12.9.2006 | 22:47
Þriðjudagur 12. september. 2006
Hæhæ
.
Nú er lífið aftur orðið normal eftir ótrúlega annasaman gærdag. Reyndar verður brjálað að gera hjá mér alla þessa viku. Ég verð að skipuleggja mig vel svo allt gangi upp. Úr einu í annað, alveg er það merkilegt. Í þau fáu skipti sem ég fer ekki á æfingu, (þá er það bara af því það hefur e-h komið upp á) virðist það alltaf hitta þannig á að einhver kemur og ætlar að hitta mig. Neibb undur og stórmerki , Silla Ísfeld ekki á staðnum
. Ætli það endi ekki með því að ég hringi inn og tilkynni forföll og láti kalla það upp í kallkerfið á 10 mín fresti. Silla Ísfeld mætir ekki í dag, þá þarf fólk ekki að leita af mér endalaust
. Síðast þegar féll úr dagur hjá mér, fyrir utan einn dag í síðustu viku var það í júní. þannig það er kannski ekkert skrítið þó það teljist til tíðinda að ég mæti ekki á æfingu. Ég er mjög samviskusöm, stundum einum of
. Sem er ekkert nema gott, þá er ég sáttari og læri meira af hlutunum. Bla, bla jólakaka. Yfir í annað ég er alveg komin á það að gera eitthvað GEÐVEIKISLEGA FRÍKAÐ við hárið á mér á fimmtudaginn. Hvað það verður, ég veit það ekki. Ég er til alls líkleg. Mig hlakkar svo til þegar stóri dagurinn rennir upp 23 okt, ég varla stjórna mér af spenningi. Þannig ég gæti allt eins mætt með bleikan hanakamb í ræktina á föstudaginn
. Nei ok, kannski ekki alveg, en ég ætla gjörsamlega að breita til og gera eitthvað nýtt
. Það er svo gaman að gera eitthvað nýtt og breyta til
. Jæja ætla fara undirbúa morgundaginn, Lísa María fer í ballett á morgunn, svo fer að líða að því við förum að fara á ballett sýningar. Gerum það nokkrum sinnum yfir veturinn að fara á þannig sýningar, okkur þykir svo gaman að dansi. Það liggur við að Lísa María andi ekki þegar hún horfir á þessar sýningar, henni finnst þær æði og fær þvílíkan innblástur
. Þegar maður sér eitthvað svona hjá börnunum sínum. Eins og Lísa María með ballettinn og Elís Viktor með sönginn og fimleikana á maður að krýpa tækifærið og hvetja þau áfram. Leifa þeim að þróa þetta með sér, en passa að ýta ekki á þau. Þetta á að vera af viljanum gert, en ekki kvöð. Svo verður tíminn bara að leiða í ljós, hvað verður. Hvort þau halda áfram eða hætta.................Nú er ég hætt, ég lofa. Ég virðist oft detta inn á einhver uppeldisfræðileg comment í þessum bloggum mínum hhhhmmmm, skil ekkert í þessu
. Heyrumst á morgunn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 00:13
Mánudagur 11. september. 2006
Hæhæ
þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn, mikið er nú gott að hann er á enda. Það er alveg greinilegt að 11. september er ekki okkar dagur............... Átti að fara í klippingu og strípur í dag en færði tímann fram á fimmtudag, sökum anna. Sem er nú kannski eins gott. Klippukonan mín hefði kannski óvart klippt af mér eyrun, eða hárið á mér sviðnað af undan strípunum. í alvöru þetta er búin að vera þannig dagur í dag hjá okkur í þessarri litlu 3 manna fjölskyldu. Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra. Þarf að vakna snemma og halda vel á spöðunum fyrir hádegi ef allt á að ganga upp. Ætla samt á æfingu, komst ekki í morgunn, annað sem hafði forgang. þannig það verður tekið vel á því á morgunn
. 43. dagar í stóru stundina..... Heyri í ykkur á morgunn
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2006 | 15:18
Laugardagur 9. September. 2006
Hæhæ
Nú er komin niðurstaða hvenær stóri dagurinn rennur upp. Það er seinna en talað var um frá upphafi, vegna óviðráðanlegra aðstæðna að þeirra hálfu. Ég skil það vel, það verður að forgangsraða hlutunum. Þetta henntar mér líka mjög vel, þá get ég undirbúið fjölskyldu mína betur og sjálfan mig líka. Stóri dagurinn rennur semsagt upp 23. októmber. Undirbúningurinn hefst viku fyrr. Mig hlakkar svo til, ég errrr að fara úr límingunum
. Þetta á gjörsamlega eftir að marka nýtt upphaf hjá mér. Og viti menn, stjörnuspáin mín fjallar meira að segja um þetta. Hún hefur verið ótrúlega nákvæm upp á síðkasstið. Nema um daginn, þegar kom fram í stjörnuspánni minni, að ég væri döpur um þá daga. Það var sko alls ekki, ég er svo heppin að hafa gott og stöðugt lundarfar, ekki sveiflukennt. En að sjálfsögðu koma dagar þar sem maður brosir ekki eins breytt og venjulega, en aldrei finn ég fyrir depurð. Það sem kemst kannski næst því að líða döpur er, að mér er orðið það nokkuð ljóst, að ég fæ ekki strákinn sem ég er búin að vera hrifin af í yfir ár. Ég er að reyna vinna mig úr því, og held það gangi vel, þangað til ég sé hann, þá stend ég alltaf í nákvæmlega sömu sporum, þannig það gengur bara ekki neitt
. Það er nú bara þannig þegar maður veit hvað maður vill, er erfitt að horfa e-h annað. Ég ætlaði ekki að tala um þetta, snúum okkur aftur að stóra deginum
. Fyrst ætla ég að deila með ykkur stjörnuspánni minni frá því í gær, alveg ótrúlegt.
Vogin
Þú mátt búast við því að þér takist að afgreiða galalt
tilfiningarlegt vandamál, enda er nýtt skeið að hefjast
í lífi þínu. Stjörnurnar sjá til þess að þú verðir ákveðnari
og einbeittari, þegar þitt nýja líf hefst.
Veit samt ekki með þetta vandamál, en það er að hefjast nýtt skeið í lífi mínu. Stundum held ég það sé satt, að lífið okkar sé fyrirfram ákveðið. Það er endalaust hægt að velta því fyrir sér, án þess þó að fá e-h niðurstöðu. Líka þegar talað er um stjörnurnar þegar þær snúa okkur í hag, þá sé meiri orka í okkur, og að við séum ákveðnari þegar svo er. Það er endalaust hægt að pæla í þessu, en hvort það er tilviljun eða satt er ómögulegt að segja. Ég held að líf okkar sé að e-h leiti fyrirfram ákveðið, en svo er okkar að vinna úr því. Það er hægt að stýga í ofuga átt við það sem forlögin hafa sagt, þá eru örlögin sem taka við er það ekki? Eða er samvinna þar á milli? Gaman að pæla í þessu
. Jæja aftur að stóra deginum. Nú verður allt sett á fullt, verð enn duglegri í ræktinni ég er búin að vera skera niður jafnt og þétt. Er búin að stýga skrefinu lengra á því sviði og ætla að halda mér þar, ég finn ég ræð vel við það. Sixpakkinn sést meira að segja, og ætla hafa hann ennþá sýnilegri
. Ætla líka að halda áfram að lappa upp á heimilið, nú verður allt sett á 770 fyrir stóra daginn. Yfir í annað, ætla að nota þessa helgi í að heimsækja vini. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér uppá síðkasstið að ég hef varla séð nokkurn mann, ætla að bæta úr því þessa helgi
. Heyri í ykkur elskurnar
20 dagar í afmælið mitt og 44 dagar í stóra daginn allt að gerast
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2006 | 00:17
Föstudagur 8 September. 2006
Hæhæ
Það er komin niðurstaða um stóra daginn, segi ykkur betur frá því á morgunn. Ég var að koma heim úr vinnunni og er frekar þreytt, ætla fara sofa. Segi ykkur nánar frá þessu öllu á morgunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2006 | 23:21
Fimmtudagur. 7. September. 2006
Hæhæ
Mikið er ég sátt við að hafa skellt mér í að mála herbergið hennar Lísu Maríu í gær þegar börnin voru hjá pabba sínum. Nú er það búið og allt komið á sinn stað. Ég var langt frameftir nóttu að mála, til 4 minnir mig. Það er yfirleitt alltaf þannig þegar maður ætlar að klára e-h í hvelli, er e-h sem truflar. Ég ætlaði að vera búin að mála áður en ég færi að vinna seinnipartinn. Sú áætlun fór alveg úr böndunum. Það stoppaði ekki síminn hjá mér í gærdag og allt frekar mikilvægt, tíbíst. Eitt af þessum símtölum, var einn félagsráðgjafinn sem ég vinn með að máli sem hefur gengið framar björtustu vonum
. Ég var að hrósa og monta mig af skjólstæðing mínum sem hefur náð svo miklum framförum að það er lyginni líkast. Það er ótrúleg breyting á þessarri manneskju, sem er algjört vítamín fyrir mig
. Þessi félagsráðgjafi hlustaði með þolinmæði. Tók svo af mér orðið og minnti mig góðfúslega á það, þetta væri mér að þakka. Ég hef sjaldan fengið jafn mikið og einlægt hrós, eins og ég fékk í gær
. Úr einu í annað, þegar ég var á leiðinni í ræktina í morgunn. Hringdi leikskólinn, þá var sonur minn orðin lasinn með hita í annað skiptið á æfinni. Það er alveg ótrúlegt hvað hann er hraustur. Þannig við bara fórum heim að hafa það kósý. Hann er alveg ótrúlegur. Ég verð að segja ykkur frá þessu. Við sátum í sófanum að velta fyrir okkur lögum, sem hann myndi vilja syngja í söngskólanum á laugardaginn
Allt í einu segir hann, mamma! Ég veit af hverju þú ert með svona stóran rass, ég er ekki með stóran rass. Jú af því þú ert fullorðin. Það fannst mér bót í máli, af því ég er fullorðin
. Ef hann bara vissi hvað mamma sín hamast á brettinu og í allskonar rassæfingum til að hafa stinnan rass. Ég átti nú vissan sigur um daginn, bara svo ég monti mig smá. Ég er alltaf með peysu á rassinum þegar ég hleyp, aðeins að reyna fela hvað hann skoppar mikið á mér rassinn. Hann nánast rekst í eyrnasneplana. En viti menn, peysan var látin falla. Hvað þýðir það, jú hann er orðin nógu stinnur til að hlaupa peysulaus
. Er þetta ekki fróðlegt og þroskandi umræðuefni. Jæja ætla hætta þessu bulli og reyna halda í einhverja smá virðingu. Fæ að vita vonandi á morgunn hvenær stóra stundin rennur upp, nema mér verði haldið volgri áfram
. Nei vonum það besta, ég er alveg komin með nóg af bið. Nú vil ég að hlutirnir fari að gerast á öllum sviðum og haaaanannnnúúú
. Jæja elskurnar, ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu, Elís Viktor er orðin mikið hressari og ætlar að fá að vera hjá afa á meðan mamma fer á æfingu. Afi er í miklu uppáhaldi, þá er nefninlega allt látið eftir manni, ekki leiðinlegt fyrir lítinn 4 ára
. Heyri í ykkur á morgunn
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2006 | 23:40
Þriðjudagur. 5. September.2006
Hæhæ
Nánast í þessum töluðu orðum er ég að undirbúa herbergið hennar Lísu Maríu fyrir málun. Ætla svo að mála það á morgunn. Það var bara skindihugdetta að gera þetta strax. Dagurinn hjá mér á morgunn hefur nefninlega æxlast þannig, að ég fer ekki að vinna fyrr en seinnipartinn og ætla því að nota daginn á morgunn í að mála. Sniðug að nota tækifærið. Þá er þetta bara búið, og get þá notað helgina í e-h annað. Úr einu í annað, fékk ekki að vita hvenær stóri dagurinn rennur upp
. En mér var nánast lofað ég fengi að vita það á föstudags morgunn á milli 8-9
. Ég bíð spennt, þetta markar nýtt upphaf hjá mér, en ég verð að viðurkenna að ég er svolítið kvíðin yfir þessu. Ég er þessa dagana að stappa í mig stálinu, því ég get átt von á að þetta verði strax á mánudaginn
. Sjáum til með það, fæ að vita þetta betur á föstudaginn. Jæja ætla vinda mér aftur í undirbúninginn. Annars ef þetta verður á mánudaginn, þá væri smá pemmp vel þegið um og yfir helgina
. Heyri í ykkur elskurnar
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2006 | 00:46
Mánudagur 4. September.2006
Hæ hæ
Ég lagði lokahönd á draslhreinsun í dag, pantaði mér sendibíl og bað hann að fara með draslið á haugana. Hann horfði bara á mig og spurði hvort það hefði verið ahliða hreingerning í gangi, ég jánkaði því. Úr einu í annað, Það er svo gaman að eiga stelpu og strák, þau eru svo ólík en samt svo lík. Uppáhaldið mitt er umræðuefnið sem á sér stað rétt fyrir svefn. Börnin byðja alltaf bænir á hverju einasta kvöldi. Fyrst fer ég inn til Elís Viktors og byð með honum og svo til Lísu Maríu og byð með henni. Á meðan hann er að spá í hvort guð er kona eða maður, og hvort guð eigi töfrasprota. Er hún að hugsa um hvað hún vilji hafa sítt hár, og vort hún megi taka með sér vinkonu heim úr skólanum næsta dag
. Annars þetta umræðuefni um guð er reyndar hjá báðum kynjum. Lísa María fór líka á þetta tímabil, en er komin yfir það. Hún var líka meira að hugsa um hvernig hann lítur út, en hvað hann getur gert. Þetta er alveg frábært tímabil
. Elís Viktor er líka á einhverju skrímsla tímabili. "Mamma það er skrímsli undir rúminu mínu" Ég sýni þessu fullan skilning, enda er þetta partur af þroskaferlinu sem á sér stað frá 4 til 7 ára. Jæja nóg um uppeldi. Það skýrist á morgunn á milli 4 og 5 hvenær stóra stundin hjá mér rennur upp
. Það var búið að tala um september og þá 11 eða 25 september. Að öllu jöfnu ætti þetta að vera yfirstaðið á afmælisdaginn minn 29. september
. Læt ykkur vita hvað verður, heyri í ykkur á morgunn elskurnar
. Eitt en, myndarlegi ljóshærði strákurinn mætti alveg fara láta sjá sig aftur í ræktinni
. Ég held þetta sé alveg komið gott hjá honum....... Heyri í ykkur á morgunn
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2006 | 00:08
Sunnudagur. 3 Ágúst. 2006
Góðan daginn, allan daginn, glaðan daginn, gangiði í bæinn
Ef þessi helgi er ekki vel nýtt, þá veit ég ekki hvað það er. Laugardaginn áttum við börnin saman frá a-ö. Elís Viktor fór í fyrsta tímann í söngskólanum. Vá ég hefði aldrei getað trúað því, nema sjá það sjálf, hvað söngurinn gerir greinilega mikið fyrir Elís Viktor. Þegar ég kom og náði í hann var svo mikil innri kyrrð með honum, eins og hann hefði fengið þvílíka andlega útrás. Ég hef ALDREI fundið eða séð barnið mitt svona áður. Honum hlakkar svo til að fara aftur að hann telur niður dagana
. Ég verð að viðurkenna að ég var smá kvíðin að láta hann á þetta námskeið. Ef hann fengi svo bakfall, þetta er nefninlega svolítið dýrt námskeið
. En ég finn að það var svo rétt að leifa honum að fara á þetta námskeið, og ég sé það fyrst og fremst á honum, hvað þetta var rétt ákvörðun
. Hann á að vera búin að velja 2 lög fyrir næsta tíma sem honum langar að syngja, gaman að því. Mér finnst þetta líka svo spennandi og hlakkar ótrúlega til að taka þátt í þessu með honum
..........Úr einu í annað, eins og ég sagði áðan, var þetta vel nýtt helgi. Á meðan börnin horfðu á morgunnsjónvarpið og léku svo við vini sína. Fór ég í alla fataskápa og dótakassa sem fyrir finnast á heimilinu, tók allt sem við erum hætt að nota og er orðið of lítið. Það voru 3 svartir ruslapokar sem ég gaf til Rauða Krossins, fyrir utan það sem ég henti sem voru t.d 15 pör af skóm, dót, og fl. Fyrst ég var að þessu, fór ég líka í geimsluna niðri, tók hana alveg í gegn. Skoðaði í hvern kassa og hennti alveg helling. þegar ég var búin a þessu fór kommóðan hennar Lísu Maríu óvenju mikið í taugarnar á mér. Ég var ekki alveg að fatta þessa kómmóðu. Hún er semsagt búin að vera liðast í sundur, en er saman bæði efst og neðst, en ekki í miðjunni. Þannig skúffurnar í miðjunni náðu ekki að vera á brautinni, heldur lágu á hvor annarri, skrítið
. Yfirleitt liðast hlutirnir í sundur annað hvort efst eða neðst, en ekki í miðjunni, eða það hefði ég haldið. Jæja tók hana allavegana í sundur, losaði allt og setti hana saman aftur. Nú er hún öll saman
. Það þýðir ekkert að vera gera heimilið fínt svo er bara e-h druslu kommóða sem eyðileggur lúkkið. Það er ekki hægt. svo er ég búin að riksuga, skúra, bóna, þurka af og gera fínt. Ekki bara það, heldur setti ég húsgögnin mín á sölu. JÁ Á SÖLU. Ég ætla að selja hillusamstæðuna mína sem ég er löngu hætt að nota, sjónvarpsskápinn og sófaborðið. Ég er búin að vera leita mér að sófaborði og sjónvarpsskáp og er nú loksins búin að finna það sem mér líkar. Sófaborðið og sjónvarpsskápurinn er úr eik, rosalega flott
. Þá er ég komin með næstum allt eins og ég vil hafa það frammi, í bili. Stíllinn er súkkulaði brúnt, hvítt og eik á móti, kemur mjög vel út
. Ætla líka næstu daga að mála herbergið hennar Lísu Maríu. Yfir í allt annað, ég klippti son minn núna um helgina, hann er ennþá með sítt en var bara að breyta um línu hjá honum, kemur mjög vel út. Talandi um klippingu. Ég skil ekkert í mér að kafa ekki farið í klippingu um daginn. Ég er orðin eins og lukkutröll um hausinn, ég er ekki að grínast. Ég á panntað í klippingu og strípur 11 sept, ég ætla að taka næstu helgi í að tríta sjálfan mig, toppa það svo með klippingu og strípum á mánudeginum. Ég lít orðið út eins og ruslahaugur. Ég er búin að vera ditta að heimilinu og er sjálf týnd og tröllum gefin, meira sega farin að líkjast lukkutrölli. Þetta er ekki hægt. Ég ætlaði að taka mig í smá trít í kvöld og láta á mig kornamaska, nei,nei ég hlýt að hafa hennt honum í þessu tiltektaræði mínu
. Tiltektin farin að kossta mig óþarfa peninga, nú þarf ég að kaupa mér nýjan kornamaska................. Ég ætla fara sofa svo ég vakni á fund í fyrramálið í skólanum hjá Lísu Maríu, það er námsefniskynning
. Þá fæ ég að vita hvað dóttir mín lærir í vetur og hvernig því er háttað. Svo að sjálfsögðu verður æfing eftir það, hvernig spyrjiði
. Heyri í ykkur á morgunn
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2006 | 23:46
Fimmtudagur 31. Ágúst. 2006
Hæhæ
Hvað haldiði, ég var ellt á röndunum í dag, í umferðinni halló. Ég var semsagt að keyra á Reykjanesbrautinni þegar einhverjir strákar, bruna framúr mér. Horfa inní bílinn hjá mér og snarstoppa á miðri götu og bíða eftir mér. Svo keyrðu þeir samhliða mér, fyrir framan mig og aftan til skptis og aftur við hliðina á mér, skrúfuðu niður rúðuna hjá sér og báðu mig ítrekað að stoppa bílinn, þeim langaði svo að tala við mig. GLÆTAN. Mér stóð nú ekkert alveg á sama hvernig þeir höguðu sér. Bílsjórinn var greinilega dópaður. Ég sé það mjög glögglega þegar fólk er á einhverju, þannig ég þurfti ekki nema rétt að líta á hann til að sjá það. Þegar þeir sáu að ég ætlaði alls ekki að stoppa og tala við þá, fóru þeir sem betur fer. Ég hef nokkrum sinnum lent á svona rugludöllum og líka eldri mönnum. Á tímabili fékk ég ekki frið fyrir eldri mönnum. Ég ræddi þetta einu sinni við ágætan vin, hann sagði bara " kannski halda þeir bara að þú sért eldri en þú ert" Hefði e-h verið eftir af drykknum hans, sem hann var að drekka, hefði hann fengið hann yfir hausinn á sér, ekki í fyrsta skipti
. Svo hló hann bara, þegar hann sá viðbrögð mín. Hann getur verið svo mikill púki
. Mig langar ekkert að sýnast eldri en ég er
. Þetta var nú samt allt í góðu
............ Úr einu í annað, Elís Viktor er að byrja í söngskólanum núna á laugardaginn kl.11. Honum hlakkar ekkert smá til. Fimleikarnir hefðu átt að vera á þessum tíma, en ég færði hann um hóp í fimleikunum yfir á virkan dag, sá hópur hentar honum líka mikið betur. Lísa María verður líka í ballett á virkum dögum 2* í viku. Það er fínt þá eiga þau frí um helgar. Síðasta vetur fóru allir laugardagar í æfingar. Nú verður bara söngskólinn á laugardögum það er frábært. Yfir í enn annað, ég ætla með börnin mín í bíó um helgina að sjá myndina Bílar. Þau erum áskrifendur af Disney bókunum og voru að fá bókina Bílar í dag, þannig ég ætla að drýfa mig með þau á þessa mynd, áður en það verður hætt að sýna hana. Þau yrðu nú frekar sár að missa af myndinni fyrst þau eiga bókina. Jæja ætla láta þetta gott heita í bili, heyri í ykkur á morgunn elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2006 | 23:14
Miðvikudagur. 30. Ágúst.2006
Hæ hæ
það var verið að segja við mig áðan, að það væru svo miklar stafsetningar villur á blogginu mínu, að fólk fengi í augun á því. Já það er meðvitað, ég gerði nefninlega samning við Augnsamband Íslands. það er búið að vera svo lítið að gera hjá þeim, og vanntar fleiri viðskiptavini. Ég ákvað að leggja mitt af mörkum og hjálpa þeim. Þannig ef þið fáið í augun á að lesa stafsetningarvillurnar í blogginu mínu, vinsamlegast leitið til Augnsambands Íslands. Nei elskurnar mínar. Ég er lesblind og skrifblind. Það uppgötvaðist reyndar ekki fyrr en í framhaldskóla, það var svo mikill léttir þegar þetta uppgötvaðist að mér leið eins og nýrri manneskju. Allan grunnskólann hafði ég ekkert sjálfstraust varðandi nám, nema á því verklega, hef alltaf verið sterk á því sviði. En mér fannst ég bara vitlaus, væri öðruvísi en aðrir, og gæti ekki lært eins og hinir. Ekki góð sjálfsmynd
. Þetta er samt mjög algengt, að börn með lesblindu hafi svipaða sjálfsmynd og ég hafði varðandi nám á yngri árum. Mér gekk semsagt ekki vel í grunnskóla, ekkert rosalega vel í framhaldsskóla en vel í háskóla
. Aldrei hefði ég trúað því, á yngri árum, að ég ætti eftir að fara í Kennara Háskólan og að flestar mínar einkunnir væru 8. Ég er gædd þeim kosti að gefast aldrei upp, ef maður ætlar sér, þá getur maður
. Ég gat ekki hugsað mér að vera ómenntuð og ala upp börnin mín sem verkakona, þó það sé ekki slæmt. Þá var metnaður minn meiri, þrátt fyrir lélega sjálfsmynd varðandi nám í grunnskóla. Sem betur fer náði ég að öðlast trú á sjálfri mér, enda orðin eldri og þroskaðari.......... Þá vitiði það elskurnar. Úr einu í annað, ég fór í litun og plokkun í dag, svakalega fín
. Ég er komin aftur á það, ég ætla í klippingu. Svona getur vogin verið, veit ekkert í hvorn fótin hún á að stíga
. Klipping, ekki klipping. Hlusta á hjartað, hlusta á skynsemina..... Hlusta bara á Rammsrein og sleppi hjartanu og skynseminni, er það ekki hægt
. Jæja ætla hlaða inn myndunum fyrir ykkur. Muniði Augnsamband Íslands ef þið fáið í augun
...... Heyri í ykkur á morgunn.......................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)