16.12.2006 | 15:11
Laugardagur 16. Desember.2006
Hæ elskurnar
Ég er búin að vera alveg á fullu við allt annað en það sem ég ætti að gera. Ég ætti, og var búin að ákveða að reyna gera sem mest, þessa helgina fyrir jólin, þar sem þetta er pabbahelgi. Afælið hans Elís Viktors er líka á þriðjudaginn, þá kemur hópurinn hans af deildinni á leikskólanum, þau eru 11. Eftir það er fjölskyldukaffi, þannig það er nóg að gera. Ég er bara búin að vera skoða í búðir, án þess að kaupa nokkuð, dugleg stelpa. Ég sá geðveikan kjól sem MIG LANGAR SVO Í, hann fæst í Oasis og kostar tæp 18.000 kr, hann er truflaður. Hann er gyltur, stuttur, aðeins fyrir ofan hné, með pallíettu mynstri vvvááá hvað hann er flottur. Tími bara ekki alveg að kaupa mér hann. Það er svo mikil fjárútlát hjá mér í Desember, eins og hjá öllum, en ofan á það er ég með 2 barnaafmæli. Þannig þetta er pínu mikið. Ég ætla aðeins að melta kjólinn betur. Ég held ég eigi eftir að sjá eftir því, ef ég kaupi hann ekki.
Mig langar svo að gera e-h í kvöld, bíó, kíkja í heimsókn, eða fá einhvern í heimsókn. Læt mér detta e-h í hug. Ef ég kíki á djammið tek ég myndavélina með.
Jæja ætla vinda mér í undirbúning jóla og afmælis. Heyri í ykkur elskurnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.