27.6.2006 | 23:01
Þriðjudagur.27. Júní 2006
Hæ hæ
Þvílíku hrósin sem ég fékk á æfingu í morgunn. það er ekki leiðinlegt að byrja morgununn á því, það endist manni allan daginn og meira til. Dagurinn í vinnunni í dag var svona fundadagur, fara yfir skjólstæðinga mína með félagsráðgjafanum og ákveða næsta skref. Ég verð að segja ykkur frá því, mér þótti svo vænt um það. Það hringdi til mín strákur í gær, sem ég var með í persónuráðgjöf. Hann var að útskrifast úr langtímadvöl, þá er fundur með félagsráðgjafa og foreldrum ásamt barni, hann mátti setja 3 kröfur. Hann setti 2 kröfur önnur þeirra var að fá að hafa mig aftur sem persónulegan ráðgjafa. Mér þótti ótrúlega vænt um þetta og ætla að uppfylla þessa ósk hans
. Svona gengur ferlið samt ekki fyrir sig, það eru félagsráðgjafarnir sem hafa samband við mig, kynna mér málið og ég ákveð hvort ég vilji taka það að mér eða ekki. Hann ætlaði bara að vera pottþéttur
. Eftir vinnu fór ég að leyta mér að digital myndavél, sá eina sem mér leist mjög vel á. Ég fór í 5 búðir og ætla að skoða betur á morgunn áður en ég ákveð mig. Ég kannast bara ekki nógu vel við merkið á vélinni sem mér leist svo vel á, það var olumpus. Ég þekki kodak, canon,sony og panasonic mikið betur. Það var bara svo mikið af góðum fídusum í olumpus vélinni, en maður má ekki falla alveg fyrir því. Ég skoða þetta betur á morgunn
. Jæja núna undir kvöld sá ég vin sem ég hef ekki séð eða talað við lengi, það var gott að sjá hann þó það hafi bara verið í umferðinni
. Tala við ykkur á morgunn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2006 | 00:51
Mánudagur 26. júní 2006

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2006 | 00:20
Mánudagur 26. Júní 2006
Hæ hæ!
Ég vona ég hafi ekki hneikslað ykkur með blogginu mínu í gær, hvernig við stelpurnar tölum á æfingu. Þetta er bara fíflagangur í okkur, við eru að reyna koma Hemma út, hann er á lausu. Við erum alveg sannfærðar um, ef hann fær sér konu og fái kynferðislega útrás í eitt skipti fyrir öll, þá verði hann betri við okkur. Hann pínir okkur svo rosalega að fólk í kringum okkur er byrjað að horfa á þessa herþjálfun sem hann er með okkur í. En þetta viljum við samt sem áður. Nóg um þessar útskýringar
......... Þið vitið hvert ég fór í morgunn, já æfingu, eftir það fór ég í vinnuna. Ég og stelpan sem ég var með í persónuráðgjöf í dag fórum í sund, Laugardalslaugina. Jesús pétur hvað sturtuklefinn var skítugur oooooooojjjjjjjjjjjjjjjjjj ég fer oft í þessa laug en klefinn hefur ALDREI verið svona ÓGEÐSLEGUR. Svo labbaði sturtuvörðurinn fram hjá drullunni örugglega 5 sinnum á meðan ég var í sturtu og þurka mér án þess að gera nokkuð. Ég átti ekki til orð, svona staðir verða að vera hreinir. Það finnst mér..... Þetta var frekar rólegur dagur, enda er gott að byrja vikuna þannig, því hún endar yfirleitt þannig að maður þurfi aukatíma í sólarhringinn
... Tala við ykkur á morgunn.... P.s myndirnar, er að láta þær inn núna....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2006 | 00:15
Helgin 23-25. Júní 2006
Hæ elskurnar!
Sorry hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast, það er búið að vera brjálað að gera. Allavegana fór á tvær æfingar á föstudaginn, vinna og bara svona venjulegt e-h. Um kvöldi fór ég í bíó að sjá Omen, hún virkaði ekki alveg nógu vel á mig, hún var illa leikin á köflum, langdregin, já bara ekkert sérstök. Ég ráðlegg ykkur frekar að kaupa ís fyrir 800 krónur heldur en að fara á þessa mynd. Ég var með hugann allt annarstaðar heldur en við myndina, einhverstaðar í kópavogi held ég bara
. Á laugardeginum fór ég með systur minni í bikiní leiðangur, fundum ekki neitt. Hún mátaði örugglega 15-20 bikiní en leist ekki á neitt
. Jæja því næst fór ég að skoða gólfflísar, ég sá svo mikið að ég var alveg rugluð í þessu. Það er svo mikið úrval og ég á svo erfitt með að ákveða hvaða stíl ég vil hafa inni á baði. Ég ætlaði bara að skoða gólfflísar, nei,nei ég var komin í baðherbergis innréttingar, salerni, hornbaðkar og fl. Það endaði með því, ég valdi ekki neitt, en dreyf mig heim að hafa mig til í grill
. Ó já það var sko gaman mmm og gott. Hildur og Anna eru stelpurnar sem ég æfi með. Við ákváðum að hittast heima hjá Hildi, grilla, fá okkur rauðvín og losa svolítið um málbeinið
. Okkur er nefninlega alltaf sagt að þegja og halda áfram með æfingarnar, það skal þekið fram að við erum ekki hlýðnar
. Umræðuefnið er af öllu tagi í æfingartímunum hjá okkur, ríðingar, brjóst, sílílon, rassa, hvort rassarnir hoppi eða ekki, börn, hjónabönd, framhjáhald og.fl. Þetta er bara pínu brot. Hemmi grípur stundum fyrir andlitið á sér þegar hann er að þjálfa okkur, roðnar og allt. Þetta er svo gaman
. En af því við fáum ekki nógu góða útrás fyrir málbeinið og tunguna í tímunum hjá honum fengum við það heima hjá Hildi í staðin
. Og fengum líka þennan góða mat, með heitri Franskri súkkulaði köku með ís í eftirrétt, þatta var nú bara hreinasti glæpur, þetta var svo gott
. Það var rosalega gaman hjá okkur... Á sunnudaginn var ég óþekk stelpa og fór á æfingu sem ég mátti ekki. Ég á að hvíla lau og sun því ég æfi 7 sinnum í viku 5 daga vikunnar sem þýðir að í þessarri viku æfði ég 8 sinnum..... isss það er allt í lagi svona einu sinni, eftir svona stórt og mikið kvöld heima hjá Hildi, var bara ekki annað hægt, ekki einu sinni fíll hefði getað haldið mér heima. Jæja svo ég haldi nú áfram, ég fór í heimsókn til Evu vinkonu pínu stund. Æfði mig svo á mótorhjólinu hans Jóa bróður, hann hringdi í mig og spurði hvort það væri ekki komin tími til að taka svolítið í hjólið
. Það stóð ekki á svarinu. Þetta er rosalega fljótt að koma, ég er orðin mikið öruggari og farin að fara á góða ferð
. Þetta er ólýsanleg tilfining að vera á svona hjóli. Það kemur yfir mann svona frjálsræðis tilfining, veit ekki hvort þið kannist við hana. Maður fer bara í sinn heim, ég veit ekki hvernig ég get skýrt þetta öðruvísi. Ég gæti trúað að flugmenn fyndu þessa tilfiningu eða svipaða. Þetta er ekki svona tilfining að vera laus undan kvöðum, eða vera laus úr hjónabandi sem maður var ekki hamingjusamur í alls, alls ekki, þannig tilfining. Þið verðið að prófa þetta, þá vitiði hvað ég er að meina... Þegar ég er komin af hjólinu, ég titra og skelf í svona 15-20 míútur á eftir, þetta er bara ótrúlegt. Jæja eftir þetta náði ég í yndislegu börnin mín hjá pabba sínum, fórum til mömmu og pabba, ég að slá grasið fyrir þau og börnin mín í grasslag, ekkert smá gaman
. Þau fengu að sjálfsögðu líka að slá grasið og taka þátt í öllu. þeim finnst það frábæt
. Eftir að við komum heim, sofnuðu börnin fljótlega, ég að undirbúa morgundaginn og skrifa blogg
. Læt myndir helgarinnar inn á morgunn.... Heyri í ykkur þá
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 00:00
Miðvikudagur.21.júní.2006
Góðan daginn
Rosalega er búið að vera gott veður, ég var bara á hlýrabol í allan dag. Ég byrjaði á að fara í ræktina eins og vanalega. Lísa María kom með mér þangað, en fór svo til Rannveigar systur á meðan ég fór í vinnuna. Ég hélt að þakið færi af bílnum fagnaðarlætin voru svo mikil þegar ég sagði henni hvert hún var að fara
. Það þarf ekki mikið til að gleðja blessuð börnin
. Jæja nú styttist í helgina
. Barnsfaðir minn ætlar að hafa börnin þessa helgi, því hann er að fara til Tyrklands með kærustunni sinni í byrjun næstu viku. Ég ætla að nota tækifærið og þræða búðirnar í leit af gólfflísum á baðið. Nú er mér ekki lengur til setunnar boðið, ég ætla að þrykkast í að flísaleggja hjá mér baðið sem allra fyrst og gera það sjálf. Fyrst hinn ofvirklingurinn í fjölskyldunni (Rakel Frænka
) gat þetta, þá get ég það líka
. Tala bara við fagmenn í húsasmiðjunni varðandi leiðbeiningar og fylgi þeim eftir. Ég á vél til að saga niður flísarnar, já ég á svoleiðis. Ég fékk borvél, slípurokk og stingusög í 30 ára afmælisgjög frá foreldrum mínum og systkynum, þýskt eðalmerki
. Mig langaði svo rosalega í borvél, hún var númer eitt á óskalistanum en svo kom hitt óvænt, ekkert smá flott
. Ég er mjög handlaginn og nú er rétti tíminn til að prófa græurnar fyrir alvöru
. Jæja svo ég haldi nú áfram, ég ætla ekki bara að þræða flísabúðir alla helgina.Ó nei, ég ætla líka að fara með systur minni í bikiní leiðangurinn sem við höfðum ekki tíma í sýðustu helgi, en nú er sýðasti séns. Það er ekki bara þetta næstu helgi, heldur ætlum við three a migos
sem erum að lyfra saman, að hittast hjá einni okkar á laugardaginn og grilla, fá okkur rauðvín og skemmta okkur
. Ef það verður ekki fjör, þá veit ég ekki hvað. Veit ekki hvað ég geri á föstudeginum, enda er bara miðvikudagur í dag
. Tala við ykkur á morgunn..... E...L...S...K...U...R...N...A...R
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2006 | 00:23
Þriðjudagur.20 Júní. 2006
Hæ aftur!
Var að lesa yfir bloggið mitt, ég er orðin mjög þreytt eftir daginn. Undir lokin er ekkert nema morgunn, morgunn, morgunn híhíhíhí ,sorry ég kann bara ekki önnur orð. Nei ég er bara þreytt eftir daginn... Endilega kíkíði á ATHUGASEMDIR.... Undir 19 júní........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 00:09
Þriðjudagur. 20. Júní 2006
Hæhæ!!!
Fór með Lísu Maríu í segulómun í morgunn, það gekk vel nema að svæfa hana. Hún var búin að fá kæruleysistöffu þegar við vorum uppi á deild. þegar við vorum komnar niður þar sem rannsóknin fór fram, var tafflan ekki almennilega farin að virka en samt svolítið. Þegar hún fékk á sig grímuna( svefngasið) trilltist hún gjörsamlega og kallaði endalaust á mig, ég var samt hjá henni að reyna halda henni niðri, róa hana og sannfæra að allt yrði í lagi. Úúúffff þetta var svo erfitt. Hefði hjúkrunarkonan sem fylgdi okkur niður, ekki beðið eftir mér og labbað með mér upp á deild eftir að Lísa María sofnaði, hefði ég gjörsamlega brotnað niður. Þetta var rosalega erfitt. En hún vaknaði vel. Það er oft fylgni á milli ef fólk sofnar illa, vaknar það illa, sem betur fer var það ekki. Hún man ekkert eftir þessu og ég mun ekki minnast á þetta við hana. Ég ræddi þetta við læknirinn okkar sem sannfærði mig um að hún myndi aldrei muna eftir þessu og það er fyrir öllu. Enda hagar hún sér í samræmi við það, hjúkkkkkk. Við fáum niðurstöðurnar á mánudaginn. Rannsóknin sem slík gekk mjög vel og við vorum komnar heim fyrir kl.14........................ Elís Viktor fór ekki til Tuma í dag eins og tilstóð af því við vissum ekki hvernig dagurinn færi. Hann fer til hans á morgunn í staðinn, ekkert smá spennó að fá að borða hjá Tuma. Vinkonur Lísu Maríu eru í sumarbústöðum og útlöndum þessa dagana, akkúrat þegar Elís Viktor er svona mikið upptekin með Tuma. Þannig Lísa María fær að fara í heimsókn til uppáhaldsfrænkna sinnar á morgunn, (Rannveigar systur og Ísabellu). Það á að koma á óvart á morgunn, hún mun örugglega hlaupa á undan bílnum á morgunn, spenningurinn verður svo mikill
. Jæja ætla að láta þetta gott heyta elskurnar, svo ég vakni nú fersk á æfingu á morgunn
. Tala við ykkur á morgunn, þá ætla ég að koma með fréttir
......... Híhíhíhí ég veit ég er púki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 23:57
Mánudagur 19. Júní.2006
Blessuð öll sömul.
Þvílíkur munur að vera ekki að vinna frameftir, það er ekki fyrirhuguð aukavinna fyrr en 10. júlí sem ég er búin að taka að mér. Mér fannst ég hafa allan tímann í heiminum í dag, var búin að vinna á skikkanlegum tíma og alveg komin heim fyrir kl.16 í dag. Krakkarnir voru úti a leika frá því við komum heim, Tumi var hjá okkur. Ég var bara inni að dúlla mér og kokka matinn, það lá við að ég sveiflaði löppunum ég hafði svo góðan tíma. Lísa María fer í segulómun á morgunn, við eigum að vera mættar snemma í fyrramálið og verðum fram eftir degi af því hún verður svæfð, hún er svo ung. Sem betur fer er þetta bara yfir einn dag, engin innlögn eða neitt. Bara rannsókn. Ég læt ykkur vita hvenig fer... Annars er þetta búin að vera mjög góður dagur. Ég var að tala við Rakel í dag, Það er fyrirhugað stórt og mikið djamm 15 júlí þegar Rakel og Stjáni eru hér, þau koma 5 júlí ég hlakka ekkert smá til. Úr einu í annað, Það er alltaf verið að tala um að ég sé ofvirk og adrenalínfíkill en hvað er Rakel þá,
hún fór í fallhlífarstökk um daginn. Ekkert smá dugleg að þora þessu, það myndi ég aldrei í lífinu gera. Ég væri dauð áður en ég færi í loftið, vitandi að ég ætti að hoppa út úr vélinni á flugi
. Ég er alls ekki flughrædd, en ég er lofthædd. Ég held það hljóti að vera að hún frænka mín hafi stækkað við þetta
. Tala við ykkur á morgunn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2006 | 01:54
Helgin 16-18 Júní.2006
Hæhæ
Helgin var vægast sagt alveg frábær. Á föstudeginum fór ég í heimsóknir. Fyrripartur Laugardagsins var frekar rólegur, maður verður stundum að slaka pínu á reyna það í það minnsta. Seinni partinn var mér boðið í mat, horfði svo á þáttinn "það var lagið með Hemma Gunn" Ég get sagt ykkur það, næst þegar Jónsi verður í þættinum ætla ég að vera með vatnsheldan maskara. Ég grenjaði úr hlátri, og er komin með magavöðva upp í háls, mér finnst hann svo findin. Sögurnar sem hann kom með þegar hann átti að para saman myndirnar og svipurinn á Gunna úr skímó og hinum strákunum. Ég bilast úr hlátri bara við að hugsa um þetta. Þeir voru nefninlega ekki alveg að ná honum hvað hann væri að fara.
Gunni og Jónsi voru semsagt saman í liði á móti Begga úr sóldögg og Magna á móti sól. Þetta var frábær þáttur. Nóg um það, svo fór ég að læra á mótorhjólið hans Jóa bróður, vá hvað þetta er mikið kikk. Jói er alveg með það á hreinu að ég sé ofvirkur adrenalín fíkill og dellukerling
. Veit nú ekkert um það, en ég ætlaði aldrei að sofna þegar ég var komin heim
......Á sunnudeginum fór ég á æfingu, stóðst ekki freistinguna, fór í afmæli og svo að slá grasið fyrir mömmu og pabba, pabbi er nýkomin úr aðgerð og mamma var í golfkeppni, svo ég tók þetta að mér. Ég náði í slátturvélina til Rannveigar systir, tók hana alla í sundur, þannig í rauninni var mótorinn bara á dekkjum, svona kom ég slátturvélinni í skottið á bílnum. þegar ég var komin heim til mömmu og pabba setti ég hana aftur saman og hófst handa við slátturinn
. Þvílíka fyrirhöfnin. En mér finnst þetta svo gaman, já að slá grasið
. Rugluð, já ég veit
. Jói bróðir kom út að fylgast með mér, hann lá í krampakassti, ég var pínu ofvirk við þetta, enda stór garður
. Jæja á morgunn kemur Tumi með heim eftir leikskóla og borðar hjá okkur. Á þriðjunaginn fer Elís Viktor heim með honum og borðar þar, gaman hjá þeim
... Heyri í ykkur á morgunn... Læt myndirnar inn á morgunn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2006 | 00:47
Fimmtudagur.15.Júní.2006
Hæhæ!
sorry, sorry elskurnar mínar, ég hafði ekki tíma til að blogga í gær, það var kreisí að gera. Fór 2 á æfingar. Hitti Grantinn á seinni æfingunni og spjallaði aðeins við hann um íþróttarverkefni fyrir unglinga sem hann og Ragnheiður standa fyrir. Ég var aðeins að stinga þessu verkefni að félagsráðgjöfunum sem ég er að vinna með svo þeir geti komið því áfram innan stofnunarinnar. Ég var búin að segja þeim frá þessu verkefni og var aðeins að ítreka það aftur, svona verkefni þurfa góða kynningu og ekki málið að hjálpa til við það
... Línuskauta námskeiðið féll niður en og aftur, hvað er þetta með miðvikudagana og vont veður??? Á ég aldrei að geta lært að stoppa???
Þegar ég náði í börnin hjá pabba sínum í gær, settumst við niður og ræddum sumarfríið. Hann verður með börnin í eina og hálfa viku. Pæliði í því ef ég ætti kærasta, hvað við ættum góðan tíma saman bara tvö ein. Ég er voða mikið í kærasta-hugleiðingum þessa dagana og er gjörsamlega að springa úr uppsamansafnaðari rómantík, þeir eru bara alls ekkert að ná að heilla mig. Uppá síðkasstið er ég þó búin að sjá ótrúlega myndarlegan strák niðrí Laugum, svakalega flottur.
Ég hef samt ekkert séð hann þessa vikuna, vona að hann sé ekki hættur, hann var orðin svo duglegur að mæta. Það er alltaf gaman að sjá myndarlega flotta stráka
. Jæja dagurinn í dag var æfing eins og venjulega, engin sætur ljóshærður strákur
. En fullt af fótboltastrákum, það er ekki hægt að taka ekki eftir þeim. Það er náttúrlega HM í fótbolta og þeir koma allir í Laugar... Eftir æfingu fór ég aðeins að útrétta og svo í persónuráðgjöf. Þessi stelpa sem ég var með í dag er að standa sig svo vel og það er svo gaman að sjá það, svo mikil næring fyrir mig. Hún byrjaði nefninlega ekki vel. Hún byrjaði reyndar alveg á öfugum endanum. Þetta er svo gefandi þegar vel gengur, sem er lang lang oftast........................ Við systur ætlum í bikiní leiðangur á morgunn
. Hún er af fara út með manninum sínum,dóttur og tengdaforeldrum í lok júní. Ekki seinna vænna en að vinda sér af stað í smá búðarleiðangur
. Veit ekki ennþá hvað ég ætla að gera um helgina, nema fara á hjólið
, það verður samt bara að deginum til. Veit ekki meir, kemur í ljós
. Tala við ykkur á morgunn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)