Ffimmtudagur 7. Desember. 2006

Hæ elskurnarWink

Ég veit þið eruð að bíða eftir blogginu og myndunum, ég er hálfnuð. Byrjaði svo seint að blogga, var með barnaafmæli svo fórum við á aðventukvöld í skólanum hjá Lísu Maríu. Ég ætla halda áfram með bloggið á morgunn og birti það þá, og myndirnarTounge. Sorry, sorry, sorry.

Ætla fara sofa svo ég vakni tímalega á morgun, fara með börnin í skólana og ég á æfingu. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.


Miðvikudagur 6. Desember.2006

Krakka lakkarTounge

Það verður seint af mér skafið svo mikið er vístToungeToungeTounge. Vitleysan sem ég get látið út úr mér, meint frá innstu hjartarótumTounge. STELPURNAR BILUÐUST ÚR HLÁTRIToungeToungeTounge. Það var ótrúlega gaman hjá okkurGrin. Ég tók heilan helling af myndum sem ég ætla láta inn á morgunWink. Það verður ritgerðarblogg á morgun, það er svo margt búið að gerast í dag og frá svo mörgu að segjaTounge. Var að koma heim. Ótrúlega mikið að gera hjá mér á morgun. Lísa María á afmæli verður 7 ára, það verður afmæli eftir skóla hjá henni, engin smá spenningurGrin. Ætla fara sofa núnaGrin. Blogg myndir og allt á morgun, það var ótrúlega gaman hjá okkurGrinGrinGrin. Ég verð að muna að segja ykkur frá gjöfinni sem ég fékk í pakkaruglinuTounge. Ekta fyrir migTounge............

Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.


Þriðjudagur 5 desember.2006

HæhæWink

Mikið rosalega var veðrið bæði gott og fallegt í morgunn. Himininn bæði bleikur og blár, alveg fullt tungl. Litir himinsins spegluðust í  kyrrum sjónum, ekkert smá fallegt. Hefði ég haft tíma, hefði ég stoppað og notið þess að horfa á þettaSmile. Vildi ég hefði haft myndarvélina mína með mér, hefði ekki hikað við að taka mynd og sýnt ykkurWink.

JJJIIIBBBBÍÍÍÍ jólahlaðborð  to morrow mr. ZorroToungeToungeTounge. Við erum að gera þetta í fyrsta skifti að fara svona út að borða samanSmile. Stefnan er að mynda sumaklúbb sem hittist einu sinni í mánuði, út frá þessum hóp. Það verður sko stuð, ó jáááTounge. Við hittumst reglulega í ræktinni og kynntumst þar, það kjaftar alltaf af okkur hver tuskan, af hverju ekki að skella þessu í eitt stikki saumóTounge. Það er svo gamanWinkGrinGrin. Þá ganga dýrin lausTounge.

Annað, Það var spangólað á eftir mér inní laugar í morgunShocking. Jú,jú ég er ekki að grínast. Þegar ég kom í morgun, gengu á móti mér 2 strákar um 25-27 ára ca. Þegar ég var komin að þeim horfðu þeir á mig, og annar þeirra byrjaði að spangóla, alveg uppúr öllu valdi AAAAÁÁÚÚÚÚ. Þetta hefur heyrst langar leiðir, ef ekki inn, við vorum rétt fyrir utan. Greinilega margt sem gerist við fullt tunglSmileSmileSmile

Annað það er geðveiki að gera hjá mér á morgunn. Ég er nefninlega líka að undirbúa afmælið hennar Lísu Maríu sem er á fimmtudaginn + aukavinna +  myndartaka hjá Elís Viktor í fimleikunum+ Lísa María í ballett. Svo fara börnin til pabba síns af því það er miðvikudagur og ég á jólahlaðborðSmile. Úúúfff púúúfff, ég verð örugglega svo hátt uppi á morgun, að ég á eftir að labba á veggjunum. Þegar það er mikið að gera, verð ég pínu ör, enda er það líka bara allt í lagiTounge. Ef það væri ekki þannig, þá væri ég ekki Silla. Ég verð samt ekki svona pirruð eða neitt þannig, verð  bara svona extra snör í snúningum, tala án þess að hugsa og margt svoleiðis. Þá getur ýmisleg vitleysa komið út úr mér, sem fólki finnst rosalega fyndið. Þá heyrist oft Silla skoTounge. Þetta kemur reyndar mjög oft fyrirToungeToungeTounge.

Jæja ætla ekki að hafa þetta blogg lengra, mér er farið að líða eins og þvílíkum egóista, sem ég er svo innilega ekki. Ég mun að sjálfsögðu taka myndir, hvað annaðToungeToungeTounge. Þurfiði að spyrja að þvíWink Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing..................... Já það voru engar myndir af Evu vinkonu, hún þolir ekki að láta taka af sér myndir, og að sjálfsögðu virði ég þaðWink. Góða nótt KissingKissingKissing.

 

 


Mánudagur 4. desember.2006

Blessuð og sælWink

Vitiði hvað ég gerði í dag, ég var næstum því búin að gleyma því í allri geðveikinni. Náði að hliðra til hjá mér. Því ég átti panntaðan tíma í klippingu og strípur. Yfirleitt gleymi ég nú ekki svoleiðis löguðu, það var bara svo mikið að gera hjá mérWink. Nema hvað, ég þurfti aðeins að breyta til, það er svo gamanTounge. Breytti alveg gjörsamlega um lit á strípum. Nú er það dökkbrúnt með appelsínugulum strípumToungeToungeTounge. Neeeiiiii ég er að fíflastTounge. En ég breytti samt um lit á strípum, þið verðið bara að sjá, það er að vísu appelsínugult í þvíWink. Mér finnst ég svolítið skrítin svona, ég er alltaf í speglinum að reyna venjast þessuWink ..........Sjón er sögu ríkariGrin.

Jæja nú er jólahlaðborðið á miðvikudaginn, rosalega hlakka ég tilGrin. Við erum 10 stelpur úr ræktinni sem ætlum að fara saman, Þvíííílíkar skuuuutlurGrinWink. Ef ég þekki okkur rétt, þá verður ekki tipplað á augnhárunum, það heyrist aðeins hærra í okkur en þaðToungeToungeTounge. Við ætlum að hafa pakkarugl og svona skemmtilegtSmile.  það er svo gaman að hittast svona margir saman og gera e-h skemmtilegt, mér finnst það æðislegt, ég hlakka ekkert smá tilGrin.

Annað, rosalega finnst mér margir verða daprir og hálf þunglyndir í skammdeginu. Fólki finnst það ekkert gera neitt, nema borða, sofa, vinna, vinna, vinna og hugsa um börnin sín. Einu sinni hefur mér liðið svona, mig langar aldrei að líða þannig aftur. Það tengdist reyndar engu skammdegisþunglyndi. Ég var óhamingjusöm í sambandinu sem ég var í, lífið gekk bara áfram sinn vanagang. Maður verður svona samduna ástandinu. Finnur lítið fyrir sér. Heimilið gekk, en mér sjálfri leið ekki vel. Ég ákvað einn góðan veðurdag eftir margra mánaða umhugsun að enda sambandið sem ég var búin að vera í, í 13 ár. Vitiði hvað fékk mig til að stíga skrefið??? Ég var 29 ára þegar ég skildi. Ég var bara búin að vera í þessu sambandi í 13 ár, planið var að vera saman allt lífið. Ég horfði á lífið í heild sinni og husaði. Bíddu, ég er 29 ára, fyrst mér líður svona núna, hvernig á mér eftir að líða í þessu sambandi um 50 ára. Endalaust að hjakka í sömu sporunum, eins og við þekkjum öll, ef það gengur illa, ætlum við alltaf að bæta sambandið, sem í sumum tilfellum endar alltaf í sömu sporunum. Við vorum búin að reyna lengi að laga sambandið, maður stekkur ekkert í burtu með 2 börn. En þetta var nóg fyrir mig. Ég ætlaði ekki að vera óhamingjusöm allt mitt líf. Ég hugsaði líka. Það er betra að börnin sjái foreldra sína hamingjusama í sitthvoru lagi, en óhaminjusama saman. Flestir hafa heyrt foreldra sína e-h rífast, muniði ekki hvað ykkur leið illa og voruð hrædd þegar það gerðist. Ég á foreldra sem hafa verið gift í næstum 32 ár og eru, og hafa alltaf verið ótrúlega ástfangin, svona á þetta að veraSmile. Það erfiðasta við að stíga skrefið var að sætta sig við að dæmið gekk ekki upp. Ekki í eitt sekúntubrot hefur mér liðið svona eftir ég steig þetta stóra skref. Þið hin sem eruð hamingjusöm, en líður svona vegna skammdegisþunglyndis. Passiði að hafa alltaf e-h fyrir stafni, látið ykkur hlakka til fram í tímann, komiði maka ykkar á óvart, það er svo gamanTounge. Þetta er brot af því sem ég ráðlegg unglingunum sem ég er með í persónuráðgjöf, (nema koma makanum á óvartWink)þau eiga oft við mikið þunglyndi að stríða, þetta hjálpar þeimSmile. Þetta er eitt af því sem ég vinn út frá, með þeim sem eiga við þunglyndi að stríða. Að láta þeim hlakka til, hvers tíma sem við hittumstSmile. Ég varð að koma þessu að, mér finnst svo rosalega mikið um þunglyndi núna, jólin að koma og mikil útgjöld, þá fylgir þunglyndi oft í kjölfarið. Eins og ég segi, þá hefur mér liðið svona útaf annarri ástæðu, en ég man tilfininguna, og fæ hroll þegar fólk nefnir þetta við mig. Ég hef aaaaldrei, talað frá mínum innstu hjararótum, séð eftir að hafa stigið þetta skref og hef aldrei hvorki fyrr né síðar fundið þessa tilfiningu aftur að líða svona. Finniði lykilinn að því sem fær ykkur til að líða svona og leysiði málið, það gerði ég. Hvort sem það er óhamingja í sambandinu ykkar eða skammdegið að fara með ykkur. Það er bannað að láta sér líða svona, það er ekki til neins. Það hlýst ekkert að því að líða svona nema þunglyndi og depurð á endanum, ekki er það spennandi. Nú er ég hætt að lesa yfir ykkurGrin. MUNIÐI BANNAÐ..... Lífið hefur upp á margt að bjóða, bara stíga skrefið..... Ætti ég ekki að verða sálfræðingurTounge. Það var draumurinn þegar ég var yngri. Ég er ekki rosalega langt frá því persónulegur ráðgjafiWink.

Annað ég var að jólaskreyta með börnunum mínum áðan ekkert smá gaman. Skreyttum þeirra glugga og íbúðina alla. Ég á eftir að gera herbergisgluggann minn, borðstofuna og stofuna úúúúffff þetta er svo mikið og stórir gluggar. En samt svo gamanGrinGrinGrin. Ég er svo mikið jólabarn, ég veit þið hafið aldrei heyrt það áðurTounge. þegar Eva vinkona kom til mín á laugardagskvöldið sagði hún, bíddu, hvað kemur til að þú ert ekki búin að skreyta?Tounge Ég var að bíða eftir börnunum mínum, fæ þau alltaf á mánudögum eftir skóla, eftir pabbahelgarnar.

Jæja elskurnar ætla fara hlaða inn myndunum fyrir ykkur, dúúúúllllurnar mínar eruði að býðaGrin. Veit ekki hvort ég láti allar núna, þá bara á morgun. Ætla drýfa mig að þessu svo ég vakni líka í fyrramálið og fari með börnin í skólana og ég á æfinguWink. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing

 


Sunnudagur 3 desember. 2006

AALLLÚÚÚÚTounge

Þetta er búin að vera yndisleg helgiSmile. Á föstudaginn fór ég í yoga ótrúúúlega gottSmile. Eins og ég sagði ykkur eftir prufutímann minn í yoga, eru örugglega 300 nöfn yfir þessar æfingar. Eftir fyrsta tímann mundi ég nafn á einni æfingu, það var hundurinn, gefur auga leið hvernig æfing það erWink. Nú hafa bæst 2 æfingar í viðbót sem ég man hvað heita, af þessum 300, það er ormurinn og svanurinn. Ég sé það ekki fyrir mér, ég með mitt minni, að ég geti nokkurn tímann lært öll þessi nöfnShocking. Um kvöldið kíktum við Eva aðeins á rúntinn.......

Annað á laugardaginn fór ég á ballettsýningu með Lísu Maríu, hún stóð sig ótrúlega velSmileSmileSmile. Seinnipartinn fórum við Eva í Baðstofuna í Laugum, það er alltaf svo gott að koma þangað. Ég hafði ekki farið mjög lengi. Enda var legið í pottinum vel og lengi, farið í gufurnar og að ógleymdu hvíldarherberginu. Við eyddum alveg góðum 3 tímum þarna, sem er reyndar ekkert málSmile. Á laugardagskvöldið fórum við Eva aðeins út á lífið. Ég fékk mér meira segja aðeins í glas, og dansaði, og dansaði, og dansaði, og dansaðiGrin. Meira að segja þó Eva hafi verið orðin frekar þreytt, dansaði ég bara ein á dansgólfinu. Mikið rosalega var gott að komast út að dansa við almennilega tónlistGrin.

Annað á tjúttinu hitti ég hitti tvo grunnskólabræður mína, Kalla og Ísó. Ekkert smá gaman að hitta þá. Ég reyndar hitti Kalla stundum á förnum vegi, en Ísó hef ég ekki hitt síðan í 10 bekk. Enda var málbeininu gefin laus taumurinn, 15 ár að fara yfir, það er ekkert smáSmile.

Annað hvað er með mig og gömlu karlanna??? Jesús Pétur þetta nær ekki nokkurri áttShocking. Það var einn þarna sem var alveg sérstaklega uppáþrengjandi, á tímabili var ég bara á flótta. Sýðasta vetur voru það líka gölmu karlarnir, skiftist svo í sumar, þá voru það unglömbin 22-25 áraTounge Greinilega enginn millivegur á þessuSmile.

Annað það verður BRJÁLAÐ að gera hjá mér í vikunni, þarf að skipuleggja mig extra vel ef allt á að ganga upp. það verður mikið um myndir á síðunni minni á næstunni ooosssaaa gamanGrinGrinGrin.

Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu, þó það sé mikið að gera, er samt alltaf æfing á hverjum morgni, klikka ekki á þvíWink............ Læt myndir helgarinnar inn á morgunSmile.............................   Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.


Fimmtudagur 30. nóvember.2006

Hæ elskurnarWink

Ég er ekki búin að labba á jörðinni síðan um hádegisbilið í dag híhíhíTounge. Má ég prófa einu sinni, "FORVITNIR FÁ EKKI AÐ VITAGrinToungeGrin. Haaaaaa svona látiði við migTounge. Nei ekki orðið sem byrjar á k og endar á nTounge. Ég veit mína vissu á því sviði, það er ekki það. Nú á síminn eftir að brenna yfir hjá mérToungeToungeTounge.

Annað er búin að vera tríta mig adeins í þessarri viku, ooosssaa gottSmile. Búin að fara í litun og plokkun, toppaleiðangur og svona sitt lítið að hverju. þetta er svo nærandiWink. Ætla í yoga seinnipartinn á morgun. Það er alveg toppurinn, afslöppun eftir vinnuvikuna og fara slök inní helgina, ótrúlega gottSmile.

Annað, Þar sem þetta er pabbahelgi, ætla ég að nota tækifærið og þræða búðirnarTounge Nú fer nefninlega að líða að jólahlaðborðinu hjá okkur stelpunum, það verður í næstu viku. Við erum 10 stelpur sem ætlum samanSmile. við ætlum að hafa pakkarugl og gera svona stenmingu úr þessu, ekkert smá gamanTounge. Ég veit bara ekkert í hverju ég á að fara. Mér finnst ekki passa að vera í gallabuxum og topp. Ég ætla í Kringluna og  Smáralindina núna um helgina og ath hvort ég sjái ekki e-h, mig langar svolítið í stuttan flottan kjól eða pils. Nú verða búðirnar þræddarGrin. Mér finnst bara svo leiðinlegt, það er allt SVART. Ég er ekki þessi svarta típa. Ég vil vera í litum, sem er ekkert svo mikið um núna. Ætli það sé ekki þessvegna sem ég sogast að öllum undirfatabúðum, þaaaaaar eru allir litirnir, ekki bara endalaust svartGrin.

Annað, Það er ballettsýning á hjá Lísu Maríu á laugardaginn, engin smá spenningurSmile. Sýningin er strax eftir söngskólann hjá Elís Viktor og er haldin í ballettskólanum sjálfum. Í vor sýna þau svo í BorgarleikhúsinuWink. Hún sér það alveg í hillingum, að sýna þarSmile. Hún er búin að vera æfa sig hérna heima, kenna mér nokkur spor í leiðinniSmile. Svo stendur hún og fylgist með hvort ég geri sporin réttToungeToungeTounge. Þannig man maður best, með því að kenna öðrumWink.

Jæja ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Mér tókst að vakna í morgun, án þess að fá Lúðrasveit Íslands til að vekja migGrin. Sjáum hvernig gengur í fyrramáliðSmile.  Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing

 


Miðvikudagur 29. nóvember.2006

Hæ elskurnarWink

Nú er fröken Sleeping Beuty komin á fæturTounge. Ég veit ekki hvað er að gerast, búin að sofa 2 sinnum yfir mig í þessarri vikuBlush. Ég er vön að vakna með bros á vör 6.45 á hverjum virkum morgni, og er alltaf á réttum tíma allstaðarSmile. Nema þessa 2 daga í þessarri viku. Sveimérþá, ég þyrfti helst að fá loftvarnarflauturnar til að vekja mig, eða lúðrasveit Íslands og strengjakvartetinn meðToungeGrin. Talandi um að vakna með bros á vör. Lísa María er eins og ég, vaknar alltaf í góðu skapi, nema í morgunn. Hún fór ekki öfug fram úr rúminu, ég held hún hafi farið á hvolfiTounge. Þar sem þetta er ekki venjan hjá henni, hlaut að vera e-h að. Þannig ég gaf mér tíma til að setjast niður með henni( þrátt fyrir að vera ótrúlega sein) og ræða málinSmile. Þá hafði henni dreymt leiðinlegan draum( ekki beint martröð), sem sat ennþá í henniSmile. þetta lagaðist í hvelli eftir að hafa rætt um drauminn og smá mömmuknús með, það bjargar ölluSmile.

Annað, mig langar að deila með ykkur póst sem ég fékk sendan í gær..........
Hæ mér finnst mjög mikilvægt að þetta komistáfram!!!
Það eru eflaust einhverjir sem ekki eru nógu sleipir í dönskunni þannig
að ég ætla að skrifa hérna á Íslensku svona nokkurn veginn hvað er verið
að tala um!

Úti í danmörku og eflaust fleiri löndum eru menn byrjaðir að nota 2 lyf
til þess að nauðga konum. Annað heitir Rohypnol og er svokallað
"nauðgunar lyf" og virkar þannig að manneskjan sem tekur það inn verður
mjög sljó og man yfirleitt ekki mikið, ef eitthvað, eftir því sem gerist
á meðan áhrifin standa. Hitt heitir Progesterex og er lítil pilla sem
fæst hjá dýralæknum og er frekar auðvelt að nálgast þetta lyf. Þetta lyf
er notað til þess að gelda hross. þetta nota nauðgarar til þess að
barna ekki stelpurnar sem þeir brjóta á. Versta við þetta allt saman er
að hver kvenkyns vera sem tekur þetta lyf getur aldrei eignast börn!!!
Verkunin af lyfinu er varanleg!!! Þessi lyf eru sett út í drykki hjá
stelpum og leysast lyfin mjög fljótt upp!!! Þannig að stelpur mínar í
guðana bænum passiði drykkina og passið upp á ykkur sjálfar.

Það er í alvöru talað ekki þess virði að vera að drekka sig blindfullar
þannig að þið getið ekki stjórnað aðstæðum og hættið að pæla í hlutunum
til þess eins að lenda í svona hryllingi!!!Endilega sendið þetta til
ALLRA sem þið þekkið!!!!

fékk þetta sent á maili - SENDUM ÞETTA ÁFRAM!


MUNIÐ kröfufundinn laugardaginn 25 nóvember!!!! þyngri dóma fyrir
nauðganir!

Þennan póst fékk ég sendan í gær og fannst brýn ástæða að deila honum með ykkur. Verum á varðbergi. Sorglegt en satt, þá hef ég haft þónokkra skjólstæðinga sem hafa lent í misnotkun. Þetta er ekkert annað en sálarmorð fyrir þær stelpur sem hafa lent í þessu, þessi orð eru síður en svo ofaukin........

Skiftum alveg um gír og förum yfir í allt, allt annað. Ég var að horfa á Jóa Fel áðan. Hann var að búa til humar e-h. Ég hef ekki ennþá smakkað humarBlush. Það er búið að vera legni á stefnuskránni en aldrei gefist tækifæri. Mér finnst hálf glatað að hafa ekki smakkað humar, eins og mér finnst fiskur góður. Nú verður það eitt af áramótarheitunum 2007, að smakka humar áður en árið er alltTounge. Ég hef smakkað þónokkuð margar fisktegundir, en ekki humar. Frekar glataðShocking. Kippum því í liðinn árið 2007ToungeWink.

Annað, jæja nú eru 4 dagar þangað til við byrjum að skreytaTounge. Ég var komin niðrí 4 daga um daginn, þegar það bættist heil vika við, þannig þá þurfti ég að telja aftur frá 10GetLost. En ekki núna, nú eru 4 dagar og því verður ekki breytt, ligga ligga láiiiiiiiiiiToungeToungeTounge.

Jæja, ætla fara lesa og sofa, nema ég hverfi á vit hugsana eins og síðustu kvöldToungeWink. Alltaf áður en ég fer að sofa fer ég yfir daginn í huganum. Nema hvað, síðustu kvöld hefur það nú verið heldur meiraSmile. Það er svo gott, að liggja í kyrrðinni, allir sofnaðir og hugsa, leifa huganum að reykaWink................. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing. ÉG ÆTLA AÐ VAKNA Á MORGUN..................


Mánudagur 26. nóvember. 2006

Hæ elskurnarWink

Ojbara ég svaf yfir mig í morgunn, ég sofnaði ekki fyrr en um 3 í nótt. Ég var e-h svo mikið að hugsa svo skemmtilegt, ég gleymdi mér alveg í draumaheimi,WinkGrin. Þannig ég bara svaf á mínu græna í morgunn, ooosssssaaaaa gottTounge. Ég var ekki komin á æfingu fyrr en um kl.10Shocking. þetta var svona æfing á hlaupum, en ég tók lyftinguTounge. Lyfti bara mjög létt, ein kunningja vinkona mín kom til mín. Bíddu hvað ertu að gera? Viltu taka þyngra. (Hún vissi ekki neitt, svo heyrðist bara ÓÓÓTounge)Ég var með 10 kílóa stöng að taka tvíhöfðan, er vön að taka 20 kíló, enda svo á 25 kílóumWink. Þannig þetta var langt undir getu, ég er aðeins að prófa mig áfram fyrst um sinn. Ef þetta gengur vel, þyngi ég í vikulokWink.

 

Annað, það kom galli fram á nýja fína sófaborðinu mínuW00t. Það var svosem allt í lagi, þeir komu með nýtt borð fyrir mig áðan, og tóku þetta gallaða, rosalega almennilegir og góð þjónustaSmile. Sem betur fer var borðið ennþá til, sjónvarpsskápurinn og sófaborðið er nefninlega í sömu línu.... Þetta var allt í góðuSmile. Ég er ekki ein af þeim sem læt e-h svona fara í taugarnar á mér, síður en svoWink.

Annað, ætla fara í yoga á förtudaginn, það eru svo frábærir tímar á föstudögum, ætla reyna fara í þá annanhvern föstudagSmile. Elísabet vinkona var ekkert smá ánægð með mig, þegar hún vissi að ég væri að byrja stunda yogaSmile. Ég féll alveg gjörsamlega fyrir yoganu þegar ég prófaði það í fyrsta skifti á föstudaginn, fyrir viku síðan. Það er ekki séns ég muni hvað þetta yoga heitir, bara yogaWink. Ingibjörg Stefánsdóttir er með þetta, ef það segir ykkur e-h. Ég þyrfti helst að komast oftar til að fá meira út úr þessu. Það er eins með yoga og líkamsrækt, það er ekki hægt að mæta aðrahverja viku í líkamsrækt og ætlast til að sjá árangur, það myndi aldrei ganga. Ætla sjá hvað ég get gert til að komast oftar í yogaWink. En að sjálfsögðu mun ég halda áfram í líkamsræktinni 6 sinnum í viku eins og ég er vön, sénsinn, bensinn ég sleppi þvíTounge.

Jæja elskurnar, ætla fara lesa og sofa svo ég vakni á réttum tíma. Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing. Eitt í viðbót, ég er búin að heyra skrilljón jólalög, það er alveg mér að skapiGrin. "Í kvöld, jólin eru að koma, í kvöld, jólin eru að koma" ToungeToungeTounge. Ok, já ég er hættKissing.


Sunnudagur 26. nóvember. 2006

Hæ elskurnarWink

Jæja þá er ég sest við þetta blessaða tölvuapparat aftur, ætli hún fuðri ekki upp í þetta skiftiGetLost. Ekki kæmi mér það á óvart..........

Yfir í allt annað, vitiði hvað tók á móti okkur þegar við komum í söngskólann í gær????? DRAUGUR!!! Nei ekki alveg rétt hjá ykkurTounge. Jólatré og fullt af jólaskrauti, það ííískraði í mér. Ég er eins og smákrakki, ég fæ alveg kitl í magan, hendurnar og fæturnarToungeToungeTounge. Og verð bara verri eftir því sem nær dregur jólumWink.

Annað, ég fékk símhringingu um kl. 9 í gærmorgunn. Hæ ástin mín, hvað segir jólabarniðGrin. Þetta var Elísabet vinkona, börnin að horfa á teiknimyndir og við að nota tækifærið að blaðra í símannSmile. Sniðugar mömmurWink. Enda blöðruðum við úr okkur allt vitTounge.

Annað, Elís Viktor fór í dvd tökur í gær og gekk alveg ágætlegaSmile. Ég fékk nú samt alveg þokkalegan hnút í magann, þegar ég lá á hleri og heyrði hann ruglast á textanum. Þegar Guðrún Árný söngkennarinn hans Elís Viktors kom fram, hlammaði hún sér í stól og sagðist vera alveg sveitt. Þá hafði Elís Viktor stokkið af pallinum, ( börnin standa á pall, til að sjást betur í mynd) og ætlað að sjá sig í sjónvarpinu. Aumingja Guðrún Árný, allt í einu ekkert barn á pallinumTounge. Ég sprakk úr hlátri þegar hún sagði mér frá þessu, þetta er ekta Elís ViktorGrinGrinGrin. En tökurnar náðust fyrir rest, ég hlakka rosalega til að sjá þettaSmile.

Annað, nú er ég alveg steinhætt að reyna klippa son minn, hann er eins og fló á skinni. Ég hef oft klippt hann og aldrei verið eins sátt við hárið á barninu, en þegar ég er búin að klippa hann. En hér eftir fer ég með hann á stofu. Ég var að reyna klippa hann á föstudaginn, svo hann yrði nú fínn í dvd tökunum. Alltaf um leið og ég var komin með skærin í hausinn á honum, og þau byrjum að býta, hreyfði hann hausinnW00tShocking. Þið getir rétt ímyndað ykkur útkomunaW00tW00tW00t. Á meðan ég var að reyna halda krakkanum á stólnum og klippa hann í leiðinni á 01. Hló mamma svo mikið, hún átti erfitt með að standa í lappirnarSmile. Hún er einn mesti stríðnispúki sem ég veit um. Ég náði að redda þess aðeins. Ég ætla samt að láta mér þetta að kenningu verða og fara með hann á stofu hér eftirWink.

Annað, á morgun ætla ég að byrja lyfta aftur. Ég er bara búin að vera brenna. Ég finn, ég þarf að fara finna e-h fyrir mér aftur, get ekki bara drollað svona í ræktinni, er ekki vön því og ætla ekki að venjast því. Mér finnst ég ekki vera gera neitt, þegar ég er bara að brenna. Fer rólega af stað, já ég veitWink. Ætla nú ekki að eiga það í hættu að fá ofvirku frænku mína, stormandi frá Noregi til að taka mig í gegn, hún var búin að hóta mér þvíToungeToungeTounge. Ég var með markmið í gangi sem ég ætlaði mér að ná fyrir jól. Ég get ennþá náð því og ætla mér að gera það. Þannig á morgun hoppa ég beint inn í markmiðið mitt, harkan sex og koma svoAngryWinkGrin. Ekki séns að klikka á markmiði sem ég er búin að setja mérWink. Enda er ég ekki að klikka á einu né neinu, þurfti bara að fara mér hægt í fimm til sex vikur, það eru komnar fimm. Ég er kom sjálfri mér á óvart, hversu dugleg ég er búin að vera að passa migSmile. En nú er þetta komið gott.  Ég morkna ef ég fer ekki að hreyfa mig almennilega, ég er ekki vön þessu að fara mér svona hægt. Ég ÆTLA að byrja lyfta aftur á morgunn, það þyrfti heilan her til að stoppa mig, ég er svo ákveðinGrinWinkGrin........... Bara varlega, já ég veitTounge.......

Annað jæja, ég náði að blogga heilt blogg án þess að tölvan fuðraði uppGrinToungeGrin Enda tók ég engan séns í þetta skiftið og vistaði bloggið reglulega og mun gera það framvegis. Allur er varinn góður þar sem ég og tölvurnar náum ekkert alltof vel saman, ég get samt ekki án hennar veriðWink. Nú ætla ég að láta þetta gott heita elskurnar og halda áfram með dagin, með börnunum mínumGrin.

Heyri í ykkur elskurnarKissingKissingKissing.......

 

 


Laugardagur 25. Nóvember. 2006

Hæ elskurnarWink

Ég er svvvoooooo brjáluð, það rýkur út úr eyrunum á mér. Ég trúi ekki að ég sé að segja þetta í en eitt skiftið.... Ég var búin að blogga ótrúlega langt og skemmtilegt blogg. Þetta tölvuapparat með svo sjálfstæðan vilja, það liggur við hún fari á klósettið, slökkti á sér þegar ég var að kveðjaW00tW00tW00t. Af hverju slekkur tölvan á sér??? Hún hefur aldrei gert þetta áður, ég var í miðri setningu.  Klukkan er að ganga 3, það er ekki séns að ég skrifi þetta aftur núna. OOOOOOOOOOOOOHHHHHHHHHHHH hér eftir skrifa ég einn staf og vistan strax............. UUUUUUHHHHHHHUUUUUUU þetta tölvudraslCryingCryingCrying............................. Jæja ætla fara sofa, fara svo  í sunnudagaskólann á morgun.

Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband