Laugardagur 23. Desember.2006

SmileSmileSmileSmile

Hæ elsku yndislegu dúllurnar mínarSmile. Ég ætla ekkert að blogga í kvöld. Bara rétt að óska ykkur gleðilegra jólaSmile. Jú það má kannski segja frá því, við börnin kíktum til Sigga og Friðriku í kvöld. Í þetta skifti mundi ég eftir að fara með myndavélina mínaWink. Þið hafið alveg örugglega tekið eftir því, ég hef ekkert verið að láta myndir inn, upp á síðkastið. Ástæðan er sú , ég er ekki búin að vera alveg sátt við myndavélina mína. Mér hefur fundist myndirnar ekki koma nógu vel út. Nú er Siggi búinn að stilla vélina fyrir mig, og ég búin að læra heilan helling á hanaGrin. Ekkert smá sniðug vél, þegar maður áttar sig á henniWink. Ég var bara búin að fikta svo mikið í henni, að hún var öll komin úr skorðum. Ég var búin að stilla e-h hringingu á henni sem hringdi alltaf um 2 á nóttunniWink. Veit ekkert hvernig ég fór að þvíWoundering. Eins og þegar ég setti tölvuna hjá mömmu og pabba yfir á þýsku um daginn. Veit ekki heldur hvernig ég fór að því. Ég var bara að fikta og allt í einu var tölvan komin yfir á þýskuTounge.

En nú er myndavélin orðin aftur eins og ég vil hafa hana, þannig nú fariði að sjá myndir afturToungeToungeTounge. Ég tek það fram, ég er ekki svona með öll rafmagnstæki. Ég stilli sjónvörp, video, dvd, digital island og önnur rafmagnstæki, eins og ekkert sé. Fyrrverandi tengdafjölskyldan mín hringdi í mig, alveg hægri, vinstri á meðan ég var með barnsföður mínum, og bað mig um að stilla hin og þessi tæki fyrir sigSmile. Ég hef bara aldrei lagt mig fram við að læra neitt á tölvur, nema bara það nauðsynlegasta og aðeins út fyrir það, annað ekki. Með myndavélina, þá er ég ennþá að læra á hana. Það er svo mikið af fídusum á henni sem ég hef verið að reyna átta mig á, ég fékk góða kennslu í kvöldSmile.

Jæja elskurnar, alltaf tekst mér að blaðra heilan hellin, þó ég ætli að hafa stutt bloggTounge. Þið eruð svona eins og maðurinn minn, sem ég sest niður með að loknum vinnudegi. Börnin komin í ró, svo ræðum við það sem hefur gerst um daginn og það sem framundan er. Nema hvað, í þessu tilfelli er það bara ég sem blaðra, og þið mótmælið aldreiToungeSmileWink.

Jæja elskurnar, nú fer jólasveinninn að koma og láta fínu lokagjöfina í skóinn hjá börnunumSmile. Síðasta gjöfin ef alltaf lang veglegustWink. Svo síðustu jól tók ég upp nýjan sið, sem ég ætla að viðhalda. Þetta er í annað sinn sem ég geri það, að hafa möndlugraut og möndlugjöf fyrir þann sem finnur möndluna í grauttnumWink. Síðustu jól var bók í möndlugjöf og verður það líka núnaSmile. Ég hugsa ég muni viðhalda því, að hafa bækur ár eftir ár. Það koma svo mikið af vel skrifuðum og virkilega fallega myndskreyttum barnabókum, fyrir hver jól. Börnum finnst alltaf skemmtilegt að hlusta á skemmtilegar bækur. Tala nú ekki um þegar maður leikur þær með hljóðum og röddum í leiðinniSmile. Núna í ár kaypti ég bók eftir Brian Pilkington. Hann er ótrúlegur barnabókasnillingur, og myndirnar eftir hann eru ótrúlegar. Þegar ég var í Kennaraháskólanum kom hann og spjallaði við okkur um bækurnar sínar og myndskreytingarnar. Hann er mjög oft fengin til að myndskreyta fyrir hina og þessa barnabókahöfunda. Ef ég gef einhvern tímann út mína barnabók, má hann alveg skreyta hana, ekki máliðWink.

Jæja mínar nú er ég hætt, ég held alltaf áframWink. Hafiði það rosalega gott á morgun, það ætla ég að geraWink. Góða nótt elskurnar, gleðileg jól, innilegir kossar og knús til ykkar allra, og sérstaklega þínKissingHeartKissing.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband