4.12.2006 | 00:33
Sunnudagur 3 desember. 2006
AALLLÚÚÚÚ
Þetta er búin að vera yndisleg helgi. Á föstudaginn fór ég í yoga ótrúúúlega gott. Eins og ég sagði ykkur eftir prufutímann minn í yoga, eru örugglega 300 nöfn yfir þessar æfingar. Eftir fyrsta tímann mundi ég nafn á einni æfingu, það var hundurinn, gefur auga leið hvernig æfing það er. Nú hafa bæst 2 æfingar í viðbót sem ég man hvað heita, af þessum 300, það er ormurinn og svanurinn. Ég sé það ekki fyrir mér, ég með mitt minni, að ég geti nokkurn tímann lært öll þessi nöfn. Um kvöldið kíktum við Eva aðeins á rúntinn.......
Annað á laugardaginn fór ég á ballettsýningu með Lísu Maríu, hún stóð sig ótrúlega vel. Seinnipartinn fórum við Eva í Baðstofuna í Laugum, það er alltaf svo gott að koma þangað. Ég hafði ekki farið mjög lengi. Enda var legið í pottinum vel og lengi, farið í gufurnar og að ógleymdu hvíldarherberginu. Við eyddum alveg góðum 3 tímum þarna, sem er reyndar ekkert mál. Á laugardagskvöldið fórum við Eva aðeins út á lífið. Ég fékk mér meira segja aðeins í glas, og dansaði, og dansaði, og dansaði, og dansaði. Meira að segja þó Eva hafi verið orðin frekar þreytt, dansaði ég bara ein á dansgólfinu. Mikið rosalega var gott að komast út að dansa við almennilega tónlist.
Annað á tjúttinu hitti ég hitti tvo grunnskólabræður mína, Kalla og Ísó. Ekkert smá gaman að hitta þá. Ég reyndar hitti Kalla stundum á förnum vegi, en Ísó hef ég ekki hitt síðan í 10 bekk. Enda var málbeininu gefin laus taumurinn, 15 ár að fara yfir, það er ekkert smá.
Annað hvað er með mig og gömlu karlanna??? Jesús Pétur þetta nær ekki nokkurri átt. Það var einn þarna sem var alveg sérstaklega uppáþrengjandi, á tímabili var ég bara á flótta. Sýðasta vetur voru það líka gölmu karlarnir, skiftist svo í sumar, þá voru það unglömbin 22-25 ára Greinilega enginn millivegur á þessu.
Annað það verður BRJÁLAÐ að gera hjá mér í vikunni, þarf að skipuleggja mig extra vel ef allt á að ganga upp. það verður mikið um myndir á síðunni minni á næstunni ooosssaaa gaman.
Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu, þó það sé mikið að gera, er samt alltaf æfing á hverjum morgni, klikka ekki á því............ Læt myndir helgarinnar inn á morgun............................. Góða nótt elskurnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.