Mánudagur 18. Ddesember.2006

Hæ elskurnarWink

Ég kom við í söngskólanum hjá Elís Viktor í dag og náði í dvd diskana með honumSmile. Hann kemur ótrúlega vel útSmile. Ég er rosalega sátt og Elís Viktor líkaWink. Hann horfði á diskinn 5 sinnum í röð og það mátti engin syngja meðTounge. Þegar var verið að taka upp diskinn um daginn, ruglaðist hann aðeins á textanum í öðru laginu, þetta eru tvö lög. Þegar hann var að horfa á þetta áðan, sagðan, "mamma ég ruglaðist aðeins á textanum". Mér fannst svo frábært að hann heyrði það sjálfurSmile. Hann mun halda áfram í söngskólanum eftir áramót, og hlakkar ekkert smá tilWink. Ég var einmitt að nefna það við Regínu Ósk áðan, þegar ég náði í diskana, ótrúlega yndæl stelpaSmile.

Jæja saganSmile. Ég fór til Sigga og Friðriku í gær, með smá þakklætisgjöf fyrir Friðriku mínaSmile. Þau sögðu mér svo æðislega sögu þegar ég var hjá þeim í gær, ég ætla að deila henni með ykkurSmile. Ég hringdi meira segja í þau áðan og talaði við Sigga, um vangaveltur sem höfðu komið upp hjá mér varðandi söguna, verð alltaf fá að vita aðeins meiraTounge.  Ég vil byrja á að segja ég tek ofan fyrir þessarri stelpu sem um er rætt, fyrir hugrekki. það bjó stelpa um þrítugt í húsinu á móti Sigga og Friðriku. Þær Friðrika voru ágætis vinkonur, enda ekki annað hægt ef þið þekkið Friðriku, afskaplega opin og blátt áframWink. Nema hvað einu sinni liggja þær vinkonur í sólbaði og eru að  spjalla um karlmenn og sambönd. Þetta er fyrir svona 3-5 árum. Þessi stelpa hafði kynnst nokkrum árum áður yngri strák út á landi, þegar hún var að vinna þar, orðið mjög spennt fyrir honum og hann fyrir henni. Hún lýkur umsömdum tíma á þessum stað og fer aftur heim til Reykjavíkur. Eignast kærasta og allt í góðu. Kærastinn hennar var vel menntaður og í góðri stöðu í vinnunni sinni. Það kom að því að hún áttaði sig á að líf hennar var ekki eins og hún vildi hafa það. Hún var ekki að sækjast eftir þessu fína flotta, hún vildi hamingju og sleit sambandinu við kærastan sinn..... þETTA VAR BARA SVONA FORMÁLI.

Alltaf frétti hún öðru hvoru af stráknum út á landi. Hann var komin með konu og barn. Hugur hennar og hjarta voru bara hjá honum, hún vissi alveg hvað hún vildi. Einu sinni var hún að ræða þessar tilfiningar sínar við Sigga og Friðriku, í algjöru vonleysi. Þegar Siggi segir við hana. Sko karlmenn eru karlmenn, og karlmenn þurfa orð, til að skilja hlutinaSmile. Helduru að hann viti bara að þú viljir að hann hafi samband og finni tilfiningar þínar bara ganni. Eftir þetta samtal, ákveður hún að segja honum alveg algjörlega frá tilfinungum sínum, setti sig í samband við hann og sagði honum allt, skóf ekki af neinu. Upp úr krafsinu kom, að strákurinn var mjög óhamingjusamur og var búin að velta fyrir sér lengi að stíga skrefið og skilja en hafð ekki fengið sig til þess barnsins vegna. Eftir þetta samtal þeirra fékk hann kjark og þor til að stíga skrefið, skilja við konuna sína og verða loksins hamingjusamur.

Þau eru ennþá saman í dag og hafa verið í 3 -5 ár og eru ótrúlega hamingjusöm. Spáiði í, ef hún hefði ekki gert þetta, tekið sénsinn. Þá væri hún kannsi ennþá með hugan við hann og hann ennþá í óhamingusömu hjónabandi og þyrði ekki að stíga skrefið. Og spáiði í kjark hjá henni, hún vissi ekkert um það hvort hann var hamingjusamur eða óhaminjusamur. Hann hefði getað hafnað henni gjörsamlega og hún þá alveg berskjölduð. Hún ákvað að hugsa ekki um það, heldur bara koma þessum tilfiningum frá sér og gæti þá kannski haldið áfram með lífið.

