15.12.2006 | 02:15
Fimmtudagur 14. Desember.2006
Hæ elskurnar.
Ég var ekkert smá dugleg á æfingu í morgun. Arnar Grant sparkaði aðeins í rassinn á mér í gær. Ég þurfti virkilega á því að halda. Enda þakkaði ég honum fyrir í morgun að hafa sparkað í mig. Ekki málið. Þó ég sé dugleg í ræktinni, koma dagar þar sem ég, eins og allir aðrir þurfa hvattningu. Sá dagur var einmitt hjá mér í gær, ég var bara e-h að slugsa. Grant tók eftir því, og var svo góður að minnast á það við mig. Ég reif mig gjörsamlega upp á rassgatinu, tók geðveika æfingu í morgun. Rosalega var það gott.
Hvað haldiði, ég fékk loksins borð á Eldhúspartý fm 95,7, var búin að reyna endalaust. Tók með mér ungan, myndarlegan, hávaxinn karlmann. Er forvitnin að drepa ykkur???????? Á ég nokkuð að segja ykkur hver það var? Jú ok, ég tók Jóa bróður með mér. Hélduði virkilega UUSSS. Ég held ég hafi nú minnst á það nokkrum sinnum. ÉG VEIT HVAÐ ÉG VIL. Það hefur reynt á það. En ég veit ennþá mína vissu og hef vitað í meira en ár. Jafn vel og ég veit að ég hafi tvær hendur, eru þær kannski þrjár. Að vita hvað maður vill, getur verið ansi erfið klemma, bla, bla jólakaka...... Allavegana Jói bróðir skemmti sér alveg ótrúlega vel, fílaði hljómsveitina alveg í botn, enda ekki annað hægt. Þetta var hljósveitin Í Svörtum Fötum.
Heiðar Austmann, sagðist hafa tekið eftir því, ég hefði alveg verið að sofna í stólnum. Það er ekki rétt. Ég var búin að koma mér notalega fyrir í stólnum og var að hlusta á góða tónlist. Held hann hafi líka bara verið að stríða mér, ég sat nefninlega öll í klessu og hallaði höfðinu. Sofna hvað?????
Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æ----u. Ég er alveg 770% viss um að þið vitið ekkert um hvað ég er að tala. Góða nótt elskurnar.....
Athugasemdir
Hæ elsku dúllan mín! Dísús hvað það er langt síðan ég kommentaði síðast.. en ég er samt búin að lesa allar færslurnar þínar elskan og ég kíki hérna inn á hverjum degi!! Mikið er það nú gott að vita að bjargvætturinn hann bróðir þinn fór með þér, mér var hugsað til þín í gærkvöldi og ég var einmitt að vona að þú fengir einhvern með þér því ég vissi að þig langaði svo svakalega að fara í eldhúspartýið. Tókstu ekki myndir?? Ef svo er.... hlaða þeim inn núna
Elska þig geggjað mikið ástin mín og gangi þér vel með allt jólastússið. Bæjó spæjó darling
Elísabet Lára (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 15:52
Hæ ástin mín. Nei ég tók ekki myndir í þetta sinn, var samt með myndavélina með mér. En ákvað frekar að njóta þess til fulls, að hlusta á góða tónlist. Mig langar svo að kíkja e-h núna um helgina, ef ég geri það, tek ég myndir, ekki spurning.
Silla Ísfeld, 16.12.2006 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.