Sunnudagur 17. Desember. 2006

Hæ elskurnarWink

Ég ætla ekki að blogga núna. Búin að vera svara hotmail póstinum mínum sem tók góðan tíma, nenni ekki meir. Á morgun ætla ég segja ykkur frá helgini og ÆÐISLEGRI SÖGU. Sem Friðrika Kristín Stefánsdóttir ein af mínu bestu vinkonum sagði mér í kvöld, þegar ég heimsótti þau hjóninSmileSmileSmile. Þau eru svo frábærSmile. Siggi maðurinn hennar, það er tölvukarlinn minn ég sagði ykkur einhvern tímann frá honum, held ég. Ég spurði Friðriku einhvern tímann hvort ég mætti líka eiga Sigga, hann er svo frábær. Baaara fyrir tölvukarlSmile. Það stóð ekki svarinu, já hann má vera tölvukarlinn þinn, en eiginmaður minnSmile. Við Friðrika getum átt það til að spila alveg út samanTounge. Enda er ég vog og hún tvíburi, þessi merki eiga rosalega vel saman, bæði svo opin, félagslynd og gefandiSmile. Til gamans geti þið farið inn á mbl.is, undir fólkið, þar undir stjörnuspá. Þá birtast 2 gluggar efst í horninu, þar sem þið getið leikið ykkur að para saman merkinWink. Bara svona ef þið hafið ekkert að geraWink. Á morgun segi ég ykkur frá þessarri sögu, sem er mér efst í huga núnaWink. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hummmm tvíburar og vog.. humm þú verður þá að FINNA ÞÉR MANN Í TVÍBURAMERKINU tíhíhíhíhíhí ;) eníhú.. takk SVO mikið fyrir skuttlið þarna á lau.. ótrúlega gaman að sjá þig þótt stutt hafi verið ;) veeerðum nú að taka einn kaffibolla/heitt súkkulaði fyrir jól - er það ekki ;)

Ellý (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 10:28

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Hæ ástin mín Endilega kíkjum á kaffihús fyrir jól, ekkert smá til í það. Já það væri draumur að finna mann í tvíburamerkinu. Svo merkilegt sem það er nú, þá er mjög mikið að fólki sem ég er afskaplega náin í tvíburamerkinu. Mamma mín, báðar ömmur mínar, uppáhalds frændi minn, ein besta vinkona mín. Öll eru þau í tvíburamerkinu. Ég var að hugsa um þetta um daginn, af því ég hafði einmitt verið að skoða stjörnumerkin, og fann út, að samband tvíbura og vogar væri eins og skrifað í stjörnurnar. Loksins finnur tvíburinn e-h sem skilur hann. Svo fór ég að prófa vogina við krabba. Barnsfaðir minn er krabbi, það kemur alveg heim og saman, sem stendur þar. Mér finnst svolítið gaman að spá í þessu. Það er alveg ótrúlegt hvað ég smell alltaf við fólk í tvíburamerkinu. Ætti ég ekki bara að fá mér mann í tvíburamerkinu, ég held að það sé málið.

Verð í bandi við þig ástin mín fyrir jól, og skellum okkur á kaffihús

Silla Ísfeld, 18.12.2006 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband