27.12.2006 | 01:25
Þriðjudagur 26. Desember.2006
Hæ elskurnar mínar
Vona að þið hafið haft það gott um jólin, ég er búin að hafa það rosalega gott. Á tímabili sönglaði í hausnum á mér, silla datt í ísboxið hæ, fadi, rí, fadi, ra la la. MMMM ég elska ís og græna þríhirnda mackintosh's- ið, hefði alveg geta breyst í þetta á Jóladag. Já Jóladag, ekki Aðfangadag. Ég var svo lengi södd á Aðfangadag eftir þetta þunga kjöt, að ég hafði ekki meira pláss. Ég bætti nammi missinn upp á jóladag. Ég var stödd hjá mömmu og pabba ásamt systkynum mínum, allir að hrúga í sig konfekti. Ég bað Ísabellu systurdóttur mína sem er 18 mánaða, að fara fram í eldhús til afa(pabba) með fulla skál af tómum konfektbréfum og láta afa losa hana. Pabbi segir, nei,nei hver er búin að borða svona mikið? Litla skottan hún frænka mín, sem var stödd inní eldhúsi og ég inní stofu, segir hátt og skýrt svo það heyrðist um allt, og með sérstakri áhersku, YETTA (frænka, semsagt ég) Það sprungu allir úr hlátri, þvílíka áherslan. Ég var samt ekkert ein um þetta, langt því frá.............
Að sjálfsögðu var svo mætt á æfingu í morgun, og á morgun líka, eins og flesta aðra daga.
Annað, ætliði að strengja áramótaheit? Ég gerði það í fyrra og stóð við það. Annars var ég hætt að strengja áramótarheit, því þau gengu aldrei upp hjá mér. Svo prófaði ég aftur í fyrra. Þetta er bara að setja sér markmið og fylgja þeim eftir, þá skiftir máli að hafa þau raunhæf, til að geta, fylgt þeim eftir. Ég hafði alltaf haft þau svo stór og mikil og flaug á hausinn með allt saman og ekkert gekk upp. Svona getur þetta verið ef maður er einum of kappsamur, eins og ég er stundum. Að setja sér markmið, er ekki bara að setja sér markmið. Maður þarf að kunna að setja sér markmið og til þess þarf sjálfsþekkingu, til að vita hvað maður getur. Þá setur maður markmiðið aðeins hærra. Maður hjakkar ekki í því sem maður kann og getur. Setur markið hærra og stundum mikið hærra, af því við ætlum áfram í lífinu, ekki satt? Hversu hátt við getum sett markið, fer eftir hversu góð við erum orðin í að setja okkur markmið og fylgja þeim eftir. Þetta þarf að læra. Mér tókst að læra þetta, þá er nú mikið sagt. Ég get nefninlega verið svoddan ótemja, og er stundum langt á undan sjálfri mér.
Annað, ég fékk dvd diskinn með George Michael í jólagjöf. Vááá að hlusta á gömlu Wham lögin aftur, það er alveg æðislegt. Auðvitað hélt ég uppá Wham hvernig spyrjiði. Við vorum nokkur sem héldum uppá Wham. Flestir héldu upp á Duran Duran, svo var alltaf þvílíkur metingur á milli. Mér finnst alveg æðislegt að hafa fengið þennan disk, gaman að eiga hann og sjá gölmu góðu Wham myndböndin, ó mæ gat. Duran Duran hvað?. Á þssum disk er það helsta sem hefur staðið uppúr hjá George Michael á ferlinum, hvort sem hann var einn eða í Wham. Ég tek það fram, ég er ekki svona píkupoppari í dag. Ég hef verið rokkari síðan ég var 13 ára og er ennþá. Einhverjum myndi nú bregða, ef þið heyrðuð lögin sem ég er með á ipod-inum mínum í ræktinni. Það er sko kallað rokk og ekki nokkur leið að drolla með það í eyrunum.
Jæja dúllur, ætla hætta þessu blaðri og láta þetta gott heita. Góða nótt elskurnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.