10.11.2006 | 01:07
Fimmtudagur 9. nóvember.2006
Hæ elskurnar
Vá það er ekkert smá brjálað veður. Var að koma heim af tónleikum sem haldnir voru í Grafarvogskirkju til styrktar Barna og unglinga geðdeildinni. Að sjálfsögðu mætti ég, þar sem ég vinn í þessum geira. Tónlistamennirnir sem komu fram gáfu allir vinnuna sína. Þetta voru svo e-h séu nefndir Stebbi Hilmars, Eyjólfur Kristjáns, Magni, Raggi Bjarna og fleiri. Það var ekkert smá gaman á þessum tónleikum, það var endalaus húmor og fullt af óvæntum atburðum. Nema hvað, þegar tónleikarnir eru búnir, er komið þetta brjálaða veður. Það munaði engu að ég fengi að gista hjá mömmu og pabba. Ég bý náttúrlega uppi á hæð, eins og þið vitið og það er ekkert sem skýlir vindinum. Vindurinn hérna uppi er geðveikur stundum. Ég tókst 2 sinnum á loft síðasta vetur í brjáluðu veðri, ÉG ER EKKI AÐ GRÍNAST. Ég ríg hélt mér í handriðið svo ég fyki ekki niður tröppurnar. Ég er talsvert léttari núna en í fyrra, þannig það er eins gott að reyna halda sér innandyra í brjáluðu veðri .
Annað fór í tásuneglur í dag og næ í galakjólinn minn á morgunn í styttingu. Þá ætti allt að vera tilbúið fyrir árshátíðina sem er á næsta leiti. ´
Annað mikið rosalega eru dekk undir bílinn dýr. Ég lét setja vetrardekkin undir bílinn í gær. 2 dekkjana voru orðin frekar þreytt þannig ég þurfti að kaupa 2 ný. 2 ný dekk, og að láta setja 4 dekk undir bílinn, 23.000 krónur. Er þetta ekki geðveiki. Við erum bara að tala um 2 dekk, svo átti ég 2 heil dekk. En þar sem ég er mjög mikið í umferðinni, verður öryggið að vera í fyrirrúmi, þannig ég pungaði þessu út, þegjandi og hljóðalaust. Mér fannst þetta nú nokkuð dýrt, verð að viðurkenna það.
Jæja elskurnar ætla fara lesa svo að sofa. Föstudagurinn 10. nóvember, flottur dagur...... Góða nótt elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2006 | 23:32
Þriðjudagur 7. nóvember.2006
Hæ hæ
Oohhh nýja stelpan sem ég var að byrja með í persónuráðgjöf, er alveg gjörsamlega að misskilja hlutverk mitt, og lítur á mig sem grýlu frá miðöldum eða e-h. Hún er þessa dagana að ath hvað hún kemst langt með mig. Hún kemst bara ekki neitt með mig, og er greynilega ekki vön því að vera sett mörk. En hún er að átta sig á því að hún getur ekki stjórnað á öllum vígstöðum. Í þessu tilfelli er það "Þolinmæðin þrautin vinnur alla". Það er e-h sem ég á alveg nóg af, ef þolinmæðin mín væri metin í peningum, væri ég marfaldur trilljónamæringur. Náði aðeins að tala við hana í dag og koma henni í skilning um hlutverk mitt. Hún varð mikið hissa þegar ég sagði henni frá unglingum sem ég hef verið með í persónuráðjöf, en eru útskrifuð, hafa ennþá samband við mig öðru hverju bara til gamans. Þau sækjast eftir því að halda sambandi. (Mér þykir ótrúlega vænt um það.) Eftir þetta langa samtal okkar, lækkaði aðeins rostin í henni, við sjáum hvað setur........
Annað, nú eru jólaplöturnar að koma út alveg í hrönnum. Á meðan ég var að ganga frá eftir matinn og börnin að leira. Hafði ég kveikt á fréttunum og hlustaði með öðru eyranu. Þá kom Regína Ósk fram í sjónvarpinu og söng lag af nýju plötunni sinni sem var að koma út. Elís Viktor henntist frá borðinu, mamma, mamma þessi kona er í söngskólanum mínum. Regína Ósk er semsagt yfirkennari söngskóla Maríu Bjarkar. Elís Viktor hefur nokkrum sinnum hitt hana og fannst frekar merkilegt að sjá hana allt í einu í sjónvarpinu. . Honum fannst hún standa sig ótrúlega vel. Gaman fyrir börnin að sjá söngkennarana sína í sjónvarpinu taka lagið, þeir eru náttúrlega fyrirmyndin á þessu sviði......... Ég elska þennan tíma, hinar og þessar uppákomur í Kringlunni og Smáralindinni, allskyns skemmtanir fyrir börnin og svona. Mér finnst þetta ÆÐISLEGT, ÆÐISLEGT,ÆÐISLEGT, þetta er svo mikið jóla,jóla. Allar plöturnar og bækurnar, ég verð bara eins og litlu börnin, fæ kitl í magan af spenningi. "Ég kemst í hátíðarskap, þó úti séu snjór og krap" Nú fer að líða að því fjölskyldan fari að stríða mér, mesta furða að þau séu ekki byrjuð á því. " Silla, myndi þig langa í svona í jólagjöf, æ nei ætla ekki að segja það" Ég verð alltaf eitt spurningarmerki af forvitni í framan, en svo fæ ég aldrei að vita neitt. En ég elska þennan tíma.
Annað, ætla að hitta Hildi á æfingu á morgunn, við erum alveg komnar með frákvarfseinkenni. Höfum ekki sést í 2 vikur. Ég hef bara verið að æfa ein uppá síðkastið. Ætlum heldur betur að æfa á okkur málbeinið á morgun.........
Annað hafiði tekið eftir tunglinu þessa dagana, fallegt ekki satt........... Jæja ætla láta þetta gott heita, góða nótt elskurnar.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2006 | 23:30
Mánudagur 6. nóvember.2006
Hæ elskurnar
Ég var að lesa yfir bloggið mitt frá því í gær. Vá ég virka bara sem þvílíkur egóisti þegar ég sagði ykkur frá hótelstjóranum. Ég hef nú svosem ekki miklar áhyggjur af því. það þarf ekki annað en að vera rétt málkunnugur mér til að vita að svo er ekki. Þið hin sem vitið það ekki, megið þá alveg halda að ég sé egóisti, það er ágætt að prófa það líka. Annars er alveg nauðsynlegt að hafa gott sjálfsálit og sjálfsmat en bara ekki drukna í því. Reyndar með þennan hótelstjóra, hefði ég bæði þurft að vera blind og heyrnalaus, ef athygglin, hefði átt að fara fram hjá mér. Þegar ég tek eftir svona löguðu eru hlutirnir oft orðnir ansi augljósir. Ég get verið pínu ljóska þegar það kemur að svona löguðu, en þetta fór ekki framhjá mér.
Annað fór með galakjólinn minn í styttingu í dag, kom því loksins í verk og ekki seinna vænna, árshátíðin á næsta leiti.
Annað nú er ég loksins búin að kaupa mér sófaborð og sjónvarpsskáp. Kemur ekkert smá vel út, þetta er eins og önnur íbúð. Ég er ekkert smá sátt. Getur vel verið að ég láti fylgja mynd svo þið sjáið. Annars er kannski ágætt að sleppa því, og þið komið bara í heimsókn.......
Annað ætla fara í fyrramálið og hitta strákana sem hjálpuðu mér við stóra atburðinn, og ath hvort allt sé ekki eins og það á að vera hjá þeim. Þeir sögðu sýðast að verkið væri fullkomið, og er það örugglega ennþá, en allur er varinn góður.............. Jæja ætla að láta myndirnar inn fyrir ykkur. veit ekki alveg hvað er að myndarvélinni, ég er búin að fikta svo mikið í henni að hún er öll farin úr fókus, en þið sjáið þá bara ljótar myndir. Ætla fara með vélina í búð á morgunn og láta stylla hana upp á nýtt fyrir mig, ég er alveg komin í kross með þessa bessuðu myndarvél. jæja góða nótt elskurnar einn koss í viðbót.............. Bara að fíflast, veit ekki hvað er að mér þessa dagana. Það fara bráðum að vaxa á mig horn, það er svo mikill púki í mér....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 00:24
Sunnudagur 5 nóvember. 2006
Hæhæ
Hæ elskurnar, fór með Ellý vinkonu á bikarmót IFBB í fitness og vaxtarækt núna um helgina, ekkert smá gaman og brjálaðislega flott keppni. Ég verð að segja ykkur frá kynninum, hann er svo frábær. Ég man að sjálfsögðu ekkert hvað hann heitir, en hann er svo fyndin að tárin láku, ég hló svo mikið. Húmorinn er samt sem áður sá, að hann er ekkert fyndin og kann ekki að segja brandara. Hann er vinsamlegast beðin um að segja ekki brandara eða vera með uppistand af neinu tagi í hléum og milli atriða. Málið er, það sem hann segir og hvernig hann segir það getur drepið mig úr hlátri, enda láku tárin hjá mér, ég hló svo mikið. Ég veit það ekki, yfirleitt finnst mér hundleiðinlegt að hlusta á brandara og finnst þeir ekkert fyndnir. þannig ég skemmti mér konunglega með kynni, sem kann ekki að segja brandara og buxurnar svo hátt girtar að þær náðu næstum upp að eyrum og það var ekki djók. Alveg frábær.
Annað næst er það Íslansmeistara mótið í fitness og vaxtarækt sem haldið verður á Akureyri í apríl. Ekki spurning um að mæta þangað, þó ég færi skríðandi. Ég ætlaði að fara í fyrra, en fékk engan með mér. Vinkonu mínar eru bara ekki svona mikið inní þessu eins og ég, og pínu erfitt að drösla þeim þá til Akureyrar að horfa á svona keppni. Þær sjá nú ekki alveg tilganginn í því. Þannig ég var heima í fyrra, nánast grenjandi mig langaði svo að fara. Við Ellý ætlum að fara saman næst, erum búnar að ákveða það. Ef hún hættir við, fer ég ein, get svo svarið fyrir það. Aldrei að vita nema maður banki uppá hjá hótelstjóra okkar Evu á Akureyri. Við Eva vinkona fórum semsagt saman á IFBB mót fyrir 2 árum, ég mun aldrei gleyma þessarri ferð. Hótelstjóranum fannst ég semsagt frekar flott skvísa og gaf það glögglega í ljós við Evu vinkonu, líka Þegar ég gekk framhjá hætti hann að tala við hótelgesti og starði bara á mig og ýmislegt fleira. Nema hvað, púkinn ég, í einhverju flipp kassti, skildi eftir handa honum samanvöðlaðar G strengs nærbuxur í rúminu þegar við fórum. ( Við Eva vorum semsagt búnar að taka eftir því að hann tók til í herbergjunum, eftir að gestirnir voru farnir, þannig hann hlýtur að hafa tekið til í okkar herbergi líka, eftir að við vorum farnar og hefur þá að öllum líkindum fundið G strenginn. Okkur fannst þetta rosalega fyndið, ykkur hefði líka þótt það, hefðu þið séð karlinn.) Þegar við Eva tölum um þessa ferð, rifjum við þetta alltaf upp, hvernig svipurinn á honum hefur verið þegar hann fann G strenginn, hann var frekar spes þessi maður. þetta var flippferð út í eitt. Fórum líka í verslunarferð á Akureyri og versluðum okkur föt, ég var að máta gegnsæja síða mussu og topp innanundir að sjálfsögðu. þegar strákurinn í búðinni kemur og spyr hvernig ég fíli mig. Bara nokkuð vel held ég, veit það samt ekki alveg. Þá kemur Eva vinkona og segir hátt og skýrt. Já nei, þetta er alltof efnismikið fyrir hana, hún á aldrei eftir að ganga í þessu. Strákurinn sem afgreiddi okkur byrjaði að hlægja, ha of efnismikil ( mussan var örþunn, gegnsæ) Eva harðákveðin, já hún er aldrei í svona miklum fötum, hún er alltaf í öllu stuttu og ermalausu. Svona var þessi ferð út í gegn, þetta er ógleymanleg ferð, það voru líka allir svo léttir á því og djókuðu með okkur í einu og öllu, yndislegt fólk. ÞETTA VAR ÆÐISLEG FERÐ. Ég hef ekki farið á Akureyri síðan þarna, ég ætla næst, ekki spurnig.
Annað nú styttist í árshátíðina, fór í neglur síðasta miðvikudag. En þar sem var ekki til tími nema bara fyrir hendurnar, fer ég í tásuneglur næsta fimmtudag. Á svo eftir að láta stytta kjólinn svo ég dragi hann ekki á eftir mér. Ætla ekki að taka séns á að það dragist ekki til í honum, þegar ég dreg hann á eftir mér , hann var svo dýr þessi kjóll. Þannig ég ætla láta stytta hann.
Annað fór í kringluna og Smáralindina núna um helgina, kemur á óvart ekki satt. Mér finnst alltaf jafnfyndið að horfa á aumingja mennina sem er dröslað í búðir með konunum sínum, þvert á móti sínum vilja. Sá svo einn sem var alveg gjörsamlega búinn á því eftir daginn ,með ótal innkaupapoka, sitjandi á stól STEINSOFANDI á meðan frúin var í mátunarklefanum að máta föt. Ég sprakk úr hlátri. Ég hugsa oft um þetta þegar ég sé hjón eða pör saman í búðum, yfirleitt eru sorgmædd hundaaugu á karlmanninum, sem segja, plllíííssss getum við farið heim. En þessar elskur láta sig yfirleitt hafa það, og láta drösla sér aðeins lengur. ÆÆ þeir eru svo góðir, þessar elskur, muniði bara að gera á móti fyrir þá.
Jæja elskurnar ætla láta þetta gott heita, læt myndirnar inn á morgunn, góða nótt.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 00:20
Fimmtudagur 2. nóvember.2006
Hæhæ
Skreytum hús með grænum greinum, já ég er komin í jólaskap, fór í Kringluna í dag það er búúúið að skreyta hana, það er svo gaman, ligga, ligga láiiiii. Ég var að tala um jólabækurnar um daginn. Þegar ég var í Kringlunni í dag hitti ég Yasmin með litlu snúlluna sína, ekkert smá sæt. Lítil og fíngerð eins og mamma sín. það er nú alveg óhætt að segja að Yasmin sitji ekki aðgerðarlaus. Hún er að gefa út uppskriftarbók sem kemur út eftir áramót. En það verða nokkur eintök í völdum verslunum fyrir jól. Hún var nú voða hóvær og sagði ég yrði að kíkja í hana. Ég ætla nú að kaupa eitt eintak, það er ekki annað hægt. Hún er alltaf svo dugleg að kvetja mig áfram og ekki vantaði kvatninguna í dag. Þetta eru frekar fínni matur en hollur, í og með er líka fræðsla. Hlakka til að eignast þessa bók.
Annað ég fór í Rúmfatalagerinn í dag og ætlaði að kaupa mér stóran striga, sem var reyndar ekki til, þannig ég fór tómhennt út. Ég ætla að mála stóra mynd fyrir ofan 3 sæta sófann í stofunni. Ég málaði litla mynd um daginn og er alveg komin á skrið með hugmyndir að stórri mynd. það fæst nú held ég bara allt í þessum blessaða Rúmfatalager, nema stór strigi, bara til minni en það sem ég hef í huga........
Annað vitiði hvað ég fann um daginn??? Barnabókina sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum. það var ekkert smá gaman að rekast á hana aftur. Ég var ólétt af Lísu Maríu þegar ég skrifaði þessa bók, það er svo langt síðan. Ég er alveg dottin í þetta aftur. Er með ýmislegt í kollinum varðandi sköpun af öllu tagi. Mála myndir, texta, gera bók aftur. Svo hef ég þetta alltaf fyrir mig, en ég passa þetta vel. Það er gaman að fara í gegnum þetta löngu seinna. En ég er stolt af barnabókinni, ég verð að játa það.
Annað fór í fyrsta skipti á æfingu í gær eftir að hafa verið í fríi í eina og hálfa viku. Takið sem ég hafði fengið í bakið og búin að vera með í viku, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Um leið og ég fór að hreyfa mig aftur. Líkaminn er bara ekkert vanur svona slökun, en vinkonurnar passa alveg uppá mig. Þær eru svo yndislegar, en gerðu mér það samt ljóst að þetta væri bara af væntuþykju þetta nöldur í þeim. Það lá við að mér yrði hennt út. En um leið og ég fór að hreyfa mig, líður mér mikið betur, þetta er bara normið mitt, að hreyfa mig mikið, líkaminn er ekkert vanur neinu öðru og hananú. Ég er gjörsamlega að springa úr orku þessa dagana. Fengi ég lausan tauminn myndi ég hlaupa upp Esjuna á 5 mínútum, kalla svo á þyrlu til að taka mig niður, ég er svo lofthrædd.
Annað ég var að tala um stjörnu spánna mína um daginn, hvað hún var nákvæm. Núna lengi vel er hún búin að vera alveg út úr kú. En í dag átti hún við.
Vogin
Þú finnur fyrir heilmikilli orku um þessar mundir
og átt helst í erfiðleikum með að nýta hana. Það er
ekki nóg að vera á hlaupum upp um alla veggi en
hinsvegar er hollt og gott að fara út í göngutúr eða hressandi hjólatúr.
Annað nú er helgin að renna í garð og pabbahelgi í þokkabót, ætla á fitness keppnina á laugardaginn, veit ekki meir. Það er svosem margt að gerast þessa helgi. Það væri gott að fá grænt ljós, frá sumum. Ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga .
Jæja elskurnar ætla að láta þetta gott heita af bulli í bili. Góða nótt elskurnar........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2006 | 21:06
Þriðjudagur 31.Október.2006
Hæhæ.
Finnst ykkur lífinð ekki yndislegt? Mér finnst það æðislegt, þetta er svo dásamlegur tími. Jólin að nálgast, jólaskrautið komið í búðir. Ég er svo mikið jólabarn. Eitt af því skemmtilegasta, finnst mér allar nýju plöturnar sem eru gefnar út fyrir jól og bækurnar. Ég get alveg tapað mér í þessum deildum. Allar fallegu ævintýra bækurnar fyrir börnin, sitja svo með þeim við kertaljós á köldu kvöldi og lesa fyrir þau ævintýri 1-2 kafla í einu. Þetta er æðislegt og gefur manni ótrúlega mikið. Og bækurnar fyrir okkur fullorðnafólkið, þetta er baaara æðislegt. Nú fara Kringlan og Smáralindin líka að fara í jólafötin, þá lifnar allt við. Ég fer mörgum sinnum í viku, á þessa staði, skemmtilegasti mánuðurinn er að sjálfsögðu desember, þá yðar allt af mannlifi.... Ég er meira að segja búin að kaupa 3 jólagjafir. Reyni alltaf að vera búin með allt svona í nóvember, nema gjafirnar fyrir börnin, þær kaupi ég í desember. Ég á náttúrlega 2 desemberbörn. það er bara fengi tími einu sinni á ári, þið vitið. Þannig ég reyni að byrja snemma á pakkaflóðinu. Annars væri þetta full mikið á einum mánuði. 2 barnaafmæli, jólagjafir fyrir alla, jóla og áramótamatur + sprenjurnar um áramótin, jólaföt og allt annað sem ég er að gleyma. Nei, þar sem ég ætla ekki að enda gjalþrota í janúar, kýs ég að byrja snemma, yfirleitt í svona september. Fyrirhyggja það borgar sig.
Annað, ég búin að finna mér stofuborð og sjónvarpsskáp, ég held ég sé búin að fara í allar húsgagnabúðir sem fyrir finnast á stór Reykjavíkursvæðinu. Ætla kaupa það seinnipartinn í vikunni, líklega á fimmtudaginn, hlakka ekkert smá til. Búin að hafa tóma íbúð í 2 vikur. Þá fer að styttast í að ég bjóði ykkur í mat. Aldrei að vita hvað mér dettur í hug næstu helgi, pabbahelgi og svona. Við stelpurnar sem ég æfi með ætluðum að borða saman fljótlega, sama hvort það er út að borða eða í heimahúsi. En þá er það ég sem er næst í röðinni að bjóða heim. Sjáum til hvað verður, ætla fyrst að fá húsgögnin heim. Ég er alveg ótrúleg, ég er alltaf svona 7 skrefum á undan sjálfri mér.
Annað, ÉG ÆTLA Á ÆFINGU Á MORGUNN VAAAAAÁÁÁÁÁ HVAÐ ÞAÐ VERÐUR GOTT. Ég er að drepast úr leiðindum að hanga svona, það er svo innilega ekki ég. Ég meira að segja fékk tak í bakið á því að gera ekki neitt, líkaminn minn er ekki vanur svona svakalegri slökun. Ég hef aldrei á ævinni fengið tak í bakið eða neitt sem tengist bakinu, svo allt í einu núna. ÉG FER Á ÆFINGU Á MORGUNN OG EKKERT RUGL. Verð að hreyfa mig, ég verð uppstoppuð á endanum með þessu áframhaldi.
Annað fór og hitti strákana í dag, smá svona endurmat varðandi stóra atburðinn um daginn. Þeir voru ekkert smá sáttir, sögðu að þetta væri fullkomið og ekki þörf á að vinna verkið frekar. Ég ætla aðeins að kíkja á þá í næstu viku, bara aðeins fylgjast með gangi mála, allur er varinn góður....
Annað er að fara í neglur á morgunn, var í klippingu í gær, þvílík tútta. Ætla svo að máta galakjólinn minn, ég er nokkuð viss um að ég þurfi að láta þrengja hann, þar sem ég er 7 kílóum léttari en þegar ég keypti hann fyrir ári síðan. Það er stór munur á að vera 60 eða 67 kíló. Hann á að vera alveg þröngur við líkamann, er líka að spá í að láta breyta honum smá. Hann er alveg dragsíður og ekki gott að dansa í honum. En ég þarf að fara drífa í þessu, það eru ca 2 vikur í árshátíðina.
Jæja ætla fara hlaða inn myndunum fyrir ykkur. Heyri í ykkur elskurnar.........
Læt fleir myndir inn á morgunn..........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2006 | 23:11
Sunnudagur. 29. október.2006
Hæhæ
Vá ég sem á að vera í rólegheitum þessa dagana, var það alls ekki um helgina. Ég var samt ekkert að gera neitt sem ég má ekki gera. Ég fór með Elís Viktor í söngskólann báða dagana, á laugardeginum var venjulegur tími en á sunnudeginum var tvöfaldur leiklistartími, sem Tinna Hrafnsdóttir var með. Gaman að hitta hana aftur, við vorum í sama bekk frá 6-8 ára og lékum okkur oft saman eftir skóla, ásamt einni annarri stelpu. Hún mundi að vísu ekkert eftir mér, en þetta rifjaðist upp fyrir henni. Það er ekki nema von hún muni ekki eftir mér, ég hætti eftir 8 ára bekkinn og flutti næstum hinumegin á hnöttinn, eða úr vesturbænum í seljarhverfið í breiðholti, og í ofanálag er ég ansi breitt síðan í 8 ára bekk. Ég er voða mikið að hitta gömlu bekkjarsystkyni mín úr Melaskóla þessa dagana. Ég er svo ótrúlega mannglögg, fólki finnst samt voða gaman þegar ég storma svona á það. Þannig látið ykkur ekki bregða þegar ég labba að ykkur með göngustaf og hokin í baki af elli, "muniði í gamladaga".
Svo ég haldi nú áfram, ég fór á Ice fitness á laugardaginn vááá ef þetta kallast ekki vítamín sprauta í rassinn að fara á svona keppni, þá veit ég ekki hvað. Ég ætla fara á æfingu á miðvikudaginn, ég er að verða biluð að fara ekkert á æfingu. Ætla ég að taka á því eða hvað, já þið getir spurt ykkur að því, ekki búin að fara á æfingu í eina og hálfa viku. Já ég veit, innan skynsamlegra marka..... Þetta er ekki það eina sem ég gerði, heldur kíkti ég smá í afmæli til Ellýar vinkonu. Hún missti andlitið þegar ég birtist, hún átti svo innilega ekki von á mér. Hún kom í einu stökki úr eldhúsinu og fram á gang og þvílíka knúsið sem ég fékk. Ég stoppaði bara stutt við, var komin heim fyrir miðnætti, skynsemin þið vitið. Hefði samt gjarnan vilja vera lengur....
Annað ég er svo mikið að reyna að passa mig og vera skynsöm. Vitiði hvað ég gerði, bara svona því til staðfestingar hvað ég er að passa mig. Ég réði til mín heimilishjálp 2 í viku þangað til í byrjun desember. Ég þekki mig nógu vel til að vita, ef ég sé drasl þá labba ég ekki framhjá því, án þess að gera nokkuð. Ef ég á að geta farið eftir settum reglum í þessu mikla dæmi mínu, þá varð ég að fá mér heimilishjálp. Er ég ekki sniðug.
Annað, ég fer í klippingu á morgunn, neglur seinnipartinn í vikunni líka. Í þetta skipti ætla ég líka að láta neglur á tásurnar. Ég var með neglur á tásunum en tók þær af fyrir þremur mánuðum, það er svo dýrt að vera alltaf að láta laga þetta bæði á höndunum og tásunum. En þar sem ég er að fara á árshátíð um miðjan nóvember, verð ég nú að fá neglur á tásurnar líka. Það væri nú frekar halló að mæta í æðislegum galakjól, með flott skart, flottar neglur, hár, förðun og flottum opnum skóm, svo eru bara venjulegar tásur sem stingast útundan kjólnum öðru hverju þegar maður labbar. Nei það er ekki ég, heildin verður að smella.
Annað ég var að kaupa mér æðislega uppskriftarbók, ég hlakka svo til að nota hana. Nú verð ég að nota tækifærið og bjóða fólki í mat, svo ég geti prófað uppskriftirnar. Mér finnst svo gaman að elda góðan mat og baka, mér finnst það æði og bara hafa fyrir fólki. Enda hef ég oft heyrt að það fari engin soltin út frá mér. Þegar ég er með einhverskonar boð, er ég aldrei með sömu kökurnar, er alltaf að breyta til. Held kannski 2 sortum, svo er allt annað nýtt og að sjálfsögðu mikið af heitum réttum. Fólk á það til að svelta sig áður en það kemur í veislur tíl mín, ég er ekki að grínast. Svo að sjálfsögðu fær það að taka með sér nesti. Mér finnst ótrúlega gaman að baka og elda mat. Það versta er, það er svo mörgu úr að velja og svo fá tækifæri. Þegar við Elísabet vinkona hittustum og eldum saman með börnin, segir hún. Æ Silla vilt þú ekki bara sjá um þetta, þetta ert svo mikið þú. Nú er ekki seinna vænna en að vinda sé í að kaupa sér stofuborð og sjónvarpsskáp og bjóða svo í mat, það er ekki hægt að bjóða fólki í tóma íbúð......
Jæja elskurnar ætla láta þetta gott heita læt svo myndir helgarinnar inn á morgunn
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2006 | 22:51
Fimmtudagur.26.október.2006
Hæhæ
Já halló,halló túttan er komin á stjá eftir þennan þvílíka atburð. Ég er alveg búin að komast að því, ég er bjartsýnasta stelpu skjáta á öllu Íslandi(takið eftir stelpu, ekki kona). Ég kom semsagt heim í gær og hét ég yrði til í allt, oo nei það er nú öðru nær. Færði klippinguna mína fram á næsta mánudag, og þurfti meira að segja fá hjálp við heimilisverkin og að koma börnunum í skólann og leikskólann. Þetta flokkast að vísu undir að vera normal, eftir þennan atburð sem ég var að ganga í gegnum. Að fá hjálp er samt ekki til í mínum orðaforða, en bar mig samt eftir hjálpinni í gær og í dag. Þetta er ættgengt að ætla gera allt sjálfur og helst mikið meira en maður getur. Á mínum yngri árum kallaði mamma mig oft þverhaus, ég vildi gera allt sjálf. Og ef það var vitlaust var mjög erfitt að eta það ofan í sig aftur. Það hefur að vísu breist, ég á auðvelt með að viðurkenna mistök mín, það kom með þroskanum. En allavegana mamma fór út í búð fyrir mig í dag og keypti undarennu og brauð. Skilaboðin voru gróft brauð, ég fékk fínt. Ég er að segja ykkur það, ég hef aldrei keypt fínt brauð síðan ég flutti að heiman 19 ára gömul. Það er alltaf til fínt brauð hjá mömmu og pabba og Lísa María elskar það, enda sagðist mamma líka vera kaupa þetta fyrir börnin ekki mig, þessar mömmur sko. Hún veit reyndar hvað ég borða lítið brauð.
Allavegana þetta gekk allt mjög vel, EN ÓGEÐSLEGA VAR ÞETTA VONT. En eins og máltakið segir" á eftir slæmu kemur gott". Ég er ógeðslega fegin að þetta er búið. Fer svo næsta þriðjudag í endurmat og loka vonandi ferlinu þá,nema þeir vilji hitta mig aftur.
Annað ætla ekkert í ræktina fyrr en um miðja næstu viku. Skynsemin verður að vera í fyrirúmi að þessu sinni, þó mig drullulangi á æfingu. Ég veit til þess að fólk sé að spyrja vinkonur mínar í Laugum hvar ég sé. Það eru tvær eldri vinkonur sem við spjöllum reglulega við, þær voru farnar að spyrja vinkonur mínar. Hvar er hún Silla, fór hún í fitusog? Heyrist í annarri vinkonunni, nei það getur nú ekki verið, það er ekki fituarða utaná henni, heyrist þá í hinni. Svo komu nokkrar fleiri skemmtilegr uppástungur hjá þeim í viðbót um hvar ég væri, en þessi fannst mér best.. Ég dó næstum úr hlátri þegar Lilja vinkona kíkti á mig í gær og sagði mér frá þessu. Nei ég læt sjá mig um miðja næstu viku, svo fólk fari nú ekki að fletta dánarfregnum í morgunnblaðinu ath hvort það sjái mig þar, fyrst ég kem ekki á æfingu. Mér finnst þetta alveg frábært. Það er betra að vera þekktur fyrir að stunda heilbrigðan lífsstíl í staðin fyrir sukk og svínarí. Ætli ég komist ekki næst því að vera eins og Sandy í Grease, ég drekk ekki nema 2-3 á ári, reyki ekki(gaf pabba sígarettupakkann þegar ég var 14 ára, eftir að hafa verið í baði og hugsað um að nú væri hrein og fín um hárið og kroppinn. En með tímanum verða lungun svört, þá er ég ekki lengur öll hrein, þetta var nóg fyrir mig, gaf pabba það sem eftir var af pakkanum, síðan þá hef ég ekki snert sígarettu.) Stunda íþróttir og borða holt og gott alltaf, allan ársins hring, já ok nema nammidagar um helgar. Það gerir Sandy örugglega líka.
Annað Rakel frænka hringdi í mig núna undir kvöld, ætlaði bara að ath hvort ég væri með lífsmörkum, og af hverju ég væri ekki heima hjá mér þegar hún hringdi hhhmmmm hhhhmmmm hhhaaaa. Skaust aðeins í mat með börnin til mömmu og pabba.Hún fylgist vel með frænku sinni í gegnum bloggið. Það var líka einn punkturinn hjá henni að ath af hverju ég væri ekki að standa mig nógu vel í blogginu. Hún vissi ekki að ég hefði ekki verið heima í nokkra daga, hér með viti þið það líka. Nú er ég komin heim og farin að blogga aftur.
Annað Ice fitness er um helgina engin spurning um að mæta á það. Ellý vinkona á afmæli í dag, til hamingju með það ástin mín í annað skiptið. Árshátíð um miðjan næsta mánuð, þá gefst tækifæri til að nota flotta galakjólinn minn og allt fína skartið, þvílík tútta. Jæja elskurnar ætla láta þetta gott heita góða nótt........
Bloggar | Breytt 27.10.2006 kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2006 | 00:56
Sunnudagur 22. október.2006
Hæ hæ
Stóri dagurinn rennur upp á morgunn. Ég á að vera mætt kl.7 um morguninn, þannig ég verð að vakna kl.6. Gera mig klára og koma mér af stað, ég verð fyrst í röðinni, gamanið hefst svo fyrir alvöru kl.8. Öðru hvoru kvíður mér alveg geðveikt fyrir, væri mest til í að hætta við. Ég ætla ekki að voga mér það, ég er búin að bíða svo lengi eftir þessu. Verð bara að bíta á jaxlinn og hananú. Ég á svo yndislegar vinkonur sem eru búnar að vera svo duglegar að hringja í mig í dag, og stappa í mig stálinu, senda mér sms kveðjur og svona. Takk fyrir það. Ég er heppin, að eiga svona góðar vinkonur, það eru ekki allir sem geta sagt það.
Annað, ég hafði það voða rólegt og notarlegt um helgina, fór á æfingu, ljós,heimsóknir og kringluna. Var aðalega hjá mömmu og pabba, pabbi var að vinna og við mamma að dúlla okkur. Fórum í heimsókn til vinkonu mömmu og svona. Annars er eins og fortíðin hafi ellt mig svolítið þessa helgi. Hitti strák sem ég var með í 6,7 og 8 ára bekk. (saman í bekk, ekki með honum)Hann var alveg eins, sami háralitur, vaxtalag og göngulag. Ég rambaði náttúrlega á hann og kynnti mig, hann átti ekki til orð að ég myndi eftir honum. Ég er með ótrúlega gott sjónminni. Hitti svo annan strák, sem ég hef ekki séð síðan ég var 10 ára. Þannig það má alveg segja að fortíðin hafi elt mig pínu þessa helgi.
Annað, Ég verð nú að játa það, mér er nú farið að langa hitta myndarlega strákinn aftur. Þetta er örugglega eins og með fólk sem er að hætta reykja, því langar öðru hvoru í sígarettu en neitar sér um hana. Mig langar að hitta hann, en neita mér um það, í von um að hann verði fyrri til. Sem er reyndar bara rugl að vonast eftir. Líkt og sígarettan myndi aldrei hoppa upp í munninn á fólkinu af sjálfsdáðum.
Jæja elskurnar ætla fara sofa, svo ég vakni, það er stór dagur framundan. Góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2006 | 23:53
Föstudagur 20 Október.2006
Hæ hæ
Nú er undirbúning stóra dagsins lokið, átti að vera 3-4 tíma en var 5 tíma, endalaus töf á öllu. þegar ég var alveg að verða búinn, var hringt í mig frá leikskólanum hjá Elís Viktor, þá var hann kominn með gubbupest. Lauk öllu því sem þurfti að ljúka á einu augabragði, með því að ota mínum tota, enda barnið mitt orðið lasið. Afboðaði alla vinnu í gær, náði í barnið mitt og fór heim. Ég er vön að ná í Lísu Maríu um 4 í Tígrisbæ, gerði það ekki einu sinni, hringdi bara og lét senda hana heim. Enda ekkert langt fyrir hana að fara, mér finnst bara betra að ná í hana. Næ yfirleitt fyrst í Elís Viktor, hann er í leikskóla í öðru hverfi og svo í Lísu Maríu, það er leiðin heim.
Annað, þetta er pabba helgi en þar sem barnsfaðir minn ætlaði að lifta sér aðeins upp, ákvað ég að vera með börnin. Fara með þau í söngskólann og ballettinn á morgunn svo tekur hann við þeim um hádegið. Við stelpurnar sem æfum saman, ætluðum út að borða annað kvöld en ein okkar kemst ekki, þannig við ætlum að bíða með það til betri tíma. Sem er svosem ágætt, ég þarf að gera svo mikið fyrir mánudaginn. Þarf að fara í Kringluna og Smáralyndina gera sitt lítið af hverju á hvorum stað fyrir sig. Ætla vera ótrúlega dugleg á æfingu núna um helgina. Reyna gefa mér tíma í að finna húsgögn. Stofan mín er ennþá nánast tóm, ég hef ekki haft tíma til að fara í búðir, jú ég fór í Egg og nýju Ikea búðina, fann ekkert. Ætla fara aftur í egg og skoða aðeins betur stofuborðin. Ég sá líka geðveik listaverk þar eftir Helmu, þau eru SJÚK. Ekki það að ég sé að leita mér málverki, mér finnst bara gaman að skoða þau. Ég get svarið það, ég ætlaði ekki að komast framhjá þeim, þau eru ÆÐI. Fyrir utan þetta veit ég ekkert hvað ég ætla að gera um helgina, ég er opin fyrir öllu. Kemur í ljós.....
Ætla að láta þetta gott heita, góða nótt elskurnar.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)