Þriðjudagur 2. Janúar.2007

Hæ elsku dúllurnar mínarTounge

Ég er búin að millifæra inn á ykkur 365 daga fulla af heppni, gleði, ást, hamingju og heilbrigði fyrir árð 2007Grin. Gleðilegt ár elsku dúllurnar mínar, rembingsknús og KissingKissingKissing.

Vá hvar á ég að byrja? Síðasta helgi var pabbahelgi, ég fékk börnin samt á gamlársdag í staðin fyrir á mánudeginum eins og vanalega. Af því þetta var pabbahelgi, þá var ég heima í fílu með grýlu alla helginaWink. Nei ég er að fíflast, það var sko öðru nærToungeToungeTounge. Ég fór út á tjúttið bæði föstudag og laugardag, eins og þið vitið væntanlega, er það ekki? Við vorum náttúrlega öll á sömu stöðunum ekki satt? Á lokaböllunum hjá Svörtum fötumWink. Ég held ég hafi aldrei svitnað eins mikið á balli, eins og á föstudaginn. Það var engu líkara en ég væri að koma af góðri brennsluæfingu, samt gat ég varla hreyft á mér rassgatið það var svo stappað á ballinuWink. Það var samt sem áður alveg ágætt. Ég fór með Ellý vinkonu á föstudaginn, við vorum í partý hjá Önnu systir hennar áður, ótrúlega gaman og fórum svo nokkur saman á ballið, aðrir urðu eftirWink.

Á laugardeginum fór ég í búðarleiðangur í von um að finna mér kjól. Ég fann einn alveg geðveikan í vero motaSmile. Var ekki lengi að kaupa hann, enda bara einn eftir í mínu númeriWink.  Um kvöldið fór ég svo á Nasa með Friðriku vinkonuGrinGrinGrin. Byrjuðum á að fara í einkapartý sem í Svörtum fötum var með á efri hæð NasaWink. Ég ætlaði ekkert að fara þangð, en þar sem Friðrika vinkona stormaði upp og kom ekki til baka, labbaði ég á eftir henni eins og hundur í bandi og sé ekki eftir þvíGrin. Eftir partýið fórum við niður og þá byrjaði ballið, við vorum afskaplega duglegar á dansgólfinu á milli þess sem Friðrika henntist á barinn. Við hittum vin Friðriku sem var í feiknar góðu stuði og miðhlutinn á honum líka, það var ekki hægt að finna fyrir öðruWink.

Gömlu karlarnir eru greinilega farnir að færa sig yfir Nasa. Hvað er með mig og þessa gölu karla? Það er engu líkara en ég lýsi rauðu ljósi, HÆ! ÉG ER HÉRShocking. Get svo svarið fyrir það. Friðrika losaði okkur við hann, með snilldar aðferðGrinGrinGrin. Hún var annars alveg í essinu sínu að finna karlmann fyrir mig. Einn kom alveg 3 sinnum, Friðrika var nefninlega búin að segja, hann yrði að vera aðgangsharður við mig, ég væri svo feiminTounge. Hún er svo mikið kvikindiToungeToungeTounge. Ég er ekki feimin, nema bara við einn vissan aðila, OG ÉG ÞOLI ÞAÐ EKKIW00t. Ég yrði brjáluð ef ég væri alltaf svona feimin, það er svo pirrandi. Maður er þá svo til baka og orkan manns svo lokuð. þegar hún einmitt þarf að vera opin. Rugl er þettaShocking. Fyrir mitt leiti, finnst mér ekki heillandi þegar strákar eru feimnir og til baka, svo er ég svoleiðis sjálfWoundering. UUUUSSSSSS þetta gengur ekki, enda ætla ég að vinna í þessu, þvílíka ruglið að vera svona. Að getað talað við alla, og verið maður sjálfur og fíflast, eins og mér einni er lagið við alla, nema þennan aðila, þetta er bara kjánalegtShocking.  Ég er byrjuð að vinna í þessu. Hann tekur samt örugglega ekkert eftir þessu, það er bara ég sem finn þetta. En gæti virkað á hann sem köld og fráhrindandi eða óörugg með mig. Er það ekki þannig sem maður heillar strákana upp úr skónumWink. Nei þetta fer rosalega í taugarnar á mér, af því ég er svo innilega ekki svona, eins og þið vitið sem þekkið mig. Þetta er örugglega líka bara vörn hjá mér. Ég er að vinna í þessu, að vera góð við hann líka, eins og alla aðraWink. En við Friðrika skemmtum okkur alveg ógeðslega vel, frá upphafi til enda að sjálfsögðuToungeToungeTounge.

Á Gamlárskvöl, oohhh sáuði, veðrið var alveg kyrrt og stjörnubjartur himininn, æðislegtSmile. Við börnin fórum í matarboð til mömmu og pabba. Þar vorum við systkynin öll saman komin ásamt maka og börnumGrin. Við Jói bróðir og börnin keyrðum á milli brenna, fórum svo á þá síðustu, sem var á gömlum æskuslóðumSmile. Mér var svo kalt, ég stóð nánast inní brennunniTounge. Jói bróðir sagði bara dísess kræst, hvað þú þolir mikinn hita. Hann stóð svolítið frá mér, alveg soðinnToungeToungeTounge. Eftir brennuna keyrðum við um gamla hverfið sem ég bjó í þangað til ég var að verða 9 ára. Börnin elska að hlusta á sögur, frá því ég var lítil, hvar vinkonur mínar bjuggu, í hvaða skóla ég var, hvar ég lék mér og fleiraSmile. Svo að sjálsögðu var gamla árið kvatt, og nýja árinu fagnað með flugeldum og stjörnuljósumSmileSmileSmile. Einhvernvegin legst árið 2007 alveg rosalega vel í mig, vonandi ykkur líkaWink

Jæja ætla fara drýfa í að hlaða inn myndum fyrir ykkur. Ég held ég verði að eyða slatta af öðrum myndum til að koma þessum fyrir, þetta er svo mikiðWink. Heyri í ykkur elskurnarKissingKissingKissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband