24.11.2006 | 00:08
Fimmtudagur 23. nóvember.2006
Hæ elskurnar
Jahérna hér, ég er búin að vera á e-h hraðspólun, búin að telja niður dagana í geta farið að jólaskreyta. Ég átti bara 4 daga eftir í (MINN) fyrsta í aðventu
. Nei, nei þá bætist bara heil vika við, þannig ég mun ekki jólaskreyta fyrr en eftir 10 daga
. Ég var nú ekki beint vinsælasta mamman í öllum heiminum, þegar ég leiðrétti mistök mín við börnin
. Við ákváðum, að þá hlakkar okkur bara meira til
.
Annað, helgin verður bara róleg. Förum í söngskólann og bellett á laugardaginn. Elís Viktor á að fara syngja inn á DVD disk núna á laugardaginn. Það er ekkert smá mikið gert með börnunum í þessum söngskóla, sem að sjálfsögðu er söngskóli Maríu Bjarkar
. Elís Viktor ELSKAR að fara í söngskólann. Tala nú ekki um, þegar gestakennarar koma í heimsókn eins og Jónsi. " Mamma veistu hvað? Jónsi kann að tala eins og Andés önd
" Ótrúlega gaman
.
Á sunnudaginn ætla ég með börnin mín í sunnudagaskólann. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg við það í vetur, ætla að bæta úr því. Þegar ég var lítil, fór ég mjög oft í sunnudagaskólann og safnaði guðsmyndunum,sem maður fékk eftir hvern tíma
. Muniði ekki eftir þessu? Þessar myndir eru ekki lengur í dag, nú eru límmiðabækur og börnin fá stóra guðslímmiða til að líma í bækurnar........... Þegar ég var komin með aldur til fór í KFUK, ég missti helst aldrei af fundi, mér þótti þetta æðislegt
. Ég hætti þessu svo þegar gelgjan og strákarnir tóku við
.
Annars ætlum við börnin bara að hafa það kósý um helgina.
Jæja elskurnar ætla fara sofa, góða nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.