21.11.2006 | 00:25
Mánudagur 20. nóvember.2006
Hæ elskurnar
Liggur ekki bara vel á ykkur? Það er gott, mér líka. Mig langar að leiðrétta smá við bloggið mitt í gær. Ég talaði um að langa að nálgast vissan mann aftur, en það er bara að langa. Ekki gera, bara til að koma í veg fyrir allan misskinling. Við vorum búin að ræða málin, þannig að hlutirnir liggja skýrt fyrir. Við þá niðurstöðu er ekki hægt að draga neitt í efa. Að hafa rætt saman var þungu fargi af mér létt. En mikið ofboðslega er ég hrifin af honum , því er ekki að neita......... Þannig er það bara, og hefur verið mjög, mjög lengi. Það er eins og formúlan sem ég hef af karlmanni sé saman sett í þennan mann, hvernig í óskupunum á ég að snúa baki við því??????
Ég var e-h svo utan við mig í gær að ég steingleymdi að segja ykkur frá helginni, hún var nú samt í rólegri kanntinum, þrátt fyrir pabbahelgi. Ég fór á tónleika í söngskólanum hjá Elís Viktor á laugardaginn, hann stóð sig ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega svo lítil börn. Þau eru ennþá að læra að koma inn í lögin á réttum stað, það er bara dúllulegt að sjá það. Að sjálfsögðu komu óvelkomnu gleðitárin mín eins og ég átti von á. Þrátt fyrir að vera afskaplega upptekin með myndarvélina. ÆÆÆ það má alveg á svona stundu, að springa úr stolti.........
Á föstudeginum fór ég í yoga eins og ég er búin að segja ykkur frá, ótrúlega gott, mæli með því. Fór svo á tónleika í gær til styrktar mæðrastyrksnefndar. Það var ótrúlega margt að sjá og smakka. Fékk mér smá hvítöl og hangikjöt. Þegar ég var að ganga út af skemmtuninni, hitti ég Hemma vin minn. Ótrúlega var gaman að hitta hann. Ég hef ekkert verið í þjálfun hjá honum, enda brjálað að gera í skólanum hjá honum. Ég byrja aftur í þjálfun í desember, þangað til er ég ein. Við stelpurnar hittiumst stöku sinnum, en annars er ég ein þangað til í desember. Það er engin smá viðbrygði, mig vantar félagsskapinn. En þetta er fínn tími, ég má byrja með hörku í byrjun desmber, þetta kannski heldur aftur að mér, að hafa hvorki þjálfara né æfingafélaga, nema stöku sinnum. Ég get verið svo mikið óargardýr´. Ég ætla að prófa að lyfta lóðum í þessarri viku, bara létt. Ég má nú eiga að ég er búin að vera ROSALEGA skynsöm og passa mig vel, síðan 23.okt. Enda lítur þetta þrusu vel út.... Ég er ekkert smá sátt.
Annað, ég var óvenju utan við mig í gær, seinnipartinn. Mamma hefur aldrei séð mig jafn þögla og utan við mig áður. Hún talaði og talaði, ég heyrði ekki í henni. Svo sagði hún Silla, viltu tala við mig og svara mér, það er eins og ég sé að tala við sjálfan mig. Þegar við komum heim af skemmtuninni, segir Jói bróðir við mömmu. Hva af hverju er hún svona??? Ég var svo, svo, svo í eigin heimi, að ég heyrði ekkert í þeim. Yfirleitt blaðra ég út í eitt, og hef alveg helling að segja. Ef mér finnst vera of mikil þögn, á ég það til að garga upp yfir allt Ó SOLEMÍÓÓÓ og allir hrökkva í kút. Þess vegna hefur verið frekar skrítið fyrir þau að sjá mig svona. En mér leið svo vel, með hugsunum mínum.
Annað, á morgun fer ég með Lísu Maríu í aðgerð. Það er ekkert að, bara partur af ferlinu. Það er búið að ganga ótrúlega vel, framar björtustu vonum. Það sem á að gera á morgun, er að taka þetta litla rör sem er í gallgangnum hjá henni núna, og láta stærra. Hún kemur til með að vera með það þangað til í mars, þá er það tekið, og ekkert sett í staðin. Þá á gallgangurinn að geta haldist opin sjálfur. Spáiði í því hvað tæknin er orðin mikil, þetta er það sem bjargaði barninu mínu að það væri hægt að víkka út gallganginn.......... Annað hvort förum við heim samdægurs á morgun eða næsta dag, sem betur fer er þetta mjög stutt....................... Við erum að stefna á að hún fái súkkulaðiköku 7 desember, sem er afmælisdagurinn hennar. Ég mun samt sem áður þurfa að passa mataræðið hennar mjög vel, e-h áfram, enda setjum við það ekki fyrir okkur í staðin fyrir fulla heilsu.
Skírnin var í dag hjá litla frænda. Hann heitir Alexander Ísak, passar ótrúlega vel við hann. Presturinn var svo hress. Þegar ég gekk inn og kynnti mig, sagði hann, já þú veist, þar sem við erum eini kórinn verður þú að syngja hátt og skírt. (Guðforeldrarnir standa alltaf uppi á altarinu, þess vegna er það eini kórinn). Svo þegar presturinn var að stylla okkur upp sagði hann við mig, þú ert svo glæsileg. Sagði svo við Patta sem var guðfaðirinn, stant þú aðeins fyrir aftan hana, hún er mikið glæsilegri en þú. Það sprungu allir úr hlátri, presturinn er komin yfir sjötugt, ótrúlega hress. Það er ekkert fyndið að segja skrifa þetta í bloggi, en fólki fannst þetta mjög fyndið. Í lokin hélt hann þétt í höndina mína, og fór yfir ábyrgðina sem fylgir því að vera guðforeldri. Ég reyndar vissi alveg hver sú ábyrgð var, þar sem ég er guðmóðir Ísabellu líka. Og hef skírt 2 börn sjálf. Samt gott að fara yfir þetta. Ótrúlegt traust og þvílíkur heiður að fá að vera guðmóðir. Enda erum við systur afskaplega nánar..... Mikið rosalega finnst mér gott að fara í kirkju. Ég reyni helst alltaf að koma mjög tímalega, svo ég geti aðeins verið ein með sjálfri mér og bænum mínum, ótrúlega gott.
Annað, ég hélt ég ætlaði aldrei að koma börnunum í rúmið. Það tók mig 40 mínútur. Þau þurftu að segja mér svo mikið, og gera helst allt áður en þau sofnuðu. Gefa fiskunum mat, hella smá fiskamat á gólfið, fara yfir afmælið hennar Lísu Maríu, byðja um hitt og þetta. Undir lokin var ég alveg farin að ranghvolfa augunum. En lét þau ekki sjá það, þau þurfu greinilega að spjalla mikið. Þannig ég var bara endalaust þolinmóð. Við gerum þetta alltaf á hverju kvöldi að fara yfir daginn, en ekki alveg 40 mínútur. Þau þurftu mikið að spjalla þessir englar, þá fá þau líka virka hlustun.
Annað var að tala við Elísabetu vinkonu í dag á msn, meðan ég var að bíða eftir að geta lagt af stað í skírnina. Það er e-h lag með Regínu Ósk sem minnir hana svo á mig, hún vildi ekki segja mér af hverju. Ég á bara að hlusta á það, ég á ekki einu sinni diskinn. Alltaf er verið að gera mig forvitna. Ég hef ekki hætt að velta því fyrir mér, hvaða lag það gæti hugsanlega verið. Enda líka erfitt þegar ég hef ekki heyrt diskinn. En þá velti ég því fyrir mér í staðin, um hvað lagið sé. Stríðnispúki.
Jæja elskurnar, nú er ég búin að blogga úr mér allt vit. Nei bara að fíflast. Ætla fara lesa og svo að sofa, stór dagur á morgun. Þó dóttir mín sé ekki "þannig" veik lengur sem betur fer, tekur þetta samt á taugarnar. Ég er skídhrædd við svæfingar. Við eigum að vera komnar upp á spítala kl. 9, aðgerðin á að vera um 12. Elskurnar mínar viljiði vera svo væn að hringja í mig ef þið hafðið tíma. ÉG ÞOLI EKKI AÐ VERA EIN OG BÍÐA, ÞAÐ GETUR ALVEG TEKIÐ MIG AF TAUGUM. En læt ykkur vita, þetta á að ganga smurt fyrir sig af því hún er með rör fyrir. Læt ykkur vita elskurnar. Góða nótt....
Athugasemdir
Hæ elskan mín!! Vildi bara láta þig vita að ég veit hvað lagið heitir.. það heitir "Prins" Þú verður bara að hringja inn á útvarpstöðvarnar og biðja um þetta lag.. eða einfaldlega kaupa þér diskinn kella Alexander Ísak.. rosalega flott nafn!! Skilaðu kveðju til Rannveigar og fjölskyldu frá mér og óskaðu þeim til hamingju með nafnið á lillamann!! Lof jú geggjað mikið!! Verðum að fara að hittast elskan!
Elísabet
Elísabet Lára (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.