30.9.2006 | 00:10
Afmælisdagurinn minn 29. september. 2006
Hæhæ
Alveg er þetta búið að vera dásamlegur dagur. Mætti Regnboganum þegar ég var rétt ný farin út úr dyrunum í morgunn, ég elska Regnbogann. Veit ekki hvað það er, mér líður svo vel þegar ég sé hann. Skrítin, nei, bara ég sjálf........
Vitiði hvað stelpurnar sem ég æfi með og Hemmi gerðu? Ég átti ekki til eitt aukatekið orð. Eftir æfingu komu þær með rosalega stóra gjafakörfu. Í henni voru 3 tegundir af osti, 3 tegundir af kexi í stórum patningum, rauðvín, svo fékk stór kassi af súkkulaði rúsínum að fljóta með. Hildur sagði, "ég þóttist vita hvað þú ert mikið fyrir súkkulaði rúsínur, þannig þær voru látnar fylgja". Ó já, ís og súkkulaði rúsínur, það er uppáhaldið mitt. En þau eru brjáluð. Þetta var svo stórt, það var ekkert hægt að leyna þessu á nokkurn hátt. Þær gáfu mér þetta inní sal, enda fylgdist fólk með og brostu til mín. Margir hverjir komu til mín og óskuðu mér til hamingju. Ég átti svo innilega ekki von á þessu. Þetta er ekki stórafmæli, ég er bara 31 árs. Ef fólk man eftir deginum mínum er ég sátt, koss og knús er ennþá betra, allt annað er bónus. Þetta var ekki það eina, því frá öðrum vinkonum mínum fékk ég afmælissönginn, líka í salnum. Spáiði í byrjun á degi, þetta var bara fyrir hádegi, svo var allur dagurinn eftir. Hann er búin að vera frábær, margir búnir að hringja og senda sms, aðrir kíktu í heimsókn. Fékk pening frá nokkrum og ætla í næstu viku að fara kaupa mér föt.
Ég er vön að kaupa mér föt í hverjum mánuði, uppá síðkasstið hefur e-h dregið úr því. Það er búið að vera svo mikið af útgjöldum í ágúst og september. Allt skóladótið fyrir Lísu Maríu, ballettgjald, fimleikagjald, söngskólinn, föt á börnin ásamt útifötum og ýmislegt fleira. Nú er þessu lokið í bili. Nú er komið að mér, ætla að fara í næstu viku, nota tækifærið þegar börnin eru hjá pabba sínum. Ég ætla kaupa mér buxur, ég er buxna, skó og toppa fíkill. Nú er toppa tímabilið að byrja, þá koma svo geðveikir toppar. Svona fínir, ekki þetta bómullar drasl sem maður notar ekki einu sinni í gluggaþvott. Er þegar búin að kaupa mér einn æðislegan. Fyrir jólin í fyrra, hugsaði ég alltaf. Ææ ég ætla að eins að býða með að kaupa þennan topp. Ég sá svo eftir því, því svo voru þeir farnir næst þegar ég kom. Nú verður nýr toppur í hverri viku. Mig vantar líka aðsniðin ljósan jakka, sem getur gengið við gallabuxur og gallapils. Ljósa kápu fyrir jól við fína galakjólinn minn og svona sitt lítið af hverju. Já nú ætla ég heldur betur að taka mig í gegn. Ég er alltaf að kaupa e-h á börnin mín, nú er komið að mér að fá að vera með og hananú, ég má líka. Jæja ætla láta þetta nægja í bili, þetta er búin að vera yndislegur afmælisdagur. Takk fyrir mig, þið sem tókuð þátt í honum með mér....... Góða nótt, ætla fara lesa......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 00:08
Fimmtudagur 28. september. 2006
Hæhæ
Ohh ég greyp alveg fyrir andlitið þegar ég las yfir bloggið mitt í dag ( bloggið frá því í gær). Ég óð bara úr einu í annað án þess að skýra neitt, ég var ofboðslega þreytt þegar ég skrifaði bloggið, fyrir utan að vera ekki í jafnvægi. Svo ég skýri ástandið aðeins betur, fyrir þá sem ekki skildu. Þá tókst semsagt aðgerðin á dóttur minni, sem var verið að reyna í annað skipti. Þetta hefur allt að segja varðandi hennar bata. Alveg ótrúlegur léttir, og mikið spennufall að þetta hafi gengið upp. Eftir að Lúther ( barnasérfræðinurinn okkar) kom og sagði mér fréttirnar er eins og ég hafi misst heyrnina. Ég heyrði þegar hann sagði, þetta tókst, svo endurómaði það í hausnum á mér og gerir enn. Þetta er búið að vera ótrúlega langt, erfit og þroskandi ferli sem við höfum verið að ganga í gegnum síðastliðið ár.
Þegar ég talaði um að tárin hafi streymt niður án þess að ég réði nokkuð við það, var ég að tala um þegar ég var á leiðinni á vöknun og búin að heyra góðu fréttirnar. Þegar Lísa María var komin með fulla meðvitund, sagði ég henni fréttirnar. Hún var ekkert smá glöð og léttirinn sem ég sá á henni, það var eins og dulu hefði verið svift af henni. Svo greinilega sá maður léttirinn á henni. Svo mætti hún galvösk í skólann í morgunn og sagði frá rörinu sem hún er með í maganum, það væri hvítt og nú væri henni batnað. Hún er ótrúleg hetja, það er ekki að sjá á henni hvað hún hefur verið mikið veik, ekki til í því. Henni líður vel eftir aðgerðina og strax alveg ótrúleg orka í henni. Þið eruð kannski að velta fyrir ykkur hvort hún hafi mátt fara svona snemma í skólann aftur. Já hún mátti það, ég myndi aldrei, aldrei, aldrei voga mér að taka nokkra sénsa ef ég væri ekki fullviss og í samráði við barnasérfæðinginn okkar. Maður leikur sér ekki að eldinum varðandi börnin sín, þau eru það dýrmætasta sem við eigum.
Yfir í allt annað, ég ætlaði á æfingu kl.6 í morgunn en svaf á mínu græna og vaknaði ekki einu sinni við klukkuna. Alveg gjörsamlega búin á því. Ég fór því ekkert á æfingu fyrr en um hálf tíu og var ekki að gera mitt besta. Ég var alveg gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega, það mætti halda að ég hefði verið í aðgerð en ekki dóttir mín. Nei, nei þetta flokkast undir spennufall, þá kemur þreytan yfir mann sem maður hefur ýtt á undan sér í langan tíma.
Við stelpurnar sem æfum saman ætlum að hittast á morgunn á okkar venjulega tíma og taka fætur. Hemmi verður ekki með okkur, við verðum bara sjálfar. Þá stjórna ég. Þá kemur púkinn í mig og ég píni þær alveg í botn. Annars minnti Hildur mig á það, ég ætti afmæli á morgunn. Veit ekki hvort hún er að vonast eftir að ég verði e-h betri þá. Síðast þegar ég átti afmæli og varð 30 voru stelpurnar og Hemmi búin að taka sig saman, kaupa súkkulaðiköku, mjólk og rjóma, plötuðu mig upp úr skónum. Sögðu að við værum að fara út að skokka og löbbuðum með mig í gegnum Laugar kaffi. Þá beyð þetta mín á borðinu, ekkert smá sætt hjá þeim. Þessu gleymi ég aldrei.
Á morgunn mun ég fara með 2 af börnunum sem ég er með í persónuráðgjöf að fá okkur e-h ís rétt í staðin fyrir að fara út að borða. Sem legst bara vel í mig, þar sem ég ELSKA ÍS. Það hittir þannig á morgunn að við höfum svo takmarkaðan tíma, þannig við ákváðum að fá okkur e-h fljótlegt. Þau vildu endilega gera e-h í tilefni dagsins. Svo seinnipartinn koma þeir sem standa manni næst, fjölskylda og vinir í smá kaffi. Það hefur verðið vaninn í gegnum árin. Ég ætla ekkert að halda neina veislu, ég er bara 31 árs, þetta verður bara svona rennerý á fólki. Kemur eftir vinnu og fær sér e-h í goggin, í verðlaun fyrir að muna eftir deginum mínum. Það er nú ekkert sjálfgefið að fólk muni eftir afmælisdögum í amstri dagsins, fólk hefur alveg nóg með sjálft sig. Ég tek svona Skinner á fólkið, gef því að borða í staðin fyrir að muna. Skinner var með hundana, matinn og búrið. Hundarnir voru í búri matarlausir. Ef hundarnir náðu að ýta á takka opnaðist búrið og þeir gátu fengið sér mat, annars ekki. Að lokum varð þetta lærð hegðun eða virk skilyrðing. Svona geri ég við fólkið mitt sem kíkír á mig á afmælisdaginn. Það man daginn og fær að borða í staðin. Svona gengur þetta ár frá ári. þetta þurfti ég að les og læra í leikskólakennaranum allskonar tilraunir sem helstu uppeldisfrömuðir gerðu á sínum tíma, sem hægt er að færa yfir á börnin. Það var ótrúlega gaman að lesa þetta, náttúrlega mitt áhugasvið, Uppeldisfærði og sálfræði. En ég er samt bara að grínast, ég hugsa ekki um kaffiboð á þennan hátt, bara svo það sé á hreinu.
Vitiði hvað einn unglingurinn sagði við mig þegar fór að nálgast afmælið mitt, þetta er svona vika síðan. "Silla langar þig ekkert að vera ung aftur". ÞETTA ER EKKI VINSÆL SPURNING. Mér finnst ég ekkert gömul, og ofan á það er ég ung í anda. Það er nú ekki eins og ég sé að verða einhver ellismellur. Fólk er aðeins búið að vera stríða mér, veit ekki hvort svipurinn á mér kallar á stríðni varðandi aldurinn, eða hvað það er. þá hefur fólk allavegana gaman af því að pota aldrinum í mig. Jæja ætla láta þetta gott heita í bili, enda orðin heljarinnar klausa. Ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Heyri í ykkur á morgunn, góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2006 | 00:36
Miðvikudagur 27. september.2006
Hæhæ
Aðgerðin tókst. Já aðgerðin tókst. Dóttur minni er batnað. Loksins!!!. Eftir 8 innlagnir, 9 bráðatilfelli, 3 aðgerðir, 2 dagheimsóknir em þýðir rannsókn með svæfingu, 6-8 heimsóknir í reglubundið eftirlit til læknis er elsku litlu dóttur minni batnað. Þegar ég gekk langa ganginn sem liggur undir spítalanum, frá Barnaspítalanum og yfir í gamla spítalann(þarf að ganga hann þegar ég fer með hana í aðgerðarstofuna og á vöknun) byrjuðu tárin að streyma niður, ég réði ekkert við þetta, fólk horfði alveg á mig sem gekk á móti mér. Mér var svo slétt sama. Það er svo rosalegur léttir að þetta hafi tekist og mikið spennufall í leiðinni, að tilfiningarnar réðu ekkert við þetta. Þetta er búið að vera svo erfitt fyrir þetta litla grey, þó hún kvarti aldrei. Hún hefur staðið sig eins og hetja í gegnum öll þessi veikindi, sem hafa reyndar þroskað okkur rosalega mikið. Þó að þetta sé búið á hún að vera á sama sérfæðinu e-h áfram, tökum svo smátt og smátt inn nýja fæðu en það verður ekki alveg strax. Við erum að stefna að hún fái súkkulaðiköku í afmælinu sínu 7 desember. Hún hefur ekki fengið köku í 1 ár, þegar hún er í afmæli verður hún að fá ristabrauð, má fá hlaup og frostpinna sem er ekki með súkkulaði. Þannig það hefur ekkert bara verið spítalavistin sem hún hefur þurft að ganga í gegnum, heldur líka alveg rosalegur sjálfsagi í mataræði. Hún hefur þurft að vera á próteinlitlu fæði og fitulausu, þannig aðal uppistaðan er kolvetni. Hún má t.g ekki fá skyr, það er of mikið prótein, engar unnar kjötvörur, ekki einu sinni sykurlausan sleikjó, þó hann sé sykurlaus er mikil fita í honum. Eftir þessi veikindi veit ég innihald í nánast öllu. Það var nú eins gott að ég var vel að mér í næringarfræði og er orðin enn betri. Lísa María veit líka alveg uppá hár hvað fita er, prótein og kolvetni. Svo spyr hún, mamma er of mikið prótein í þessu. Fólk horfir stundum á hana í búðum, hún er náttúrlega bara að verða 7 ára að spá í prótein innihaldi í búðum, fólkið veit að sjálfsögðu ekki söguna sem liggur að baki. Hún er svo ótrúlega mikil hetja. Ég ætla að gera e-h fyrir hana, e-h alveg sérstakt sem hún gleymir ekki. Hefði viljað fá góðan vin í heimsókn, sem hún alveg elskar. Hún stendur stjörf þegar hún sér hann og þorir ekki að segja múkk. Eins og staðan er í dag er það harla ólíklegt að svo verði. Læt mér detta e-h í hug. Yfir í annað, mig langar til að þakka ykkur innilega fyrir símhringingarnar og sms-in, það var rosalega gott að heyra í ykkur og vita að þið hugsuðuð til okkar. Takk innilega fyrir, ég met það mikils, það er gott að eiga góða að. Jæja ætla fara að sofa, þarf að vakna kl.5. Já 5. Þarf að vera mætt á æfingu kl.6, þannig mun það ver aá fimmtudögum. Stelpurnar sem ég æfi með vilja helst alltaf vera svona snemma, en ég hef ekki tök á því nema einu sinni í viku, þá eru börnin hjá pabba sínum. Nú eru þær að sparka þvílíkt í mig, vilja endilega að ég fá mér kærasta, allavegana virka daga sem getur verið heima hjá börnunum á meðan ég fer á æfingu kl 6 á morgnanna. Hlutirnir ganga nú ekki alveg svona hratt fyrir sig, það þyrfti að líða allavegana 6 mánuðir svo hann fengi að sofa undir sama þaki og börnin mín. Hann mætti samt alveg sofa hjá mér, þá daga sem börnin eru hjá pabba sínum. Það hefur bara satt að segja ekki verið neinn tími til að kynnast neinum kærasta, þegar þegar maður hefur verið með annan fótinn á spítala í næstum ár. Nú er þeim pakka lokið og aldrei að vita hvað gerist. Pæliði í því dóttur minni er batnð Heyri í ykkur á morgunn, góða nótt elskurnar........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 23:34
Mánudagur 25. september.2006
Hæhæ
Það munaði engu að ég hefði misst geðheilsuna í dag, þegar dóttir mín var tínd í einn og hálfan klukkutíma. Eftir skóla á hún að fara í Tígrisbæ sem er gæsla fyrir þau börn sem eiga foreldra sem vinna lengur en skóladagurinn segir til um. Hún á að vera þar frá 14.30- 16.00 alla daga. Það vildi þannig til í dag að systir mín ætlaði að ná í Lísu Maríu og koma henni á óvart. Þegar Rannveig kom klukkan að ganga 15.00, var Lísa María ekki komin í Tígrisbæ, við erum að tala um nokkur skref sem hún þarf að ganga úr skólastofunni og í Tígrisbæ. Um kl.15 hóst leitin og var þá ekki búið að láta mig vita að dóttir mín væri týnd. Systir mín hringdi í mig rétt yfir 3 og lét mig vita. Mér brá ekkert smá, líka að hafa ekki verið látin vita allan þennan tíma. Ég brunaði heim úr vinnunni í hvelli, alveg hefði ég viljað vera á jarðýtu að ýta þessum hægfara sníglum af götunni. Keyrandi um á 60-70 á vinstri, alveg merkilegt. Ég hef keyrt um í mörgum löndum, þetta er bara svona á Íslandi. Jæja, ég byrjaði á því að fara heim, taka bekkjarskránna og hringja í þær bekkjasystur hennar, sem ég veit að eru ekki í Tígrisbæ. Ef hún hefði farið heim með einhverri af þeim. Að lokum var það ein bekkjarsystir hennar sem gat sagt mér hvar hún sá Lísu Maríu síðast, og með hverjum hún var. Þar með var hún fundin kl. 4 búin að vera týnd í einn og hálfan klukkutíma. Þetta var svo saklaust hjá Lísu Maríu. Hún fór heim með bekkjarsystur sinni sem á heima rétt hjá skólanum, Lísa María þurfti nefninlega að fara á klósettið, var alveg í spreng. Svo fóru þær stöllur bara að leika aðeins inní herbergi hjá stelpunni og gleymdu tímanum. Ég brýndi það fyrir henni vel og rækilega að gera þetta aldrei aftur. Næsta skref var að hringja í lögregluna, hún fékk líka alveg að vita það, til að skilja hversu hrædd ég var. Ég var að tapa mér. Ég veit ég er ennþá rosaleg ungamamma, en þetta flokkast ekki undir það. Stundum dettur mér í hug, í staðin fyrir að vera með e-h æðislegum kærasta í helgarferð erlendis á góðu hóteli, með frábæru útsýni á 35 ára afmælinu mínu, eftir 4 ár. Verði ég í herbergi með rimlum fyrir gluggunum, í hvítu húsi með rauðu þaki við sundin blá, með öllum hinum brjálæðingunum, útbrunnin af áhyggjum af þessum blessuðu börnum mínum. Nei, nei ég segi svona, tek hlutunum að öllu jöfnu með jafnaðargeði, annars væri ég nú ekki stödd þar sem ég er í dag. Get bara engan vegin verið róleg ef barnið mitt er týnt og hananú. Lísa María fékk að fara í hina langþráðu heimsókn til Rannveigar systir, á meðan fórum við Elís Viktor í fimleika. Fórum svo heim og bjuggum til plokkfisk og höfðum hann tilbúin þegar Lísa María kom heim. Þessi plokkfiskgerð var að ráðum gerð, þar sem Lísa María ELSKAR plokkfisk. Hann er eitt af því fáa sem hún má borða, þannig ég geri hann nokkuð oft. Hún á að fara í aðgerðina á morgunn. Við meigum mæta um 10 en ekki seinna en það. Ég notaði tækifærið í dag og bað hjúkkuna að ganga frá því að Lísa María fengi stærri skamt, af kæruleysislyfjum fyrir svæfinguna, til að koma í veg fyrir að hún verði svona hrædd eins og hún varð síðast. Hún ætlaði að ganga frá því fyrir mig sem betur fer, það er ekki hægt að bjóða barninu upp á annað. Það er nefninlega fylgni á milli þess þegar fólk sofnar illa í svæfingu, vaknar það líka illa. Sem betur fer var það ekki þannig hjá Lísu Maríu síðast, þrátt fyrir að hún hafi sofnað í brjálæðiskasti. það er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef séð barnið mitt svoleiðis og það er nóg fyrir lífstíð. Fyrir aðgerðina verðum við uppi á 3 hæð á barnaspítalanum, eftir aðgerðina, sem verður gerð eftir hádegi, flytjumst við niður á 2 hæð og verðum þar líklegast bara yfir nótt. Förum svo heim. Ef þessi aðgerð tekst, er henni batnað. Ég er ekki búin að segja Llísu Maríu frá þessu ennþá, ætla ekki að gera það fyrr en á morgunn. Ég vil ekki að hún spennist upp og verði kvíðin, það er alveg óþarfi, þetta verður alveg nógu erfitt fyrir hana samt. Þessa litlu hetju, hún er alveg ótrúlega sterk. Eftir þessa aðgerð, ætla ég að gera e-h fyrir hana, veit bara ekki alveg hvað það er. Eftir að ég hef fylgt Lísu Maríu niður og hún sofnuð, er ég bara ein upp á deild að býða eftir að ég megi fara niður á vöknum til hennar. Mér finnst það ótrúlega gott, ég er það síðasta sem hún sér þegar hún sofnar og það fyrsta sem hún sér þegar hún vaknar. En allavegana, byðin er ótrúlega erfið, aðgerðin tekur 2-3 tíma endilega ef þið hafið tök á því. Nenniði að hringja í mig og spjalla við mig. Það er bannað að hugsa, það eru svo margir sem hringja í hana, þá hringir engin. Mér þykir líka bara vænt um að vita að þið hugsið til okkar. Jæja ætla fara pakka niður, byðja bænir og fara sofa. Læt ykkur vita hvernig fer. Góða nótt elskurnar.......
Bloggar | Breytt 26.9.2006 kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 00:41
Sunnudagur 24. september. 2006
Hæhæ
þetta er búin að vera frábær helgi, náði að koma miklu í verk. Ég átti eitt þroskaðasta samtal sem ég hef átt um langa hríð, við hinn ovirklinginn í fjölskyldunni, frænku mína í Noregi, hana Rakel mína. Alveg ótrúlega gott að tala við hana og er alveg 770% traust af 770%. Ég á ofboðslega erfit með að treysta fólki. Yfirleitt er það þannig að aðrir tala og ég hlusta og ráðlegg. Það hefur oft verið nefnt við mig að ég ætti að vera sálfræðingur. Ég er langt því frá eins lagin við að treysta fólki, eins og ég get hlustað og ráðlagt. En takk fyrir Rakel mín fyrir spjallið en og aftur. Yfir í annað, við stelpurnar ætluðum á Footloose núna um helgina, en hættum við, vorum of seinar að pannta miða, þannig það voru svo léleg sæti í boði. Það er ekki hægt, maður verður að fá góð sæti þegar maður fer á svona sýningu, annað hvort það, eða ekki neitt. Ég fór í staðin á mynd í bíó, dansmynd (kemur á óvart, er það ekki) sem heitir Step up. Þetta er alveg tíbísk götumynd, en rosalega flottir bansar. Lokadansinn er geðveikur, ég fór alveg í fíling. Geri það reyndar alltaf. þegar ég sé svona myndir, þær virka hvatning á mig. Ég er svo skrítin ég veit. Yfir í enn annað, unglingarnir sem ég er með í persónuráðgjöf eru búnir að byðja um að fá að hitta mig á afmælisdaginn minn, sem er næsti föstudagur. Þau vilja fá að hitta mig öll saman, sem er ekki normið. Hitti alltaf eitt í einu en ætla að láta það eftir þeim í þetta sinn. Förum öruglega út að borða rétt eftir hádegið og höfum það gaman, þeim langar svo að gera e-h með mér á afmælisdaginn. þau eru svo yndisleg, mér þótti ekkert smá vænt um þessa uppástungu hjá þeim. Yfir í allt, allt annað. Lísa María fer í aðgerð núna á þriðjudaginn. Það á að reyna koma upp röri í gallganginn hjá henni. Þetta hefur verið reynt áður, núna í júní síðastliðinn en án árangurs. Gallgangurinn var svo rosalega þröngur og líklega e-h fyrirstaða inní galganginum, þannig þeir reyndu í einn og hálfan klukkutíma án árangurs. Nú á að reyna þetta aftur næstkomandi þriðjudag. Dagurinn verður þannig hjá okkur. Við vöknum og förum með Elís Viktor á leikskólann og þaðan beint niður á spítala. Við mæðgur verðum báðar fastandi þangað til hún fer í aðgerðina, sem verður gerð um hádegið, þá nota ég tækifærið og fæ mér að borða. Ég get ekki borðað fyrir framan hana á meðan hún er fastandi, ekki séns. Ef þessi aðgerð tekst, eru þessi veikindi frá. Við höfum farið á 8 innlagnir á spítala síðan í lok nóvember síðastliðin. Það má alveg segja að við séum komin með nóg. Hún er orðin rosalega þreytt á þessu og kvekt. Ég kvíði þessu rosalega mikið. Það er ekkert mál fyrir mig að vera fastandi með henni, ég hef einfaldlega ekki list. þegar mér líður illa og er kvíðin, missi ég alla matarlist, ég er með endalausa seddutilfiningu, þó ég sé ekkert búin a borða. En ég kvíði rosalega þegar svæfingargríman verður sett á hana. Síðast þegar þetta var gert, barðist hún eins og ljón í búri á móti grímunni. Ég reyndi að sannfæra hana eftir minni bestu getu og strjúka henni vangann, í von um að hún myndi róast niður. Að lokum varð ég að hjálpa til við að halda á henni höndunum. Ég get sagt ykkur, ef hjúkkan hefði ekki beðið eftir mér og labbað með mér aftur upp á deild, hefði ég gjörsamlega brotnað niður. Ég kvíði því svo, svo ,svo mikið að þetta verði svona aftur. Það er líka ótrúlega taugatrekkjandi að vera einn upp á deild og ganga um gólf og hugsa. Barnsfaðir minn verður að vinna og verður svo með Elís Viktor eftir leikskóla. Ég játa það fúslega, á svona stundu myndi ég vilja eiga kærasta. Einhvern sem hefur þétt og gott faðmlag, þannig mér finnist ég vera örugg. Æ stelpur þið vitið hvað það getur verið mikið huggun, að taka utan um þessa stráka. Þá næstum getur húsið hrunið, en við erum samt öruggar af því við erum í þeirra örmum. Væli, væli, væli svo úr því verði pollur. En það væri samt gott að hafa góðan kærasta sér við hlið á svona stundu. Það er nú alveg ótrúlegt samt hvað mér hefur tekist að vera sterk fyrir framan dóttur mína, ég er hennar styrkur og hvatning. Hún má ekki sjá að ég sé kvíðin eða hrædd, þannig það er bara póker andlitið. Jæja ætla láta þetta duga þangað til á morgunn. Ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Það verður að sjálfsögðu engin æfing hjá mér á þriðjudaginn, þannig það verður tekið vel á því á morgunn. 29 dagar í atburðinn, 5 dagar í afmælið mitt. Vona að guð gefi mér bata dóttur minnar í afmælisgjöf, það væri stæðsta, mesta og besta afmælisgjöf sem ég hef fengið. Heyri í ykkur á morgunn............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2006 | 23:58
Fimmtudagur 21. september.2006
Hæhæ
Hvað haldiði, núna rétt uppúr kl.21 var hringt á bjöllunni hjá mér sem er frekar óvenjulegt. Flest allir mínir gestir labba inn og segja hæ ertu heima, þannig ég vissi strax að þetta var e-h öðruvísi. Jú viti menn þarna stendur fjallmyndarlegur maður með æðisleg blóm í hönd og réttir mér eitt. Ég varð alveg undrandi, hef aldrei séð manninn áður. Þá var hann að safna pening til styrktar fátækum í e-h landi man ekki hvað heitir. Þeir eru svo klárir svona útlendingar, rétta mér blómið, rukka mig svo um pening, ég mátti ráða upphæðinni. Glætan ég hefði farið að skila blóminu, komin með það í hendurnar, ég elska að fá blóm, þá aðalega rósir, þær alveg bræða mig. En þetta flokkaðist undir blóm, þó ég þyrfti að borga fyrir það og fékk það alveg upp að dyrum. Yfir í annað börnin mín voru búin að byðja mig á þriðjudaginn var, að leifa sér að fara í Ævintýraland í Kringlunni í dag. Ég hef aldrei sett þau þangað áður. Lísa María var í afmæli á þriðjudaginn hjá bekkjarsystur sinni sem var haldið í Ævintýralandi upp frá því varð þessi spenningur. Ég leifði þeim semsagt að fara í Ævintýraland í dag á meðan ég skoðaði í búðir, bara að dúlla mér. Ég kom nú ekki alveg tómhent heim. ooo nei, ég gæti alveg verið á launum við að versla föt. Ég keypti geðveikar buxur á Elís Viktor og ótrúlega flotta peysu á Lísu Maríu. Oooooggggg svooooo keypti ég mér truflaðan topp, hvítan, riktur á milli brjóstanna með semelíusteinum á milli, aðsniðin og mikið opin í bakið, alveg niður að mjóbaki. Hann er semsagt truflaður. Ég ætlaði varla að tíma fara úr honum aftur, rosaleg skutla í honum. Nú er bara að býða eftir rétta tækifærinu. Yfir í allt, allt annað, hvernig væri að fjölmenna á konukvöldi létt 96.7 fimmtudaginn 5. okt. Friðrika vinkona verður þar þvílík tútta í tískusýningu og allt. Hún var dregin úr potti hjá Zikk Zakk og þvílíka trítið sem hún fær. Klipping, Strípur, föt, förðun, svo mun hún koma fram í vikunni á næstunni vegna þessa. Á konukvöldinu sjálfu á hún að taka þátt í tískusýningu. Þetta er alveg þvílíkur pakki sem hún er að fá, og kom á fullkomnum tímapunkti hjá henni. Hún er ótrúlega flott, ég náði í hana núna í vikunni í klippingu og keyrði hana í förðun. Ég held ég hafi talað um það meira en hálfa leiðina, hvað hún var flott. Mér finnst við eigum að koma allar saman og gera þetta að okkar kvöldi, smá tjútt skaðar engan. Það verða allskonar kynningar, föt, krem, hjálpartæki ástarlífsins, það er nú alltaf hægt að bæta einu í safnið. Það verður alveg heill hellingur í gangi, miðarnir eru ókeypis og rjúka út eins og heitar lummur. Við Friðrika ætluðum í fyrra en fengum hvorugar miða, sökum mikillar aðsóknar, þannig það er eins gott að vera tímalega í ár. Taka frá fimmtudaginn 5 okt, konukvöld létt 96.7. Jæja við stelpurnar hittumst á æfingu í fyrramálið, það verður skoooo tekið á því, bæði í blaðri og í æfingum. Mikið stuð og mikið gaman. Það er e-h sem ég er að gleyma segja ykkur, æ geymi það þá bara þangað til á morgunn. Ég á afmæli eftir 8 daga og stóri atburðurinn eftir 32 daga úúúfffff púúúfff, ég er að fara úr límingunum af spenningi, hafiði heyrt það áður. Heyri í ykkur elskurnar:*
Bloggar | Breytt 22.9.2006 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 23:23
Þriðjudagur 19. september. 2006
Hæhæ
Síðustu daga hef ég verið að kenna Elís Viktor að pissa standandi, það er nú bara heil athöfn útaf fyrir sig. Nú hlaupum við öll inná klósett þegar Elís Viktor er mál og fylgjumst með að allt fari rétt fram. Hann er alveg að ná tökum á þessu. Pínu erfit að muna að lyfta klósett setunni upp, og muna að stjórna bununni ofaní klósettið. Honum finnst þetta ótrúlega spennandi, sem ég skil vel. Ég reyndi að pissa standandi frá 7-10 ára að lokum varð ég að gefast upp. Mér þótti ótúlega svekkjandi að geta ekki pissað standandi. Enda nennti ég aldrei á klósettið, hélt alltaf í mér og var mjög oft með blöðrubólgu. Þvílík tímasóun að þurfa setjast á klósettið, þegar maður var á fullu í góðum leik. Ég held að hver einasta stelpa hafi einhvern tímann prófað að pissa standandi, allavegana flestar mínar vinkonur. Á þessum aldri er það ótrúlega spennandi. En honum mun takast þetta, þar sem hann er strákur. Þetta rifjaðist bara upp fyrir mér í öllum spenningnum sem er búin a vera yfir að pissa standandi. ótrúlegt hvað maður endur upplifir hlutina í gegnum börnin sín. Yfir í allt annað, nú erum við stelpurnar sem æfum saman, búnar að negla dag til að lyfta saman, sem er auka dagur við tímana hjá Hemma. Við gerðum það síðasta vetur og ætlum að halda því áfram. þetta er sumaklúbbur útaf fyrir sig. Og trúið mér, það er allt látið flakka. Fólk getur stundum ekki annað en hlegið af okkur og tekur þátt í ruglinu með okkur. Þetta eru frábærar stelpur, við náum svo vel saman og bullið í okkur. Nú verða föstudagar kl.9 uppáhalds dagarnir mínir, við byrjum næsta föstudag, ég er með kitl í maganum mig hlakkar svo til. 34 dagar í atburðinn vihhhííííííííí styttist í þetta. Jæja er að spá í að fara horfa á Flach Danse, langt síðan ég sá hana síðast. Heyri í ykkur á morgunn.
Bloggar | Breytt 20.9.2006 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2006 | 00:27
Sunnudagur 17. september.2006
Hæhæ
Nú er þungu fargi af mér létt. Ég fór út að djamma í gær með Ellý vinkonu, Viggu og Erlu, mjög gaman. Hitti þar persónu eftir lagan tíma, sem var mikið gott að hitta og mikill léttir að ræða aðeins málin. Hefðum þurft að setjast niður og ræða málin til hlýtar. þá eru hlutirnir borðliggjandi og skiljum hvort annað mikið betur. þetta var hvorki staður né stund til að ræða málin, það kemur bara í ljós hvort það verði nokkurntímann gert. Ég er ekki mikið fyrir að ýfa upp gömul mál. En það var mikill léttir að hitta þessa persónu. Núna er e-h tímabil í lífi mínu, þar sem hittir þannig á, að það eru uppgjör, á öllum vígstöðum hjá mér. Ég er búin að vera betrumbæta heimilið mjög mikið, mála, flísaleggja, henda út endalausu drasli sem ég er hætt að nota. Reyna gera upp mál við þessa tilteknu persónu, Lísa María fer í aðgerð 26 sept, byð til guðs að hún gangi vel. Mitt stóra dæmi 23.okt það er voða mikið að gerast hjá mér núna og stórar breytingar. Yfir í allt annað, þetta var góð og róleg helgi í það heila. Notaði helgina vel með börnunum mínum. Öll útkvíld og tilbúin að hefja nýja viku. Fimleikar á morgunn hjá Elís Viktor í nýju húsnæði Ármanns. Ég hlakka mikið til að sjá það. Þegar EV byrjaði í Ármann voru æfingarna í gamla húsinu, ég æfði þar þegar ég var yngri. Þannig það var nú alveg komin tími á nýtt húsnæði hjá þeim. Æfing hjá mér í fyrramálið eins og vanalega, ætla að láta myndirnar af djamminu inn á morgunn. Heyri í ykkur þá. 36. Dagar í atburðinn..... Helgin bar mikinn árangur , mikill léttir þegar fólk getur rætt saman
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2006 | 01:29
Föstudagur 15. september.2006
Halló halló
Þá er en og aftur komin helgi. Það verða komin jól áður en maður veit af. það er reyndar allt í lagi, ég er svo mikið jólabarn. En já, þessi helgi. Fer með Elís Viktor í söngskólan í fyrramálið. Hann er búin að velja sér 2 lög fyrir tímann á morgunn, eins og hann á að gera fyrir hvern tíma. Nema hvað, hann valdi sér lag sem hann kann ekki alveg. Hann kann byrjunina og alveg inní lagið og endirinn, en vantar alveg miðjukaflann. Ég á barnasöngbók með nánast öllum hugsanlegum barnalögum, þetta eru örugglega svona 200 lög eða meira. Þegar maður man ekki nafnið á laginu sem maður er að leita af, getur það tekið dágóðan tíma að finna lagið. En fann það að lokum, sló inn textabroti úr laginu á netið og fann það þannig. Eftir söngskólann er það ballett með Lísu Maríu. Stundartaflan breyttist úr því að vera bara á virkum dögum í ballett, yfir í miðvikudag og laugardag. Ég hef 20 mínútur í að koma okkur á milli úr söngskólanum og yfir í ballettinn. Ég næ því alveg, það er stutt á milli og hún verður bara komin í ballett fötin. Svo verður bara farið heim og verið þar. Börnin tjáðu mér það, þau vildu vera heima og leika við vini sína, þá verður það þannig. Ég fer reyndar í neglur seinnipartinn. Barnapíurnar vinsælu passa börnin á meðan, ég segi vinsælu af því börnin eeeelska þær. Þær hafa ekki þurft að passa fyrir mig mjög lengi, þannig það verða miklir fagnaðarfundir á morgunn. Það er svo aldrei að vita hvað mér dettur í hug að gera, það verður bara að koma í ljós. Ég verð ekki heima alla helgina, ekki séns, enda yrðu börnin afskaplega leið á því að vera bara heima. Förum í sund, skauta, heimsóknir eða e-h kemur í ljós. Heyri í ykkur elskurnar..... 38. dagar í stóru stundina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2006 | 01:34
Fimmtudagur 14. september. 2006
Hæhæ
Vááá Þvílíka breytingin eftir nýju klippinguna mína og strípurnar, ég er alveg gaaaasalega lekker, Ég veit ekki hvort ég myndi vekja nokkuð meiri eftirtekt ef ég væri nakin. Af hverju ætli það sé? Ætli ég sé með bleikan hanakamb? Eða krúnurökuð? Það er ekki mjög langt síðan ég spurði ágætan vin hvort ég ætti að láta krúnuraka mig. Hann gaf að vísu ekkert út á það, en andaði mun léttar þegar hann sá ég hafði ekki gert það. Nú eru breyttir tímar, allt í tísku og gaman að skapa sinn eigin stíl............. Dagurinn í dag var rosalega góður. Náði að komast yfir allt sem ég þurfti að gera, oooog dekra við sjálfan mig, klipping, strípur og ljós ótrúlega notó. Það var alveg komin tími á dekur, ekki er hægt að líta út eins og lukkutröll um hausinn og jógúrt í framan, ooo nei. Hef hreinlega ekki haft tíma í þetta upp á síðkastið. Úr einu í annað, við Ellý vinkona og tvær aðrar erum að spá í að skella okkur á Footloose ekki þessa helgi, heldur næstu. Mig hlakkar ekkert smá til. Ég sá myndina svona 770 sinnum á yngri árum, mér hefur alltaf þótt ótrúlega gaman af dans . Flass Danse sá ég ennþá oftar og læt hana meira að segja reglulega í spílarann, ef mér gefst tími til að horfa á sjónvarp. Jebb svona er ég skrítin. Þegar við Elísabet vorum litlar fórum við oft niður í leikherbergi hjá henni, að semja dansa, svo voru strákarnir að kíkja á gluggan og njóstna um okkur, ótrúlega spennó. Úr einu í annað, ég er að verða 31 árs eftir 15 daga, ég held ég þurfi áfallahjálf. Rosalega líður tíminn hratt eftir 25 ára aldurinn. Mér líður alls ekki eins og ég sé að verða 31 árs, það er svo há tala.................. Iss... ég verð samt alltaf ung í anda, það er í ættinni. Heyri í ykkur á morgunn....Stóri dagurinn eftir 39 daga styttist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)