Þriðjudagur.29. Ágúst.2006

HæhæBrosandi

Nú er ég alveg búin að öllu varðandi flísalagninguna, þrífa, ganga frá og allt komið á sinn stað, þvílíkur munurBrosandi. Þegar við börnin vorum að fara út í morgunn, sagði dóttir mín, sem stóð á ganginum og var að klæða sig í skóna. Mamma! ég vil líka fá nýjar flísar á ganginn, já en það eru flísar á ganginum. Já ég veit, mér finnst þær ljótar, ég vil fá nýjarBrosandi. Alveg ótrúleg, hún hefði átt að sjá mömmu sína leggja nótt við dag, við að flísaleggja og mála, á meðan þau börnin voru hjá pabba sínum að hafa gamanGlottandi. Mamma og pabbi kíktu á mig áðan, þeim fannst þetta æði. Aumingja pabbi, ég er alltaf að stríða honum eitthvaðUllandi. Í þetta skiptið gaf ég honum súrt smjör á flatköku, hann borðaði hálfa og sagði svo. Silla mín, það er eitthvað skrítið bragð af smjörinu hjá þér. Ég missti mig úr hlátri, það rann út 17. júlíUllandi. Um daginn gaf ég honum ónýtan paprikuost, ritz kex og vínberUllandi. Ég er bara að stríða honum, ég geri þetta ekki við neinn annan. Það loðir ennþá við hann, að draga mig að landi með mat. þegar ég var yngri fékk hann alltaf fituna og skorpuna mína af kjötunu eins og örugglega flestir pabbarGlottandi. Það hittir greinilega bara þannig á, þegar ég er að taka til í ísskápnum koma mamma og pabbi í heimsókn, þá verður maður nú að stríða smáGlottandi. Pabbi er líka farinn að segja við mig. Jæja Silla mín hvaða tilraunarstarfsemi ætlar þú að vera með á mér núna? Hann þekkir púkaháttinn í dóttur sinniUllandi. Úr einu í annað. Á menningarnótt hitti ég strákinn sem ég er svo ofboðslega hrifin af, og er búin að vera lengi, lengi, lengi. Hann spurði mig spurningu sem ég held ég hafi heyrt en er ekki viss. Ég var ekki í aðstöðu til að segja HA, og svaraði honum ekki. Hann horfði á mig og beyð eftir svari, en ég lá bara í grasinu og horfði á hann á móti. Ég átti bara ekki von á þessarri spurningu, ef ég heyrði rétt, líka við þessar aðstæður, það var svo mikið af fólki í kringum okkur. Óþolandi þegar manni heyrist eitthvað en er ekki viss. En hafi hann spurt mig, það sem mér heyrðist, þá hefur það þurft kjark til, svo bara svara ég honum ekkertÓákveðinn. Ég hef ekkert hitt hann eftir þetta, nema bara í umferðinni. Enda get ég ekki verið að rifja þetta upp, það yrði frekar langsótt. En mikið rosalega væri ég samt til í að hitta hann. Jæja yfir í enn annað, nú ætla ég aðeins að fara tríta sjálfan mig. Fór í neglur um daginn rétt fyrir flísalagningu. Þær eru ennþá rosalega fínarBrosandi. Á morgunn ætla ég í litun og plokkun, ég er ennþá að melta klippinguna. Ég fór allt í einu að fíla að hafa smá sídd í því, eins og það er núna. Langar líka að skella mér í nudd, það eru mörg ár síðanég fór síðast. Ekki síðan kerlingin(nuddarinn) nuddaði á mér brjóstin, geirvörturnar og allt. Ég fór semsagt í heilnudd fyrir nokkrum árum, það var gjörsamlega allt nuddað, nema snípurinn. Ég er ekki að grínast, enda hef ég ekki farið í nudd síðan þá. Þetta var fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið í nudd. En ég veit núna, þó maður byðji um heilnudd, flokkast það ekki undir það sama hjá öllum, fæstir nudda brjóstin................ En jæja börnin fara til pabba síns á morgunn. Ég ætla vera búin snemma í vinnunn. Ég vinn alltaf langt fram eftir öllu þegar börnin eru hjá pabba sínum, en ætla að breyta því í þetta skiptið. Læt myndir inn á morgunnGlottandi..........

 


Sunnudagur.27. Ágúst.2006

HæhæGlottandi

Jæja nú er ég búin að mála tölvuherbergið og flísaleggja bæði tölvuherbergið og baðið. Ég á bara eftir að láta fúguna á milli þá er allt komið. Þetta er ekkert smá mikill munur. Næst þegar þið komið í heimsókn til mín verðiði að tippla á augnhárunum, það er orðið svo fínt hjá mérUllandiGlottandi. Jói bróðir kíkti aðeins á mig og að sjálfsögðu fékk ég hann til að skera nokkrar flísar með mér. Rannveig systir kíkti líka á mig, þá fórum við nú aðeins út að fá okkur ísUllandi. Alveg nauðsinlegt að fá sér smá  pásu, ég fann það þegar ég var komin út. Var búin að vera að mála til 4 um nóttina á föstudaginn,. Flísaleggja til 3 um nóttina á laugardaginn, án þess að taka nokkra pásu, nema rétt til að fá mér kaffi . Enda er ég búin að drekka svo mikið kaffi þessa helgi að, einn bolli í viðbót og ég pissa kaffiGlottandi. Næst í röðinni er það herbergið hennar Lísu Maríu, veit ekki alveg hvenær ég geri það, það verður mjög fljótlega ef ég þekki mig rétt. Ef ég er búin að ákveða eitthvað getur það yfirleitt ekki beðið, ég verð helst að gera það í gær. Hún var búin að samþykkja að hafa það hvítt, ef hún fær prinsessu púða í staðinBrosandi. En það er ekkert smá gott að vera búin að flísaleggja, maður er svo lengi að því, reikna út, mæla, skera, gera uppkasst og allskonar svona......... Langar ykkur að sjá myndir?Ullandi. Eða á ég bara að luma á þeim????????


Fimmtudagur.24. Ágúst.2006

GlottandiHæhæBrosandi

Það var eins gott ég hafði samband við Byko í dag. Ég fékk bandvitlausa leiðbeiningu vaðrandi efni og hvernig ætti að flísaleggja þegar ég keypti flísarnar. Var aðeins búin að gleyma og hringdi til að rifja þetta aðeins upp. Maðurinn kom af fjöllum og spurði um hvað ég væri eiginlega að tala. Ég sagðist hafa fengið þessar upplýsingar hjá einum starfsmanninum í þessarri verslun, sem er alveg rétt, en kolrangar upplýsingar. Hefði ég sett þetta efni á gólfið sem ég var látin fá í fyrstu, hefði dúkurinn allur bólgnað upp og flísarnar ekki fest við hann. Þannig ég fór í Byko í dag, skipti efninu og fékk réttar upplýsingar, vona égÓákveðinn. Maðurinn sem ég talaði við í símann var ekkert smá dónalegur við mig, ég hef aldrei fengið aðra eins tilsvörun. Hann var með svo mikinn hroka að ég náði varla upp í nefið á mér. Hann fékk líka alveg að finna hversu dónalegur mér fannst hann vera. Þegar ég fór til að skila efninu, afgreiddi hann mig aftur og var þá orðin ljúfur sem lamb. Ég var meira segja orðin svolítið stressuð, því það biðu svo margir eftir afgreiðslu en hann blaðraði og blaðraði um flísalagningu. Nú er ég orðin svo fróð um flísalagningu að ég get nánast tekið meistaraprófGlottandi. Ég kíkti aðeins á mömmu og pabba í dag, mamma var að fara á klúbbmeistaramót í golfi á Hellu í 4 daga. Við pabbi vorum e-h að ræða þessar betrumbætur á heimilinu hjá mér og hvað ég ætlaði að gera á næstunni í þeim efnum. Hann var ekki að ná þessu, það fór allt í kross hjá honum. Spurði mig 3 hvað ég væri að fara gera núna um helgina áður en hann náði því, svo hrissti hann bara hausinn yfir mér. Ég ætla nefninlega að þrykkjast í að mála tölvuherbergið strax á morgunn og flísleggja það líka þessa helgi með baðinuBrosandi. Nenni ekki neinu drolli fyrst ég er að þessu á annað borðGlottandi. Þannig þegar ég er búin að skrifa þetta blogg, ætla ég að fara í að tæma tölvu herbergið og undirbúa það fyrir málningu. Vá það er ekkert smá mikið, öll námsgögnin sem ég hef verið með í gegnum árin. Það verður góður tími sem fer í þetta. Þetta verður mjög annasamur dagur hjá mér á morgunn en að sjálfsögðu byrjar hann á æfinguGlottandi...... Heyri í ykkur elskurnar


Miðvikudagur. 23. Ágúst. 2006

HæhæGlottandi

Oohhh ég er búin að vera tríta mig smá í gær og í dag, það var alveg komin tími á það. Fór í neglur í gær, svona rétt fyrir flísalagningu næstu helgi, passar það ekki vel samanGlottandi. Ég ætla svo að reyna finna mér tíma í næstu viku til að komast í klippingu, komin tími til að breyta um stíl og gera eitthvað alveg nýttGlottandi. Mamma er með hnút í maganum yfir næstu klippingu, það er aldrei að vita hvað mér dettur í hug, hún veit það nefninlegaUllandi. Hún er að reyna fá mig til að safna hári. Ég er ekki til í það alveg strax, á eftir að pufa meira í stuttu línunniBrosandi. Ég er að taka mig þvílíkt á í ræktinni, ég er alltaf dugleg, en er að gera enn meira núna. Hlaupa lengur og hraðar, lyfta þyngra, taka góða spretti bæði úti og inni. Já ég er gjörsamlega að taka mig upp á rassgatinuGlottandi. Það fer alveg að koma að fíneríinu mínu núna í september. Þá verður stutt stopp í ræktinni ,þannig það er eins gott að vera dugleg núna og halda svo ótrauð áfram nokkrum dögum seinna. Ég er með markmið í gangi sem ég er að keppast við að ná fyrir áramót. Ég get, ætla og skal ná því. Ég hef alltaf náð öllum mínum markmiðum sem ég hef sett mér í ræktinni og þetta verður engin undantekning. Jæja ég hef voða lítið að segja núna, þannig ég ætla að láta þetta nægja þangað til á morgunn, heyri í ykkur þá elskurnar..................Glottandi


Þriðjudagur.22. Ágúst.2006

Hæ elsku dúllurnar mínarBrosandi

Nú er ég gjörsamlega búin að tapa geðheilsunni, þetta blessaða tölvuapparat mitt er búið að gera mig brjálaða frá því í gær. Ég var að fá mér flatan skjá, allt í lagi með það. Ég var líka að fá gömlu tölvuna mína til baka, sem ég hélt reynar væri ónít en var það ekki, sem betur fer, því allur skólinn minn er þar inni. Jæja ég var semsagt að víxla öllu og tengja upp á nýtt, barnaleikur. Nema hvað lyklaborðið var alveg gjörsamlega frosið, það var ljós á því, en alveg óvirkt. Ég gat farið inn á netið og notað músina en ekki lyklaborðið. Ég á 2 lyklaborð og tvær tölvur en alveg sama hvernig ég víxlaði þessu ekkert gekk upp, bæði lyklaborðin óvirk í báðum tölvum. Ég var að verða geðveik. Barnsfaðir minn kom og kíkti á þetta fyrir mig í gærvöldi, en ekkert gekk hjá honum frekar en mér. Ég hringdi á tölvuverkstæði og þeir voru ekki að skilja þetta. Ég hringdi í Sigga vin minn, mann Friðriku vinkonu, hann ætlaði að kíkja á mig í kvöld og ath þetta fyrir mig. En svo allt í einu komst þetta í gagnið, þegar ég slökti á tölvunni tók lyklaborðið úr sambandi, setti hitt lyklaborðið í samband og kveikti svo á tölvunni. Þá bara small þettaBrosandi. Ég var samt búin að gera þetta nokkrum sinnum en án árangurs. Rosalega sem þessar tölvur geta farið í mig, ég hamaðist eins og óð væri, að tengja þessar tölvur sundur og saman, að reyna fá þetta til að virka. Ég er samt þannig ég gefst ekki upp, fyrr en mér tekst að ráða fram úr hlutunum og það tókstUllandi. Jæja svo ég hætti þessarri upptalningu þá náði ég loksins í söngskóla Maríu Bjarkar og skráði Elís Viktor á námskeið, spennandi að sjá hvernig hann fílar það. Talandi um Elís Viktor. Honum finnst Íþróttarálfurinn ekkert spennandi lengur. Ég er búin að vera segja fólki frá þegar hann fór upp á svið að gera armbeygjur með Íþróttaálfinum. Honum finnst þetta ekkert merkilegt, þetta er bara maður í búning, málaður eins og Íþróttaálfurinn. Hann varð fyrir einhverjum vonbrigðum með Íþróttaálfinn að sjá hann augliti til auglitis. Hann snýr alltaf umræðunni og talar um Jónsa sem fór upp á þak,( þið sjáið hvað ég meina á myndunum) það finnst honum mikið merkilegraGlottandiBrosandi............................. Lísa María er að byrja í skólanum á morgunn, hún er búin að telja niður í 3 vikur ekkert smá spennt að byrja afturBrosandi. Hún er líka búin að skifta um skoðun og ætlar aftur í Ballett en ekki fimleika. Úúfff þetta verða fimleikar, söngskóli, ballett og blokkflauta. Ekkert á sama stað, eins gott að dagskráin passi saman. Jæja ætla vinda mér í að hlaða inn myndumGlottandi.... Heyri í ykkur á morgunn......

 


Sunnud 20. ágúst 2006

Æææiiiii þið fáið þó nokkuð af innsláttarvillum í þessi bloggi. Smá þraut fyrir ykkur að lesa í gegnum. Enda fyrst þið eruð að lesa þetta, þá hafiði ekkert betra að gera og getið alveg leist smá innsláttarþrautir í leiðinniUllandi.


Sunnudagur.20. Ágúst.2006

SvalurHæhæGlottandi

Jæja þá hef ég lokið við að mála baðið, gerði það reyndar á föstudaginn, ég flísalegg svo næstu helgi. Mig hlakkar ekkert smá mikið til að gera þetta. Ekki bara að sjá breytinguna heldur líka að læra  þetta. Ég er búin að hugsa mikið um það sem ég held að verði erfitt, eins og að taka klósettið frá(muna að skrúfa fyrir klósettvatniðGlottandi) og festa það aftur. Kósettrörið er nefninlega undir klósettinu og ekki sjáanlegt, yfirleitt er það fyrir aftan klósettið. Ég held ég eigi nú eitthvað eftir að klóra mér í hausnum yfir þessu. Annars held ég að allt sé á hreinu, þangað til annað kemur í ljósSvalur. Yfir í annað, ég fór á Lató hlaupið með börnin mín á laugardaginn. Íþróttarálfurinn fékk Elís Viktor upp á svið ásamt annarri stelpu til að gera armbeygjur og ætlaði e-h að henna þeim, "þið látið hendurnar í gólfið" Elís Viktor var nú ekki mikið að hlusta á hann, fór bara niður og gerði armbeygjur á einni fyrir framan þúsudir manns. Maggi Scheving var ekkert smá hissa, hætti sjálfur að gera armbeygjur og taldi upp í 20 armbeygjur hjá Elís ViktorBrosandi. Hvaða mamma ætli hafi verið að rifna úr stolti?...... Ha ég, jaahááUllandi. Lísa María var líka ekkert smá stolt af bróður sínum, vá mamma hann þorði að fara upp á svið og gera armbeygjur fyrir framan alla. Það fannst henni rosalegt, að hann hafi þorað því. Þó það hefði staðið ljón fyrir aftan Lísu Maríu, hún hefði ekki farið upp á svið. Ég er að vinna með þetta hjá henni að stappa í hana kjarkinn, hún er komin vel á veg og kemur mér stöðugt á óvart. Munurinn er líka sá, hann er strákur og hún stelpa, kynin eru ólík varðandi kjark og þor. Jæja svo ég haldi nú áfram ég held hann Jónsi sé bara í ÖLLU. Hann var með hljómsveitinni sinni fyrir upphitun hjá íþróttarálfinum, tók líka þátt í upphituninni sjálfri hjá íþróttarálfinum, startaði hlaupinu og var að spila með hlómsveitinni sinni um kvöldið á menningarnótt. Enda er hann ótrúlegur. Hann nær að gera efnið svo spennandi og skemmtilegt eins og t.d í upphituninni fyrir börnin, þau voru agndofa öll sem eitt. Hljómsveitin í Svörtum fötum tók svo nýtt lag sem þeir voru að gefa út, rosalega flott lag og texti eftir Jónsa. Textinn stendur upp úrBrosandi.... Læt myndirnar inn á morgunn, er orðin svo þreytt.....


Fimmtudagur.17. Ágúst. 2006

HæhæGlottandi

Nú er ég búin að reyna ná í söngskóla Maríu Bjarkar af og til í 3 daga án árangurs, ég er búin að reyna hringja á öllum tímum. Ætla að leifa Elís Viktor að fara í söngskóla í vetur. Hann er svo söngelskur að það er ótrúlegt. Hann er alltaf syngjandi. Þegar hann sér hljóðfæri missir hann áhuga á dóti og fer að spila. Hann á kassagítar, oft kem ég að honum sitjandi á rúminu sínu að syngja og spila á gítarinn sinn( ég passa mig á að láta hann ekki sjá mig, stend bara og hlustaBrosandi). Ég nefndi þennan áhuga hans Elís Viktors, við ágætan vin um síðustu jól. Sá vinur veit hvað hann syngur á þessu sviði. Hann bennti mér á að börn geti fengið bakfall og neiti að syngja þegar í söngskólann er komið, þó þau hafi unun að syngja heima. Í söngskólanum eiga þau að synga og syngja í hóp, í staðin fyrir af eigin löngun eins og heima. Mér fannst þetta mjög rökrétt, vildi ekki taka sénsinn og ákvað að bíða og sjá þangað til núna í haust. Áhuginn hefur farið vaxandi ef eitthvað er, þannig ég ætla leifa Elís Viktor að prófa. Svo lengi sem þetta er ekki mjög dýrt, börnin fara nefninlega bæði í fimleika og Lísa María að læra á blokkflautu. Talandi um íþróttir, Lísa María fór með afa sínum og ömmu í golf um daginn og var alveg að fíla það. Hún hefur semsagt erft fjölskyldu íþróttina og er að fara með þeim aftur á morgunnGlottandi. Hún er náttúrlega með besta golfkennara sem hægt er að hugsa sér, pabba minn. Hann hefur verið í golfi frá því hann var 5 ára og er ennþá. Ég er nánast alin upp út á golfvelli. Hann er ekki bara góður kylfingur heldur er hann líka golfsmiður. Semsagt allur í golfinuGlottandi. Eftir að hann náði að draga mömmu með sér í þetta eru þau aldrei  heima á sumrin, alltaf í golfi sem gertur verið alveg óþolandiBrosandi. Alveg sama hvað ég reyni að leggja mig mikið fram að fíla þessa íþrótt. Oohhh ég bara get það ekki. Hún nær hreinlega ekki til mín á nokkurn hátt. Ég er meira fyrir að taka á því. Ég var í fimleikum og  dansi þegar ég var lítil og núna í líkamsrækt. Ég segi stundum að ég sé ekki nógu þroskuð til að spila golf, ekki búin að ná þessarri yfirveguðu innri ró sem þarf til. Þó ég sé róleg, og á til alla heimsins þolinmæði, þá er það ekki það sama. En ef dóttir mín fílar þetta, þá er hún í góðum höndum og örugglega ekki langt að bíða þangað til hún fær sérsmíðað golfsett frá afa sínumGlottandi. Úr einu í annað, ég er ennþá að mála baðið. Ég ákvað að rífa gólfdúkinn sem var brotinn 4cm upp á vegg niður. Ég er búin að vera skafa límið af veggnum. Efnið sem ég er með til að leysa límið upp er svo sterkt að ég var nánast í vímu viða að gera þetta. Svo þurfti ég náttúrlega að pússa yfir. Hefði þurft að nota sandpappír en fann hann ekki og notaði bara grófustu naglaþjölina mína sem ég átti í staðin. ( Amma mín heitin sem var í miklu uppáhaldi hjá mér, sagði alltaf að ég myndi ekki deyja ráðalausUllandi). Áferðin á veggnum er alveg slétt. Ég er ekkert má ánægð með þettaGlottandiUllandi. Jæja nú ætla ég að halda áfram og klára svo á morgunn. Ég er alltaf að taka eftir einhverju sem ég get ekki horft framhjá. Eins og karluglan sem ég keypti íbúðina af, boraði sturtuhengið í vegginn með 4 cm löngum skrúfum. Þá eru náttúlega tappar og stærðarinnar göt í veggnum. Ég gat ekki haft hann þannig og kíttaði uppí og pússaði eins og maður gerir, þið þekkið þetta. En það er allskonar svona sem er að tefja fyrir mér. Jæja ætla að halda áfram, gera sem mest og eiga sem minnst eftir á morgunnGlottandi. Heyri í ykkur elskurnar....


Þriðjudagur. 15. Ágúst.2006

Halló hallóBrosandi

Ein spurning, karlmenn og verkvit er það e-h sem heyrir sögunni til? Ég er semsagt að undirbúa baðið fyrir málningu. Þið vitið líma meðfram skrúa niður og svona. Nema hvað, ég ætlaði að taka niður sturtuhengisstöngina sem ég hef reyndar aldrei notað, finnst það svo ljótt(hún var þegar ég keypti íbúðina). Yfirleitt eru þessar stangir festar með sogtappa. Nei,nei þegar ég var búin að þjösstnast svoleiðis á stönginni og bókstaflega hanga á henni án árangurs, fór ég að ath málið betur. Sturtugengissláin var skrúfuð í vegginn, ekki með einni skrúfu, heldur 3 skrúfum sitthvoru megin. Það var nú reyndar ekki nema von að ég hafi ekki tekið eftir þessu, þar sem hlíf var yfir skrúfunum eins og á sogtappadótinu. En fyrr má nú aldeilis vera, 6 skrúfur í það heila að halda sturtuhengi. Jæja sláin fór að lokumGlottandi. Hvað segir þú kæra frænka myndum við gera þetta svona? Nei ég held bara ekkiBrosandi. Ertu búin að búa þig undir nokkur símtöl varðandi ráðleggingar á flísalagningu eftir 2 vikur?Ullandi Ég er annars búin að fá mjög góðar upplýsingar hvernig best er að gera þetta, bara ef ég gleymi einhverju, sem væri þá ekki í fyrsta sinnUllandi. Hlakka ekkert smá til að sjá muninn. það er náttúrlega alveg skelfilegur dúkur á gólfinu, þannig alveg sama hvað ég legg flísarnar illa, það verður samt flott, það er léttirUllandiGlottandi. Ætla fara sofa svo ég vakni fersk á æ - - - - -.


Mánudagur.14. Ágúst.2006

Jæja jæjaBrosandi

Ætla ekki allir með börnin sín í Latabæjar-maraþon á laugardaginn, það ætla ég að geraBrosandi. Ég er meira að segja löngu búin að skrá börnin í hlaupið. Þetta verður mikið fjör, Íþróttaálfurinn kemur og hitar upp með börnunum áður en lagt verður af stað. Svo á meðan eða eftir hlaupið, eru Jónsi og félagar að spila. Það er vel við hæfi þar sem Jónsi er nú svoddan Íþróttaálfur með ótæmandi orku virðist stundum veraBrosandi. Ég veit sveimér ekki hvor er sprækari Íþróttaálfurinn sjálfur eða JónsiUllandiGlottandi. Yfir í annað, annað kvöld ætla ég að byrja undirbúa málningarvinnuna á baðinu, flýta fyrir mér. Ég ætla koma því þannig fyrir að ég verði í fríi fyrripartinn á miðvikudaginn og mála þá. Í staðin vinn ég langt frameftir, það er í lagi fyrst þetta er miðvikudagur, þá kemur það ekki niður á börnunum mínum. Ég er svo snnniiiiiiðug, þetta er allt útpæltGlottandi. Það er engin smá munur á eldhúsinu eftir að ég tók niður ávaxta límmiðana. Lísa María var ekki alveg sátt við mig, hún vildi hafa þá. Nú eru samningar í gangi á milli mín og Lísu Maríu. Ég er búin að segja henni að ég ætli að fara mála herbergið hennar, það fyrsta sem hún sagði... EKKI HVÍTT ákveðin í því, íbúðin er öll hvít. Hún vil hafa herbergið sitt rautt. NEI TAKK FYRIR... ÉG MÁLA HERBERGIÐ EKKI RAUTT.... Ég er að reyna semja við hana að hún fái rauða púða í staðin fyrir rauða veggi. Hún er að melta þaðBrosandi. Alveg ótrúleg....... Jæja ætla að láta inn fleiri myndir af helginniGlottandi....... Heyri í ykkur á morgunn....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband