21.12.2006 | 23:30
Fimmtudagur 21. Desember.2006
Hæ elskurnar
Hvað segiði í þessu brjálaða veðri? Ég segi bara fína frá kína. Ég er búin að halda mig innandyra frá því um 4 í dag. Það er líka eins gott ef ég ætla ekki að lenda upp á þaki, án gríns. Í svipuðu veðri síðasta vetur tókst ég á loft 2 sinnum. Það verður svo svakalega kvasst hérna uppi og það er ekkert sem skýlir, þannig það er eins gott að passa sig. Pabbi minn er líka duglegur að hringja, ef hann heyrir af stormviðvörun. "Silla mín, það er ekki gott fyrir þig að vera mikið á ferðinni í dag, ef þú ætlar að komast inn til þín". þessir pabbar skooo. Þetta er bara af því ég á ekki mann, og honum finnst hann þurfa passa mig extra vel. Leifum honum það þangað til ég fæ mér mann.
Annað, ég er búin að vera leita af uppskriftarbókinni hennar Yasmine. Loksins komst ég að því, hvar bókin er seld, mig langar svo í hana. Hún er bara seld í völdum verslunum. Fyrir ykkur sem hafið verið að leita af henni er hún seld í Habitat, Líf og List, kokka og Iðu. Ég held þetta sé alveg frábær uppskriftarbók. Ég er allavegana mjög spennt fyrir henni og ætla nálgast hana á morgun eða laugardaginn, ekki spurning.
Annað, þið sem eruð að velta fyrir ykkur hvaða geisladisur á að vera í jólapökkunum í ár. Þá er það ekki nokkur spurning, Í Svörtum Fötum. Ég keypti mér þennan disk um daginn, og fékk annan gefins nokkru síðar, á Eldhúspartý fm 95,7. Ég var svo góð að gefa Friðriku vinkonu annan diskinn um daginn. Þetta er rosalega góður diskur, maður þarf að melta hann aðeins, það er það skemmtilega við hann. Fólk á öllum aldri fílar þessa stráka. Meira að segja pabbi minn sem er 52 ára, eftir að hann sá þá spila á árshátíð sem við vorum á um daginn. Honum fannst svo skemmtilegt hvað var mikið stuð á þeim, og að þeir tóku Queen, það toppaði allt hjá pabba. Unglingarnir sjá strákana alveg í hillingum, og eldra fólkið kann vel að meta góðu lögin og textana þeirra. það er nefninlega virkilega gaman að spá í þeim. Í Svörtum Fötum í pakkan í ár og bókin hennar Yasmine, ekki spurning. Heyriði!!!! Nú er ég farin að hljóma eins og auglýsing. Isss gerir ekkert til, aldrei að vita nema þetta auðveldi fólki sem er á síðasta snúning með jólagjafirnar.
Jæja elskurnar ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Það verður allt á 770 hjá mér á morgun og laugardaginn við að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn. Spáááiiiði í þessu, jólin eru að renna í garð. Góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt 22.12.2006 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 01:51
Þriðjudagur 19. Desember. 2006
Hæ elskurnar
Vaaááá er ég þreytt eða hvað. Ég er búin að vera með barnaafmæli frá kl. 3 í dag og síðasti gesturinn var að fara núna um kl.10. Ég var búin að búa til veitingar fyrir heilan her af fólki, það kláraðist allt nema 2 súkkulaðikökusneiðar sem var búið að kroppa í . Mér finnst ótrúlega gaman að hafa fyrir fólki og þegar ég er með boð er aldrei það sama, nema kannski tvær sortir af kökum eða heitum réttum. Allt annað er nýtt. Málið er, það er til heill hafsjór af góðum uppskriftum sem gaman er að prófa, þá er einmitt að nota tækifærið við svona tilefni að prófa sem mest.
Ættingjar sem höfðu ekki komið í heimsókn eftir ALLAR breytingarnar sem ég er búin að gera á íbúðinni, þeim fannst ekkert smá flott hjá mér. Ég er bara rétt að byrja. Ætla fá mér baðinnréttingu eftir áramót, er ennþá að hugsa hvernig útfærslu ég vil vera með. Ég hef ótrúlega gaman að lappa upp á heimilið og gera það sjálf.
Annað, alltaf bætast við jólagjafir sem ég þarf að kaupa. Ætla klára þetta á föstudaginn og laugardaginn. Ég keypti nokkrar síðasta laugardag í Kringlunni, fór svo í Smáralindina á sunnudeginum og fann ekki neitt. Fyrir næstu helgi ætla ég að vera búin að setjast niður og skrifa, hvað ég ætla gefa hverjum, og helst í hvaða búð. Eru þið að trúa þessu? Aðfangadagur er næsta sunnudag, ég hlakka svo til. Systir mín er að drepa mig úr forvitni og nýtur þess í botn að stríða mér, ótrúlegur púki. Ætti ég ekki bara að siga jólakettinum á hana. Neeeeiii það má ekki vera vond við litlu systir, ég kenndi henni að tala.
Annað, ég var klipin í rassinn í dag á brettinu. Vaaááá rosalega brá mér, og gargaði eftir því upp yfir allt. Á þessu augnarbliki hefði ég viljað hafa með mér hauspoka. Þegar maður er með brjálað rokk í eyrunum, og hugurinn á yfirsnúning, á maður ekki beint von á því að vera klipin í rassinn.
Annað ég ætlaði að tala um hljómsveit sem er að hætta, eða fara í langt frí. Þeir ætla að láta það ráðast, hvað verður, hvenær það verður, ef það verður sem þeir koma saman aftur. En þeir ætla allavegana að taka sér góða pásu og snúa sér að öðru í bili. Þetta er hljómsveitin Í Svörtum Fötum, jú aaaalveg satt, hef það frá áræðanlegum upplýsingum. Mér skilst þeir komi til með að vera e-h í lokuðum hófum, árshátíðum og svona, en ekki opinberlega í bili. Þeir ætla taka lokasprettinn á Players 29 og Nasa 30. Desember. Er ekki málið að allir mæti, á annað hvort, eða bæði böllin og kveðjum strákana að sinni. Þetta eru nú einu sinni Íslandsmeistarar í stuði. Þessi böll koma örugglega til með að vera frábrugðin öðrum, ég er nánast 770% viss um það, þar sem þetta eru lokaböllin. Það verður brjálað stuð í gangi, allir að mæta, ekki spurning, það er ekkert annað sem heitir. Þetta er föstudagurinn og laugardagurinn fyrir Gamlárskvöld, sem er á sunnudeginum, bara svona ef þið eruð ekki með á nótunum. Alveg kjörið, Það þýðir ekkert að fara á djammið á Gamlárskvöld. Allt á uppsprengdu verði og ekki sénsinn bensinn að fá leigubíl, þá er nú betra að taka gott tjútt, kvöldinu áður eða þar áður með strákunum Í Svörtum Fötum ekki satt........ Muna, æ hvað ætlaði ég að gera 29 eða 30 Ddesember? Fara á ball með Svörtum Fötum. Ég skal minna ykkur reglulega á þetta.
Jæja elskurnar, ætla fara sofa góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 03:10
Mánudagur 18. Ddesember.2006
Hæ elskurnar
Ég kom við í söngskólanum hjá Elís Viktor í dag og náði í dvd diskana með honum. Hann kemur ótrúlega vel út. Ég er rosalega sátt og Elís Viktor líka. Hann horfði á diskinn 5 sinnum í röð og það mátti engin syngja með. Þegar var verið að taka upp diskinn um daginn, ruglaðist hann aðeins á textanum í öðru laginu, þetta eru tvö lög. Þegar hann var að horfa á þetta áðan, sagðan, "mamma ég ruglaðist aðeins á textanum". Mér fannst svo frábært að hann heyrði það sjálfur. Hann mun halda áfram í söngskólanum eftir áramót, og hlakkar ekkert smá til. Ég var einmitt að nefna það við Regínu Ósk áðan, þegar ég náði í diskana, ótrúlega yndæl stelpa.
Jæja sagan. Ég fór til Sigga og Friðriku í gær, með smá þakklætisgjöf fyrir Friðriku mína. Þau sögðu mér svo æðislega sögu þegar ég var hjá þeim í gær, ég ætla að deila henni með ykkur. Ég hringdi meira segja í þau áðan og talaði við Sigga, um vangaveltur sem höfðu komið upp hjá mér varðandi söguna, verð alltaf fá að vita aðeins meira. Ég vil byrja á að segja ég tek ofan fyrir þessarri stelpu sem um er rætt, fyrir hugrekki. það bjó stelpa um þrítugt í húsinu á móti Sigga og Friðriku. Þær Friðrika voru ágætis vinkonur, enda ekki annað hægt ef þið þekkið Friðriku, afskaplega opin og blátt áfram. Nema hvað einu sinni liggja þær vinkonur í sólbaði og eru að spjalla um karlmenn og sambönd. Þetta er fyrir svona 3-5 árum. Þessi stelpa hafði kynnst nokkrum árum áður yngri strák út á landi, þegar hún var að vinna þar, orðið mjög spennt fyrir honum og hann fyrir henni. Hún lýkur umsömdum tíma á þessum stað og fer aftur heim til Reykjavíkur. Eignast kærasta og allt í góðu. Kærastinn hennar var vel menntaður og í góðri stöðu í vinnunni sinni. Það kom að því að hún áttaði sig á að líf hennar var ekki eins og hún vildi hafa það. Hún var ekki að sækjast eftir þessu fína flotta, hún vildi hamingju og sleit sambandinu við kærastan sinn..... þETTA VAR BARA SVONA FORMÁLI.
Alltaf frétti hún öðru hvoru af stráknum út á landi. Hann var komin með konu og barn. Hugur hennar og hjarta voru bara hjá honum, hún vissi alveg hvað hún vildi. Einu sinni var hún að ræða þessar tilfiningar sínar við Sigga og Friðriku, í algjöru vonleysi. Þegar Siggi segir við hana. Sko karlmenn eru karlmenn, og karlmenn þurfa orð, til að skilja hlutina. Helduru að hann viti bara að þú viljir að hann hafi samband og finni tilfiningar þínar bara ganni. Eftir þetta samtal, ákveður hún að segja honum alveg algjörlega frá tilfinungum sínum, setti sig í samband við hann og sagði honum allt, skóf ekki af neinu. Upp úr krafsinu kom, að strákurinn var mjög óhamingjusamur og var búin að velta fyrir sér lengi að stíga skrefið og skilja en hafð ekki fengið sig til þess barnsins vegna. Eftir þetta samtal þeirra fékk hann kjark og þor til að stíga skrefið, skilja við konuna sína og verða loksins hamingjusamur.
Þau eru ennþá saman í dag og hafa verið í 3 -5 ár og eru ótrúlega hamingjusöm. Spáiði í, ef hún hefði ekki gert þetta, tekið sénsinn. Þá væri hún kannsi ennþá með hugan við hann og hann ennþá í óhamingusömu hjónabandi og þyrði ekki að stíga skrefið. Og spáiði í kjark hjá henni, hún vissi ekkert um það hvort hann var hamingjusamur eða óhaminjusamur. Hann hefði getað hafnað henni gjörsamlega og hún þá alveg berskjölduð. Hún ákvað að hugsa ekki um það, heldur bara koma þessum tilfiningum frá sér og gæti þá kannski haldið áfram með lífið.
Þetta er í raunini bara, hvernig viltu hafa líf þitt, hamingjusamur, óhamingusamur taka ákvarðanir og stíga skrefið í átt að þeim. Eins og Siggi, hann er áhugaljósmydari og hefur haldið sýningar, h´ðer og þar. Hann ákvað að gera ljósmyndabók, gerði það og er búin að gera 2 ljósmyndabækur, honum langaði það og steig skrefið. Ég sjálf er búin að stíga nokkur svona stór skref og flest allir. En samt svo allt annars eðlis. Nei það er ekki rétt hjá mér, ég tók skrefið í að skilja við manninn minn sem ég var búin að vera með í 13 ár............... Nú situr ástfangna parið stundum heima og veltir fyrir sér, hvað ef hún hefði ekki stigið skrefið, það munaði svo litlu.
Mér finnst hún ekkert smá hugrökk að hrökkva og stökkva, ég er svo hrædd við höfnun. Ég fæ alveg í magan og hendurnar að hugsa um ef hann hefði hafnað henni. Þegar maður opnar sig alveg er engin vörn eftir, sem hefði þá tekið á móti höfnuninni. Úúff hugrekkið. Það má líka líta á þetta þannig, hefði hún ekki gert þetta, hefði hún aldei komist að niðurstöðu. Já eða nei. Allavegana hún átti einn son fyrir, hann eitt barn og saman eiga þau núna eitt lítið barn.
Ég er búin að hugsa um þessa sögu síðan um miðnætti í gær. Sofnaði ekki fyrr en 4 í nótt og er búin að hugsa um hana í allan dag. Hún husaði nefninlega í fyrstu, áður en Siggi talaði við hana. Ef hann vill tala við mig, eða hafa samband við mig, þá gerir hann það. Þangað til Siggi sagði, helduru að hann viti að þú viljir að hann hafi samband....... Hún í Reykjavík og hann úti á landi. Þetta er alveg rökrétt. Hvernig ætti það að vera hægt? það þarf stundum að stafa hlutina ofaní þessa blessuðu karlmenn.
Æ ég varð bara að deila þessarri sögu með ykkur. Ef þetta er ekki gott dæmi um að hrökkva og stökkva og vera grypin, þá veit ég ekki hvað. Sigga og Friðriku fannst þetta ekki svona merkilegt eins og mér. Á meðan þau sögðu, þau fundu loksins hvort annað og eru ótrúlega hamingjusöm. Sagði ég, vá hvernig þorð hún þessu, ef hún hefði fengið höfnun. Þá heyrðist í Friðriku, Silla þú hugsar allt of mikið, þú hugsar allt til enda. Jáááá það geri ég, varðandi svona. Svo er ég blátt áfram eins og þið vitið í öllu öðru. Ég er alltaf að hlusta á skynsemina ekki hjartað. Svo heyrði ég það í jólateiknimynd sem ég á hér heima. Hjartað leiðir mann í átta að hamingjunni en ekki skynsemin, sá maður er hamingjusamari sem fylgir hjartanu, en sá sem fylgir skynseminni. Trúi þið á ábendingar úr umhverfinu? Þegar maður hlustar á skynsemina vill maður ekki trúa því, nei, nei þetta er bara bull, hugsar maður í staðin. Jaaááá, það getur verið flókið þetta líf.
Jæja elskurnar, nú er klukkan orðin allt of margt og ég með barnaafmæli á morgun. Náði að hliðra til hjá mér í vinnunni, þannig ég á frí á morgun og vinn hann af mér á miðvikudaginn. Það er svo gott að geta gert þetta, þegar það er mikið að gera. Þetta flokkast undir lúxus.
Á morgun er ég að hugsa um að segja ykkur frá hljómsveit sem er að hætta, eða fara í langt og gott frí.
Góða nótt elskurnar.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 02:17
Sunnudagur 17. Desember. 2006
Hæ elskurnar
Ég ætla ekki að blogga núna. Búin að vera svara hotmail póstinum mínum sem tók góðan tíma, nenni ekki meir. Á morgun ætla ég segja ykkur frá helgini og ÆÐISLEGRI SÖGU. Sem Friðrika Kristín Stefánsdóttir ein af mínu bestu vinkonum sagði mér í kvöld, þegar ég heimsótti þau hjónin. Þau eru svo frábær. Siggi maðurinn hennar, það er tölvukarlinn minn ég sagði ykkur einhvern tímann frá honum, held ég. Ég spurði Friðriku einhvern tímann hvort ég mætti líka eiga Sigga, hann er svo frábær. Baaara fyrir tölvukarl. Það stóð ekki svarinu, já hann má vera tölvukarlinn þinn, en eiginmaður minn. Við Friðrika getum átt það til að spila alveg út saman. Enda er ég vog og hún tvíburi, þessi merki eiga rosalega vel saman, bæði svo opin, félagslynd og gefandi. Til gamans geti þið farið inn á mbl.is, undir fólkið, þar undir stjörnuspá. Þá birtast 2 gluggar efst í horninu, þar sem þið getið leikið ykkur að para saman merkin. Bara svona ef þið hafið ekkert að gera. Á morgun segi ég ykkur frá þessarri sögu, sem er mér efst í huga núna. Góða nótt elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2006 | 15:11
Laugardagur 16. Desember.2006
Hæ elskurnar
Ég er búin að vera alveg á fullu við allt annað en það sem ég ætti að gera. Ég ætti, og var búin að ákveða að reyna gera sem mest, þessa helgina fyrir jólin, þar sem þetta er pabbahelgi. Afælið hans Elís Viktors er líka á þriðjudaginn, þá kemur hópurinn hans af deildinni á leikskólanum, þau eru 11. Eftir það er fjölskyldukaffi, þannig það er nóg að gera. Ég er bara búin að vera skoða í búðir, án þess að kaupa nokkuð, dugleg stelpa. Ég sá geðveikan kjól sem MIG LANGAR SVO Í, hann fæst í Oasis og kostar tæp 18.000 kr, hann er truflaður. Hann er gyltur, stuttur, aðeins fyrir ofan hné, með pallíettu mynstri vvvááá hvað hann er flottur. Tími bara ekki alveg að kaupa mér hann. Það er svo mikil fjárútlát hjá mér í Desember, eins og hjá öllum, en ofan á það er ég með 2 barnaafmæli. Þannig þetta er pínu mikið. Ég ætla aðeins að melta kjólinn betur. Ég held ég eigi eftir að sjá eftir því, ef ég kaupi hann ekki.
Mig langar svo að gera e-h í kvöld, bíó, kíkja í heimsókn, eða fá einhvern í heimsókn. Læt mér detta e-h í hug. Ef ég kíki á djammið tek ég myndavélina með.
Jæja ætla vinda mér í undirbúning jóla og afmælis. Heyri í ykkur elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2006 | 02:15
Fimmtudagur 14. Desember.2006
Hæ elskurnar.
Ég var ekkert smá dugleg á æfingu í morgun. Arnar Grant sparkaði aðeins í rassinn á mér í gær. Ég þurfti virkilega á því að halda. Enda þakkaði ég honum fyrir í morgun að hafa sparkað í mig. Ekki málið. Þó ég sé dugleg í ræktinni, koma dagar þar sem ég, eins og allir aðrir þurfa hvattningu. Sá dagur var einmitt hjá mér í gær, ég var bara e-h að slugsa. Grant tók eftir því, og var svo góður að minnast á það við mig. Ég reif mig gjörsamlega upp á rassgatinu, tók geðveika æfingu í morgun. Rosalega var það gott.
Hvað haldiði, ég fékk loksins borð á Eldhúspartý fm 95,7, var búin að reyna endalaust. Tók með mér ungan, myndarlegan, hávaxinn karlmann. Er forvitnin að drepa ykkur???????? Á ég nokkuð að segja ykkur hver það var? Jú ok, ég tók Jóa bróður með mér. Hélduði virkilega UUSSS. Ég held ég hafi nú minnst á það nokkrum sinnum. ÉG VEIT HVAÐ ÉG VIL. Það hefur reynt á það. En ég veit ennþá mína vissu og hef vitað í meira en ár. Jafn vel og ég veit að ég hafi tvær hendur, eru þær kannski þrjár. Að vita hvað maður vill, getur verið ansi erfið klemma, bla, bla jólakaka...... Allavegana Jói bróðir skemmti sér alveg ótrúlega vel, fílaði hljómsveitina alveg í botn, enda ekki annað hægt. Þetta var hljósveitin Í Svörtum Fötum.
Heiðar Austmann, sagðist hafa tekið eftir því, ég hefði alveg verið að sofna í stólnum. Það er ekki rétt. Ég var búin að koma mér notalega fyrir í stólnum og var að hlusta á góða tónlist. Held hann hafi líka bara verið að stríða mér, ég sat nefninlega öll í klessu og hallaði höfðinu. Sofna hvað?????
Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æ----u. Ég er alveg 770% viss um að þið vitið ekkert um hvað ég er að tala. Góða nótt elskurnar.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2006 | 02:52
Miðvikudagur 13. Desember.2006
Hæ elskurnar
Ég er búin að rembast eins og rjúpa við staur í allan dag, að reyna að ná í Fm. 95.7. Mig langar svo á eldhúspartý Fm 95,7 á morgun, það er bara ekki nokkur leið að ná inn. Eina leiðin til að fá borð er að hafa samband við Fm, sem er eins og áður sagði varla smuga. Mig langar ótrúlega mikið. Ellý vinkona fór á eldhúspartýið síðasta fimmtudag, fannst geðveikislega gaman. Þetta er allt önnur stenming, heldur en á venjulegu balli. Mér skilst að hljómsveitirnar séu órafmagnaðar, veit það samt ekki alveg. það er víst geðveikt stuð á svona eldhúspartýum. Þetta verður á hverjum fimmtudegi fram að jólum, þannig það er á morgun og svo í næstu viku, mig langar á morgun. Vona að ég fái miða.
My name is Bond, Mr James Bond. Já ég fór í bíó í kvöld, með einn skjólstæðinginn minn. Það kom eitt rosalegt bregðuatriði, mér brá svo svakalega að ég færðist afturábak um 4 sætaraðir, hnén í hausinn og allt. Hann er svosem orðin ýmsu vanur þegar hann fer með mér í bíó. Myndin var fín, það var samt kafli í miðri myndinni sem var alveg dauður. Ég hefði farið að brjóta saman þvott á tímabili, hefði ég verið að horfa á myndina heima, ekki spurning. Ég var alveg farin að dingla löppunum til að hafa e-h að gera. En svo náði myndin sér á strik aftur og hélt sér það sem eftir var. Þetta var fín mynd, vikilega spennandi á köflum.
Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Ætla taka geðveika æfingu á morgun, var ekki nógu dugleg í dag. Arnar Grant nefndi það meira segja við mig, aðeins að skjóta á mig. Ætla að vera extra dugleg á æfingu á morgun.................. Góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 23:40
Þriðjudagur 12. Desember.2006
Hæ elskurnar.
Ég var vakin og dregin á fætur kl:5.15 í morgunn. Börnin mín voru svo ótrúlega spennt yfir gjöfinni frá jólasveininum, og vöknuðu extra snemma. Það var ekki nokkur leið að fá þau til að kúra pínu lengur. þannig ég dröslaðist á fætur kl: 5.15. Yfirleitt þegar þau vakna á undan mér, eru þau bara að dunda sér saman í góðum leik. Svo vakna ég bara við umgang og spjall, "minns átti þetta" "Þinns var mamman". þá eru þau búin að vera vakandi í e-h tíma, ekkert að hafa fyrir því að vekja mömmu sína, nei, nei, mér er bara leift að sofa. Nema í morgunn, mamma vaknaðu, sjáðu hvað við fengum í skóinn. Nei vá en fínt, hvað er þetta?. Spjallaði við þau á milli svefns og vöku. þangað til komst upp um mig, þá var ég farin að bulla. Mamma, vaknaðu, nú veit ég þú ert sofandi, alveg ótrúleg hún dóttir mín. Með því var ég dregin á fætur............. Ég var svosem líka svona á yngri árum, er mér sagt.... Við börnin vorum farin að skreyta piparkökur kl. 6.30 í morgunn, ekkert smá gaman. Elís Viktor tók nokkrar nýskreyttar piparkökur í leikskólann og gaf matráðskonunum og nokkrum fóstrum.
Eru ekki allir komnir í rosalegt jólaskap. Ég er að springa, alveg gjörsamlega að missa mig. Það er pabbadagur á morgun, ætlaði að klára jólaundirbúningin að mestu. Það gengur að vísu ekki upp, það verður svo mikið að gera hjá mér. En ætla taka góða syrpu núna um helgina og reyna klára sem mest. Hafiði heyrt það áður? ÉG ELSKA ÞENNAN TÍMA....... Nei vissi það, hafið aldrei heyrt það, ekki frá mér.
Jæja ætla hafa þetta stutt og laggott í dag, ætla fara lesa og sofa. Aldrei að vita nema ég verði rifin á fætur fyrir allar aldir, til að skoða hvað jólasveinninn gaf í skóinn. Góða nótt elskurar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 23:23
Sunnudagur 10. Desember. 2006
Hæ elskurnar
Við börnin erum búin að njóta þess alveg í botn að vera saman nú um helgina. Fórum og keyptum meira jólaskraut og skreyttum enn meira. Fórum í smáralindina á skemmtun sem var þar í gangi. Þeir tónlistarmenn sem eru að gefa út diska fyrir jólin, koma fram og taka nokkur lög af nýju diskunum sínum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fara og sjá þetta, þetta tilheyrir jólunum hjá okkur að fara á þetta. Fyrst horfum við á jólalestina keyra framhjá gluggunum okkar og förum svo í smáralindina að horfa á þessa árlegu skemmtun, þetta er orðin hefð hjá okkur. Okkur finnst þetta æðislegt. Þeir sem fram komu voru Í Svörtum Fötum, Gunni og Felix, Friðrik Ómar, Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars, eftir að þessir listamenn voru búnir að spila, fórum við. En það voru fleiri listamenn sem komu fram.
Talandi um Í Svörtum Fötum, Jónsi var í feiknarstuði eins og vanalega. Gerði sér lítið fyrir, hoppaði út í salinn og labbaði á sætisbökum hér og þar um salinn, alveg ótrúlegur. Þeir listamenn sem á eftir komu, voru bara kyrrir á sínum stað og hreyfðust varla úr spori, að manni fannst þegar maður er búin að vera horfa á svona stuðbolta. Enda var rosalega mikið af yngra fólkinu sem fór eftir að þeir voru búnir að spila, eldra fólkið var eftir.............
Annað eftir skemmtunina fórum við í heimsókn til mömmu og pabba. Á meðan við mamma vorum inni að spjalla, var pabbi úti með börnin í snjókasti sem þróaðist út í snjóslag. þvílíku lætin og eltingaleikurinn. Börnin nutu sín alveg í botn. Þegar þau komu inn var babbi svo blautur, það lak af honum, eins og hann ætti eftir að þurka sér eftir sturtu. Þá höfðu börnin kaffært afa sinn í snjónum. Þetta var líka sviti, því þau höfðu líka farið í eltingarleik og pabbi látinn verann í öll skiftinn, sniðug börn.
Í morgunn fórum við í sunnudagaskólann. þar sem Lísa María og Elís Viktor eru fædd í Desember, fengu þau að kveika á Betlehemskertinu og fengu líka nælu. Eftir að heim var komið, fór ég aðeins að sinna heimilisverkunum og börnin að leika sér í herbergjunum sínum. Þegar ég var búin að gera allt fínt og flott frammi, ákvað ég að kíkja aðeins inní herbergi til yndislegu barnanna minna, sem voru svo dugleg að leika sér á meðan mamma var að þurka af og gera fínt. Á þessum stutta tíma höfðu á meðan ég var að gera fínt, höfðu börnin mín breyst í villidýr. Jeeessúúússs pééétuur, herbergin þeirra voru orðin eins og eftir loftárás. Þetta var ekkert smá mikið drasl. Við gerðum samning, nota þá tækni mikið í mínu uppeldi. Við sömdum um að þau myndu taka til og gera allt fínt aftur í herbergjunum sínum, og fengju bíó ferð í staðin. Þessi samningur var tekinn með trompi og allir sáttir. Fórum semsagt í bíó seinnipartinn og svo í matarboð, ótrúlega notó.
Annað, Í fyrramálið kl.8.10 er piparkökuskreytingardagur í skólanum hjá Lísu Maríu. Það er frekar rólegt að gera hjá mér á morgunn. Ætla fara á skreytingardaginn með Lísu Maríu, taka góða æfingu, fer svo á fund rétt eftir hádegi, er að taka að mér nýjan skjólstæðing. Ætla reyna koma við í kringlunni áður en ég sæki börnin og kaupa 2 jólagjafir. Ég er búin að ákveða nokkurn vegin hvað það á að vera. Þannig er það yfirleitt þangað til ég er komin í búðirnar, þá er oft svo margt um að velja, að ég verð alveg rugluð. Jæja elskurnar ætla fara hlaða inn myndunum fyrir ykkur, það getur verið að ég nái ekki að láta allar inn núna, þær eru svo margar. En þá held ég bara áfram á morgunn. Góða nótt elskurnar og sogið rótt í alla nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2006 | 02:05
Fimmtudagur 7. Desember.2006
AALLLÚÚÚ, AAALLLÚÚÚ
Oooohhh ég þurfti að fara óvænt til tannlæknis í gær. Byrjaði allt í einu að finna svo til í eini tönninni í fyrradag, þannig ég panntaði mér tíma í gærmorgunn þegar ég vaknaði, og fékk tíma seinnipartinn. Ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum, þegar tannlæknirinn minn tekur á móti mér. Nei blessuð, langt síðan við höfum sést. Þetta er ungur tannlæknir, nokkrum árum eldri en ég, ótrúlega hress. Þegar hann fór að fletta mér upp í tölvunni, kom í ljós að ég hafði ekki farið til hans í 5 ár. Hann fékk líka að vita, það er ekki að ásræðulausu að svo langur tími er liðin. Ég er skíthrædd við tannlækna. Enda veit hann það líka alveg. Ég er ekki fyrr komin inn úr dyrunum hjá honum, þegar ég fer að reyna sleppa út aftur. Ég myndi vilja eiga börn á færibandi í staðin fyrir að fara til tannlænis. Tannlæknirinn minn veit það líka alveg að því og hlær bara af mér, ég er búin að vera hjá honum svo lengi. Ég er alltaf svo stressuð þegar ég fer til hans. þá geta oltið upp úr mér ótrúlegustu lýsingarorð sem ég meina alveg í botn og er grafalvarleg. Hann alveg svoleiðis springur úr hlátri. Þetta gekk nú samt sem áður vel og mér líður vel í tönnunum mínum.
Annað Lísa María átti afmæli í gær, við héldum upp á það eftir skóla. Hún var með furðufata afmæli ekkert smá gaman. Fórum í pakkaleiki, stoppdansleik o.fl. Að sjálfsögðu voru verðlaun fyrir þann sem vann. Krakkarnir spurðu samt um töframanninn, hvort hann kæmi aftur. Við þekkjum töframann sem kom til okkar í fyrra og sýndi töfrabrögð í afmælinu hennar Lísu Maríu. Hann var að vinna með barnsföður mínum, á þessu tímabili. Hann vissi af öllum veikindunum hennar Lísu Maríu og langaði til að gleðja hana, ekkert smá fallega hugsað hjá honum. Þetta sló alveg gjörsamlega í gegn hjá börnunum og muna ennþá eftir þessu, enda var spurt um hann. Það var ekkert svoleiðis núna. Núna var furðufata afmæli og helling af leikjum. Lísa María fékk súkkulaði köku í fyrsta skifti í heilt ár, og varð ekki meint af. Ég veit þið trúið ekki, hvað það eru góðar fréttir, og hvað það segir okkur mikið.
Jæja á ég að segja ykkur frá jólahlaðborðinu???. Það var órtúlega gaman. Fyrr um daginn hafði verið brjálað hjá mér að gera, eins og reyndar þessa dagana. Það var æfing um morguninn, vinna, aukavinna, ná í börnin í skólana. Lísa María í ballett kl. 17.10. Elís Viktor í myndartöku í fimleikunum 17.30, jólahlaðborð kl.20 og allt tók þetta sinn tíma, þannig þetta var alveg þétt skipuð dagskrá. Barnsfaðir minn, náði reyndar að vera búin fyrr í vinnunni, þannig hann fór með Lísu Maríu í ballett. Sem betur fer, því myndartakan hjá Elís Viktor seinkaði svo rosalega. Ég var ekki komin heim fyrr en 19. Þá átti ég eftir að hafa mig til. Hildur ætlaði að vera komin 19.40 að ná í mig. Vá þvílíka stressið. Var búin að kaupa mér geggjaðan topp sem ég ætlaði að vera í við stutt pils, ótrúlega flott. Í öllu stressinu þurfti ég endilega að gera lykkjufall á sokkabuxurnar 20 mínútum áður en Hildur ætlaði að koma. Fór úr öllu aftur og mátaði 770 pils, buxur, toppa og kjóla úúffff. Ok, loksins gat ég ákveðið í hverju ég ætlaði að vera. (þurfti að vera í gömlum topp, fyrst ég þurfti endilega að rífa sokkabuxurnar og gafst ekki tími til að kaupa aðrar. þá á ég bara eftir að nota nýja toppinn) Þegar ég var að ganga frá öllum fötunum eftir mig, svo íbúðin væri ekki eins og eftir kjarnorkustyrjöld þegar ég kæmi heim. Datt á móti mér, úr einum skápnum jólapappír. Ég átti eftir að pakka inn jólagjöfinni í pakkaruglið og Hildur að renna í hlað. Dreyf þetta af í hvelli og hoppaði út í bíl, í tveimur loftköstum.
