Heyrði nánast hjartað slá

Hæ elskurnarKissing

Ég er ennþá vakandi og klukkan er að ganga 4 um nótt. Var í saumaklúbb til að verða 1, ekkert smá gaman, grilluðum, fengum okkur hvítvín og hlógum eins og okkur væri borgað fyrir það, það er okkur einum lagiðLoL. Ég sé um saumaklúbbinn, ef það hefur verið ákveðið að fara út að borða, passa ég mig alltaf á að nefna við séum háværar og hlægjum mikið, við erum svo hressar og skemmtilegarLoLLoLLoL.

Jæja þetta var ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur. Núna rétt áðan 3.15 kemur jeppi keyrandi að húsinu mínu, út úr honum stekkur, svartklæddur dökkur maður með svarta húfu á hausnum. Ég hugsa með mér hvað í ósköpunum ætli maðurinn sé að gera, og hvert ætli hann sé að faraWoundering. Ég er samt ekki þessi forvitni nágranni, síður en svo. Lág bara andvaka í rúminu, stóð upp og ætlaði að fá mér vatn, þegar mér var litið út um gluggann og sá þennan mann. Hann var eitthvað svo snar í snúningum, og allur svo dökkur, ég hef aldrei séð hann við húsið áður. Ég er svo ÓTRÚLEGA myrkfælin að það hálfa væri nóg, varð alveg skíthrædd og heyrði nánast hjartað slá. Eftir allt þá var hann bara að bera út Fréttablaðið í sakleysi sínu, vá hvað það var mikill léttirWink.

Nú ætla ég að fara lesa fréttablaðið, get örugglega ekkert á æfingu á morgun sökum þreytuShocking. Góða nótt elskurnar, þið sem getið sofiðKissingKissingKissing........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Silla Ísfeld

Já ég viðurkenni það alveg, þegar ég verð hrædd, kemur þessi hugsun ALLTAF upp hjá mér. Hvað það væri nú gott að hafa einhvern sem passar mann. En svo þegar það er komin dagur, og hræðslan liðin hjá, kemur" iss ég þarf engan karlmann, get passað mig sjálf". Það er samt svo gott að láta passa sig.

Silla Ísfeld, 19.7.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband