16.11.2006 | 22:29
Fimmtudagur 16. nóvember. 2006
Hæ elskurnar
Það er 5 ára strákur á leikskólanum hjá Elís Viktor með honum á deild. Hann spurði mig ítrekð um daginn hvort ég vildi vera mamma sín. Ég eyddi því bara. Þá spurði hann mig, af hverju ég vildi ekki eiga sig. Samt var ekkert í svörum mínum, sem hann hefði átt að taka sem höfnun. Hann gafst ekki upp fyrr en ég útskýrði fyrir honum að það væri ekki hægt, hann ætti sína mömmu. Mér var alveg hætt að standa á sama. Það hefur alveg komið fyrir að börn spyrji mig, hvort ég vilji vera mamma þeirra, en aldrei gengið svona fast á eftir því. Börn eru annars mjög góðir mannþekkjarar. Ekki það að ég sé svona frábær, alls ekki. En mér er sagt það sjáist langar leiðir, hvað ég er mikil barnagæla, börn eru fljót að sjá það út. Stundum segja börn e-h svona sem að sjálfsögðu er engin meining í. En það voru farnar að renna á mig tvær grímur.
Annað, ég var með óvænta fræðslu á leikskólanum hjá Elís Viktor varðandi umferðina og handfrjálsanbúnað. Ég gleymdi semsagt að taka handfrjálsabúnaðinn úr eyrunum þegar ég sótti Elís Viktor. þessi fyrrnefni strákur (sem spurði hvort ég vildi eiga hann) kom á móti mér og spurði hvað ég væri með í eyrunum. Áður en ég vissi af, var allt dottið í dúnalogn og allir að hlusta. Í lokinn spannst svo góð umræða um efnið. Elís Viktor stóð upp í lokinn og sagði " mamma mín fer sko alltaf eftir reglunum" Ekkert smá ánægður með mömmu sína. Maður verður að vera góð fyrimynd, ekki satt........
Annað, nú eru tónleikarnir hjá Elís Viktor að skella á, verða núna á laugardaginn, hlakka ekkert smá til. Verð svo aðeins áfram með börnin mín fram yfir hádegi á meðan barnsfaðir minn er að vinna. Annars er þetta pabbahelgi. Ég veit bara ekkert hvað ég ætla að gera, engin plön í gangi. Nema ég ætla í yoga seinnipartinn á morgun, með einni stelpunni sem ég er með í persónuráðgjöf. Okkur langar svo að prófa. Annars er bara ekkert í gangi, ekki mér vitanlega allavegana. Fer örugglega bara í heimsóknir annaðkvöld eða e-h, og veit ekki með laugardaginn. Jú,ætla í toppaleiðangur í kringluna og smáralindina um helgina. Svo kemur annað í ljós........
Annað, það eru alltaf pabbadagar á miðvikudögum, þannig þegar ég var búin að vinna sem var seint og síðarmeir. Fór ég í heimsókn til pabba og mömmu, lá í sófanum að tala við þau. Allt í einu hætti ég að svara, þá var ég bara steinsofnuð. Þau voru ekkert að hafa fyrir því að vekja mig, þannig ég svaf þar í nótt. Sem var alveg ágætt.
Annað, ég er að spá í að fara ekkert á æfingu fyrr en ég fer í yoga seinnipartinn, þarf að stússast snemma í fyrramálið og nota tíman vel um daginn.
Jæja ætla fara sofa, góða nótt elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.