Þetta er í raunini bara, hvernig viltu hafa líf þitt, hamingjusamur, óhamingusamur taka ákvarðanir og stíga skrefið í átt að þeim. Eins og Siggi, hann er áhugaljósmydari og hefur haldið sýningar, h´ðer og þar. Hann ákvað að gera ljósmyndabók, gerði það og er búin að gera 2 ljósmyndabækur, honum langaði það og steig skrefið. Ég sjálf er búin að stíga nokkur svona stór skref og flest allir. En samt svo allt annars eðlis. Nei það er ekki rétt hjá mér, ég tók skrefið í að skilja við manninn minn sem ég var búin að vera með í 13 ár............... Nú situr ástfangna parið stundum heima og veltir fyrir sér, hvað ef hún hefði ekki stigið skrefið, það munaði svo litlu.

Mér finnst hún ekkert smá hugrökk að hrökkva og stökkva, ég er svo hrædd við höfnun. Ég fæ alveg í magan og hendurnar að hugsa um ef hann hefði hafnað henni. Þegar maður opnar sig alveg er engin vörn eftir, sem hefði þá tekið á móti höfnuninni. Úúff hugrekkið. Það má líka líta á þetta þannig, hefði hún ekki gert þetta, hefði hún aldei komist að niðurstöðu. Já eða nei. Allavegana hún átti einn son fyrir, hann eitt barn og saman eiga þau núna eitt lítið barnSmile.

Ég er búin að hugsa um þessa sögu síðan um miðnætti í gær. Sofnaði ekki fyrr en 4 í nótt og er búin að hugsa um hana í allan dag. Hún husaði nefninlega í fyrstu, áður en Siggi talaði við hana. Ef hann vill tala við mig, eða hafa samband við mig, þá gerir hann það. Þangað til Siggi sagði, helduru að hann viti að þú viljir að hann hafi samband....... Hún í Reykjavík og hann úti á landi. Þetta er alveg rökrétt. Hvernig ætti það að vera hægt? það þarf stundum að stafa hlutina ofaní þessa blessuðu karlmenn.

Æ ég varð bara að deila þessarri sögu með ykkur. Ef þetta er ekki gott dæmi um að hrökkva og stökkva og vera grypin, þá veit ég ekki hvað. Sigga og Friðriku fannst þetta ekki svona merkilegt eins og mér. Á meðan þau sögðu, þau fundu loksins hvort annað og eru ótrúlega hamingjusömSmile. Sagði ég, vá hvernig þorð hún þessu, ef hún hefði fengið höfnun. Þá heyrðist í Friðriku, Silla þú hugsar allt of mikið, þú hugsar allt til enda. Jáááá það geri ég, varðandi svona. Svo er ég blátt áfram eins og þið vitið í öllu öðru. Ég er alltaf að hlusta á skynsemina ekki hjartað. Svo heyrði ég það í jólateiknimynd sem ég á hér heima. Hjartað leiðir mann í átta að hamingjunni en ekki skynsemin, sá maður er hamingjusamari sem fylgir hjartanu, en sá sem fylgir skynseminni. Trúi þið á ábendingar úr umhverfinu? Þegar maður hlustar á skynsemina vill maður ekki trúa því, nei, nei þetta er bara bull, hugsar maður í staðin. Jaaááá, það getur verið flókið þetta líf.

Jæja elskurnar, nú er klukkan orðin allt of margt og ég með barnaafmæli á morgun. Náði að hliðra til hjá mér í vinnunni, þannig ég á frí á morgun og vinn hann af mér á miðvikudaginn. Það er svo gott að geta gert þetta, þegar það er mikið að gera. Þetta flokkast undir lúxusWink.

Á morgun er ég að hugsa um að segja ykkur frá hljómsveit sem er að hætta, eða fara í langt og gott frí.

Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband