24.11.2006 | 00:08
Fimmtudagur 23. nóvember.2006
Hæ elskurnar
Jahérna hér, ég er búin að vera á e-h hraðspólun, búin að telja niður dagana í geta farið að jólaskreyta. Ég átti bara 4 daga eftir í (MINN) fyrsta í aðventu. Nei, nei þá bætist bara heil vika við, þannig ég mun ekki jólaskreyta fyrr en eftir 10 daga. Ég var nú ekki beint vinsælasta mamman í öllum heiminum, þegar ég leiðrétti mistök mín við börnin. Við ákváðum, að þá hlakkar okkur bara meira til.
Annað, helgin verður bara róleg. Förum í söngskólann og bellett á laugardaginn. Elís Viktor á að fara syngja inn á DVD disk núna á laugardaginn. Það er ekkert smá mikið gert með börnunum í þessum söngskóla, sem að sjálfsögðu er söngskóli Maríu Bjarkar. Elís Viktor ELSKAR að fara í söngskólann. Tala nú ekki um, þegar gestakennarar koma í heimsókn eins og Jónsi. " Mamma veistu hvað? Jónsi kann að tala eins og Andés önd" Ótrúlega gaman.
Á sunnudaginn ætla ég með börnin mín í sunnudagaskólann. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg við það í vetur, ætla að bæta úr því. Þegar ég var lítil, fór ég mjög oft í sunnudagaskólann og safnaði guðsmyndunum,sem maður fékk eftir hvern tíma. Muniði ekki eftir þessu? Þessar myndir eru ekki lengur í dag, nú eru límmiðabækur og börnin fá stóra guðslímmiða til að líma í bækurnar........... Þegar ég var komin með aldur til fór í KFUK, ég missti helst aldrei af fundi, mér þótti þetta æðislegt. Ég hætti þessu svo þegar gelgjan og strákarnir tóku við.
Annars ætlum við börnin bara að hafa það kósý um helgina.
Jæja elskurnar ætla fara sofa, góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 22:10
Miðvikudagur 22. nóvember. 2006
Hæ elskurnar
Vá það er strax komin miðvikudagur. Hvað varð um mánudag og þriðjudag. Tíminn líður ekkert smá hratt, jólin verða búin áður en maður veit af. Eeeeennnnnnnn það eru 4 dagar í skreytingu. Fyrsti í aðventu er næsta sunnudag. Á þessu heimili eru dagarnir taldir niður, við erum svo mikil jólabörn. Varð að byrja smá með því að blanda mandarínum í ávaxtaskálarnar, það er svo mikið jóla,jóla. Á sunnudaginn skreytum við svo......... Viku fyrir jól, bæti ég aðeins við jólaskrautið, svo píííínu meira á þorláksmessu. OOHHH þetta er svo gaman.
Annað, við Lísa María fórum í búðir í dag. Líkur sækir líkan heim, hún er ekkert betri en ég í búðunum. Það er komið svo mikið jóla, jóla að við erum alveg að tapa okkur. Ekki bara það, heldur líka FÖTIN OG DÓTIÐ VVVAAAÁÁÁ ég er engu betri en börnin í dótinu, það er alveg á hreinu. Svo undirfötin, ekkert smá mikið úrval núna. Ég er semsagt alveg að tapa mér þessar vikurnar
Annað, það er alltaf verið að hringja í gsm-inn minn og spyrja um Ævar, Hlyn, Hilmar, Andra, Kristján ofl. En alltaf er spurt um karlkyns nafn og alltaf karlmenn sem spyrja. Þetta er búið að vera svona síðustu 3 vikur, alveg 3-4 sinnum í viku, veit ekki alveg hvað er í gangi. Þetta er kannski bara svona karlmannlegt númer sem ég er með. Annars tek ég þessu bara létt, það geta allir valið rangt númer.
Annað, Lísa María fékk prumpublöðru í verðlaun á spítalanum fyrir að vera dugleg. þessi blessaða prumpublaðra er búin að vera límd við mig. Ef ég er ekki að blása hana, þá er ég fengin til að setjast á hana svo er hlegið endalaust, þvílíkt stuð að sjá mömmu sína setjast á prumpublöðru.
Jæja ætla fara lesa og svo að sofa svo ég vakni á æfingu. Þori að veðja þið hafið ekki heyrt það áður........ Góða nótt elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2006 | 00:25
Mánudagur 20. nóvember.2006
Hæ elskurnar
Liggur ekki bara vel á ykkur? Það er gott, mér líka. Mig langar að leiðrétta smá við bloggið mitt í gær. Ég talaði um að langa að nálgast vissan mann aftur, en það er bara að langa. Ekki gera, bara til að koma í veg fyrir allan misskinling. Við vorum búin að ræða málin, þannig að hlutirnir liggja skýrt fyrir. Við þá niðurstöðu er ekki hægt að draga neitt í efa. Að hafa rætt saman var þungu fargi af mér létt. En mikið ofboðslega er ég hrifin af honum , því er ekki að neita......... Þannig er það bara, og hefur verið mjög, mjög lengi. Það er eins og formúlan sem ég hef af karlmanni sé saman sett í þennan mann, hvernig í óskupunum á ég að snúa baki við því??????
Ég var e-h svo utan við mig í gær að ég steingleymdi að segja ykkur frá helginni, hún var nú samt í rólegri kanntinum, þrátt fyrir pabbahelgi. Ég fór á tónleika í söngskólanum hjá Elís Viktor á laugardaginn, hann stóð sig ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega svo lítil börn. Þau eru ennþá að læra að koma inn í lögin á réttum stað, það er bara dúllulegt að sjá það. Að sjálfsögðu komu óvelkomnu gleðitárin mín eins og ég átti von á. Þrátt fyrir að vera afskaplega upptekin með myndarvélina. ÆÆÆ það má alveg á svona stundu, að springa úr stolti.........
Á föstudeginum fór ég í yoga eins og ég er búin að segja ykkur frá, ótrúlega gott, mæli með því. Fór svo á tónleika í gær til styrktar mæðrastyrksnefndar. Það var ótrúlega margt að sjá og smakka. Fékk mér smá hvítöl og hangikjöt. Þegar ég var að ganga út af skemmtuninni, hitti ég Hemma vin minn. Ótrúlega var gaman að hitta hann. Ég hef ekkert verið í þjálfun hjá honum, enda brjálað að gera í skólanum hjá honum. Ég byrja aftur í þjálfun í desember, þangað til er ég ein. Við stelpurnar hittiumst stöku sinnum, en annars er ég ein þangað til í desember. Það er engin smá viðbrygði, mig vantar félagsskapinn. En þetta er fínn tími, ég má byrja með hörku í byrjun desmber, þetta kannski heldur aftur að mér, að hafa hvorki þjálfara né æfingafélaga, nema stöku sinnum. Ég get verið svo mikið óargardýr´. Ég ætla að prófa að lyfta lóðum í þessarri viku, bara létt. Ég má nú eiga að ég er búin að vera ROSALEGA skynsöm og passa mig vel, síðan 23.okt. Enda lítur þetta þrusu vel út.... Ég er ekkert smá sátt.
Annað, ég var óvenju utan við mig í gær, seinnipartinn. Mamma hefur aldrei séð mig jafn þögla og utan við mig áður. Hún talaði og talaði, ég heyrði ekki í henni. Svo sagði hún Silla, viltu tala við mig og svara mér, það er eins og ég sé að tala við sjálfan mig. Þegar við komum heim af skemmtuninni, segir Jói bróðir við mömmu. Hva af hverju er hún svona??? Ég var svo, svo, svo í eigin heimi, að ég heyrði ekkert í þeim. Yfirleitt blaðra ég út í eitt, og hef alveg helling að segja. Ef mér finnst vera of mikil þögn, á ég það til að garga upp yfir allt Ó SOLEMÍÓÓÓ og allir hrökkva í kút. Þess vegna hefur verið frekar skrítið fyrir þau að sjá mig svona. En mér leið svo vel, með hugsunum mínum.
Annað, á morgun fer ég með Lísu Maríu í aðgerð. Það er ekkert að, bara partur af ferlinu. Það er búið að ganga ótrúlega vel, framar björtustu vonum. Það sem á að gera á morgun, er að taka þetta litla rör sem er í gallgangnum hjá henni núna, og láta stærra. Hún kemur til með að vera með það þangað til í mars, þá er það tekið, og ekkert sett í staðin. Þá á gallgangurinn að geta haldist opin sjálfur. Spáiði í því hvað tæknin er orðin mikil, þetta er það sem bjargaði barninu mínu að það væri hægt að víkka út gallganginn.......... Annað hvort förum við heim samdægurs á morgun eða næsta dag, sem betur fer er þetta mjög stutt....................... Við erum að stefna á að hún fái súkkulaðiköku 7 desember, sem er afmælisdagurinn hennar. Ég mun samt sem áður þurfa að passa mataræðið hennar mjög vel, e-h áfram, enda setjum við það ekki fyrir okkur í staðin fyrir fulla heilsu.
Skírnin var í dag hjá litla frænda. Hann heitir Alexander Ísak, passar ótrúlega vel við hann. Presturinn var svo hress. Þegar ég gekk inn og kynnti mig, sagði hann, já þú veist, þar sem við erum eini kórinn verður þú að syngja hátt og skírt. (Guðforeldrarnir standa alltaf uppi á altarinu, þess vegna er það eini kórinn). Svo þegar presturinn var að stylla okkur upp sagði hann við mig, þú ert svo glæsileg. Sagði svo við Patta sem var guðfaðirinn, stant þú aðeins fyrir aftan hana, hún er mikið glæsilegri en þú. Það sprungu allir úr hlátri, presturinn er komin yfir sjötugt, ótrúlega hress. Það er ekkert fyndið að segja skrifa þetta í bloggi, en fólki fannst þetta mjög fyndið. Í lokin hélt hann þétt í höndina mína, og fór yfir ábyrgðina sem fylgir því að vera guðforeldri. Ég reyndar vissi alveg hver sú ábyrgð var, þar sem ég er guðmóðir Ísabellu líka. Og hef skírt 2 börn sjálf. Samt gott að fara yfir þetta. Ótrúlegt traust og þvílíkur heiður að fá að vera guðmóðir. Enda erum við systur afskaplega nánar..... Mikið rosalega finnst mér gott að fara í kirkju. Ég reyni helst alltaf að koma mjög tímalega, svo ég geti aðeins verið ein með sjálfri mér og bænum mínum, ótrúlega gott.
Annað, ég hélt ég ætlaði aldrei að koma börnunum í rúmið. Það tók mig 40 mínútur. Þau þurftu að segja mér svo mikið, og gera helst allt áður en þau sofnuðu. Gefa fiskunum mat, hella smá fiskamat á gólfið, fara yfir afmælið hennar Lísu Maríu, byðja um hitt og þetta. Undir lokin var ég alveg farin að ranghvolfa augunum. En lét þau ekki sjá það, þau þurfu greinilega að spjalla mikið. Þannig ég var bara endalaust þolinmóð. Við gerum þetta alltaf á hverju kvöldi að fara yfir daginn, en ekki alveg 40 mínútur. Þau þurftu mikið að spjalla þessir englar, þá fá þau líka virka hlustun.
Annað var að tala við Elísabetu vinkonu í dag á msn, meðan ég var að bíða eftir að geta lagt af stað í skírnina. Það er e-h lag með Regínu Ósk sem minnir hana svo á mig, hún vildi ekki segja mér af hverju. Ég á bara að hlusta á það, ég á ekki einu sinni diskinn. Alltaf er verið að gera mig forvitna. Ég hef ekki hætt að velta því fyrir mér, hvaða lag það gæti hugsanlega verið. Enda líka erfitt þegar ég hef ekki heyrt diskinn. En þá velti ég því fyrir mér í staðin, um hvað lagið sé. Stríðnispúki.
Jæja elskurnar, nú er ég búin að blogga úr mér allt vit. Nei bara að fíflast. Ætla fara lesa og svo að sofa, stór dagur á morgun. Þó dóttir mín sé ekki "þannig" veik lengur sem betur fer, tekur þetta samt á taugarnar. Ég er skídhrædd við svæfingar. Við eigum að vera komnar upp á spítala kl. 9, aðgerðin á að vera um 12. Elskurnar mínar viljiði vera svo væn að hringja í mig ef þið hafðið tíma. ÉG ÞOLI EKKI AÐ VERA EIN OG BÍÐA, ÞAÐ GETUR ALVEG TEKIÐ MIG AF TAUGUM. En læt ykkur vita, þetta á að ganga smurt fyrir sig af því hún er með rör fyrir. Læt ykkur vita elskurnar. Góða nótt....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2006 | 01:21
Sunnudagur 19. nóvember.2006
Hæ elskurnar´
Ég hitti strákinn í dag sem ég er svo rosalega hrifin af. Hann er svo mikið æði, og er svo fyndin. En hvað????? Ég fæ mig ekki til að nálgast hann aftur. Mikið rosalega sem mig langar til þess, frá mínum innstu og dýpstu hjartarótum. En þori því ekki. Hann ýtti mér nokkuð duglega frá sér í byrjun sumars. Brennt barn forðast eldin, ekki satt. Upp á síðkastið þegar ég hef hitt hann, hefur hann verið mjög vinsamlegur við mig. Honum þykir líklega bara leiðinlegt að hafa ýtt mér svona duglega frá sér. Þetta er rosalega góður strákur og vill öllum vel................. Ef mér hefði verið sagt fyrir 3 árum að ég ætti eftir að standa í þessum sporum, hefði ég sent viðkomandi á hæli.
Annað, vá það er komin snjór. Nú er ég í essinu mínu, spóla aðeins í snjónum og svona. Ég er búin að ýta nokkrum bílum í dag. Sem gerði það reyndar að verkum að hvíta úlpan mín var svört af drullu(vonum að sæti minn hafi ekki tekið eftir því). En allavegana ég skemmti mér konunglega við að ýta bílum í dag. Það er svo mikil stenming, þetta er það sem fylgir snjónum og vetrinum, mér finnst þetta æðislegt. Ég komst allt sem ég þurfti að komast. Enda man ég bara eftir einu skifti þar sem ég hef staðið föst,18 ára gömul, samt er ég í því að leika mér að fara yfir skafla, mér finnst það svo gaman.....
Annað á morgun er skírnin hjá litla frænda. Ég fékk þann heiður að vera guðmóðir hans. Þá er ég guðmóðir beggja barna systur minnar. Ótrúlegur heiður og að sjálfsögðu mun ég standa mig í stikkinu.
Jæja elskurnar ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu, góða nótt.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 20:42
Föstudagur 17 nóvember.2006
Hæ elskurnar mínar
Ég var að prófa yoga í fyrsta skifti, þvílíka,þvílíka sem það er æðislegt. Fór í prufutíma til Ingibjargar Stefánsdóttur. Ég ætla að kaupa mér 10 tíma kort við tækifæri. þá get ég meira stjórnað því hvenær ég fer, í staðin fyrir að vera bundin við e-h sérstaka tíma. Það er líka gott að hafa svona andstæðu við líkamsræktina. Yogað verður svona með, ég mun aldrei hætta í líkamsrækt, ekki séns. Ég heillaðist alveg að þessu yoga. Ekki spyrja mig hvernig yoga þetta var, hef ekki hugmynd um það, bara yoga. Allar stöður og stellingar hafa nöfn, þau eru alltaf nefnd. Ég man eitt nafn, af öllum þessum 300 sem voru nefnd. það er hundurinn, ég held ég þurfi voða lítið að segja ykkur hvernig stelling það er.
Á morgun eru tónleikarnir hjá Elís Viktor, ég hlakka ótrúlega til. Ég ætla að taka með mér myndavélina, svo ég geti dreyft athyglinni frá tárunum sem ég veit að eiga eftir að koma. Þegar maður er stoltur af börnunum sínum, koma stundum svona hamingjutár, ÞÓ ÞAU SÉU EKKI VELKOMIN. Já já væli,væli, væli svo úr því verði pollur. Ég er samt engin grenjuskjóða, eins og þið vitið vel, bara stolt móðir.........
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Góða nótt elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2006 | 22:29
Fimmtudagur 16. nóvember. 2006
Hæ elskurnar
Það er 5 ára strákur á leikskólanum hjá Elís Viktor með honum á deild. Hann spurði mig ítrekð um daginn hvort ég vildi vera mamma sín. Ég eyddi því bara. Þá spurði hann mig, af hverju ég vildi ekki eiga sig. Samt var ekkert í svörum mínum, sem hann hefði átt að taka sem höfnun. Hann gafst ekki upp fyrr en ég útskýrði fyrir honum að það væri ekki hægt, hann ætti sína mömmu. Mér var alveg hætt að standa á sama. Það hefur alveg komið fyrir að börn spyrji mig, hvort ég vilji vera mamma þeirra, en aldrei gengið svona fast á eftir því. Börn eru annars mjög góðir mannþekkjarar. Ekki það að ég sé svona frábær, alls ekki. En mér er sagt það sjáist langar leiðir, hvað ég er mikil barnagæla, börn eru fljót að sjá það út. Stundum segja börn e-h svona sem að sjálfsögðu er engin meining í. En það voru farnar að renna á mig tvær grímur.
Annað, ég var með óvænta fræðslu á leikskólanum hjá Elís Viktor varðandi umferðina og handfrjálsanbúnað. Ég gleymdi semsagt að taka handfrjálsabúnaðinn úr eyrunum þegar ég sótti Elís Viktor. þessi fyrrnefni strákur (sem spurði hvort ég vildi eiga hann) kom á móti mér og spurði hvað ég væri með í eyrunum. Áður en ég vissi af, var allt dottið í dúnalogn og allir að hlusta. Í lokinn spannst svo góð umræða um efnið. Elís Viktor stóð upp í lokinn og sagði " mamma mín fer sko alltaf eftir reglunum" Ekkert smá ánægður með mömmu sína. Maður verður að vera góð fyrimynd, ekki satt........
Annað, nú eru tónleikarnir hjá Elís Viktor að skella á, verða núna á laugardaginn, hlakka ekkert smá til. Verð svo aðeins áfram með börnin mín fram yfir hádegi á meðan barnsfaðir minn er að vinna. Annars er þetta pabbahelgi. Ég veit bara ekkert hvað ég ætla að gera, engin plön í gangi. Nema ég ætla í yoga seinnipartinn á morgun, með einni stelpunni sem ég er með í persónuráðgjöf. Okkur langar svo að prófa. Annars er bara ekkert í gangi, ekki mér vitanlega allavegana. Fer örugglega bara í heimsóknir annaðkvöld eða e-h, og veit ekki með laugardaginn. Jú,ætla í toppaleiðangur í kringluna og smáralindina um helgina. Svo kemur annað í ljós........
Annað, það eru alltaf pabbadagar á miðvikudögum, þannig þegar ég var búin að vinna sem var seint og síðarmeir. Fór ég í heimsókn til pabba og mömmu, lá í sófanum að tala við þau. Allt í einu hætti ég að svara, þá var ég bara steinsofnuð. Þau voru ekkert að hafa fyrir því að vekja mig, þannig ég svaf þar í nótt. Sem var alveg ágætt.
Annað, ég er að spá í að fara ekkert á æfingu fyrr en ég fer í yoga seinnipartinn, þarf að stússast snemma í fyrramálið og nota tíman vel um daginn.
Jæja ætla fara sofa, góða nótt elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 23:43
Þriðjudagur 14. nóvember.2006
Hæ elsurnar
Ég heyrði svo skemmtilegt viðtal á Fm 95,7 í morgunn. Það var semsagt viðtal við hljómsveit sem eru íslandsmeistarar í stuði. Þeir voru ekkert smá hressir, eins og alltaf. Einn hljómsveitameðlimurinn hló svo mikið og er með svo smitandi hlátur, að ég hló ennþá meira. Mig langar ekki einu sinni að vita hvað fólkið í næstu bílum hugsaði. Líklegast að ég væri á nýsloppin af geðdeild eða e-h. Ein í bílnum á leiðinni á æfingu, að deyja úr hlátri. Þegar ég kom á æfingu var ekki sjón að sjá mig, ég var öll út ötuð í kaffi. Tók ekkert eftir því, gekk bara galvösk á æfingu, mitt heimasvæði, öll í kaffi í hvítri úlpu. Hitti svo Ragnheiði sem bennti mér góðfúslega á að ég væri öll útötuð. Ég á það ti að koma við á Gullnesti og kaupa mér kaffi til að taka með ,á leiðinni á æfingu og gerði það einmitt í morgunn. Lokið var e-h laust, og ekki hjálpaði hláturinn til að halda kaffinu í bollanum. En hláturinn lengir lífið ekki satt............. Það er allavegana skárra að hlusta á svona í staðin fyrir útvarp Latabæ, eins og ég geri stundum ef það er leiðinlegt blaður í útvarpinu á leiðinni á æfingu.....
Annað talaði við Elísabetu vinkonu á msn í dag. Hún getur verið svo mikill púki við mig, veit upp á hár hvað ég er forvitin, enda búin að þekkja mig í 22 ár. Alveg naut hún sín í botn í dag, við að láta mig giska, hver hefði hringt í sig, sem hún hefur ekki heyrt frá í 10 ár. Hausinn á mér fór vægast sagt á yfirsnúning. Svo hló hún bara og sagðist vilja sjá mig núna. Ég væri örugglega hoppandi í sætinu að drepast úr forvitni, við að reyna giska á þetta. Það var nú bara vægast sagt. En svo gat ég þetta loksins. Þvílíkur púki sem hún er,. Ég er píííínu forvitin . Vinum og ættingjum finnst voðalega gaman að stríða mér með þetta. Láta mig giska og gefa e-h spennandi í skyn, sem ég fæ að vita seinna............... Ég er samt ekki þannig forvitin, að ég sé með nefið ofaní hvers manns koppi alls, alls ekki þannig. Bara svona saklaus forvitni............
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra blogg, ætla fara láta myndirnar inn fyrir ykkur. Góða nótt elskurnar..............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 00:12
Mánudagur 13. nóvember.2006
Hæ elskurnar
OOOHHHHH þetta tölvu drasl getur gert mig brjálaða. Ég var búin að blogga alveg helling og var að tala við Rakel frænku (hinn ofvirklinginn í fjölskyldunni, þið eruð væntanlega farin að kannast við hana) á msn í leiðinni. Jújú allt í lagi með það, svo fór ég að leita af video klippum úr fitnessinu á netinu, og auðvitað missti ég allt út. Ekki spyr ég að því, hvernig gat mér dottið annað í hug? þar sem ég er yfirnáttúrulegur tölvusnillingur. Jæja ætla byrja þetta blessaða blogg aftur og reyna muna hvað ég var að segja. Þvílíkur klaufaskapur.......
Ég hitti eina kunningja vinkonu mína á brettinu í morgunn( oohhhh ég trúi ekki ég sé að skrifa þetta aftur). Jæja nema hvað, ég var að segja henni frá árshátíðinni núna um helgina og minntist e-h á uppskeruhátíð hestamanna sem var á sama stað. Alveg greyp hún það á lofti, já og hvað? Var enginn myndarlegur hestamaður, þeir eru oft svo myndarlegir, svo beyð hún spennt eftir sögunni. Neibb og aftur neibb. Mér sýndist aldurinn vera svona 40 + eða krakkar á svipuðum aldri og ég er með í persónuráðjöf. Ekki alveg að virka fyrir minn smekk. Nú er svona tímabil, það rignir yfir mig skotunum frá vinum og kunningjum. Finnst vera komin tími á að ég finni mér kærasta. Þetta er samt allt á léttunótunum. Ég hef bara gaman að þessu.....
Annað ég var stödd á biðstofu um daginn þegar ég rak augun í Séð og Heyrt, þar var Hermann Hreiðasson fótboltagaur, að gefa konunni sinni afmælisgjöf. Eitt stikki mótorhól takk fyrir. Spáiði í því að fá mótorhjól í afmælisgjöf, þetta var racer ekkert smá flott. Ég er að safna mér fyrir hjóli, vil ekki taka nein lán. Þannig ég safna mér og ætla reyna kaupa mér hjól þegar fer að nálgast vorið, en samt áður en þau hækka aftur. Hjólin hækka alltaf eftir því sem nær dregur sumrinu. En vá racer í afmælisgjöf, ég færi bara að gráta. Annars er ég ekki svona dýr í rekstri, að þurfa fá rándýrar gjafir. Ekki það að konan hans Hermanns séð það, veit ekkert um það. En mér nægir góður koss og rós, þá er ég fullkomlega sátt.
Annað fólk er búið að vera koma til mömmu í vinnunni og tala um hvað dóttir hennar hafi verið fín á árshátíðinni. Semsagt ég. Það hélt ein að ég væri kona húsvarðarins, konan hans kom ekki með. Þannig hann sat hjá okkur, við vorum alveg 10 saman við borðið, en ég sat við hliðina á honum, svona verður misskilningur oft, úr lausu lofti gripinn. En svo áttaði hún sig á hver ég var. Í hennar huga átti ég allavegana mann í nokkrar mínútur..... Ooo nei ég átti einn í 13 ár og liggur ekkert á að fá mér nýjan.... Síðustu 2 ár hef ég staðið á eigin fótum í fyrsta skifti á ævinni, og tekið hvert þroska og sjálfstæðisskrefið á eftir hvort öðru. Ég hef lært ótrúlega mikið á þessum tíma um sjálfan mig og lífið sjálft. Og náð að gera mér grein fyrir hvað ég vil fá út úr lífinu, og hvað ég vil yfir höfuð. Það er meira en margir geta sagt..........
Jæja elskurnar vona ykkur sé sama þó ég láti myndirnar inn á morgunn, ég veit, ég veit. Ég er búin að vera blaðra svo mikið í símann, og á msn, svo missti ég út fyrra bloggið. Ég er búin að vera endalaust með þetta blogg og það tekur svo langan tíma að hlaða inn myndunum. Sorry, sorry, sorry, ég verð þá bara að fá spark í rassinn frá ykkur. En ég get sagt ykkur það, ég ætla í toppaleiðangur næstu helgi.
Góða nótt elskurnar, heyri í ykkur á morgunn......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2006 | 01:25
Sunnudagur 12. nóvember.2006
Hæhæ
Ég fór á árshátíð núna á laugardaginn sem haldin var í hliðarsal á Broadway. þessi árshátíð tilheyrir Orkustofnun þar sem mamma vinnur, þar hef tekið að mér ýmis auka verkefni, þannig mér boðið líka. Þetta var rosalega fín 3 rétta máltíð. Hörpuskel í forrétt, önd í aðalrétt og þrennskonar ís í eftirrétt, rosalega gott og vel útilátið. Um miðnætti opnaði svo inn á Broadway sjálft og fóru flestir árshátíðargestirnir þangað, enda mögnuð hljómsveit að spila. þar var e-h hestamanna e-h veit ekki alveg hvað það var, þannig allir blönduðust saman. Mamma og pabbi stóðu sig ekkert smá vel á dansgólfinu, pabbi var alveg að fíla þegar Jónsi tók Queen, enda er hann mikill aðdáandi þeirrar hljómsveitar. Pabbi sagði þegar við vorum komin út í bíl, það er svaka stuð á honum Jónsa. Já þetta er ekki Jónsi fyrir ekki neitt. Hitti frænda minn á dansgólfinu, það er alveg óhætt að segja að hann hafi knúsað mig og kysst í klessu, það var ekkert smá gaman að hitta hann, hef ekki séð hann í mörg ár. Sýndist konan hans vera frekar fúl yfir þessu mikla knúsi, sem var alveg óþarfi, þetta er frændi minn. Og þó hann væri ekki frændi minn, þá veit ég hvað ég vil, það hefur ekkert breyst. En það var rosalega gaman, fyrir utan slagsmálin sem voru. Pabba var nú alveg hætt að standa á sama þegar ein stelpan, sparkaði eins og óð væri í liggjandi mann, með 4 dyraverði ofan á sér og gat, enga björg sér veitt. Hún sparkaði í hausinn á honum og allt, þá var pabba nóg boðið og stoppaði hana af, og gerði henni grein fyrir að maður sparkaði ekki í liggjandi mann. Það var reyndar verið að stoppa þennan strák fyrir slagsmál, en þarna var búið að ná tökum á honum og hann hættur. Hún var bara að gera illt verra, því auðvitað reyndi strákurinn að verjast spörkunum með 4 dyraveði ofaná sér, svo er bara stórhættulegt að fá spark í höfuðið........................ Við fórum frekar snemma, ég hefði samt alveg verið til í að vera lengur. Mamma og pabbi bara orðin þreytt, enda vorum við komin þarna fyrir kl.7. En þetta var rosalega fínt.
Annað næstu helgi verður Elís Viktor með smá tónleika í söngskólanum sínum. Ég fékk nú alveg þokkalega í magann, þegar ég komst að því hann væri búin að vera syngja vitlaust lag í söngskólanum. Hann valdi sér í byrjun krummi svaf í klettargjá, allt í lagi með það, svo valdi hann óskasteina. En hætti við það og valdi lagið um það sem er bannað. Við erum búin að vera æfa það lag heima í 3 eða 4 vikur. En svo syngur hann óskasteina í söngskólanum sem við erum ekkert búin að æfa. Úffffff, það lá við að einn karlkynssönkennarinn sem var staddur þarna, hefði þurft að blása í mig lífi, nema hvað, ég hefði látist endalaust Nei nei hann mun syngja lagið um það sem er bannað. Hann kann það alveg, við erum dugleg að æfa okkur, en hefur bara ekki sungið það við undirspil áður. Við munum koma 20 mínútum fyrir tónleikana, þannig hann geti rennt í gegnum lagið við undirspil. Ég vildi að ég ætti svona tæki, sem spilar lagið, en það er hægt að lækka niðrí söngnum svo ég geti hlýtt honum lagið við undirspil...... það hefur bara staðið þannig á að ég hef ekki hitt á söngkennarann örugglega í 3 vikur. Ég er þarna náttúrulega bara aðrahvora helgi svo var hún veik, og svo var leiklistartími, þannig ég hef ekkert hitt á hana í svolítinn tíma. En við vonum það besta
Annað, jæja nú er klukkan orðin svo margt nú ætla ég að fara sofa svo ég vakni fersk á æfingu á morgun. Læt myndirnar inn á morgun. Ég var með alveg fullt sem ég ætlaði að segja ykkur, man bara ekki hvað það er. Það rifjast upp, segi ykkur það þá á morgun.
Annars, rakst á ágætan vin núna um helgina sem ég hef ekki rekist á lengi. Hann var að gera svo fína hluti í vinnunni sinni með samstarfsfélögum sínum. Mér finnst svo spennandi það sem hann var að gera og hlakka rosalega til að vita meira um það, hvort það verði kynnt nánar og svona. Fyrir utan að nálgast verkefnið þeirra og fara yfir það sjálf, ég hef ekki nálgast það ennþá. En hlakka rosalega til að fara yfir það. Ég þarf nú að óska honum til hamingju auglyti til auglytis annars finndist mér ég bara dóni, það liggur svo mikil vinna að baki hjá þeim að þessu verkefni.
jæja ég ætlaði að vera farin að sofa. Góða nótt elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2006 | 01:20
Föstudagur 10. nóvember. 2006
Hæ elskurnar
Ooohhh það er kominn lítill frændi í heiminn. Já Rannveig systir er búin að eiga. Hann fæddist í dag 10. nóvember kl.14.40. Hann var rúmir 13 merkur og 50,5 cm. Hann er yndislegur, ég fékk að sjá hann alveg nýjan. Ég er ekki stóra systir fyrir ekki neitt. Ég tók heila gommu af myndum. Hann er æðislegur, pínulítill strumpur. Fæðingin gekk vel og Rannveig systir ekkert smá hress, ekkert þreytt og ekki neitt eftir fæðinguna.
Alltaf er skotið á mig, svona smá, þegar mínar nákomnu ganga framyfir tilsettan tíma. Ég átti nefninlega mín börn fyrir tímann. Lísa María kom 17 dögum fyrir tímann og Elís Viktor 10 dögum fyrr, þau flokkast samt ekki undir fyrirbura. Ég og Rakel frænka( hinn ofvirklingurinn í fjölskyldunni) gengum með fyrstu börnin okkar saman. Hún átti að eiga í byrjun desember og ég 24 desember. Dæmið snérist alveg við, ég átti Lísu Maríu 7 desember og Rakel átti Björmu Karen 23 desember. Við getum alveg sagt að Rakel frænka hafi ekki verið glöð með þessa víxlun, reyndar alveg brjáluð. Svo þegar ég var ólétt af Elís Viktor sagði hún. já svo skaltu ekki voga þér að eiga barnið fyrir tímann, það er svindl að fá að sleppa 2 sinnum við að ganga alla leið. Hann kom svo 10 dögum fyrr. Rannveig minntist líka aðeins á þetta núna í kvöld, hún hafi gengið 8 daga framyfir með Ísabellu og 3 daga með strákinn. Ekki eins og ég sem á bæði mín börn fyrir tímann. Æ það er örugglega svo hlýtt og gott að vera í bumbunni, þá er maður ekkert að flýta sér í heiminn.........
Annað þetta var bara svona normal dagur í dag fyir utan að fá lítinn strump í heiminn. Æfing, vinna, versla, ná í galakjólinn út styttingu, ná í börnin, fórum í smá heimsókn til mömmu og pabba á meðan ég fékk að skjótast upp á spítala að sjá litla strumpinn o.fl. Ég nenni ekki að telja meira upp,það er svo leiðinlegtað lesa svona upptalningu, þannig ég ætla bara að sleppa ykkur við það .
Ætla láta nokkrar myndir inn fyrir Rakel frænku, af litla frænda, annars yrði ég nú heldur betur tekin á beinið fyrir að luma á myndum og ekki sýna þær.........
Annars bara góða nótt elskurnar............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)