Mánudagur 4. desember.2006

Blessuð og sælWink

Vitiði hvað ég gerði í dag, ég var næstum því búin að gleyma því í allri geðveikinni. Náði að hliðra til hjá mér. Því ég átti panntaðan tíma í klippingu og strípur. Yfirleitt gleymi ég nú ekki svoleiðis löguðu, það var bara svo mikið að gera hjá mérWink. Nema hvað, ég þurfti aðeins að breyta til, það er svo gamanTounge. Breytti alveg gjörsamlega um lit á strípum. Nú er það dökkbrúnt með appelsínugulum strípumToungeToungeTounge. Neeeiiiii ég er að fíflastTounge. En ég breytti samt um lit á strípum, þið verðið bara að sjá, það er að vísu appelsínugult í þvíWink. Mér finnst ég svolítið skrítin svona, ég er alltaf í speglinum að reyna venjast þessuWink ..........Sjón er sögu ríkariGrin.

Jæja nú er jólahlaðborðið á miðvikudaginn, rosalega hlakka ég tilGrin. Við erum 10 stelpur úr ræktinni sem ætlum að fara saman, Þvíííílíkar skuuuutlurGrinWink. Ef ég þekki okkur rétt, þá verður ekki tipplað á augnhárunum, það heyrist aðeins hærra í okkur en þaðToungeToungeTounge. Við ætlum að hafa pakkarugl og svona skemmtilegtSmile.  það er svo gaman að hittast svona margir saman og gera e-h skemmtilegt, mér finnst það æðislegt, ég hlakka ekkert smá tilGrin.

Annað, rosalega finnst mér margir verða daprir og hálf þunglyndir í skammdeginu. Fólki finnst það ekkert gera neitt, nema borða, sofa, vinna, vinna, vinna og hugsa um börnin sín. Einu sinni hefur mér liðið svona, mig langar aldrei að líða þannig aftur. Það tengdist reyndar engu skammdegisþunglyndi. Ég var óhamingjusöm í sambandinu sem ég var í, lífið gekk bara áfram sinn vanagang. Maður verður svona samduna ástandinu. Finnur lítið fyrir sér. Heimilið gekk, en mér sjálfri leið ekki vel. Ég ákvað einn góðan veðurdag eftir margra mánaða umhugsun að enda sambandið sem ég var búin að vera í, í 13 ár. Vitiði hvað fékk mig til að stíga skrefið??? Ég var 29 ára þegar ég skildi. Ég var bara búin að vera í þessu sambandi í 13 ár, planið var að vera saman allt lífið. Ég horfði á lífið í heild sinni og husaði. Bíddu, ég er 29 ára, fyrst mér líður svona núna, hvernig á mér eftir að líða í þessu sambandi um 50 ára. Endalaust að hjakka í sömu sporunum, eins og við þekkjum öll, ef það gengur illa, ætlum við alltaf að bæta sambandið, sem í sumum tilfellum endar alltaf í sömu sporunum. Við vorum búin að reyna lengi að laga sambandið, maður stekkur ekkert í burtu með 2 börn. En þetta var nóg fyrir mig. Ég ætlaði ekki að vera óhamingjusöm allt mitt líf. Ég hugsaði líka. Það er betra að börnin sjái foreldra sína hamingjusama í sitthvoru lagi, en óhaminjusama saman. Flestir hafa heyrt foreldra sína e-h rífast, muniði ekki hvað ykkur leið illa og voruð hrædd þegar það gerðist. Ég á foreldra sem hafa verið gift í næstum 32 ár og eru, og hafa alltaf verið ótrúlega ástfangin, svona á þetta að veraSmile. Það erfiðasta við að stíga skrefið var að sætta sig við að dæmið gekk ekki upp. Ekki í eitt sekúntubrot hefur mér liðið svona eftir ég steig þetta stóra skref. Þið hin sem eruð hamingjusöm, en líður svona vegna skammdegisþunglyndis. Passiði að hafa alltaf e-h fyrir stafni, látið ykkur hlakka til fram í tímann, komiði maka ykkar á óvart, það er svo gamanTounge. Þetta er brot af því sem ég ráðlegg unglingunum sem ég er með í persónuráðgjöf, (nema koma makanum á óvartWink)þau eiga oft við mikið þunglyndi að stríða, þetta hjálpar þeimSmile. Þetta er eitt af því sem ég vinn út frá, með þeim sem eiga við þunglyndi að stríða. Að láta þeim hlakka til, hvers tíma sem við hittumstSmile. Ég varð að koma þessu að, mér finnst svo rosalega mikið um þunglyndi núna, jólin að koma og mikil útgjöld, þá fylgir þunglyndi oft í kjölfarið. Eins og ég segi, þá hefur mér liðið svona útaf annarri ástæðu, en ég man tilfininguna, og fæ hroll þegar fólk nefnir þetta við mig. Ég hef aaaaldrei, talað frá mínum innstu hjararótum, séð eftir að hafa stigið þetta skref og hef aldrei hvorki fyrr né síðar fundið þessa tilfiningu aftur að líða svona. Finniði lykilinn að því sem fær ykkur til að líða svona og leysiði málið, það gerði ég. Hvort sem það er óhamingja í sambandinu ykkar eða skammdegið að fara með ykkur. Það er bannað að láta sér líða svona, það er ekki til neins. Það hlýst ekkert að því að líða svona nema þunglyndi og depurð á endanum, ekki er það spennandi. Nú er ég hætt að lesa yfir ykkurGrin. MUNIÐI BANNAÐ..... Lífið hefur upp á margt að bjóða, bara stíga skrefið..... Ætti ég ekki að verða sálfræðingurTounge. Það var draumurinn þegar ég var yngri. Ég er ekki rosalega langt frá því persónulegur ráðgjafiWink.

Annað ég var að jólaskreyta með börnunum mínum áðan ekkert smá gaman. Skreyttum þeirra glugga og íbúðina alla. Ég á eftir að gera herbergisgluggann minn, borðstofuna og stofuna úúúúffff þetta er svo mikið og stórir gluggar. En samt svo gamanGrinGrinGrin. Ég er svo mikið jólabarn, ég veit þið hafið aldrei heyrt það áðurTounge. þegar Eva vinkona kom til mín á laugardagskvöldið sagði hún, bíddu, hvað kemur til að þú ert ekki búin að skreyta?Tounge Ég var að bíða eftir börnunum mínum, fæ þau alltaf á mánudögum eftir skóla, eftir pabbahelgarnar.

Jæja elskurnar ætla fara hlaða inn myndunum fyrir ykkur, dúúúúllllurnar mínar eruði að býðaGrin. Veit ekki hvort ég láti allar núna, þá bara á morgun. Ætla drýfa mig að þessu svo ég vakni líka í fyrramálið og fari með börnin í skólana og ég á æfinguWink. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband