Þriðjudagur 19. Desember. 2006

Hæ elskurnarWink

Vaaááá er ég þreytt eða hvað. Ég er búin að vera með barnaafmæli frá kl. 3 í dag og síðasti gesturinn var að fara núna um kl.10. Ég var búin að búa til veitingar fyrir heilan her af fólki, það kláraðist allt nema 2 súkkulaðikökusneiðar sem var búið að kroppa í Smile. Mér finnst ótrúlega gaman að hafa fyrir fólki og þegar ég er með boð er aldrei það sama, nema kannski tvær sortir af kökum eða heitum réttum. Allt annað er nýtt. Málið er, það er til heill hafsjór af góðum uppskriftum sem gaman er að prófa, þá er einmitt að nota tækifærið við svona tilefni að prófa sem mestWink.

Ættingjar sem höfðu ekki komið í heimsókn eftir ALLAR breytingarnar sem ég er búin að gera á íbúðinni, þeim fannst ekkert smá flott hjá mérSmile. Ég er bara rétt að byrja. Ætla fá mér baðinnréttingu eftir áramót, er ennþá að hugsa hvernig útfærslu ég vil vera með. Ég hef ótrúlega gaman að lappa upp á heimilið og gera það sjálfWink.

Annað, alltaf bætast við jólagjafir sem ég þarf að kaupa. Ætla klára þetta á föstudaginn og laugardaginnSmile. Ég keypti nokkrar síðasta laugardag í Kringlunni, fór svo í Smáralindina á sunnudeginum og fann ekki neittShocking. Fyrir næstu helgi ætla ég að vera búin að setjast niður og skrifa, hvað ég ætla gefa hverjum, og helst í hvaða búðWink. Eru þið að trúa þessu? Aðfangadagur er næsta sunnudag, ég hlakka svo tilTounge. Systir mín er að drepa mig úr forvitni og nýtur þess í botn að stríða mér, ótrúlegur púkiSmile. Ætti ég ekki bara að siga jólakettinum á hanaTounge. Neeeeiii það má ekki vera vond við litlu systir, ég kenndi henni að talaGrin.

Annað, ég var klipin í rassinn í dag á brettinuSmile. Vaaááá rosalega brá mér, og gargaði eftir því upp yfir alltTounge. Á þessu augnarbliki hefði ég viljað hafa með mér hauspoka. Þegar maður er með brjálað rokk í eyrunum, og hugurinn á yfirsnúning, á maður ekki beint von á því að vera klipin í rassinnSmile.

Annað ég ætlaði að tala um hljómsveit sem er að hætta, eða fara í langt frí. Þeir ætla að láta það ráðast, hvað verður, hvenær það verður, ef það verður sem þeir koma saman aftur. En þeir ætla allavegana að taka sér góða pásu og snúa sér að öðru í bili. Þetta er hljómsveitin Í Svörtum Fötum, jú aaaalveg satt, hef það frá áræðanlegum upplýsingum. Mér skilst þeir komi til með að vera e-h í lokuðum hófum, árshátíðum og svona, en ekki opinberlega í bili. Þeir ætla taka lokasprettinn á Players 29 og Nasa 30. DesemberSmile. Er ekki málið að allir mæti, á annað hvort, eða bæði böllin og kveðjum strákana að sinni. Þetta eru nú einu sinni Íslandsmeistarar í stuðiGrin. Þessi böll koma örugglega til með að vera frábrugðin öðrum, ég er nánast 770% viss um það, þar sem þetta eru lokaböllin. Það verður brjálað stuð í gangi, allir að mæta, ekki spurning, það er ekkert annað sem heitirWink. Þetta er föstudagurinn og laugardagurinn fyrir Gamlárskvöld, sem er á sunnudeginum, bara svona ef þið eruð ekki með á nótunumWink. Alveg kjörið, Það þýðir ekkert að fara á djammið á GamlárskvöldWink. Allt á uppsprengdu verði og ekki sénsinn bensinn að fá leigubíl, þá er nú betra að taka gott tjútt, kvöldinu áður eða þar áður með strákunum Í Svörtum Fötum ekki sattWink........ Muna, æ hvað ætlaði ég að gera 29 eða 30 Ddesember? Fara á ball með Svörtum FötumToungeToungeTounge. Ég skal minna ykkur reglulega á þettaWinkGrin.

Jæja elskurnar, ætla fara sofa góða nóttKissingKissingKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband