17.11.2006 | 20:42
Föstudagur 17 nóvember.2006
Hæ elskurnar mínar
Ég var að prófa yoga í fyrsta skifti, þvílíka,þvílíka sem það er æðislegt. Fór í prufutíma til Ingibjargar Stefánsdóttur. Ég ætla að kaupa mér 10 tíma kort við tækifæri. þá get ég meira stjórnað því hvenær ég fer, í staðin fyrir að vera bundin við e-h sérstaka tíma. Það er líka gott að hafa svona andstæðu við líkamsræktina. Yogað verður svona með, ég mun aldrei hætta í líkamsrækt, ekki séns. Ég heillaðist alveg að þessu yoga. Ekki spyrja mig hvernig yoga þetta var, hef ekki hugmynd um það, bara yoga. Allar stöður og stellingar hafa nöfn, þau eru alltaf nefnd. Ég man eitt nafn, af öllum þessum 300 sem voru nefnd. það er hundurinn, ég held ég þurfi voða lítið að segja ykkur hvernig stelling það er.
Á morgun eru tónleikarnir hjá Elís Viktor, ég hlakka ótrúlega til. Ég ætla að taka með mér myndavélina, svo ég geti dreyft athyglinni frá tárunum sem ég veit að eiga eftir að koma. Þegar maður er stoltur af börnunum sínum, koma stundum svona hamingjutár, ÞÓ ÞAU SÉU EKKI VELKOMIN. Já já væli,væli, væli svo úr því verði pollur. Ég er samt engin grenjuskjóða, eins og þið vitið vel, bara stolt móðir.........
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Góða nótt elskurnar mínar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.