1.12.2006 | 00:36
Fimmtudagur 30. nóvember.2006
Hæ elskurnar
Ég er ekki búin að labba á jörðinni síðan um hádegisbilið í dag híhíhí. Má ég prófa einu sinni, "FORVITNIR FÁ EKKI AÐ VITA. Haaaaaa svona látiði við mig. Nei ekki orðið sem byrjar á k og endar á n. Ég veit mína vissu á því sviði, það er ekki það. Nú á síminn eftir að brenna yfir hjá mér.
Annað er búin að vera tríta mig adeins í þessarri viku, ooosssaa gott. Búin að fara í litun og plokkun, toppaleiðangur og svona sitt lítið að hverju. þetta er svo nærandi. Ætla í yoga seinnipartinn á morgun. Það er alveg toppurinn, afslöppun eftir vinnuvikuna og fara slök inní helgina, ótrúlega gott.
Annað, Þar sem þetta er pabbahelgi, ætla ég að nota tækifærið og þræða búðirnar Nú fer nefninlega að líða að jólahlaðborðinu hjá okkur stelpunum, það verður í næstu viku. Við erum 10 stelpur sem ætlum saman. við ætlum að hafa pakkarugl og gera svona stenmingu úr þessu, ekkert smá gaman. Ég veit bara ekkert í hverju ég á að fara. Mér finnst ekki passa að vera í gallabuxum og topp. Ég ætla í Kringluna og Smáralindina núna um helgina og ath hvort ég sjái ekki e-h, mig langar svolítið í stuttan flottan kjól eða pils. Nú verða búðirnar þræddar. Mér finnst bara svo leiðinlegt, það er allt SVART. Ég er ekki þessi svarta típa. Ég vil vera í litum, sem er ekkert svo mikið um núna. Ætli það sé ekki þessvegna sem ég sogast að öllum undirfatabúðum, þaaaaaar eru allir litirnir, ekki bara endalaust svart.
Annað, Það er ballettsýning á hjá Lísu Maríu á laugardaginn, engin smá spenningur. Sýningin er strax eftir söngskólann hjá Elís Viktor og er haldin í ballettskólanum sjálfum. Í vor sýna þau svo í Borgarleikhúsinu. Hún sér það alveg í hillingum, að sýna þar. Hún er búin að vera æfa sig hérna heima, kenna mér nokkur spor í leiðinni. Svo stendur hún og fylgist með hvort ég geri sporin rétt. Þannig man maður best, með því að kenna öðrum.
Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Mér tókst að vakna í morgun, án þess að fá Lúðrasveit Íslands til að vekja mig. Sjáum hvernig gengur í fyrramálið. Góða nótt elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.