18.10.2006 | 23:50
Miðvikudagur 18. októbet.2006
Hæhæ
Jæja elskurnar, þá er undirbúningur stóradagsinns á morgunn. Dagurinn verður alveg þétt setinn á morgunn, eins og hann reyndar lang oftast. Ég ætla að byrja á því að fara í ræktina kl. 6 í fyrramálið, beint að undirbúa stóra daginn fram að hádegi. Vinna, ná í börnin í skóla og leikskóla, smá aukavinna. Svo var ég búin að tala um að leifa börnunum að fá til sín gesti úr skólanum og leikskólanum. Þannig það verður nóg að gera á morgunn. Ég verð að viðurkenna, það er kominn pínu hnútur í magann, varðandi stóra daginn. Hann nálgast óðfluga, er næsta mánudag. Ég trúi því varla, ég er búin að bíða svo lengi eftir þessu. Tilfiningin hjá mér er svona sambland af spennu, hnút, léttir, og tilhlökkun allt í bland. Nú er þessu langa ferli að ljúka og nýtt upphaf að taka við, sem er reyndar hafið á mörgum sviðum. En þetta er það sem ég hef beðið eftir mjög lengi og verið í kyrrstöðu þess vegna. Eftir þetta er komið grænt og þá fer ég áfram. Komin tími til, ekki satt....... Góða nótt elskurnar, ætla fara sofa svo ég vakni í fyrramálið......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2006 | 00:33
Mánudagur 16. Október.2006
Hæhæ.
Alveg var þetta frábær helgi, Elís Viktor gisti hjá Tuma á laugardaginn og var svo boðið í bíó með þeim á sunnudaginn, ég mátti ómögulega borga fyrir barnið mitt bíóferðina. Það var bara sagt við mig"viltu hætta þessu og leifa okkur að bjóða honum". Ég lét það eftir þeim. Við mæðgur höfðum það ótrúlega gott saman, við elduðum góðan mat í sameiningu, tókum okkur dvd og höfðum það gott. Fórum svo tvær í bíó á sunnudeginum á meðan Elís Viktor var í bíó með Tuma. Þegar Elís Viktor kom heim fórum við í afmæli til Rannveigar systir, hún á afmæli 15 okt. Vog eins og stóra systir. Aftur að dvd myndunum. Lísa María tók sér eina mynd og ég eina, var ekkert alveg viss hvort ég myndi horfa á mína mynd. Ég er svo lítið fyrir að horfa á sjónvarp. það hefur svo oft komið fyrir að ég taki mér mynd og gleymi að horfa á hana eða hafi ekki tíma til þess. Allavegana, ég tók mér mynd og HORFÐI Á HANA. Sem betur fer, eftir að Lísa María var sofnuð. Ég hef aldrei séð eins innilahldslitla mynd, söguþráðurinn var nánast enginn. En það er sjaldan sem ég hef setið jafn NELGD Í SÓFANN og yfir þessarri mynd. Þessi mynd heitir "Lie with me". Eins og ég segi er söguþráðurinn nánast enginn, en sjón er sögu ríkari.
Jæja þessa viku ætla ég að nota í að finna mér sófaborð og sjónvarpsskáp. Byrjaði í dag á því að fara í Egg, rosalega er þetta flott verslun og vel sett upp. Sófarnir eru magir hverjir alveg geðveikir. Búsáhöldin eru líka rosalega flott hjá þeim. Sá að vísu eitt borð hjá þeim, sem ég varð heit fyrir. Það var bara of stórt, spurning hvort það sé hægt að fá minna. Ætla skoða þetta aðeins, fara í fleiri búðir og sjá. Það er alveg ómögulegt að hafa nánast tóma stofu.
Annað, nú fara fitness keppnirnar að nálgast. Ice fitness 28. október og IFBB 4. Nóvember. Ég hlakka ekkert smá til, mér finnst svo ótrúlega gaman að fara á svona keppnir. Það er svo hvetjandi. Það jafngildir því að fá ca 7 vítamín sprautur í rassinn, nema hvað´, ég væri ekki alveg til í það. Ég ætlaði til Akureyrar síðasta apríl að sjá Íslandmeistara mótið, en fékk engan með mér. Vá hvað ég var svekt, mig langaði svo rosalega að fara, fór árinu áður, ekkert smá gaman og algerlega ÓGLEYMANLEG FERÐ. Þessi ferð var fíflagangur út í eitt, langar ótrúlega mikið næsta apríl. Það er líka svo gaman að koma til Akureyrar. Ég á skildfólk á Akureyri, meira segja mjög náið og hafa alltaf búið á Akureyri og búa þar enn. Í mörg ár á yngri árum spurði ég mömmu og pabba reglulega hvort við gætum ekki flutt til Akureyrar, mér fannst það svo spennandi. Þangað til strákarnir náðu yfirhöndinni og urðu meira spennandi en Akureyrarbær. Gelgjan og strákarnir, ógleymanlegt tímabil. Heimilið mitt var eins og félagsmiðstöð, mamma og pabbi inní öllum málum hjá öllum. Ef e-h var búin að vera óvenju lengi á klósettinu, mátti maður bóka að sá hinn sami var inní stofu hjá mömmu og pabba. Ennþá í dag þegar ég hitti þessa stráka á förnum vegi, spyrja þeir alltaf um mömmu og pabba, hvað sé að frétta af þeim. Gaman að því. Ég á líka svo frábæra foreldra.
Ætla að láta þetta gott heita og fara að sofa. Ég þar af gera svo margt áður en stóra stundin rennur upp, bara 7 dagar eftir, 3 dagar í undirbúning. Ég er með kitl í maganum af spenningi. Jæja góða nótt elskurnar.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2006 | 01:22
Föstudagur 13. október.2006
Hæhæ
Ooohhh vitiði hvað, það er búið að keyra á bílinn minn. Tók eftir þessu fyrr í vikunni og að sjálfsögðu var keyrt í burtu. Það er alveg góð dæld í honum, bílstjóramegin, aftarlega, nánast við afturljósið. þetta hefur líklega gerst þegar viðkomandi var að keyra í, eða fara úr stæði. Tók eftir þessu þegar ég kom af Footloose síðasta sunnudag. Þannig þetta hlýtur að hafa gerst þar, ég tek nú yfirleitt vel eftir, og svona lagað færi ekki framhjá mér á mínum eigin bíl. Ég skil ekki hvernig fólk hefur samvisku í að keyra í burtu af vettvangi án þess að skilja eftir nokkrar einustu upplýsingar. Ég gæti ekki sofnað á kvöldin ef ég myndi gera svona lagað. Ég fengi svo rosalega mikið samviskubit. Það er vonandi að sá hinn sami hafi tekið niður bílnúmerið mitt og leiti mig uppi, þó ég telji það nú harla ólíklegt úr þessu.
Annað, Einn félagsráðgjafinn sem ég vinn með, hringdi í mig í dag og bauð mér að taka að mér tvo skjólstæðinga. Þetta er stórt og mikið mál, ég hef ekki fengist við svona mál áður, en ákvað að taka það að mér. Þetta er heilmikil áskorun fyrir mig og afskaplega þroskandi viðfangsefni. Ég fékk pínu hnút í magann eftir að ég hafði kvatt félagsráðgjafann, hvað ég væri nú að koma mér í. En ég hefði aldrei tekið þetta að mér, ef ég teldi mig ekki ráða við þetta. Ég er nefninlega þannig, ef mér finnst ég eitthvað vera að klóra mig áfram, legg ég ennþá meira á mig. Ég er ekki með neitt hálfkák við hlutina, annað hvort geri ég þá í botn eða ekki neitt. Þarna er samviskan að verki, ég er svo ótrúlega samviskusöm í einu og öllu. Enda er ég alltaf á undan sjálfri mér í flest öllu, þar kemur virknin líka til sögunnar. Ein besta setning sem ég hef heyrt er, silla þú ert eins og sápa, ég næ þér aldrei, GETUR STOPPAÐ Í EINA MÍNÚTU Á MEÐAN ÉG TALA VIÐ ÞIG. Það var að vísu í öðru samhengi. En það getur vel verið með þetta nýja mál, að ég þurfi að drekkja mér í sálfræðibókunum á kvöldin til að halda rétt á spöðunum, veit það ekki kemur í ljós. En þá mun ég gera það, læt aldrei bendla mér við illa unnið verk. Ég lít á lífið þannig að maður eigi að halda áfram, taka áskorunum, ögra sjálfum sér upp að vissu marki, þannig þroskast maður og kemmst áfram í lífinu, hjakkar ekki alltaf í sömu sporunum. Líkt og þegar maður lyfir lóðum. Maður byrjar létt, aðeins þyngra, svo vel þungt, þannig maður erfiðar svolítið við það, og þarf að leggja vel á sig til að geta lokið öllum 12 repsunum. Ef maður ætlar að þroskast áfram í þessu lífi verður maður að leggja á sig til að komast áfram, ekki satt. Verkefnin eru misjafnlega þung sem við tökum að okkur, en þyngjast væntalega jafnt og þétt, hjá þeim sem líta á lífið svipað og ég, að staðna ekki. Þetta er kannski fáránleg samlíking, veit það ekki. Ég er allavegana ekkert fyrir að hjakka í sömu sporunum, ég vil fara áfram og geri það.
Annað, Elís Viktor ætlar að fara til Tuma á morgunn og vera hjá honum yfir nótt, engin smá tilhlökkun, hann er búin að telja niður dagana. Alla þessa viku hefur hann farið heim með vinum sínum eftir leikskóla. þetta er alveg þvílíkt sport hjá krökkunum í elsta hópnum á deildinni, semsagt krökkunum sem eru að fara í skóla næsta haust........ Lísa María ætlar að nota tækifærið og fá vinkonu sína í heimsókn, þá fá þær að vera í friði við e-h stelpudundur. Ætlum að elda góðan mat og svo ætla ég að leifa þeim að taka sér dvd mynd og hafa kósý.
Annað, það er gaman að segja frá því, hann sonur minn er starx komin í kvennavandræði. Hann á semsagt kærustu sem heitir stella og er 5 ára eins og hann, þau eru saman á leikskólanum. Það er búið að opinbera það formlega fyrir okkur mæðrun, og var get einn morguninn þegar við hittustum í fataklefanum í leikskólanum, að þau væru kærustupar. Þau halda alveg farst í þetta og hafa gert í nokkrar vikur. Hún hleypur alltaf á eftir honum og reynir að kyssa hann. Nema hvað, einn eftirmiðdaginn eftir leikskóla kom hann til mín og sagði. Mamma hvað get ég eiginlega gert í málinu? Hvaða máli? Með hana Stellu, hún er alltaf að kyssa mig. Byrjar snemma.
Jæja elskurnar ætla halda áfram að hlaða inn myndum fyrir ykkur, 10 dagar í atburðinn. Góða nótt elskurnar...... Eitt en, sáuði kvöldsólina í gær, rosalega var hún falleg. Og í dag var Regnbogadagur, Regnboginn var alltaf öðru hverju í allan heila dag. ótrúlega bjartur og flottur mér finnst þetta svo yndislegt, ég alveg snýst í hringi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 00:53
Fimmtudagur 12. október. 2006
Halló halló
Læt fleiri myndir inn á morgunn, fleiri myndir af konukvöldinu, djammið og allt eftir, PLÚS 770 klukkutíma blogg. Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér þessa viku og helling að segja frá. Heyri í ykkur á morgunn og blaðra úr mér allt vit.
Góða nótt elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2006 | 00:26
Þriðjudagur 10.október.2006
Hæhæ
Lilja vinkona fékk snilldarhugmynd í dag um að fara nokkrar saman sem æfum í Laugum og höldum sambandi, á jólahlaðborð í desember. Hún og Gunnhildur stungu þessu að mér í dag. Ég sagði náttúrulega nei í hvelli, mér dettur það ekki til hugar. BARA AÐ GRÍNAST. Auðvitað sagði ég JÁ. Það væri nú ekki líkt mér að vera í fílu með grýlu í staðin fyrir að fara á jólahlaðborð með frábærum stelpum. Ég tók það að mér að hringja og pannta borð, búin að því og fengum það. Það er ekki seinna vænna fyrir ykkur sem ætlið á jólahlaðborð að fara pannta, það eru strax farnir að myndast biðlistar. En hugmyndin er að mynda svo saumaklúbb út frá þessum hóp, ekkert smá gaman. Okkur kemur öllum svo vel saman, af hverju ekki.
Annað, ég sá góðan vin ljóshærða myndarlega stráksins, í Laugum í gær. Ég þekkti hann ekki, hann er vanur að vera með gleraugu, en var ekki með þau á sér í gær, svo var hárið á honum orðið frekar mikið. Nema hvað ég þekkti hann ekki strax, og gekk bara framhjá honum án þess að heilsa. Ég var engan vegin að tengja hann við þetta umhverfi, hann var líka svo öðruvísi. Ég horfði rosalega á hann, og vissi að ég kannaðist vel við þennan mann. En fattaði ekki fyrr en ég var komin framhjá honum hver hann var. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, að ég þekki ekki fólk. Ég er sjúklega mannglögg. Enda er það ekkert sjaldan sem ég hef séð þennan strák. Ég held hann sjái illa, því hann heilsaði mér ekki heldur. Við eru samt vön að heilsast bara hæ, eins og fólk sem hefur sést oft, þá fer maður að heilsa fyrir kurteysissakir þið vitið....... Nei nú er það ný stefna hjá mér. Ég er hætt að heilsa fólki og geng bara áfram, það rignir upp í nefið á mér, svo er ég alltaf svo bjartsýn, þannig nú geng ég bara um göturnar með regnbogan yfir hausamótunum, þið vitið rignin og sól, þá kemur regnboginn. Ha ha ha ég er svo mikil brandarakerling. Nei nei það var bara svo fáránlegt að ég hafi ekki þekkt manninn.
Jæja nú styttist í stóra daginn, hann rennur upp eftir 13 daga og undirbúningur hefst eftir 9 daga. Þetta er svo innilega rétti tíminn. Ég finn að ég er alveg gjörsamlega tilbúin, nú býð ég bara í 13 daga í viðbót. Ég er að taka mig enn betur á í rætinni, hjóp í dag á brettinu í halla 10 á hraða 9 styrkja rassinn. Í gær tók ég fætur, með áherslu á rassinn og nú get ég varla pissað, ég er með svo mikla strengi. Ætla að vera dugleg í ræktinni næstu 13 daga svo kemur smá pása á meðan ég sinni öðru, hef líka gott af því taka mér smá kvíld á æfingunum, kem svo fersk inn aftur. Ef ég þekki mig rétt, verður þessi kvíld ekki löng........ Nú fer að líða að fitness keppninni sem er í nóvember. Ég mæti að sjálfsögðu, ekki spurning. Mér finnst ótrúlega gaman að horfa á svona keppnir. Jæja ætla láta þetta gott heita, verð að fá að láta myndirnar inn á morgunn, klukkan er orðin svo margt, mikið að gera hjá mér á morgunn. Það stendur svolítið til þá segi ykkur frá því á morgunn, þegar það er gengið í geng. Góða nótt elskurnar, ég veit ég er leiðinleg að láta ykkur býða svona eftir myndunum......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2006 | 18:00
Mánudagu 9. október. 2006
Halló halló
Nei,nei ég er ekki tínd og tröllum gefin,og var ekki heldur sogin upp af geimverum. Það er bara búið að vera mikið að gera hjá mér þessa helgi, og ekki gefið mér tíma til að blogga. Enda þekki ég mig það vel og veit, ef ég byrja, þá blaðra ég endalaust, eins og þið hafið kynnst. Svo ég byrji nú, þá fór ég á Footloose í gær, HOLY SHIT hvað þetta var flott sýning. Dansarnir voru geðveikir. Ég veit ekki hvað það er, en mér hefur alltaf fundist stráka dansarar svo mikið flottari heldur en stelpu dansarar. Kannski af því það er sjaldgæfara að sjá góðan stráka dansara með flotta takta. Ég mæli eindregið með þessarri sýningu. Taladi um sýningar og stráka með flotta danstakta, þá er Jónsi í svörtum fötum einn af þeim. Mér var hugsað til þess, af hverju hann var ekki fengin með í þennan söngleik. Hann hefur tekið þátt í tveimur söngleikjum að mér vitandi. Hann er með ótrúlega flotta rödd og danstakta. Hann hefði sett góðan svip á Footloose.
Yfir í annað, ég náði því fara og kaupa mér föt fyrir helgi. Fór svo aftur á laugardaginn og keypti pínu meira, það var alveg óvart. ÉG var á kaffihúsi í Kringlunni með Ellý vinkonu á laugardaginn, við ákváðum að kíkja aðeins í búðirnar. Ellý náði að vera aðeins eins og til stóð, en þetta aðeins, varð að 4 klukkutímum hjá mér. Hefði kringalan ekki verið að loka, hefði ég alveg getað verið lengur. Það er svo gaman að kaupa föt.
Annað, ég fór á konukvöldið á fimmtudaginn það var rosalega gaman. Friðrika vinkona var engin smá skutla. Væri ég karlmaður hefði ég fengið BÓNER DAUÐANS hún var svo flott. En þar sem þetta var konukvöld var engum karlmanni heypt inn, nema þeim sem tóku þá í skemmtiatriðunum. Þeir voru ekki af verri endanum, það var sjálf slökkvuliðið, getið rétt ímyndað ykkur lætin í stelpunum. Karlmenn í einkennisklæðnaði, konur verða veikar, ég hef reyndar aldrei skilið það.
Annað, sáuði tunglið á föstudaginn, rosalega var það flott. það var næstum fullt á fimmtudaginn,alveg fullt á föstudaginn rosalega flott. Ég spái rosa mikið í þessu, Regnboganum, Tunglinu og Norðurljósunum. Þegar ég var yngri, átti ég það til að leggjast á jörinna, búa til engil í snjónum og horfa á Tunglið, stjörnurnar og Norðurljósin. Á daginn var það Regnboginn, þar að segja á sumrin og haustin. Ég held reyndar að flest börn virði þetta fyrir sér á vissum aldri. Við verðum bara misjafnlega heilluð af þessu.
Annað, fór út að djamma á laugardaginn. Það er nú langt sýðan ég hef fengið svona mikla athyggli. Hlýtur að hafa verið toppurinn sem ég var að kaupa mér, vel opin í bakið. Ég hitti strák sem eyddi 10-15 mínútum í að segja mér hvað ég er falleg og mikill kroppur, ég fengi hreint ekki að sleppa frá honum. Ég slapp nú samt. Svo fékk ég nokkra óvænta kossa frá hinum og þessum án þess að fá að ráða nokkru um það sjálf. Kossarnir komu eins og þrumur úr heiðskýru lofti, veit ekki einu sinni hverjir þetta voru. Ég hlýt að vera svona gaaaasalega ómótstæðileg.. Það hefur greinilega orðið e-h breyting á hjá mér. Það kom til mín strákur á brettið um daginn. Hann var búinn að sjá mig í salnum og langaði að heilsa mér, en ég gaf víst ekki færi á mér, þannig hann slepti því. Lét svo vaða þegar ég var komin á bretti og sagði mér þetta þá. Honum hafi langað heilsa mér en ég ekki gefið færi á mér. Ég kom af fjöllum, ég er nefninlega svo opin og er alltaf spjallandi við alla. Veit ekki einu sinni hvað fólk heitir fyrr en löngu seinna oft á tíðum. Þetta kom mér mjög á óvart, hef örugglega verið mikið hugsin og virkað fráhrindandi, eða e-h, veit það ekki..... Ég er nú ekki mikið fráhrindandi ef karlenn koma héðan og þaðan og smella á mig kossi, hvort sem það er á kinnina eða munninn.
Annað, ég er nú alveg efni í heila brandara bók. Ekki það ég lumi á svo mörgum brandörum, langt því frá. Kann ekki einu sinni að segja þá, þeir verða svo flatir hjá mér það kemur aldrei punktur. Ég hef mína kenningu af hverju ég geti ekki sagt brandara, hún er svo egósentrísk að ég neita láta hana vaða. Það sem ég ætlaði að segja, muniði myndarlega manninn sem kom með blómið um daginn til mín upp að dyrum, sem reyndist svo vera safna peningum fyrir e-h land. það kom reyndar í ljós þegar hann var búinn að rétta mér blómið. Nema hvað, eins og maður gerir lét ég blómið í vatn og lét það vera í vasa á gólfinu. Þetta er svo stórt blóm og var ljótt að sjá það á borði. Það hefur dottið nokkrum sinnum niður, þegar börnin hafa verið að leika sér, alltaf bæti ég vatni á blessað blómið. Svona er þetta búið að vera í tæpar 2 vikur. Núna um helgina var ég komin með frekar mikið leið á blóminu. Ég var að þrýfa og ég nenni ekki að vera með svona drasl á gólfunum þegar ég er að skúra, og ætlaði að henda blóminu. Jújú, þegar ég ætlaði að brjóta stilkinn til að koma blóminu ofan í ruslið, brotnaði hann ekki, ég prófaði að býta í blómið. (Er nú samt ekki vön að gera það) ÞETTA VAR GERVIBLÓM OG ÉG BÚIN AÐ HAFA ÞAÐ Í VATNI Í 2 VIKUR. Alltaf að fylla á vatnið þegar blómið datt um koll. Ég sprakk úr hlátri. Þetta er alveg ótrúlega eðlilegt blóm. En karluglan sem seldi mér blómið, hann var útlendingur og illa talandi hvort sem það var á Íslensku eða Ensku, fyrir utan þá ekki hefði mér dottið í hug að spyrja hvort þetta væri gerviblóm. Ég gat ekki annað en hlegið af sjálfri mér........Um daginn var ég heima hjá mömmu og pabba, pabbi að vinna og ég þurfti e-h að tala við hann og hringi í hann. Ég sat við hliðina á mömmu og vorum að spjalla, þegar mamma sprettur á fætur, hleypur fram og svarar í símann, þá var ég að hringja í hana en ekki pabba.......Ég á það til að vera mjög utan við mig. það er samt bara fyndið, þeir sem þekkja mig best hlægja bara, og segja silla sko og hrista hausinn.
Annað, Elís Viktor fór í söngskólann með pabba sínum á laugardaginn. Við vorum búin að æfa lagið rosalega vel. Hann valdi sér Krummi svaf í klettargjá. Ég á krumma handbrúðu sem ég bjó til í kennaraháskólanum, og er búin að vera með þvílíkt leikrit við að kenna honum textan almennilega. Hann kunnni fyrstu 2 erindin leikandi vel, enda eru þau algengust. En við eigum að taka 4 erindi og erum búin að vera æfa það. Við erum búin að vera syngja fyrir krumma þegar við sjáum hann úti, ég er búin að fræða börnin um krumma, túlka fyrir þau textann og gera þetta mjög spennandi. Ótrúlega gaman.
Jæja ég gæti haldið áfram að blaðra, en ætla láta þetta gott heita þangað til á morgunn. Læt myndirnar inn í kvöld eða á morgunn. Ég tók 170 myndir yfir 4 daga ætla velja e-h gott úr handa ykkur þarf að eyða út nokkrum mynda möppum til að búa til meira pláss. Reyni að koma þessu inn sem fyrst elskurnar...... Sorry hvað er langt síðan ég bloggaði síðast, búin að fá nokkrar símhringingar, fólk að ath hvort e-h hafi komið fyrir. Ekkert svoleiðis sem betur fer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2006 | 22:44
Miðvikudagur 4 Október.2006
Hæ gæææææ
Þá er það konukvöldið á morgunn, hlakka ótrúlega til að fara. En sem komið er af þessarri viku hef ég ekki enn komist í að kaupa mér föt. ÉG ÆTLA, að gera það á morgunn, ekki seinna vænna. Helgin framundan og meira að segja pabbahelgi, þannig það er aldrei að vita hvað maður gerir. Þá spillir nú ekkert fyrir stenmingunni að vera í nýjum fötum. Ætla aðeins að sjæna mig til, nota morguninn í það, fara í ljós og svona. Þar sem ég fer á æfingu kl.6 í fyrramálið, ætti ég að hafa smá tíma í það, þangað til ég fer að vinna. Síðasta fimmtudag svaf ég á mínu græna, ný komin heim af spítalanum með Lísu Maríu deginum áður, í algjöru spennifalli. Glætan að maður vakni þá kl.6, ég heyrði ekki einu sinni í klukkunni. Á morgunn er önnur tilraun að vakna kl.5 og vera mætt á bretti kl.6. Ekki málið í fullu fjöri. Ég er að hugsa um að láta þetta gott heita og fara lesa mig í svefn, ég er samt svo vakandi. Ég ætla bara EKKI að sofa aftur yfir mig, EKKI SÉNS. Ég hef svo sem alveg helling að segja ykkur, en ætla samt að fara upp í rúm. Er ég ekki samviskusöm. Vonandi heyri ég í ykkur á morgunn, ef ég kem ekki seint heim, ætla taka nóg af myndum. Heyri í ykkur elskurnar, góða nótt, sofið rótt, í alla nótt.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2006 | 22:58
Þriðjudagur 3. Október.2006
Hæhæ
Jæja dömur þá fer konukvöldið að renna upp, það verður á fimmtudaginn 5 október, eru þið ekki allar búnar að tryggja ykkur miða. Ég er búin að tryggja mér miða, hlaða myndavélina, tæma mynda kortið, nú er bara að bíða eftir deginum sjálfum. Við erum hópur af stelpum sem ætlum saman, það er svo gaman að vera saman.
Þá er loksins komið að því að fara á Footloose, förum á sunnudaginn. Hlakka ekkert smá til. Ég er búin að pannta miðana og næ í þá á morgunn, fengum frábær sæti. Ég er búin að heyra mjög misjafna dóma varðandi þennan söngleik, flestir eru sáttir. Það er eins með svona söngleiki, eins og margt annað, maður verður að passa að gera ekki of miklar væntingar. Þetta er leikhús, ekki mynd, á íslensku, ekki ensku. Þá koma hlutirnir öðru vísi út. Ætli það sé ekki bara fólkið sem fer sjaldan í leikhús, sem fílar þetta ekki, finnst það ofleikið, eins og maður heyrir oft hjá fólki sem fer sjaldan í leikhús. Æ ég veit það ekki, ég ætla allavegana að fara, ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ. Mér finnst voða gaman að fara í leikhús, tónleika, skoða listaverk. Svo við tölum aðeins um listaver, þá finnst ótrúlega gaman þegar ég skil þau ekki strax, verð að velta þeim aðeins fyrir mér. En að lokum verð ég að skilja þau, annars kemst ég ekki framhjá þeim til að skoða næsta málverk. Ég er ótrúlega lúnkin við að túlka ljóð og texta, en verð að velta myndunum aðeins fyir mér. Enda er listin líka svo skemmtileg, það sér engin eins. En ef við víkjum okkur aftur að ljóðunum, þá hef ég lært ljóðatúlkun í einum íslenkuáfanganum í fjölbraut. Ekkert smá skemmtilegur áfandi. Við áttum að fara með ljóð, túlka ljóð, semja ljóð, þetta var æði. Ég hef aldrei fengið eins háa einkunn í neinum íslenskuáfanga, hvorki fyrr né síðar eins og ég fékk í þeim áfanga.
Yfir í allt annað, það er ekki hlustandi á útvarpið á morgnanna. Það er endalaust blaður á öllum stöðvum, nema útvarp Latabæ. Það má nú milli vera með þetta blaður um ekki neitt oft á tíðum. Núna tvo síðustu morgna hef ég hlustað á útvarp Latabæ á leiðinni í ræktina. þvílíkur fílíngur, að hlusta á pálínu með prikið að koma sér í gírinn fyrir ræktina. Ég er svo aftarlega á merinni, ég er ekki með geislaspilara í bílnum mínum. Ég þori varla að segja frá þessu, nú geng ég með hauspoka það sem eftir er af árinu. Ef það er e-h afsökun þá keypti ég bílínn af gömlum hjónum, þau hafa alveg örugglega ekki verið að spá í að fá sér geislaspilara. Þetta stendur samt sem áður til bóta. Vil samt ekki fá mér e-h ódýrt drasl, það verður að heyrast e-h í þessu, láta góðan bassa og svona. Þó ég sé ekki með spilara í bílnum eru græurnar góðar. ÆÆii nú skipti ég um umræðuefni.
Ég ætlaði að taka svo geðveika brennslu í fyrramálið, var að lyfta í morgunn. En þar sem ég fer ekki á æfingu á morgunn fyrr en rétt undir hádegi, tek ég aðra lyftingar æfingu. Ætla ekki að vera brenna því sem ég var að borða um morguninn, ætla frekar að nýta það í uppbyggingu vöðva. Annars færi ég í brennslu á fastandi maga,að brenna fituforða, en ekki kaloríum sem ég var að borða fyrr um morguninn. Svona einfalt er þetta. Smá fræðsla, þegar maður lyftir verður maður að vera búin að borða, annars getur maður ekki tekið á öllu sínu. það vantar orkuna til þess og ÞÁ NÁIÐI MINNI ÁRANGRI og hananú. Stelpur sem borðið ekkert fyrir æfingar, eða borðið helst ekkert af því þið ætlið að vera mjóar á einum sólahring. Fyrir það fyrsta, þá er ekki fallegt að vera mjór. Mikið fallegra að hafa flottar línur og hraustlegt útlit, í staðin fyrir að vera hvít eins og draugur af næringarskort. Og eitt sem skiptir líka máli, strákarnir vilja hafa e-h til að klípa í, annars gætu þær bara fundið sér fuglahræðu að riðlast á. Þetta er staðreynd. Nú er ég hætt, ef ykkur finnst leiðinlegt að lesa þetta æfingar bull, í blogginu mínu, getiði hætt hvenær sem er og ath hvort það sé e-h skemmtilegra næsta dag. Mér finnst þetta alveg frábært, og algjör forréttindi að hafa fjárhagslegt svigrúm til að leyfa sér að stunda líkamsrækt. Það er fullt af fólki sem langar að æfa, en hefur ekki peningana til þess, hvað þá heilsu. Bíddu bíddu ég ætlaði að vera hætt er það ekki? Góða nótt
Bloggar | Breytt 4.10.2006 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 23:42
Mánudagur 2. Október. 2006
Hæhæ
Ég verð að fá að hafa á því nokkur orð, hversu gott er að æfa niður í Laugum. Mér finnst það hreint út sagt æði. Það er líkamsræktarstöð hérna beint fyrir utan húsið hjá mér, tekur mig ca 2 mínútur að ganga þangað. En það er ekki World Class í Laugum. Ég keyri frekar niðrí bæ, í staðin fyrir að spara bensín og rölta út. Ég held það sé ekki séns að labba þangað inn og þekkja ekki neinn. Svo kynnist maður ótrúlega mikið af fólki, sem æfir alltaf á sama tíma og maður sjálfur. Svo er það hún Dísa, eigandinn. Hún er alveg yndisleg, svo uppörvandi. Ég er að vísu búin að æfa í World Class mjög lengi, en hún er svo dugleg að koma með kvetjandi comment á mig. Hún þarf ekki að gera það, en gerir það samt. Alveg frábært að æfa þarna, ég myndi ekki hætta að æfa þarna þó ég fengi borgað fyrir það. Svona staðir eru ótrúlega misjafnir, stundum þegar maður kemur inn á aðrar stöðvar er ógeðsleg fýla í loftinu, skítugt, gömul tæki og bara hreint út sagt ógeðslegt. Ég veit um fullt af fólki sem hefur hætt í Laugum og farið annað, öll hafa þau komið til baka og segja. "ÞAÐ ER LANG BEST AÐ ÆFA HÉR" Það eru líka bestu þjálfararnir í Laugum, fyrir þá sem vilja fá sér þjálfara. Nú er ég farin að hljóma eins og auglýsing. Yfir í annað.
Það er pabbahelgi framundan og ótrúlegt að en satt er ég ekki búin að plana neitt. Það hefur alltaf hitt þannig á að það er e-h að gerast á pabbahelgunum, nema núna. Ég væri alveg til í að kíkja e-h, hvort sem það er á tjúttið eða e-h annað. Ég get ekki alveg séð það fyrir mér að ég varði heima og geri ekki neitt. það væri ekki líkt mér. En hvað ég geri, veit ég ekki ennþá.
Ég sá geðveikan topp í isis í dag, vá ég varð veik. Það eru komnir geðveikir toppar út um allt, úff og mikið opnir í bakið. Það virðist vera tískan núna, hafa opið bak. Alveg mér að skapi. Hvort sem þeir eru bundnir eða alveg opnir í bakið mér finnst það geggjað. Þeir verða líka að vera flottir að framan að sjálfsögðu. Ég er mjög vandlát á bæði toppa og jakka, það gengur ekki e-h beint eða vítt snið, verður að vera alveg þröngur eða aðsniðin. Ég á eftir að nota tækifærið og kaupa mér þó nokkra toppa fram að jólum, hafa nóg úrval, það er svo gaman. Þar sem ég er farin að blaðra um ekki neitt ætla ég að láta þetta gott heita og fara hlaða inn myndum. Eftir það góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2006 | 22:37
Sunnudagur 1. október.2006
Sæl og blessuð öll
Þetta er búin að vera frábær helgi og vel nýtt með börnunum mínum. Erum búin að fara í mikið af heimsóknum þessa helgi. Fórum í barnaafmæli á laugardaginn, heimsókn til mömmu og pabba, hittum þar Róbert frænda sem er bróðir pabba og að sjálfsögðu Jóa frænda(bróður minn). Á sunnudeginum fórum við í heimsókn til ömmu(langömmu barnanna), hittum þar Rikka frænda, bróður mömmu, pabba Rakelar sem er hinn ofvirklingurinn í fjölskyldunni. Það var semsagt nóg að gera í að heimsækja vini og ættingja. Er þetta ekki skemmtileg upptalning.
Jæja fórum svo í sunnudagbíltúrinn, það má ekki sleppa honum, það væri e-h skrítinn sunnudagur. Eins og ég hef sagt ykkur áður förum við á sunnudögum, fáum okkur ís, keyrum niður á höfn og svo út á flugvöll, þetta finnst okkur æði. Ég er alin upp við þetta sjálf og hef haldið þessu í gegnum árin, meira að segja þegar börnin voru ekki fædd, en ég samt sem áður flutt að heiman. Mér líður ótrúlega vel í kringum sjóinn, enda var hann minn helsti leikvöllur á mínum fyrstu bernsku árum. Flugvélarnar, mér finnst þær spennandi og hefur alltaf þótt, það hef ég frá pabba mínum. þegar ég hef verið með Lísu Maríu á spítalanum, finn ég rosalegan mun ef við erum í herbergi sem snýr að flugvellinum. Á meðan hún lagði sig á daginn, eftir að hafa fengið verkjarlyf, gat ég eitt heilu stundunum í að horfa á flugvélarnar, litlu rellurnar koma og fara. Þá var ég með hreyfingu fyrir framan mig, umferðin, flugvélarnar þá stóð tíminn ekki kyrr á meðan hún svaf. Náði þannig að dreifa að huganum. Einstaklingherbergin snúa í hina áttina, þá sér maður ekki neitt nema aðrar sjúkrastofur og hús. Enda var tíminn mikið lengur að líða þegar við snerum í þá áttina. Þetta er alveg ótrúlega sálrænt. Sem betur fer er þessu lokið.
Allavegana við reynum eftir fremsta megni að fara í sunnudagsbíltúrinn okkar, sem er orðin löngu orðin hefð. Það var ekkert smá mikið að gerast á flugvellinum í dag. Greinilega nemar að æfa sig að lenda og taka á loft. Vélarnar voru rétt lentar, þegar þær tóku aftur á loft og ekkert smá mikið af flugvélum. Mér datt helst í hug að nemarnir væru að æfa sig fyrir verklegt próf. Við höfum aldrei séð svona mikla umferð á vellinum áður. Þarna duttu börnin heldur betur í lukkupottinn, þeim fannst þetta alveg þvílíkt sport og ekki var ég skárri. Stundum þegar við komum er nefninlega ekkert að gerast.
Yfir í allt annað, næsta fimmtudag er konukvöld létt 96,7, allar konur að mæta og ekkert múður. Friðrika vinkona tekur þátt í tískusýningu zikk zakk. það er búið að byrta myndirnar af henni í vikunni, þvílík skvísa. Hversu oft fáiði kvöld bara fyrir ykkur stelpur, já nákvæmlega, mjög sjaldan. Þess vegna er það nógu góð ástæða til að skella sér. Jæja ætla láta þetta gott heita, fer á æfingu í fyrramálið eins og vanalega. Núna eru 22 dagar eftir í stóru stundina og 18 dagar þangað til undirbúningur hefst. VÁ MIKIÐ ROSALEGA HLAKKA ÉG TIL....... Læt myndir helgarinnar inn á morgunn, ætla fara undirbúa daginn á morgunn og lesa, er að lesa ótrúlega góða bók....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)