13.8.2006 | 23:04
Sunnudagur.13. Ágúst 2006
Hæ hæ
Mikið rosalega átti ég góða helgi. Í stórum dráttum fór ég út að djamma á föstudaginn, fékk mér í glas
og skemmti mér rosalega vel. Jói bróðir var meira að segja bílstjóri fyrir mig, sagði já í hvelli þegar ég bað hann, ég á svo góðan bróður
. En þessarri þörf minni var svalað að fara út á lífið, dansaði reyndar ekki neitt, aldrei þessu vant. Þannig dansþörfinni var ekki svalað eins og ég er mikið fyrir að dansa, koma tímar, koma ráð. Úr einu í annað vitiði ég keypti geggjaðar flísar á baðið og tölvuherbergið, þær eru illa geðveikar. Ég hlakka svo til að leggja þær, mig langar að gera það strax
. Þær eru æði, æði, æði. Ég ætla samt að bíða og gera þetta næstu pabbahelgi sem er eftir 2 vikur, það er ekkert vit í neinu öðru. Ég var sammt að ákveða fyrir svona 5 mínútum síðan að mála baðherbergið áður en ég flísalegg. Ætla að gera það á miðvikudaginn, það er rosalega lítið sem þarf að mála það eru eiginlega flísar á öllum veggjum nema 1,5 og loftinu þannig ég verð snögg að þessu
. Ég hlakka svo til og það er svo erfit að bíða. Ég get verið fröken fljótfær í svona málum, vil drýfa allt af í hvelli, nenni ekki neinu hangsi
. En í örum málum þarf ég að vega allt og meta. Svona er vogin, ég er svo 100% vog að það hálfa væri nóg. Minnir mig á, Það styttist í afmælið mitt 29. september
. Rosalega er tíminn fljótur að líða. Jæja ætla að hlaða inn myndum fyrir ykkur, læt svo meira inn á morgunn gaman, gaman
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2006 | 01:03
Fimmtudagur. 10. Ágúst. 2006
Hæhæ
Ooohhh mikið rosalega var ég hrædd áðan, það munaði engu að ég hefði pissað niður. Ég þurfti að fara á mjög skuggalegan stað núna seint í kvöld. Vá hvað ég var hrædd. þegar ég kveikti ljósin sprungu perurnar í ljósinu og komu neistar, allt svo dimmt og drungalegt. Ég er svo mirkfælin og hef alltaf verið, en hef reynar lagast mikið eftir að ég átti börnin, þegar að ég þurfti að æxla ábyrgð á öðrum, þá þarf ég að vera svo sterk. Ég þoli ekki svona mirkur eins og er farið að koma núna, þá kemur mirfælnin alltaf upp. Tala nú ekki um þegar börnin eru hjá pabba sínum. Ég á það til að sofa með allt kveikt, en finn lítið sem ekkert fyrir þessu þegar börnin eru heima. Á svona stundum myndi ég vilja eiga mann sem passar mig
. Það er góð ástæða fyrir þessarri mirkfælni minni, úr æsku. (Ekki misnotkun, tek það skýrt fram.) Úr einu í annað mér til mikillar ánægju uppgötvaði ég, að ég get tekið ávaxta myndirnar af flísunum í eldhúsinu. Þetta voru bara límmiðar eftir allt saman. Ég er byrjuð að rífa límmiðana af og ætlaði mér að gera það í einum grænum. Nei, nei þetta er ekki verk sem maður gerir í hvelli, maður er endalaust að skafa þetta drasl. Ég er hálfnuð, engin smá munur. Ég ætla svo núna um helgina að versla baðherbergisflísarnar og það sem til þarf í flísalagningu, vinda mér svo í verkið eftir 2 vikur. Hlakka ekkert smá til
. Yfir í enn annað Aníta vinkona kom í heimsókn seinnipartinn með strákana sína tvo. Hvað haldiði, hún vissi alveg hvaða helgi er núna. Já hún reif mig með sér á djammið og tókst með herkjum að ná mér. Nei bara að grínast, ég sagði já í hvelli, frekar en ekki hvað, auðvitað fer ég með henni, til er ég
. Ég er meira að segja að spá í að fá mér í glas. Ætla svo í Blá lónið á laugardaginn og vera þar þangað til ég er vel soðin eins og rúsína, fara þá að skoða flísar.... Er þetta ekki gott plan
. Heyri í ykkur.... Já þið fáið myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2006 | 00:52
Mánudagur. 1. Ágúst.2006


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2006 | 01:34
Sunnudagur. 6. Ágúst.2006
Hæhæ
Jæja þá er ég komin heim eftir vel lukkaða útilegu með barnsföður mínum og börnum. Já hann barnsfaðir minn fór með okkur, þar sem hann hefði annars verið í Reykjavík með börnin þá bara reif ég allt liðið í Galtalæk. Ég þekkti nokkra sem voru að fara þangað. Besta vinkona Lísu Maríu var þarna sem var algerlega óvænt ánægja, hún er flutt á Akranes, þær voru eins og samlokur allan tímann
. Tumi besti vinur Elís Viktors var þarna líka. Ég reyndar vissi af því, við mömmurnar vorum búnar að vera í sambandi upp á að tjalda á sama stað, þau höfðu aldrei komið í Galtalæk áður en þetta var þriðja skiftið mitt og barnanna, þannig ég vissi hvar væri berst að tjalda
. Við fengum fínt veður, það var aðeins úði öðru hvoru nema yfir blá næturnar þá rigndi mjög mikið. Við létum það ekkert á okkur fá, enda með allar græur,pollagalla, tjaldhitara, prímus sem er ómissandi að geta fengið sér heitt kaffi og hafragraut (ekki saman
) og bollasúpur fyrir börnin, Lísa María má ekki fá kakaó , þannig bollasúpa er notuð til að koma hita í kroppinn
. Ef þið eruð að fiska eftir því hvort við barnsfaðir minn erum að taka saman aftur, þá er það ekki einu sinni 1 á móti 1000. Við erum bara góðir vinir og höfum verið allan tímann frá því við skildum eftir 13 ára samband. Það eru komin 2 ár síðan við skildum og erum fínir vinir, nauðsynlegt barnanna vegna og okkar líka. Stundum slettist alveg uppá vinskapinn og förum alveg heiftarlega í taugarnar á hvort öðru en það tekur nú yfirleitt fljótt af. Jæja nóg komið um barnsföður minn, vildi bara koma í veg fyrir allan misskilning. Ég tók ekki eins mikið af myndum eins og ég ætlaði mér
. Batteríið kláraðist, ég var alvarlega að hugsa um að bruna í Reykjavík, hlaða vélina og aftur í Galtalæk, en það var kæft í fæðingu enda bara rugl
. Ég náði samt að taka þónokkrar myndir aðalega af börnunum en nokkrar fyrir ykkur. Hefði viljað eiga mynd af því þegar Elís Viktor labbaði að Gunna í Skímó og spurði hvort hann væri kúreki. Gunni var með stóran kúrekahatt á hausnum. Hann átti ekki alveg von á þessarri spurningu og vissi eiginlega ekki hverju hann ætti að svara, en svaraði því til að hann væri það þetta kvöld. Við vorum svo farin upp í tjald þegar skímó byrjaði að spila þannig börnin sáu þá ekki. Jæja myndavélin er að hlaða sig, læt myndirnar inn á morgunn. Ég verð nú alveg að játa það, ég er pínu þreytt eftir helgina, við vorum rosalega mikið úti.................. Heyri í ykkur á morgunn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2006 | 00:15
Fimmtudagur.3. Ágúst.2006
Hæhæ
Ég hef nú aldrei lent í öðru eins, þetta er nú varla frásögufærandi. Börnin mín eiga gæludýr, Lísa María á páfagauk sem er æðislegur hann er svo mikill karakter og Elís Viktor á gullfiska. Þau sjá alveg um dýrin sín sjálf nema ég sé um að hreinsa búrin og kaupa mat fyrir blessuð dýrin. Á laugardaginn síðasta voru börnin búin að safna sér pening og langaði til að kaupa ýmislegt fyrir dýrin sín. Lísa María keypti dót fyrir júlíus ( pafagaukinn) en Elís Viktor keypti sér fleiri fiska, svo Kalli á þakinu ( gullfiskurinn) myndi eignast vini. Hann var nefninlega bara einn í búrinu. Hann keypti sér 2 gullfiska í viðbót, einn appelsínugulann sem heitir Brói og annan fjólubláan sem heitir Maríus. Nú kemur það skrítna.... Í dag þegar ég kíkti á fiskana vantaði Maríus
, já hann er horfinn. Þetta er lítið fiskabúr, ekki erfitt að leita í því þannig ég var nú frekar fljót að finna það út að blessaður fiskurinn er ekki í búrinu, hvorki lifani eða dáinn. Ég er búin að tala við börnin mín, þau tóku ekki fiskinn úr fiskabúrinu enda myndi ég ekki trúa þeim til þess. Þau hugsa voða vel um dýrin sín enda er fiskurinn svo sprettharður að ég efart um að þau hefðu náð honum án þess að ég heyri nokkuð eða fatti. Ég er líka búin að tala við barnapíurnar mínar sem eru 2 bestu vinkonur, þær skilja ekkert í þessu, og segja að börnin hafi ekkert verið að leika sér í fiskabúrinu enda gera þau það aldrei. Elís Viktor gefur þeim að borða og spjallar við þá annað ekki. En Það er nú nokkuð ljóst að fiskurinn fer ekki sjálfur upp úr búrinu.... Nema að kuðungurinn sem er í búrinu sé orðin fiskæta sem ég efast um, hann er reyndar stórfurðulegur búinn að tvöfaldast í stærð síðan ég sá hann síðast. En það væri nú frekar langsótt. Ég er bara að láta mér detta e-h í hug, skil ekki hvað hefur orðið um vesalings fiskinn. Jæja úr einu í annað, einn dagur í brottför
. Ég hlakka ekkert smá til, búin að kaupa allt og segja börnunum mínum að við séum að fara. Ótrúlegt hvað þau muna, Lísa María var að rifja það upp þegar við horfðum á brennuna og flugeldana í fyrra, hafi ég verið að búa til blómakrans á höfuðið á þeim. Það er svo gaman þegar börnin fara að muna svona aftur í tímann og rifja það upp með manni, þá sér maður svo vel hvernig þau líta á hlutina og hafa upplifað þá
. Bróðir minn ætlar að nota tækifærið og vera í íbúðinni minni yfir helgina. það finnst mér léttir, það er svo mikið um innbrot um þessa helgi ár frá ári. Jæja dúllurnar mínar heyri í ykkur á sunnudaginn, ætla koma heim þá, það væri nú gaman að kíkja einn dag til eyja
. Ég fer í ræktina eins og vanalega í fyrramálið og held svo af stað út úr bænum. Heyri í ykkur á sunnudaginn ég mun taka nóg af myndum til að sýna ykkur af fullorðna fólkinu
. Góða ferð elskurnar þið sem eruð að fara, en hafið það öll sem allra best þangað til ég heyri í ykkur næst
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 00:21
Miðvikudagur. 2. Ágúst.2006
Hæ hæ
Jæja nú er það komið á hreint ég fer ekki til eyja. Ég fer í Galtalæk með börnin mín, ég fór með þau í fyrra og hittifyrra þannig þetta er að verða hefð hjá okkur. Ég mun örugglega fara næst líka, kæmi mér ekki á óvart
. Ég kaupi miðan eftir hádegi á morgunn og segi börnunum mínum frá þessu seinnipartinn. Þau verða ekkert smá glöð við þekkjum líka svo marga sem eru að fara þangað, þetta verður stuð. OOHHHH mig langar samt svo rosalega mikið til eyja. Þegar ég er búin að kaupa miðann eftir hádegi á morgunn, ætla ég ekki að voga mér að hugsa um eyjar. Það var meira að segja húrra hróp þegar ég sagðist ætla í Galtalæk, það verður mjög gaman hjá okkur. Hlustað á tónlist, spilað, grillað, farið í leiki og svona
. Úr einu í annað var ég búin að segja ykkur frá því Ellý vinkona kom í heimsókn á mánudaginn. Símarnir stoppuðu ekki á meðan og hafa reyndar ekki gert síðan, hún var farin að spyrja hvort símarnir væru ekki bara bilaðir
. Ég reyndi að hafa þessi símtöl sem allra styðst en stundum er þetta svona, það bara stoppa ekki símarnir. Eftir þessi orð, þorir enginn að hringja í mig, jú jú endilega hringiði
. Eftir verslunarmannahelgi ætla ég að þræða búðirnar í leit að baðherbergisflísum, reyna nota þessar útsölur á meðan þær eru. Mér finnst ég aldrei gera neitt á þessu heimili, en þegar Rakel og Stjáni komu sá ég að það er nú öðru nær. Ég er búin að taka niður forljótu skóhilluna á ganginum sem var þegar ég flutti inn, kaupa mér nýtt sófasett, losa mig við hillusamstæðuna í stofunni, mála alla íbúðina, kaupa hillur og kommóðu inní barnaherbergin, yfirdekkja borðstofustólana svo eitthvað sé nefnt. Næsta skref er að taka baðherbergið í gegn og tölvuherbergið samhliða því, helst herbergið hennar Lísu Maríu líka, langar að breyta því aðeins. Þarf líka að losa mig við stofuborðið og sjónvarpskápinn. Ætla annað hvort að fá mér eik eða beiki ég er öll í þessu ljósa og bjarta. Þetta er svo gaman að gera svona fínt hjá sér
, Þarnæst verður það vonandi eldhúsinnréttingin sem fær að fjúka. Ég tek það fram, ég geri þetta ekki allt í einu, bara smám saman. Þetta er markmið næstu 6-12 mánuðina. Eldhúsinnréttingin kemur örugglega ekki fyrr en á næsta ári..... Er þessi upptalning ekki frábær fróðleikur, bara aðeins að leifa ykkur að vera með
. Jæja elskurnar þið sem farið úr úr bænum á morgunn, góða ferð og í guðanabænum fariði varlega, gangið hægt inn um gleðinnar dyr og allt það. Ég ætla fara að sofa svo ég vakni hress á æfingu, heyri í ykkur hinum á morgunn
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2006 | 00:33
Þriðjudagur.1. Ágúst. 2006
Hæhæ
Jæja nú syttist í verslunarmannahelgina, útlitið er ennþá þannig að ég fari ekki til eyja, það er engin að fara þangað sem ég þekki beint, ég á kunningja sem eru að fara þangað en maður fer ekki með hverjum sem er. Flest allar mínar vinkonur eru giftar eða eru búnar að vera í löngum samböndum. Ég á reyndar tvær vinkonur úr sitthvorri áttinni sem skildu á svipuðum tíma og ég, en eru báðar komnar í fast samband aftur. Þegar svona stendur á er fólk ekkert að fara í djammferðir til eyja. Ég skil það mjög vel. Fólk heldur örugglega að ég eigi ekki vini. Ó jú ég á vini, marga góða vini. Við hittustum frekar með börnin okkar, förum í sund, húsdýragarðinn, grillum saman, förum í sumarbústað og fl. Ég ætla samt að reyna aðeins betur, það hlýtur að vera e-h sem er að fara til eyja. Hver einasta fruma í líkama mínum hrópar á eyjar mig langar svo rosalega mikið til að fara. Annars er verið að pressa á mig að koma í Galtalæk, það er hringt í mig á hverjum degi, ætlaru að koma, ertu búin að ákveða þig
. Ég er að vonast eftir að e-h hringi í mig og tosi mig með til eyja. Það þarf nú reyndar ekki mikið að tosa, það liggur við að ég geti sett eyrnapinna í eyrun og flogið á þeim, bara á viljanum einum saman
. Vel á minnst um viljan. Ég fékk símhringingu núna um helgina frá vin sem þekkir mig mjög vel. Hann sagði mér að ég væri rosalega kraft mikil og viljasterk manneskja. Þegar liggur ekki alveg nógu vel á honum eins og gengur og gerist hjá öllum, nægir það honum að hugsa til mín, það gefur honum kraft og rífur sig upp og heldur áfram. Þetta er ekkert smá mikið hrós, að maður geti haft svona hvetjandi áhrif á fólk án þess að vera í kringum það eða tala við það
. Reyndar hefur þetta verið sagt við mig í ræktinni. Þar eru nokkrir sem koma reglulega til mín og segja mér að ég sé hvattning fyrir þau og að ég sé þeim til fyrirmyndar. Það er samt allt annað, þau þekkja mig ekki sem persónu, en þessi vinur er búin að þekkja mig í 16 ár. Ég ætti kannski að reyna nota viljan aðeins meira og hætta hugsa alltaf um skynsemina. Of mikil skynsemi getur hindrað okkur í að fá það sem við viljum, og ef við hlustum á hjartað fellur skynsemin niður. Því það getur komið fyrir að það sem hjatað segir, er ekkert alltaf skynsamlegt, en stundum veit maður það ekki, nema láta á það reyna. Kannski sjáum við eftir því, kannski ekki. Oft fer það eftir viðbrögðum annarra hvort það sé eftirsjá eða ekki. Smá útúrdúr
. Svo ég snúi mér að öðru. Helgin var æðisleg Tumi vinur Elís Viktors var hjá okkur yfir nótt, ekkert smá gaman börnin fengu að vaka til 12, það hefur ekki gerst síðan á gamlárskvöld
Á sunnudagsmorgninum fór ég með þau öll út í hjólatúr í tæpa 2 tíma. Þegar við komum til baka voru þau svo svöng að ég hefði getað gefið þeim hvað sem er og þau hefðu borðað með bestu list
. Lísa María fór til vinkonu sinnar sem býr á Kjalarnesi, þær höfðu ekki hist lengi, þvílíkir fagnaðarfundir. Næstu 3 vikur verður mikið ekið á milli, Grafarvogs og Kjalarnes, þangað til stelpurnar byrja aftur í skólanum, mikið fjör hjá þeim
. Jæja er að hugsa um að fara undirbúa morgundaginn og svo að sofa svo ég vakni fersk á æfingu
. Læt ykkur vita vonandi á morgunn hvað ég geri um verslunarmannahelgina. Mig langar svo, mig langar svo að lifta mér á kreik.... í eyjum
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2006 | 01:22
Fimmtudagur.27. júlí.2006
Hæhæ
UUUHHHHHUUUUUUHHHHHUUUUU það lítur allt út fyrir það að ég fari ekki til eyja, fólkið sem ég ætlaði með er hætt við að fara
. Reyndar af mjög skiljanlegum ástæðum, en það er samt svo rosalega leiðinlegt. Mig langaði ótrúlega mikið í fyrra, en fór frekar með börnin mín í Galtalæk, samt átti barnsfaðir minn þá helgi í fyrra. Ég dílaði bara við hann sem var ekki erfitt því hann er ekki mikið fyrir útilegur, en svo fór hann til eyja. Núna er verzlunarmannahelgin mín helgi. Við barnsfaðir minn vorum búin að semja um að hann myndi hafa börnin, því hann var svo óheppin að fá salmonellu sýkingu nú í sumar og hefur voða lítið getað gert með börnunum. Hann er af mestu leiti búin að jafna sig og gott tækifæri til að gera e-h skemtilegt með börnunum um þessa helgi og ekkert nema sjálfsagt að víkja fyrir því. Ég var aldeilis búin að ákveða að fara til eyja fyrst ég yrði barnlaus og hlakkaði ekkert smá til. Ég er á mörkunum að henda mér í rúmið og grenja eins og ofdekraður smákrakki án gríns, mig langar svo að fara. LANGAR ÞIG AÐ KOMA MEÐ MÉR TIL EYJA??? Ef ég brosi rosalega fallega
gerðu það....
Yfir í allt annað fór á kaffihús með Ragnheiði, kærastanum hennar og Heiðu í gær ekkert smá gaman, vorum lengi búin að stefna að þessu og létum verða af því í gær.... Vitiði ég verð að fá að skrifa meira á morgunn og láta myndirnar inn þá, ég lofa því. Ég veit þið eruð að bíða eftir myndunum, það er bara búið að vera mikið að gera hjá mér og alltaf að koma e-h uppá sem ég hef ekki átt von á en þarf að leysa strax. Ætla að fara að sofa svo ég verði hress á æfingu á morgunn. MMMMMIIIIIGGGGG LLLLAAAANNNGGGAAARRRR SVOOOOOOOOOOO TIL EYJAAAAAAAAAAA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2006 | 16:26
Þriðjudagur.25.júlí.2006
Hæhæ.
Loksins gefst mér tími til að setjast niður og skrifa blogg eftir helgina. það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér, nú er ég í smá pásu en þarf að rjúka eftir smá stund og halda áfram með vinnudaginn. Svo ég segi ykkur aðeins frá helginni, hún var svo skemmtileg. Á laugardaginn fékk ég Björmu Karen dóttir Rakelar og Stjána lánaða og fór með öll börnin í Töfragarðinn á Stokkseyri. Það var ekkert smá gaman. Áður en við lögðum af stað náði ég í sumarleik Latabæjar og lékum okkur í honum báðar leiðir, frábær leikur. Við vorum komin í Töfragarðinn rétt eftir hádegi og vorum fram að lokun kl.18. Ég hafði aldrei komið þarna áður og mun alveg örugglega leggja leið mína þangað reglulega eftir þetta. Það sem stóð mest upp úr hjá börnunum var hestaferðin, þau fengu að fara á hestbak, það var teimt undir þeim einn vænan hring. Eins og venjulega datt myndavélin í hendurnar á mér og losnaði ekkert fyrr en við fórum, þoli ekki þegar þetta gerist, hún bara límist við hendurnar á mér. Við vorum svo lengi í Töfragaðinum að við komum tæpum 2 tímum of seint í afmælið til Jóa bróður, DÓNAR GETUM VIÐ VERIÐ. Skellti í mig smá súkkulaði köku og rauk af stað í bíó með Jóa bróður. Ég var búin að lofa honum mynd af eigin vali í sárabætur fyrir að fara ekki í kokteil-bíó sem átti reyndar aldrei að vera, nenni ekki að útskíra það aftur. Hann valdi að fara á Súpermann sem hann fékk, og ekki nóg með það ,heldur bauð ég honum í VIP salinn, þá fylgir ótakmarkað magn af poppi og gosi hann var mjög sáttur
. Á sunnudeginum komu Rakel og Stjáni ásamt dætrum sínum í heimsókn, að sjálfsögðu fengu þau ilvolgt Bananabrauð. Stjána fannst það svo gott að hann nánast ummaði
. Karlmenn og matur alltaf eins
. Rakel var svo slöpp að hún hafði enga list, við Stjáni og aðalega Stjáni gerði í því að bjóða henni e-h og stríða henni. Ég var alveg hissa þegar hún afþakkaði góða Rauðvínið sem ég bauð henni
. Jæja nú verð ég að fara halda áfram með daginn, heyri í ykkur á morgunn. Reyni að láta myndir inn í kvöld. Á eftir að bæta við myndum frá 15 júlí og svo núna um helgina
. Nóg af myndum......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2006 | 02:44
Föstudagur 21 júlí. 2006
Hæhæ.
Jæja nú erum við öll á uppleið í litlu þriggja manna fjölskyldunni. Elís Viktor orðin ekkert smá klár að hóla án hjálparadekka. Lísa María kann að snúa sér í hring á línuskautunum og ég er búin að læra að stoppa. Ég gafst upp á að býða endaleust eftir línuskautanámskeiðinu sem átti alltaf að vera á vegum Lauga. þannig ég bara skellti mér á línuskautana og notaði þrjóskuna, ÉG ÆTLA og viti menn, það tókst. Nú get ég farið niður nánast hvaða brekku sem er án þess að hugsa um hvort e-h grindverk taki á móti mér
. Seinni partinn í gær fór ég með börnin niður á höfn að skoða stæðstu skútu í heimi, það var ekkert smá gaman. Fræddi þau um seglin, masterin og fleira sem ég vissi um skútur, hvað er líkt og ólíkt með skútur og skip. Þeim fannst ég svo klár, vááá mamma af hverju veistu svona mikið um skip, þau sugu allt inn sem ég sagði þeim
. Ég fer reglulega með þau í sunnudagsbíltúr niður á höfn að skoða skipin og út á flugvöll að skoða flugvélarnar og borðum ís á meðan. þetta finnst þeim svakalegt sport. Við fórum einmitt í gær þegar við vorum búin að skoða skútuna niður á flugvöll. Ég er vön þessu frá því í æsku og hef alltaf haldið þessu eftir ég fór að eldast og áfram eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu, þessir bíltúrar gátu farið mjög í taugarnar á barnsföður mínum
. Nú kvartar engin
. Elís Viktor ætlar að vera flugmaður þegar hann verður stór, það er langt síðan hann ákvað það og stendur enn við það. Hann veit þónokkuð um flugvérar og gat frætt systur sína heilan helling um þær í gær. Ég var líka bara, bíddu bíddu er þetta litla barnið mitt að fræða stóru systur sína um flugvélar. Lísa María Sagði líka, mamma af hverju veit Elís Viktor svona mikið um flugvélar. Úr einu í annað............ Jói bróðir á afmæli á morgunn, sem er ekki frásögufærandi nema hvað. Í byrjun vikunnar var ég ekkert farin að heyra neitt frá fjölskyldunni varðandi e-h plan fyrir afmælið. Hann verður 25 ára þá er nú alveg must að gera e-h. Hann er enginn partý strákur, frekar jarðbundinn og rólegur, þannig ég vissi að það yrði ekki afmælispartý. Ég tók mig til og hringdi í fjölskylduna og stakk upp á að við fæum öll saman og fleiri til á Lækjarbrekku. Það var tekið vel í þessa hugmynd. Ég pannta borðið og sérstakan afmælisdesert og ýmislegt fl. sem átti að koma á óvart. Í dag föstudag, afmælið á morgunn laugardag, fór fólk að afboða sig. stendur þannig á hjá mörgum eins og gengur, margt í gangi yfir sumartímann. Það var ekki málið. Ég var búin að gera svo mikið leikrit í kringum þetta afmæli að það endaði með því að ég datt á bólakaf í djúpan skít. Ég er ekki að grínast. Ég var búin að bjóða Jóa bróður á fm forsýnungu á laugardaginn. ( hún var í kvöld förtudag, en ég snéri því yfir á laugardag, það er leikritið) Sagði honum að vera frekar fínn, af því fyrir sýningu ætti að vera kokteilboð og svo partý á Rex. Jú jú hann samþykkir þetta. Ég ætlaði svo að koma og ná í hann um 7, en fara með hann á Lækjarbrekku þar sem allir væru saman komnir og hann myndi gleyma bíó ferðinni af því þessi uppákoma var átti að vera stærri og meiri heldur en bíóferð. Þetta fína plan mitt breyttist í snittur og kökuboð heima hjá mömmu og pabba.... Ég er búin að hringja 770 símtöl upp á fm í dag til að redda miðum á sýninguna sem var í kvöld, en náði því miður ekki inn
. Þannig ég varð að segja Jóa bróður alla sólarsöguna svo hann yrði ekki fyrir vonbrygðum að fá kökur og snittuboð í staðin fyrir fína bíó kokteilferð sem var lýgi og átti aldrei að vera heldur út að borða. Til að bjarga mér fyrir horn, bauð ég honum að velja sér mynd í bíó og nammi á minn kostnað. Við erum semsagt að fara á Superman á morgunn. Sem betur fer tók hann þessu með jafnaðageði og hló ekkert smá mikið þegar ég sagði honum frá þessu, hann sá mig alveg í anda reyna redda öllu á síðustu stundu. Ég ætlaði að vera svo góð stóra systir, búin að undirbúa allt, tala við þjónana hvernig þetta ætti að vera og búin að búa til þvílíkt leikrit í kringum þetta. En svona er þetta. Það sem skiptir samt mestu máli er, allir eru heilir, við góða heilsu og við fáum tækifæri til að vera öll saman, það er fyrir öllu
. Jæja þetta er nú búin að vera meiri dagurinn eins og þið sjáið. Ætla fara að sofa. Ég ætla að fara á stokkseyri á morgunn í ævintýragarðinn með börnunum mínum og vera þar stóran part úr degi. Förum svo seinnipartinn í afmæli til Jóa bróður
. Heyri í ykkur á morgunn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)