjálfstæðisskrefið á eftir hvort öðru. Ég hef lært ótrúlega mikið á þessum tíma um sjálfan mig og lífið sjálft. Og náð að gera mér grein fyrir hvað ég vil fá út úr lífinu, og hvað ég vil yfir höfuð. Það er meira en margir geta sagt..........
Jæja elskurnar vona ykkur sé sama þó ég láti myndirnar inn á morgunn, ég veit, ég veit. Ég er búin að vera blaðra svo mikið í símann, og á msn, svo missti ég út fyrra bloggið. Ég er búin að vera endalaust með þetta blogg og það tekur svo langan tíma að hlaða inn myndunum. Sorry, sorry, sorry, ég verð þá bara að fá spark í rassinn frá ykkur. En ég get sagt ykkur það, ég ætla í toppaleiðangur næstu helgi.
Góða nótt elskurnar, heyri í ykkur á morgunn......
Athugasemdir
HEY!!!!!!! ......................og ég sem beið og beið og beið og beið eftir myndum í gærkvöldi UHUHU
rakel olsen (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 08:59
já og eeeeins míííín.. bíðu og bíður eftir myndum hehe.. Þú ert SVO frábær silla mín.. svo gaman að lesa bloggið þitt.. ;) haltu þessu áfram stelpa :o) kossar og knússss.. Ellý
Ellý (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.