Afmælisbarn dagsins:)

Hæ elskurnarKissing

Fyrir 6 árum síðan fékk ég næstum því lítinn prins í afmælisgjöf, frá Elísabetu æskuvinkonu minniGrin. Hríðarnar hjá henni byrjuðu 29. September, eeen svo án míns samþykkis, dró aðeins úr þeim, með þeim afleiðingum að litli prinsinn kom ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti. Ennnn þá var náttúrlega kominn 30. SeptemberCrying. En það er svosem allt í lagi, ég er ekki frá því að þetta henti betur svona, ekki gæti ég haft mömmuna í afmælum hjá mér, á afmælisdegi barnsins, nema með einhverju ráðabruggi og tilfæringumWink. Þess vegna er fínt að eiga sitthvorn daginnTounge....

DSC00043

Þetta er hann Viktor Smári sem er 6. ára í dag, til hamingju með daginn Viktor Smári minnKissing......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Til hamingju með daginn Viktor Smári.
Og hér er afmælislagið handa þér

Halldór Sigurðsson, 30.9.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Takk fyrir okkur sömuleiðis elskan mín, þetta var æææðisleg súkkulaðikaka. Já það er alltaf jafngaman að hitta mömmu þína og pabba, þau eru svo yndisleg.

Lov jú baby....

Silla Ísfeld, 30.9.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Silla Ísfeld

Takk Hhalldór, ég er alveg viss um að Viktor Smári hafi verið ánægður með þessa afmæliskveðju....

Silla Ísfeld, 2.10.2007 kl. 23:34

4 identicon

Hæ Silla það var æðislega gaman að sjá þig loksins ekki á hlaupum. Þú ættir að vita að Elísabet á bara börnin sín á nóttinni hún veit að mamma  hennar vill endilega snúa sólahringnum við. ( Ég verð alltaf að vera viðstödd því hún veit að ég mundi bræða úr símanum annars)    Erla.

Erla (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:29

5 Smámynd: Silla Ísfeld

Híhíhí já Erla, mér finnst það alveg æðislegt að þú hafir verið viðstödd allar fæðingarnar, held þú eigir enn meira í ömmubörnunum þínum fyrir vikið. Það sparar líka kostnað í símakaup, annars værir þú búin að bræða úr þreeemur símum.

Já Elísabet ég er alveg sammála, fæða og út aðferðin virkar þrælvel. Fór þá leið með bæði börnin mín, ég myndi ekki liggja á spítala lengur en ég mögulega þarf, þó ég fengi borgað fyrir það..... Jú elskan mín, það er alveg að koma blogg....

Silla Ísfeld, 11.10.2007 kl. 08:46

6 Smámynd: eybergsmamman

Ég er nú farin að bíða eftir bloggi frá þér....

Annars komst ég ekkert í vikunni á brettið, lá heima með ógeðslega flensu.  Er líka búin að vera með litlu snúlluna mína í aðlögun á leikskólanum...

Sjáumst á mánudaginn hressar og kátar.....

eybergsmamman , 11.10.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband