Fimmtudagur 23. nóvember.2006

Hæ elskurnarWink

Jahérna hér, ég er búin að vera á e-h hraðspólunSideways, búin að telja niður dagana í geta farið að jólaskreyta. Ég átti bara 4 daga eftir í (MINN) fyrsta í aðventuSmile. Nei, nei þá bætist bara heil vika við, þannig ég mun ekki jólaskreyta fyrr en eftir 10 dagaGetLost. Ég var nú ekki beint vinsælasta mamman í öllum heiminum, þegar ég leiðrétti mistök mín við börninPouty. Við ákváðum, að þá hlakkar okkur bara meira tilSmileSmileSmile.

Annað, helgin verður bara róleg. Förum í söngskólann og bellett á laugardaginn. Elís Viktor á að fara syngja inn á DVD disk núna á laugardaginnGrin. Það er ekkert smá mikið gert með börnunum í þessum söngskóla, sem að sjálfsögðu er söngskóli Maríu BjarkarGrin. Elís Viktor ELSKAR að fara í söngskólann. Tala nú ekki um, þegar gestakennarar koma í heimsókn eins og Jónsi. " Mamma veistu hvað? Jónsi kann að tala eins og Andés öndWink" Ótrúlega gamanSmile.

Á sunnudaginn ætla ég með börnin mín í sunnudagaskólann. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg við það í vetur, ætla að bæta úr þvíSmile. Þegar ég var lítil, fór ég mjög oft í sunnudagaskólann og safnaði guðsmyndunum,sem maður fékk eftir hvern tímaSmile. Muniði ekki eftir þessu? Þessar myndir eru ekki lengur í dag, nú eru límmiðabækur og börnin fá stóra guðslímmiða til að líma í bækurnar........... Þegar ég var komin með aldur til fór í KFUK, ég missti helst aldrei af fundi, mér þótti þetta æðislegtSmile. Ég hætti þessu svo þegar gelgjan og strákarnir tóku viðToungeWink.

Annars ætlum við börnin bara að hafa það kósý um helginaWink.

Jæja elskurnar ætla fara sofa, góða nóttKissingKissingKissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband