10.12.2006 | 23:23
Sunnudagur 10. Desember. 2006
Hæ elskurnar
Við börnin erum búin að njóta þess alveg í botn að vera saman nú um helgina. Fórum og keyptum meira jólaskraut og skreyttum enn meira. Fórum í smáralindina á skemmtun sem var þar í gangi. Þeir tónlistarmenn sem eru að gefa út diska fyrir jólin, koma fram og taka nokkur lög af nýju diskunum sínum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fara og sjá þetta, þetta tilheyrir jólunum hjá okkur að fara á þetta. Fyrst horfum við á jólalestina keyra framhjá gluggunum okkar og förum svo í smáralindina að horfa á þessa árlegu skemmtun, þetta er orðin hefð hjá okkur. Okkur finnst þetta æðislegt. Þeir sem fram komu voru Í Svörtum Fötum, Gunni og Felix, Friðrik Ómar, Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars, eftir að þessir listamenn voru búnir að spila, fórum við. En það voru fleiri listamenn sem komu fram.
Talandi um Í Svörtum Fötum, Jónsi var í feiknarstuði eins og vanalega. Gerði sér lítið fyrir, hoppaði út í salinn og labbaði á sætisbökum hér og þar um salinn, alveg ótrúlegur. Þeir listamenn sem á eftir komu, voru bara kyrrir á sínum stað og hreyfðust varla úr spori, að manni fannst þegar maður er búin að vera horfa á svona stuðbolta. Enda var rosalega mikið af yngra fólkinu sem fór eftir að þeir voru búnir að spila, eldra fólkið var eftir.............
Annað eftir skemmtunina fórum við í heimsókn til mömmu og pabba. Á meðan við mamma vorum inni að spjalla, var pabbi úti með börnin í snjókasti sem þróaðist út í snjóslag. þvílíku lætin og eltingaleikurinn. Börnin nutu sín alveg í botn. Þegar þau komu inn var babbi svo blautur, það lak af honum, eins og hann ætti eftir að þurka sér eftir sturtu. Þá höfðu börnin kaffært afa sinn í snjónum. Þetta var líka sviti, því þau höfðu líka farið í eltingarleik og pabbi látinn verann í öll skiftinn, sniðug börn.
Í morgunn fórum við í sunnudagaskólann. þar sem Lísa María og Elís Viktor eru fædd í Desember, fengu þau að kveika á Betlehemskertinu og fengu líka nælu. Eftir að heim var komið, fór ég aðeins að sinna heimilisverkunum og börnin að leika sér í herbergjunum sínum. Þegar ég var búin að gera allt fínt og flott frammi, ákvað ég að kíkja aðeins inní herbergi til yndislegu barnanna minna, sem voru svo dugleg að leika sér á meðan mamma var að þurka af og gera fínt. Á þessum stutta tíma höfðu á meðan ég var að gera fínt, höfðu börnin mín breyst í villidýr. Jeeessúúússs pééétuur, herbergin þeirra voru orðin eins og eftir loftárás. Þetta var ekkert smá mikið drasl. Við gerðum samning, nota þá tækni mikið í mínu uppeldi. Við sömdum um að þau myndu taka til og gera allt fínt aftur í herbergjunum sínum, og fengju bíó ferð í staðin. Þessi samningur var tekinn með trompi og allir sáttir. Fórum semsagt í bíó seinnipartinn og svo í matarboð, ótrúlega notó.
Annað, Í fyrramálið kl.8.10 er piparkökuskreytingardagur í skólanum hjá Lísu Maríu. Það er frekar rólegt að gera hjá mér á morgunn. Ætla fara á skreytingardaginn með Lísu Maríu, taka góða æfingu, fer svo á fund rétt eftir hádegi, er að taka að mér nýjan skjólstæðing. Ætla reyna koma við í kringlunni áður en ég sæki börnin og kaupa 2 jólagjafir. Ég er búin að ákveða nokkurn vegin hvað það á að vera. Þannig er það yfirleitt þangað til ég er komin í búðirnar, þá er oft svo margt um að velja, að ég verð alveg rugluð. Jæja elskurnar ætla fara hlaða inn myndunum fyrir ykkur, það getur verið að ég nái ekki að láta allar inn núna, þær eru svo margar. En þá held ég bara áfram á morgunn. Góða nótt elskurnar og sogið rótt í alla nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.