Þriðjudagur. 18. Júlí 2006

HæhæBrosandi.

meiri, meiri geðveiki, meiri geðveiki.... Já nú er ég að reyna vinna af mér föstudaginn, svo ég þurfi ekki að drösla aumingja Elís Viktor með mér út um allt. Hef haft hann með mér í vinnuna síðustu 2 daga, vill helst ekki fá pössun fyrir hann. Hvaða sumarfrí er það að vera bara í pössun, get ekki gert honum það, þannig ég hef tekið hann með mér í vinnuna það er svo gott að vera í vinnu þar sem maður er ekki bundin við einn stað. Við erum búin að fara í kringluna og línuslauta svo e-h sé nefnt, þannig hann er ekkert að hanga yfir mér, hann er að hafa gaman þó hann sé með mér í vinnunniGlottandi. Barnsfaðir minn er aðeins farinn að hressast af salmonellu sýkingunni og ætlar að hafa Elís Viktor frá morgni til kvölds og Lísu Maríu eftir leikjanámskeið svo ég geti unnið af mér föstudaginn. Þannig það verður þvílík geðveiki á morgunn og fimmtudaginn, + að ég var búin að pannta klippingu,+ 2 æfingar og aukavinna af því ég var búin að fjórfalda vinnuna þessa viku á meðan börnin áttu að vera hjá pabba sínum. Guði sé lof að ég er orkumikil manneskjaGlottandi. En á ég að segja ykkur leyndarmál, ég elska að hafa svona mikið að gera og þurfa skipuleggja hverja mínútu. Undir svona kringumstæðum líður mér best. Ég hef stundum hugsað það, þegar ég kynnist manni sem heillar mig, þá er eins gott að hann vilji ekki bara vera heima og liggja í leti, það er ekki ég. Nei svoleiðis maður held ég að gæti ekki heillað mig. Ég þarf samt ekki að hafa stuð hverja mínútu, það má alveg slaka stundum á, ég er líka alveg normal og þarf að hlaða batteríin eins og aðrir, það tekur bara ekki langan tímaGlottandi. Yfir í allt annað, ég er í því að skrifa niður og gefa uppskriptina af Bananabrauðinu mínu það er svo gottUllandi. Ég baka það mjög oft, þetta er eitt af því fáa sem Lísa María má borða þannig ég geri þetta fyrir hana litlu snúllí dúlluna mínaGlottandi. Jæja ætla fara sofa, heyri í ykkur á morgunn....


Mánudagur 17. Júlí 2006

HæhæBrosandi.

Mikið rosalega var gott að byrja daginn eins og ég þekki hann berst, æfing og svo að vinna. Dagarnir hafa ekki flokkast undir normal hjá mér í tvær vikur. Fyrri vikuna var ég í sumarbústað og seinni vikuna á spítala með dóttur mína. Það var ekkert smá gott að sjá fólkið mitt,(fólkið sem mætir á svipuðum tíma og ég á æfingu, fastur kjarni. Það kalla ég fólkið mitt, spjöllum saman og svona.) Einkaþjálfararnir eru að týnast í hús eftir sumarfrí, aldrei að vita nema fari að sjást í ljóshærðan myndarlegan strák, fyrst einkaþjálfarinn hans er kominn í hús, vonandi.... það er svo gaman að sjá hannUllandiSkömmustulegur. Úr einu í annað. Lísa María bað mig um að baka Bananabrauð fyrir sig, jú ekkert mál með það, við hjálpuðumst að með það, henni finnst svo gaman að baka. Þegar var komið að því að brjóta eggin sem getur verið frekar erfitt verk fyrir litla putta. Nei nei hún tók bara eggin og braut þau með annarri, eins og hún hafi aldrei gert neitt annað en að brjóta egg. Hún er alveg ótrúlegBrosandi. Yfir í enn annað veðurspáin lofar góðu fyrir næstu helgi. Ef hún stenst ætla ég í pikknick ferð í Húsdýragarðinn. Geri það yfirleitt nokkrum sinnum yfir sumarið, þá förum við með teppi, nesti, myndarvél og video cameru með okkur, byrjum í húsdýragarðinum og endum í fjölskyldugarðinum þar sem börnin leika sér og ég tek myndir þarna eiðum við öllum deginum, ekkert smá gaman. Þetta er stefnan næstu helgi, annars á Jói bróðir líka afmæli næstu helgi verður 25 ára spurning hvað verður gert. Hann er svo hóvær og vill ekkert tilstand, þetta er spurningUllandiUllandiUllandi. Jæja ætla að fara sofa í hausinn á mér svo ég verði fersk á æfingu á morgunnGlottandi. Heyri í ykkur á morgunn......


Sunnudagur 16 Júlí 2006

Læt fleiri myndir inn á morgunn......

16. Júlí 2006

Eins og þið sjáið, er ég ekkert smá klár að geta farið mánuði aftur í tímann þegar mér henntarUllandiGlottandi en að sjálfsögðu átti þetta að vera 16 Júlí 2006.


Sunnudagur 16. júní 2006

Hæ hæBrosandi.

Ég fór í partýið hjá Rakel og Stjána í gær sem var haldið á Barnum. Rosalega var gaman, það var svo gaman að sjá vini þeirra og kunningja sem ég hef heyrt svo mikið um, en ekki séð næstum alla, þau eiga nefninlega heilan hafsjó af vinum og kunningjumGlottandi. Enda eru þau svo opin og frábær bæði tvöBrosandi. Jæja svo ég haldi nú áfram. Börnin ætluðu að vera hjá pabba sínum í heila viku, en það breyttist skyndilega í pabbahelgi þegar uppgötvaðist að aumingja karluglan er með salmonellusýkingu eftir Tyrklandsferðina. Mér finnst æðislegt að vera búin að fá börnin mín heim, en ég er samt í smá klemmu. Ég var nefninlega búin að fjórfalda vinnuna þessa viku á meðan börnin áttu að vera hjá pabba sínum. Veit ekki alveg hvað ég á að gera en það kemur í ljós....... Ég fór í bíó í dag með einn strákinn sem ég er með í persónuráðgjöf á myndina Click, hún var mjög góð, kom mér á óvart, hafði ekki mikla trú á henni en hún var mjög góð. Góður boðskapur í henni. Við lifum á tímum þar sem lífsgæðarkapphlaupið er að drepa okkur, ef við slökum aðeins á erum við úr og komumst ekki upp metorðastigann, en í staðinn þarfum við að fórna tíma með fjölskyldunni. Hvort er nú mikilvægara og svari nú hver fyrir sigGlottandi. Þetta var í raun boðskapur myndarinnar.... Jæja nenni ekki að bulla þetta meira en í staðin ætla ég að sýna ykkur myndirUllandi.... Heyri í ykkur á morgunn....


Föstudagur.15 júlí 2006

HæhæBrosandi.

Þið hafið kannski velt því fyrir ykkur hvort ég sé tínd og tröllum gefin eða hafi verið sogin upp af geimverum eins og Friðrika vinkona segir stundum. Nei það er nú öðru nær. Lísa María dóttir mín er búin að vera mjög mikið lasin, við eru búin að vera inn á spítala í tæpa viku. Hún hefur aldrei verið eins mikið lasin eins og hún var núna en við erum komnar heim og hún er að ná sér. Barnsfaðir minn er kominn heim frá Tyrklandi, börnin fóru til hans í gær föstudag og verða í eina viku. Það er ekkert smá skrítið að hugsa til þess að ég verði barnlaus í heila viku, hef aldrei áður verið svona lengi frá börnunum mínum. En ég er búin að hrúga á mig vinnu allan tímann og það er vægast sagt, nota tækifærið á meðan börnin eru hjá pabba sínum, þá er svo skemmtilegt að fá launaseðilinnUllandi. Ég ætlaði að flísaleggja baðið hjá mér á meðan börnin eru hjá pabba sínum, en mér gefst nú ekki tími til þess. Ég gleymi því samt ekkert, það er ekki hægt. Það er svo skelfirlegur dúkur á salerninu hjá mér að ég reyni að vera eins fljót og ég get í hvert skipti sem ég þarf að fara þangað inn.Glottandi Jæja í kvöld er rosalegt djamm á barnum. Rakel frænka og Stjáni eru komin til landsins og verða vinir þeirra og kunningjar þar saman komnir, sem eru ekkert smá margir og að sjálfsögðu mætir Silla frænka.GlottandiUllandi. Ég ætla að taka helling af myndum sem ég læt hér inn, ég á líka eftir að láta fleiri myndir úr sumarbúrstaðarferðinni. Eru þið búin að ákveða hvað þið ætlið að gera um verslunarmanna helgina? Ég er búin að ákverða hvað ég ætla að geraSvalurUllandi. Heyri í ykkur á morgunn....


Laugardagur.8. Júlí.2006

HæhæBrosandi.

Jæja nú er ég komin heim úr viku fríi, fór með börnin í sumarbústað ekkert smá gaman. Við höfðum næturgesti allan tímann. Elísabet vinkona kom með dóttur sína og voru þær mæðgur hjá okkur alla helgina, við grilluðum fórum í pottinn og dýragarðinn slakka, það var ekkert smá gaman hjá okkur. Á kvöldin eftir að börnin voru sofnuð var málbænið þjálfað til hins ýtrastaGlottandi. Á mánudeginum kom Friðrika vinkona með syni sína tvo og var hjá okkur alla vikuna. Aumingja Siggi maðurinn hennar Friðriku var skilin eftir heima konulaus, barnslaus og meira að segja bíllausBrosandi. Enda þurfti hann að vinna, hann er ekki ennþá kominn í sumarfrí og Friðrika vinkona ennþá í barneignarfríi.. Þá er því ekkert til fyrirstöðu en að skella sér í sumarbústað með einni af sínum bestu vinkonum, enda höfum við hist í mýflugumynd upp á sýðkastið. Við bættum heldur betur úr því þessa viku, ekkert smá gamanBrosandi. Það var svo findið, Friðrika var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum þegar hún spyr hvort ég hafi ekki sjónvarpstöðina Sýn af því það væri úrslitakeppnin í HM. Ég sagði bara HA er það í handbolta eða fótboltaSkömmustulegur. Hún hló svo mikið og er búin að vera gera grín af mér alla vikuna. Ég fylgist ekkert með þessu og gæti ekki staðið meira á sama. Nei þá var þetta henni hjartansmál og ætlaði að dröstla mér á næstu búllu sem er í 20 mínútna fjarlægð á 110 km hraða til að horfa á leikinn. Til allrar hamingju var leikurinn sýndur í opinni dagskrá, ég hefði samt alveg farið með henni, ekki vandamálið. Ég hélt samt að ég væri alveg laus við fótbolta þegar bara stelpur eru samankomnarGlottandi.... Úr einu í annað. Ég þurfti að fara með dóttur mína á spítala í gær og vorum yfir nótt. Hún er alveg ótrúleg, ég á stundum ekki orð yfir hana. Við byðum á skoðunarherbergi eftir læknir og vorum búin að býða frekar lengi, ég var alveg í spreng og segi við hana." Lísa María mamma ætlar að eins að fara á klósettið, ég er alveg að pissa í mig, ekkert mál með það. Þegar ég kem til baka er fjallmyndarlegur ungur læknir kominn til hennar og byrjar greinilega á léttu spjalli. Hva komst þú bara ein með bróður þínum. ÞÁ segir Lísa María, nei mamma mín fór að kúka, hún er með niðurgang". Þegar hún sgaði þetta stóð ég nánast í dyrinum og heyrði allt sem hún sagði. Mig lagaði að hverfa. Hún er ótrúleg, ég sagði við hana að ég væri að fara að pissa. Nei þá segir hún við þennan myndarlega læknir að ég sé að kúka og ekki bara það, heldur með niðurgang líka. Ég hélt ég yrði ekki eldri, það var líka e-h glott á honum. Þannig ég varð svo vandræðileg. Mig langaði mest til að segja ég var ekki að kúka, ég var að pissa. En ég gerði það að sjálfsögðu ekki. En svona eru börn í hnotskurn, svo saklaus og eðlileg, í þeirra augum er svo eðlilegt að hafa hægðir, að maður getur talað um það hvar og hvenær sem er.Brosandi Ótrúleg ekki satt... Ég tók helling af myndum og læt einhverjar núna og fleiri næstu daga... Heyrumst á morgunn


Föstudagur.7 Júlí 2006

Halló hallóUllandi.

Já ég er komin heim, tók rosalega mikið af myndum, blogga í kvöld og læt inn myndir. Ég mun reyndar taka nokkur kvöld í það, þetta er svo rosalega mikið af myndumGlottandi... Heyrumst í kvöld....


Fimmtudagur 29. júní. 2006

HæhæGlottandi

Jæja hvað haldiði, ég er búin að fá mér þessa líka fínu digital myndavélBrosandi. Já nú verða teknar myndirUllandi. Ég er svo mikill myndasjúklingur að það er varla frásögu færandi, þið þekkið þaðGlottandi. Jæja fór á æfingu, bara eina í dag, tvær á morgunn föstudag.... Ég hélt svo vel á spöðunum í allan dag og var á áætlun með allt sem ég þurfti að gera, ekkert smá gott þegar manni tekst þetta.Svalur Þegar við börnin komum heim, kenndi ég Elís Viktor að hjóla án hjálparadekkja, það er alveg að koma hjá honum. Hann hjólaði svo hratt og hann mátti ekki fatta þegar ég slepti takinu, þannig ég varð að hlaupa á eftir honum eins og fætur toguðu. En þegar ég hætti að hlaupa, þá stoppaði hann. Hann er bara óöruggur ennþá, ég rétt lét hann finna smá snertingu þá var hann öruggur en í rauninni hjólaði hann að mestu sjálfur í fyrsta skipti, ekkert smá duglegurBrosandi. Ég man Lísa María náði þessu strax á sama aldri 4 1/2, ég held að börn séu yfirleitt frekar fljót að ná þessu. Úr einu í annað. það er svo mikil orka í mér að ég er að springa. Ég á örugglega eftir að tannbursta íbúðina rétt á eftir á 01, tala nú ekki um ef ég læt Black Sabbath, eða Rammstein í spilarannUllandi. Elís Viktor er líka svona orkumikill þessa dagana, það hlýtur bara að vera e-h í loftinuGlottandi. Jæja ætla að koma mér að verki, svo ég sofni e-h tímann í kvöld. Á næstunni verður þvílíka myndasyrpan sem ég læt hér inn. Það stendur svolítið til, þið komist að því von bráðarUllandiGlottandiBrosandi....

 


Miðvikudagur.28. júní 2006

HæhæBrosandi

Dagurinn í dag byrjaði ekki eins vel og í gær. Það munaði hársbreidd að það væri keyrt yfir son minn í morgunn. Ég gargaði svo rosalega, að það var ekki eitt einasta þak á húsunum í nágreni Rimaskóla. En það var það sem bjargaði honum, móðursýkisgargið í mér. Við vorum að keyra Lísu Maríu á leikjanámskeið sem er í Rimaskóla og erum að fylgja henni inn. Elís Viktor labbaði fyrir aftn bílinn, það var einn bíll við hliðina á okkur sem var akkúrat að fara bakka þegar Elís Viktor stendur fyrir aftan hann, sem betur fer sá ég þetta. Ég var nefninlega að sinna Lísu Maríu og hélt hann væri fyrir aftan mig, ég veit ekki hvað það var sem fékk mig til að líta upp, en sem betur fer gerði ég það. Ég er alltaf að segja við börnin að það megi alls ekki labba fyrir aftan bílana, ég er búin að segja það miljón sinnum eins og örugglega flestir foreldrar. Ég veit um tvö tilfelli, þar sem foreldrar hafa séð börnin sín verða fyrir bíl en ekki getað bjargað þeim. Bæði þessi börn dóu, sitthvor fjölskyldan. Ég var ekki einu sinni orðin ólétt af Lísu Maríu þegar ég vissi um annað tilfellið. þetta hefur ekki náð að víkja úr huga mér í öll þessi ár sem eru örugglega orðin 8 eða 9. Aumingja Elís Viktor brá svo rosalega þegar ég gargaðiBrosandi, ég garga yfirleitt ekki á börnin mín. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að vera, setti bara í brýnnar og sagði mamma, ég tala ekki við þig. En svo þegar ég skýrði það út fyrir honum af hverju ég hefði öskrað, ég var ekki vond, ég var bara hrædd, kom hann til mín og gaf mér stórt knúsGlottandi. Mér brá rosalega, konan kom út úr bílnum og talaði við mig, ég var bara hvít í framan. En nóg um þetta, ég fór á æfingu og losaði um hnútinn sem var ekkert smá lengi í maganum á mér. Mér tókst að losa hann, að vísu með öskrum út um alla líkamsrætarstöð og var næstum flogin af brettinu í leiðinniSkömmustulegur. Ég var að tala við kunningja vinkonu mína á brettinu þegar Friðrika vinkona kemur hinumegin við mig, alveg upp að mér og segir hátt og skýrt SILLA. Eins og ég sagði áðan öskraði ég vel hátt og var næstu flogin af brettinu, svo hló ég baraUllandi. En þetta losaði hnútinn í maganum á mér sem hafði myndast fyrr um morguninn, takk Friðrika mínGlottandi.... Úr einu í annað. Þetta var ekkert smá annasamur dagur, tvær æfingar plús allt hitt. Mér vantaði alveg 5-7 tíma í viðbót við daginn og örugglega meira á morgunn og föstudaginn. Ég sem hélt að þetta yrði frekar róleg vika og ætlaði bara að njóta þess. Nei við getum alveg steingleymt því. Það er líka bara í fína frá kína, þannig líður mér lang best, að hafa brjálað að geraUllandi. Ef það er ekki í vinnunni, nota ég tækifærið í framkvæmdir á heimilinuGlottandi. Það kalla ég rólegt, af því þá er maður bara heima að mála og bráðum flísaleggja baðiðBrosandi........ Nú styttist í að Rakel frænka komi 7. dagarBrosandi..... Tala við ykkur á morgunn....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband