12.12.2006 | 23:40
Þriðjudagur 12. Desember.2006
Hæ elskurnar.
Ég var vakin og dregin á fætur kl:5.15 í morgunn. Börnin mín voru svo ótrúlega spennt yfir gjöfinni frá jólasveininum, og vöknuðu extra snemma. Það var ekki nokkur leið að fá þau til að kúra pínu lengur. þannig ég dröslaðist á fætur kl: 5.15. Yfirleitt þegar þau vakna á undan mér, eru þau bara að dunda sér saman í góðum leik. Svo vakna ég bara við umgang og spjall, "minns átti þetta" "Þinns var mamman". þá eru þau búin að vera vakandi í e-h tíma, ekkert að hafa fyrir því að vekja mömmu sína, nei, nei, mér er bara leift að sofa. Nema í morgunn, mamma vaknaðu, sjáðu hvað við fengum í skóinn. Nei vá en fínt, hvað er þetta?. Spjallaði við þau á milli svefns og vöku. þangað til komst upp um mig, þá var ég farin að bulla. Mamma, vaknaðu, nú veit ég þú ert sofandi, alveg ótrúleg hún dóttir mín. Með því var ég dregin á fætur............. Ég var svosem líka svona á yngri árum, er mér sagt.... Við börnin vorum farin að skreyta piparkökur kl. 6.30 í morgunn, ekkert smá gaman. Elís Viktor tók nokkrar nýskreyttar piparkökur í leikskólann og gaf matráðskonunum og nokkrum fóstrum.
Eru ekki allir komnir í rosalegt jólaskap. Ég er að springa, alveg gjörsamlega að missa mig. Það er pabbadagur á morgun, ætlaði að klára jólaundirbúningin að mestu. Það gengur að vísu ekki upp, það verður svo mikið að gera hjá mér. En ætla taka góða syrpu núna um helgina og reyna klára sem mest. Hafiði heyrt það áður? ÉG ELSKA ÞENNAN TÍMA....... Nei vissi það, hafið aldrei heyrt það, ekki frá mér.
Jæja ætla hafa þetta stutt og laggott í dag, ætla fara lesa og sofa. Aldrei að vita nema ég verði rifin á fætur fyrir allar aldir, til að skoða hvað jólasveinninn gaf í skóinn. Góða nótt elskurar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.