7.1.2007 | 18:58
Sunnudagur 7.Janúar.2007
Hæ elsku dúllurnar mínar
Ég ætla ekki að hafa þetta langt blogg, þar sem ég ætla fara í að hlaða 45 myndum inn á bloggið. Það á eftir að taka góðan tíma. Veit ekki alveg hvort ég klári það í kvöld, en þá held ég bara áfram á morgun.
Við börnin fórum í heimsókn til Elísabetar og Glenn í gær. Þau klöppuðu meira segja fyrir mér, þegar ég sagðist vera búin að fá nóg af því að vera ein, þetta er tilfining sem ég fór að finna fyrir í vikunni sem leið. þau voru ekkert smá ánægð að heyra það. Já, nú er ég búin að fá hundleið á að vera ein, enda búin að vera það í tvö og hálft ár. Glenn var líka búin að vera á lausu í tvö og hálft ár áður en þau Elísabet byrjuðu saman. Við vorum alveg sammála um að, það er nauðsynlegt að vera einn í e-h tíma þegar maður skilur eftir svona langt samband. Vinna í sjálfum sér og fá útrás. Líka svo maður sé ekki að draga gamla drauga í nýtt samband. Svo kemur að þessum tímapunkti sem ég er stödd á núna, að vera tilbúin að tengjast einhverjum aftur. Að eiga bara svona kærasta, ekkert að búa saman strax eða neitt. Fara bara öðru hvoru í bíó, út að borða, fara tvö saman í sumarbústað og svoleiðis, þegar börnin eru hjá pabba sínum. Maður verður líka að passa að vera ekki of lengi einn. Vinkonur mínar sem skildu á svipuðum tíma og ég, eru báðar komnar í sambönd, og töluvert langt síðan. Nú er ég tilbúin að stíga næsta skref. þetta er samt svolítið flókið mál, hugur, hjarta, skynsemi. Reynum þetta, það er ekki endalaust hægt að halda í vonina, sem er búið að loka á. Þá staðnar maður bara í lífinu, það vil ég ekki.
Loksins heyrði ég lagið sem minnir Elísabetu svo á mig. Ég hafði aldrei heyrt þetta lag áður, en heyrði það í fyrsta skifti í gær hjá Elísabetu og Glenn. Þetta lag heitir "Prins" Regína Ósk syngur það, og er eins og talað út úr mínu hjarta, ekki nema von það minni hana á mig............... það var ótrúlega langt síðan við höfðum farið í heimsókn til Elísabetar og Glenn. Enda þegar ég nefndi við börnin, að fara í heimsókn til þeirra, öskruðu þau bæði í kór "jjjjáááá förum til þeirra". Aumingja Elísabet varð heyrnalaus á báðum, hinumegin á línunni Engin smá spenningur að fara hitta börnin, Elísabet á 3 og ég 2 eins og þið vitið. Núna hugsiði örugglega, vá lætin sem hljóta hafa verið, 5 börn. Nei það er sko öðru nær. Börnin ná svo vel saman, það er engu líkara en það sé 1 barn að leika sér ínní herbergi. Alveg frábært. Skiftir okkur Elísabetu miklu máli, þar sem við erum búnar að vera bestu vinkonum frá 9 ára aldri.
Jæja ætla fara hlaða inn myndum. Góða nótt elskurnar........
Smá innskot...... Núna er klukkan að ganga tólf. Ég var að kveðja eina stelpuna sem ég er með í persónuráðgjöf. Við fórum á ÆÐISLEGA STELPUMYND, auðvitað var það myndin The Holiday. En uuuuhhhhuuuu mig langar líka í svona kærasta. Þessa dagana er ég að drukna í rómantík, ég er rómantísk að eðlisfari og hef mikið að gefa. En eftir þessa mynd varð sprenging. Ég mun ekki hlaupa á brettinu á morgun eins og ég ætlaði mér, ég mun svífa á því, í einhverjum draumaheimi. Nú langar mig ennþá meira í kærasta......... Ég veit ég er biluð, þannig er það bara, og ég er svoooo sátt við það. Góða nótt enn og aftur.
Athugasemdir
Hahahahahaha þú ert svooo yndisleg Silla.. oh hefði svo viljað koma til þín um helgina... varð ekkert af því eins og ég ætlaði.. en VÁ svo sammála þér með myndina The holiday.. ég ætla sko að kaupa hana.. eiga hana.. úff.. hún er æði og JUDE LAW svoooooooooooo sætur í henni.. áts..
elly (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 11:46
Ææ takk fyrir það. Já það hefði verið gaman að fá þig í heimsókn. Spurning um að reyna kaffihús eða e-h næstu helgi þar sem það er pabbahelgi hjá mér. Já Jude Low...... Hann er með geðveik augu, væri alveg til í að hafa þessi augu fyrir framan mig þegar ég vakna á morgnanna. Annars heillar hann mig ekkert rosalega........ Heyri í þér fyrir helgi sæta mín.
Silla Ísfeld, 8.1.2007 kl. 22:10
Úff... Jude Law er sko laaaaaaaang flottastur!! Gott að þú skemmtir þér vel hjá okkur um daginn,, verðum að endurtaka þetta sem fyrst. Lof jú geggjað mikið.
Elísabet
Elísabet Lára (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.