Þriðjudagur.13.Júní.2006

Halló halló elskurnarGlottandi

Haha ég er nú ekki jafnmikið tölvunörd og ég hélt að ég væri. Ég er semsagt búin að uppgötva það ég svara commentunum ykkar til baka inní athugasemdir. Þið farið bara inní athugasemdir neðst niðri fyrir neðan bloggið, þá sjáiði svarið mittUllandi. Þvílíkur tölvusnillingur sem ég erGlottandi. Látiði mig bara vita ef ég á að laga tölvuna ykkar, hún gæti komið til baka á ensku,dönsku,þýsku eða eitthvað. Hún verður allavegana ekki eins og hún var, þið getið treyst því.Ullandi. Híhíhí Ég er svo mikil brandarakerlingSvalur. Ég fór á æfingu í morgunn, vinna, útrétta, aukavinna, tók börnin bara með mér í aukavinnuna ég var svo fljót í þetta skipti. Fórum svo í heimsókn til Evu slefu. Reyndi að taka myndir af henni sem gekk reyndar ekkert rosalega vel. Hún er með myndarvéla fóbíu, hún er svona eins og blóðsugur, þær þola ekki ljós, brenna bara og deyja. Eva er næstum því svona varðandi myndarvélar, hún þolir þær ekki. Ég ætti í rauninni að taka bestu myndina, láta hana í stækkun svona 60 x 80 og hengja upp á vegg, bara fyrir það eitt að hafa náð  af henni mynd.Ullandi. En þá væru dagar mínir taldir, þannig ég sleppi því. Ég var að tala við Rakel frænku í dag um mótorhjóladelluna mínaUllandi. Viti menn það er nú alveg greinilegt að við erum í sömu ætt, Rakel og Stjáni eru nefninlega líka alveg veik þeim langar svo a fá sér hjól. Findið í sitthvoru landinu, að spá á sama tíma. Það var frábært að getað spjallað við e-h sem reynir ekki að hræða úr manni líftúruna með slysasögum. Mig hlakkar ekkert smá til að prófa hjólið hans Jóa bróur um helgina. En ég er ekki nógu ánægð með hvað ég fékk fáar uppástungur að helginni. Mig langar svo að gera e-h geggjað, en veit ekki hvað, það er pabbahelgi. þá er ekki séns að vera heima. Elísabet vinkona kom með að fara til köben um helgina. Hún er að far þangað í svona rómantíska kærusuparaferð með Glenn. Nei takk ástin mín, en hafðu það alveg rosalega gott, sem ég veit að þú gerirGlottandi. Ég ætla allavegana að láta laga á mér neglurnar á morgunn, svo ég verði sæt og fín, ef mér yrði nú boðið í Brynju ísGlottandi Kannist þið við lagið dream, dream, dreamUllandi. Tala við ykkur á morgunn...


Mánudagur.12.Júní 2006

 Á ég að segja ykkur fréttir??? Ég er í vandræðum með að hlaða inn myndum, það kemur alltaf villa. Kemur það ykkur ekki á óvart að ég skuli lenda í vandræðum með tölvuna??? Ég og tölvur eigum svo,svo, svo enga samleið að það hálfa væri nóg.... Reyni aftur á morgunnGlottandi .

Mánudagur 12 Júní. 2006

Góaðn daginn;)

Svara smá commentiBrosandi. Jói bróðir á fínan bíl, hann þurfti bara líka að fá sér mótorhjólUllandi. Þetta er svo gaman. Þú þarft ekkert að hafa neinar áhyggjur af mér ástin mín. Ég er bæði skynsöm og varkárGlottandi. Ætla aðeins að fá að taka í hjólið hjá Jóa bróður og athuga hvort ég smitist ekki aðeins meiraUllandi

Aaahhhh ég fór á æfingu í morgunn, mikið rosalega var það gottBrosandi. Hafði ekki farið í 2 daga laugardag og sunnudag, það var eins og að gleyma að busta tennurnar sem myndi aldrei gerast. Bara smá samlíking svo þið vitið hvernig mér líður þegar ég fer ekki á æfingu.Glottandi Annars fór ég í vinnunna, og var allt í rólegheitunum miðað við síðustu viku, sem var illa geðveik.Brosandi Annars... Mamma mín á afmæli í dag, fórum í kaffi og fengum rosalega góðar kökurBrosandi. Úr einu í annað, það eru Pink Floyd tónleikar núna. Ég hef ALDREI  á æfi minni séð eins mikið af bílum, fólk er að leggja á vesturlandsveginum. Það hlýtur að vera meira á þessum tónleikum heldur en Metallica tónleikunum, allavegana af bílunum að dæma. Annars var þessi dagur bara frekar rólegur. Lilja vinkona kom í heimsókn seinnipartinn og auðvitað spjölluðum við smá um mótorhjólGlottandi... Mig langar svo að gera e-h geggjað um helgina, þetta verður pabbahelgi. Eru þið með uppástunguUllandi???? Endilega komiði með helling að uppástungum. Heyri í ykkur á morgunn;)


Sunnudagur 11. júní 2006

Það koma fleiri myndir á morgunn...

