5.12.2006 | 23:26
Þriðjudagur 5 desember.2006
Hæhæ
Mikið rosalega var veðrið bæði gott og fallegt í morgunn. Himininn bæði bleikur og blár, alveg fullt tungl. Litir himinsins spegluðust í kyrrum sjónum, ekkert smá fallegt. Hefði ég haft tíma, hefði ég stoppað og notið þess að horfa á þetta. Vildi ég hefði haft myndarvélina mína með mér, hefði ekki hikað við að taka mynd og sýnt ykkur.
JJJIIIBBBBÍÍÍÍ jólahlaðborð to morrow mr. Zorro. Við erum að gera þetta í fyrsta skifti að fara svona út að borða saman. Stefnan er að mynda sumaklúbb sem hittist einu sinni í mánuði, út frá þessum hóp. Það verður sko stuð, ó jááá. Við hittumst reglulega í ræktinni og kynntumst þar, það kjaftar alltaf af okkur hver tuskan, af hverju ekki að skella þessu í eitt stikki saumó. Það er svo gaman. Þá ganga dýrin laus.
Annað, Það var spangólað á eftir mér inní laugar í morgun. Jú,jú ég er ekki að grínast. Þegar ég kom í morgun, gengu á móti mér 2 strákar um 25-27 ára ca. Þegar ég var komin að þeim horfðu þeir á mig, og annar þeirra byrjaði að spangóla, alveg uppúr öllu valdi AAAAÁÁÚÚÚÚ. Þetta hefur heyrst langar leiðir, ef ekki inn, við vorum rétt fyrir utan. Greinilega margt sem gerist við fullt tungl
Annað það er geðveiki að gera hjá mér á morgunn. Ég er nefninlega líka að undirbúa afmælið hennar Lísu Maríu sem er á fimmtudaginn + aukavinna + myndartaka hjá Elís Viktor í fimleikunum+ Lísa María í ballett. Svo fara börnin til pabba síns af því það er miðvikudagur og ég á jólahlaðborð. Úúúfff púúúfff, ég verð örugglega svo hátt uppi á morgun, að ég á eftir að labba á veggjunum. Þegar það er mikið að gera, verð ég pínu ör, enda er það líka bara allt í lagi. Ef það væri ekki þannig, þá væri ég ekki Silla. Ég verð samt ekki svona pirruð eða neitt þannig, verð bara svona extra snör í snúningum, tala án þess að hugsa og margt svoleiðis. Þá getur ýmisleg vitleysa komið út úr mér, sem fólki finnst rosalega fyndið. Þá heyrist oft Silla sko. Þetta kemur reyndar mjög oft fyrir.
Jæja ætla ekki að hafa þetta blogg lengra, mér er farið að líða eins og þvílíkum egóista, sem ég er svo innilega ekki. Ég mun að sjálfsögðu taka myndir, hvað annað. Þurfiði að spyrja að því Góða nótt elskurnar..................... Já það voru engar myndir af Evu vinkonu, hún þolir ekki að láta taka af sér myndir, og að sjálfsögðu virði ég það. Góða nótt .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.