3.12.2007 | 22:34
Halló, halló;)
Hæ elskurnar
Það var saumaklúbbur hjá okkur vinkonunum í síðustu viku, okkur finnst voða gaman að brjóta upp og gera e-h öðruvísi. Núna síðast vorum við með alveg magnaða snyrtivörukynningu. Ohh það var svo gott, fengum þvílíkt dekur á meðan við hlustuðum á kynninguna.
Þarna var verið að setja á okkur leirmaska, húðin á okkur var silkimjúk eftir þetta æðislega trít.
Hildur vinkona prófaði handmaska, þarna sjáiði okkur vinkonurnar ekkert smá sexy finnst ykkur ekki.....
Annars er bara allt fínt að frétta, fór í æðislegt Senu partý um daginn, frábæra fitneskeppni, yndislega Ballettsýningu hjá dóttur minni og geggjaðan saumaklúbb. Ætla sýna ykkur fljótlega nokkrar Ballettmyndir af sýningunni, stolta mamman var náttúrlega alveg óð á myndarvélinni.
Læt þetta gott heita í bili elskurnar
Athugasemdir
Tek undir með Lísu - segi Hallelúja. Nýbúinn að eignast þessa góðu bloggvinkonu ... og svo bara "silence is golden" ... hmm ... ?
ég er líka búinn að sjá hver á efri myndinni er ekki á neðri myndinni (maður verður að nýta þessi blogg til að skerpa vitið!)
Anyhoo... gaman að sjá myndir - þið eruð allar afskaplega kyssilegar þarna! Einn stór á ykkur allar, og kannski einn auka handa þér:
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:21
Já elskan mín hallelúja, loksins blogg. Myndirnar af ballerínunni koma fljótlega.
Doddi minn ég er nú meiri dóninn, ný búin að eignast svona fááábæran bloggvin og hverf svo nánast af yfirborði jarðar. Ég kom þó aftur.....
Ahaha þú ert svo fyndin, já það getur verið gott að halda heilanum gangandi með myndagátum....
Rembingskoss norður til þín.
Silla Ísfeld, 4.12.2007 kl. 23:37
Jeeeeeey alltaf gaman að sjá blogg frá þér... ætla að fara skoða myndir núna.. svo sætar þið vinkonurnar... gott að allt gangi vel hjá þér elskan mín.. kossar og knús til þín..
Ellý (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:29
Hæææ sæta mín, búin að hugsa svooo mikið til þín undanfarið, ætla hringja í þig um helgina og fá fréttir af þér mín kæra....
Þúsund
Silla Ísfeld, 7.12.2007 kl. 01:43
Það átti að standa þarna, þúsund kossar og rembingsknús....
Silla Ísfeld, 7.12.2007 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.