29.12.2006 | 00:08
Fimmtudagur 28. Desember.2006
HÆ ELSKURNAR MÍNAR
Ef þetta hafa ekki verið föndurjól með börnunum mínum, þá veit ég ekki hvað það er. Við erum búin að vera perla, búa til sápur, lita, þræða hálsmen og armbönd og margt fleira. Ég hafði börnin í fríi úr skólunum á milli jóla og nýárs. það er svo nauðsynlegt fyrir þau, eins og okkur að fá frí, og hlaða batteríin.
Annað, við fórum á jólaball í dag, ekkert smá gaman. Ég fékk koss frá jólasveininum, ekkert smá heppin. Lísa María sagði, mamma af hverju kyssti jólasveinninn þig? Hann kyssti allar mömmur, af því hann elskar þær allar. Glaðlyndur jólasveinn, hann hurðaskellir. Mér fannst ég kannast við augnsvipinn hans, en kom honum ekki fyrir mér. Óþolandi þegar það gerist, þá hugsar maður endalaust. Hver var þetta? ( Annar en hurðaskellir)
Annað, Elís Viktor er farin að hlakka ótrúlega mikið til, að byrja aftur í söngskólanum. Hann er alltaf að spyrja mig. Mamma hvað eru núna margir dagar þangað til ég byrja í söngskólanum?. Hann fílar þetta alveg í botn og saknar þess mjög mikið að fara í söngskólann. Hann byrjar aftur í janúar eftir jólafrí jibbbííí.
Á morgun er föstudagur og allir út á tjúttið ekki satt. Það þýðir ekkert að hanga heima með einhverja kótilettu stæla. Nei, nei það er ekki í boði þessa helgi, því það er nóg að gerast, alla helgina. Í Svörtum Fötum verður í banastuði bæði föstudag og laugardag, á Players föstudag og Nasa laugardag. Þvííílíkir stuðboltar, það verður ekki af þeim tekið. Ef þið hafið ekki farið á ball með strákunum hingað til, eru síðustu tækifærin þessa helgi, svo eru þeir hættir. Þeir eru orðnir svo gamlir, gráir og guggnir, orkan alveg búin og geta ekki meir. Nei ég er að fíflast. Þeir eru búnir að vera á stöðugri keyrslu í 7 eða 8 ár, lengsta fríið sem þeir hafa tekið sér eru 3 vikur. SPÁIÐI Í ÞVÍ. Þetta held ég að engin íslensk hljómsveit hafi gert, klöppum fyrir því.
Gleymi aldrei þegar ég sá þá í fyrsta skifti í myndbandi fyrir svona 5-6 árum. Barnsfaðir minn var að horfa á sjónvarpið, ég var að skifta á Lísu Maríu minnir mig, sem er núna 7 ára. Hann kallar á mig og segir Silla komdu og sjáðu, það er einhver ný íslensk hljómsveit í sjónvarpinu. Ég fer og kíki, þá voru þetta strákarnir í Svörtum Fötum,og Jónsi alveg á útopnu í myndbandinu Nei vááá hvaða rokkarar eru þetta? Ég veit það ekki segir barnsfaðir minn. Á þessum tíma var ekki hlustandi á íslenska tónlist, að okkur fannst. Við komum alveg af fjöllum þegar við sáum þessa rokkara. Svo sagði ég, mig langar einhvern tíman að fara á ball með þessari hljómsveit, síðan liðu 3 eða 4 ár. Var svo stödd í afmæli fyrir 2 árum og leiðin lá á Nasa, þar sem hljómsveitin í Svörtum fötum var að spila. Já, er það en gaman, mig hefur lengi langað að sjá þessa hljómsveit á balli.......... Hafði heyrt eitt eða tvö lög með þeim áður og séð þetta eina myndband. Ég fílaði þá í botn á ballinu, ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar þeir tóku Rammstein og fleira rokk sem ég fíla í frumeindir. Síðan þá hafa böllin verið nokkur.
Annað, ég er að gleyma segja ykkur frá því. Ég fór í neglur í dag. VITIÐI HVAÐ????? Stelpan sem lagaði á mér neglurnar, OG TAKIÐI VEL EFTIR, HÚN HÉLT ÉG VÆRI 23 ÁRA. Ligga, ligga láááiiiii. Hún ætlaði ekki að trúa, ég væri 31 árs. Ég var að tala um aldurinn á börnunum mínum, þá spyr hún. Bíddu hvað ertu eiginlega gömul? Hún spurði mig aftur hálftíma síðar, ertu í alvörunni 31 árs.
Jæja elskurnar, ætla láta þetta gott heita. Gangiði hægt í gegnum gleðinnar dyr. Fariði ykkur ekki að voða, svona í árslok. Er ég ekki einstaklega móðurleg. Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu, ætla svo að kaupa flugelda. Góða nótt elskurnar
Athugasemdir
Hæ Silla mín og takk fyrir síðast!
Hvað er með þessa bleiku sveppi þarna efst hjá þér! Hahhahahahaha!!!
Kveðja
Friðrika, gógógella nr.2
Friðrika Kr. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 21:51
Hæ sæta mín, já takk fyrir síðast.
Híhíhí ef þú ert gógógella nr. 2 hver er þá nr.1?. Þú ert nú alveg óborganleg, minntu mig á að taka með mér kaðal, þegar ég fer út með þér næst, svo ég geti bundið þig við næsta staur. Þú ert alveg ótrúleg. það má nú læra margt af þér Friðrika mín..... Ég er ennþá að hlægja af því sem þú sagðir við karlinn á dansgólfinu og kysstir mig svo á hálsinn. Ég á eftir að lifa á þessu kvöldi nokkuð lengi........... Sveppirnir, það hægt að velja um svo ljótar myndir, þetta er það skásta. Ég þarf að fara laga þessa síðu, hún er svo hrá. Jæja elskan, þurfum að endurtaka þetta aftur, það var alltof langt um liðið.
Silla Ísfeld, 1.1.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.