21.12.2006 | 23:30
Fimmtudagur 21. Desember.2006
Hæ elskurnar
Hvað segiði í þessu brjálaða veðri? Ég segi bara fína frá kína. Ég er búin að halda mig innandyra frá því um 4 í dag. Það er líka eins gott ef ég ætla ekki að lenda upp á þaki, án gríns. Í svipuðu veðri síðasta vetur tókst ég á loft 2 sinnum. Það verður svo svakalega kvasst hérna uppi og það er ekkert sem skýlir, þannig það er eins gott að passa sig. Pabbi minn er líka duglegur að hringja, ef hann heyrir af stormviðvörun. "Silla mín, það er ekki gott fyrir þig að vera mikið á ferðinni í dag, ef þú ætlar að komast inn til þín". þessir pabbar skooo. Þetta er bara af því ég á ekki mann, og honum finnst hann þurfa passa mig extra vel. Leifum honum það þangað til ég fæ mér mann.
Annað, ég er búin að vera leita af uppskriftarbókinni hennar Yasmine. Loksins komst ég að því, hvar bókin er seld, mig langar svo í hana. Hún er bara seld í völdum verslunum. Fyrir ykkur sem hafið verið að leita af henni er hún seld í Habitat, Líf og List, kokka og Iðu. Ég held þetta sé alveg frábær uppskriftarbók. Ég er allavegana mjög spennt fyrir henni og ætla nálgast hana á morgun eða laugardaginn, ekki spurning.
Annað, þið sem eruð að velta fyrir ykkur hvaða geisladisur á að vera í jólapökkunum í ár. Þá er það ekki nokkur spurning, Í Svörtum Fötum. Ég keypti mér þennan disk um daginn, og fékk annan gefins nokkru síðar, á Eldhúspartý fm 95,7. Ég var svo góð að gefa Friðriku vinkonu annan diskinn um daginn. Þetta er rosalega góður diskur, maður þarf að melta hann aðeins, það er það skemmtilega við hann. Fólk á öllum aldri fílar þessa stráka. Meira að segja pabbi minn sem er 52 ára, eftir að hann sá þá spila á árshátíð sem við vorum á um daginn. Honum fannst svo skemmtilegt hvað var mikið stuð á þeim, og að þeir tóku Queen, það toppaði allt hjá pabba. Unglingarnir sjá strákana alveg í hillingum, og eldra fólkið kann vel að meta góðu lögin og textana þeirra. það er nefninlega virkilega gaman að spá í þeim. Í Svörtum Fötum í pakkan í ár og bókin hennar Yasmine, ekki spurning. Heyriði!!!! Nú er ég farin að hljóma eins og auglýsing. Isss gerir ekkert til, aldrei að vita nema þetta auðveldi fólki sem er á síðasta snúning með jólagjafirnar.
Jæja elskurnar ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Það verður allt á 770 hjá mér á morgun og laugardaginn við að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn. Spáááiiiði í þessu, jólin eru að renna í garð. Góða nótt elskurnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.