Ég var ekki fyrr sest niður þegar barþjónninn byrjaði að stríða mér. Fórum á jólahlaðborðið í Perlunni, en byrjuðum á setustofunni á meðan við vorum að býða eftir öllum. Barþjónninn náði varla upp í nefið á sér, þegar ég vildi fá fátn í fordrykk. Gerði bara endalaust grín af mér og þóttist blanda fyrir mig Íslenskt Brennivín, sagði að það væri Íslenskt vatn. Að lokum fékk ég vatnið mitt. Hefði átt að taka mynd af barþjóninum og sýna ykkur, en gleymdi því. Jæja svo fórum við að borða. Ótrúlega gott. Einn dyravörðurinn á Players er kokkur þarna, gleymdi líka að taka mynd af honum, ótrúlegt en satt. Ég var nefninlega MJÖG dugleg með myndavélina. Það var einmitt eitt skiftið þegar stelpurnar biluðust úr hlátri, það snérist um myndavélina og annað sjónarhorn. þÆR ÆTLUÐU EKKI AÐ GETA HÆTT AÐ HLÆGJA OG ÉG LÍKA, við erum ekki lágværar. Það fór ekkert á milli mála að við vorum í húsinu...... Við skemmtum okkur ekkert smá vel. Ætla ekkert að vera rifja upp bullið sem valt upp úr mér, það er ekkert fyndið að skrifa það, eða þegar ég gekk á spegilinn á snyrtingunni, það er ekkert fyndið að skrifa það. En ég get stundum verið pínu utan við mig................ Á ég að segja ykkur hvað ég fékk í gjöf. Nneeeiiiii á ég ekki baaaara að sleppa því. Nei mig langar svo að segja ykkur....... Ég fékk kynlífsspil, slökunarbað og ótrúlega flottan kertastjaka. Allt til alls. Kynlífsspilið gengur þannig fyrir sig. Maður dregur spil til skiftis, og á að gera það sem stendur á spilinu, spennóóó........... Annars var ótrúlega gaman hjá okkur og vel heppnað í alla staði, takk fyrir mig stelpur.
Annað, þarf að fara á morgunn og kaupa mér nýjar útiseríur. Ætlaði að setja þær upp áðan, þá voru þær allar meira og minna sprungnar. Þegar það er búið, er ég að mestu leiti komin með öll ljós sem ég ætla að vera með þessi jól. Ég er að breyta alveg um stíl á jólaskrauti þetta árið, var komin með leið á því sem ég er vön að hafa og ákvað að breyta til, svo sé ég bara til. Ég hef aldrei verið jafn sein að skreyta og kaupa jólagafirnar eins og þetta árið. Það er bara búið að vera brjálað að gera hjá mér á öllum vígstöðum. Þegar þannig er nýt ég mín reyndar best. Þegar ég hef lítið að gera, verð ég rosalega eyrðarlaus og ómöguleg. Þannig þetta henntar mér vel Ég passa mig samt á, að þetta komi ekki niður á tímanum mínum með börnunum, það tekst yfirleitt.
Annað, það var fyrirhugað bekkjarpartý á morgun, með stelpunum sem ég var með í Kennaraháskólanum. Veit ekki alveg hvort það standi, það var e-h óvissa í gangi, kemur í ljós á morgun.
Annað, veit ekki hvort það sé söngskóli á morgun eða ekki, ætla hringja í fyrramálið og ath málið. Upp á síðkastið hafa tímarnir verið frábrugnir því sem venjan er, út af upptökunum, sem hafa verið í gangi hjá börnunum, dvd og cd. Líklegast eru einhver skólaslit, þannig ég geri ráð fyrir söngskólanum í fyrramálið. Ætla bara hringja á undan mér og vera viss.
Jæja ætla láta þetta gott heita, læt myndirnar inn á morgunn, klukkan er orðin svo margt. Góða nótt elskurnar...........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)