14.11.2006 | 23:43
Þriðjudagur 14. nóvember.2006
Hæ elsurnar
Ég heyrði svo skemmtilegt viðtal á Fm 95,7 í morgunn. Það var semsagt viðtal við hljómsveit sem eru íslandsmeistarar í stuði. Þeir voru ekkert smá hressir, eins og alltaf. Einn hljómsveitameðlimurinn hló svo mikið og er með svo smitandi hlátur, að ég hló ennþá meira. Mig langar ekki einu sinni að vita hvað fólkið í næstu bílum hugsaði. Líklegast að ég væri á nýsloppin af geðdeild eða e-h. Ein í bílnum á leiðinni á æfingu, að deyja úr hlátri. Þegar ég kom á æfingu var ekki sjón að sjá mig, ég var öll út ötuð í kaffi. Tók ekkert eftir því, gekk bara galvösk á æfingu, mitt heimasvæði, öll í kaffi í hvítri úlpu. Hitti svo Ragnheiði sem bennti mér góðfúslega á að ég væri öll útötuð. Ég á það ti að koma við á Gullnesti og kaupa mér kaffi til að taka með ,á leiðinni á æfingu og gerði það einmitt í morgunn. Lokið var e-h laust, og ekki hjálpaði hláturinn til að halda kaffinu í bollanum. En hláturinn lengir lífið ekki satt............. Það er allavegana skárra að hlusta á svona í staðin fyrir útvarp Latabæ, eins og ég geri stundum ef það er leiðinlegt blaður í útvarpinu á leiðinni á æfingu.....
Annað talaði við Elísabetu vinkonu á msn í dag. Hún getur verið svo mikill púki við mig, veit upp á hár hvað ég er forvitin, enda búin að þekkja mig í 22 ár. Alveg naut hún sín í botn í dag, við að láta mig giska, hver hefði hringt í sig, sem hún hefur ekki heyrt frá í 10 ár. Hausinn á mér fór vægast sagt á yfirsnúning. Svo hló hún bara og sagðist vilja sjá mig núna. Ég væri örugglega hoppandi í sætinu að drepast úr forvitni, við að reyna giska á þetta. Það var nú bara vægast sagt. En svo gat ég þetta loksins. Þvílíkur púki sem hún er,. Ég er píííínu forvitin . Vinum og ættingjum finnst voðalega gaman að stríða mér með þetta. Láta mig giska og gefa e-h spennandi í skyn, sem ég fæ að vita seinna............... Ég er samt ekki þannig forvitin, að ég sé með nefið ofaní hvers manns koppi alls, alls ekki þannig. Bara svona saklaus forvitni............
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra blogg, ætla fara láta myndirnar inn fyrir ykkur. Góða nótt elskurnar..............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.