Sunnudagur.11. Júní.2006.

Hæ hæ!

#Takk fyrir sömuleiðis ástin mín, þetta var frábær dagurBrosandi. Það er alltaf svo gaman að fá ykkurBrosandi. Gleymdi að láta þig fá uppskriptina af Bananabrauðinu ástin mín...

Dagurinn í dag! Byrjaði á því að baka æðislega gott Bananabrauð, var rétt að taka það úr ofninum þegar Elísabet og börn komu, með tímasettninguna í lagi að sjálfsögðuGlottandi. Þau komu um 11 leitið og fóru seinnipartinn. Það var rosalega gaman hjá okkur, spjölluðum um heima og geima, þó aðalega karlamálGlottandi. Eins og stelpur gera híhíhí, þig getið rétt ímyndað ykkur hvað var gaman hjá okkurGlottandi. Börnin í góðum leik á meðan, heyrðist ekki í þeim, þó þau væru 5 talsins, þeim kemur svo vel saman og að sjálfsögðu veluppalinUllandi. Rétt fyrir kvöldmat hittumst við systur, maki og börn heima hjá mömmu og pabba, gerum það mjög oft um helgar. Það er svo gaman að koma svona öll saman. VITI MENN Jói bróðir var að fá sér mótorhjól og að sjálfsögðu þurfti ég að mátaUllandi. Við Jói bróðir erum búin að vera spjalla heilmikið um hjól að undanförnu svo bara mætir hann heim á einu slíku. Mig langar rosalega í hjól. Við erum aðeins búin að vera svipast um eftir hjóli fyrir mig.... Já Mótorhjóli ekki reiðhjóliSvalur. Svo fann Jói eitt um daginn sem gæti henntað mér og nefndi það við pabba.  Pabbi bað hann fyrir alla muni að láta mig ekki vita af þessu hjóli, ég væri tveggja barna móðir og ætti ekki að vera kaupa mér mótorhól, fyrr en börnin yrðu eldri.Brosandi Þó ég sé elst og orðin 30 ára vill hann stundum passa mig eins og ég sé yngst en ekki elst. svona eru þessir pabbar, þið  þekkið þettaGlottandi. Ég er líka þannig, ef mér dettur eitthvað í hug, geri ég það. Ætli það sé ekki það sem hræðir hann. Hann veit að ég gæti byrst einn góðan veðurdag á mótorhjóliGlottandi. Ég tek mig ótrúlega vel út á mótorhjóli, læt myndir fylgja.... Hvernig á maður annars að lifa þessu lífi? Á maður að horfa til baka og lifa í eftirsjá... Nei ég gerði ekki það sem mig langaði til, af því bara, æ ég veit það ekki. Að hafa ekki haft kjark og þor til að framkvæma hlutina og gera það sem mann langar til, eða á maður að líta til baka og horfa stoltur yfir farin veg og segja? Ég gerði það sem mig langaði til. Ég kýs það seinna. Maður getur velt þessarri spurningu fyrir sér á hvaða tímapunkti sem er í lífinu. Varðandi ástina, áhugamálið, gamlan daum og fl. Hvernig getum við vitað hvernig hlutirnir fara ef við stígum ekki skrefið... Að taka mótorhjólapróf og eiga mótorhjól er gamall draumur hjá mér. Ef það verður ekki núna þá verður það seinna. Af hverju ekki?Glottandi Ég ætla að plata Jóa bróðir til að leifa mér að prófa að hjólið næstu helgiUllandi. Það verður mikið fjör og mikið gaman ó já.... Æfing á morgunn ligga ligga laaáiBrosandi. Voru þetta nokkuð snúnar vangaveltur???Glottandi. Tala við ykkur á morgunn, elskurnar.


Laugardagur.10.Júní.2006

Hæhæ!

Engin æfing, hvorki fimleikar né líkamsrækt, það eru fréttir... Veit ekki alveg hvað mér finnst um þettaÓákveðinn. Tumi kom til okkar rétt yfir 10 og var hjá okkur til 16 æðislega gaman, gerðum margt og mikið. Ég hef nú hingaðtil ekki verið þekkt fyrir aðgerðarleysi, þannig það var nóg fyrir stafniGlottandi. Lísa María fór í afmæli og á meðan fór ég með strákana í smáralindina, gaf þeim ís og fórum svo í heimsókn til mömmu og pabba. Seinnipartinn höfðum við rólegan, enda búið að vera mikið að gera hjá okkur í dag. Börnin steinsofnuðu í bílnum um 5 leitið, alveg búin á því. Við Elísabet ætluðum að hittast með börnin í dag en frestuðum því til morguns, börnin voru orðin svo þreytt hjá okkur báðum og stutt í svefninn. Þau ætla að koma í fyrramálið í bruns og vera fram eftir degi. Í fyrramálið ætla ég að baka Bananabrauðið mitt og hafa það volgt þegar þau koma, ásamt ýmsu öðru, það verður alveg hlaðborðBrosandi. það fer engin svangur út frá mér eins og þið vitiðGlottandi. Mér finnst þetta svo gaman. Ég þyrfti að fá mér mann sem ég get dekrað við öðru hvoru, fært honum kaffi í rúmið og svonaUllandi.... Tala við ykkur á morgunn, Þá fáið þið myndir...


Föstudagur.9. Júní.2006

Hæ hæ!!!

Fór á tvær æfingar í dag, brennslu og þjálfun, þannig ég er búin að fara á 7 æfingar á 5 dögum verð í fríi um helgina. Svona verður þetta í allt sumar, nema þegar ég fer í sumarfrí hingað og þangað þegar færi gefst. Þetta er svo gaman og löngu orðin lífstíllGlottandi. Talandi um það, við vorum í þjálfun áðan að taka dýfur á bekk. Hemmi setti 20 kílóa lóð á fæturnar á mér til að auka þungann. Hildi vinkonu leist ekkert á þetta og sagði, þú brýtur á henni lappirnar. Hemmi púki, já já það er allt í lagi, þá erum við laus við hana, svo komu þau bæði í kór. NEI HÚN KÆMI FÓTALAUS, SKRÍÐANDI INN EFTIR GÓLFINU OG TÆKI HENDUR, MAGA OG BAKUllandi. Þau eru ótrúleg, en svona er þetta, ég er þekkt fyrir að gera meira heldur en minna á æfingunum og samviskusemin er að drepa mig. Mér myndi aldrei detta í hug að svindla. Þegar við stelpurnar erum að lyfta saman og Hemmi er ekki, væla þær svoleiðis undan mér og segja að ég sé 7 sinnum verri en hannUllandi. Ég geng alltaf lengra og lengra á hverri einustu æfingu. þannig hef ég náð mínum árangri og það læt ég þær líka gera, ég veit alveg hvað þær geta, það þýðir ekkert væl.Glottandi Yfir í allt annað, ÉG NÁÐI SAMNINGNUM Í HÖFNBrosandi. Ég er búin að labba á veggjunum í allan dag. þetta var sko ekki slæm byrjun á helginni að ná þessum samning. hann var mjög mikilvægur fyrir skjólstæðinginn minnBrosandi............Tumi kom í heimsókn til Elís Viktors og ætlar að koma aftur á morgunn fyrir hádegi og verður fram eftir degi. Nei ég verð sko ekki heima allan daginn ef þið haldið það, ég tek öll börnin með mér hingað og þangað.Ullandi Lísa María fer að vísu í afmæli til bestu vinkonu sinnar og svo er ég farin á flakk. Ég myndi fríka út að vera heima allan daginn og gera ekki neitt, guð minn góður, ég sé það ekki gerast. Það er ekki fyrir mig að hanga heimaUllandi............ Það á að vera svo gott veður á Akureyri um helgina, ég væri alveg til í að skreppa þangað og fá mér Brynju ís á sunnudaginnUllandi. Það væri nú munur ef maður gæti flogið á eyrunumGlottandi. Tala við ykkur á morgunn...


Fimmtudagur 8. Júní. 2006

Hæ öll!

Æðislegur dagur í dag, Byrjaði eins og venjulega þið vitið... börnin á sína staði og ég heim að liggja í letiSvalur. Nei ég veit, ekki líkleg til þess. Fór á æfingu og þjöstnaðist svoleiðis á brettinu, ég er ekki viss um ég fái inngöngu á morgunn, sökum þjöstnagangsUllandi. Nú svo fór ég að vinna inn fyrir laununum mínum, gekk ekki eins vel og í gær .Það voru endalausir fundir á manneskjunni sem ég er að reyna ná samningi við, fyrir einn skjólstæðinginn minn. Reyni aftur á morgunn. Ég er undir tímapressu og verð að vera búin að ná samningnum í höfn fyrir 13. júní. Ég ætti alveg að ná þessu, ég má alveg eiga það, ég get verið mjög klár í samningum, nota smá sálfræðiGlottandi.  Jæja áfram nú... Elís Viktor fór í síðbúnu afmælisveisluna og var mjög sáttur. Á morgunn ætlar Tumi að koma með okkur heim úr leikskólanum, hann horfði á mig bænar augum í dag í von um að hann mætti koma með okkur. Hann eeer svo mikið snúllídúllBrosandi. Tók Lísu Maríu með mer í aukavinnu á meðan Elís Viktor var í afmælinu. Þegar við komum heim kokkaði ég matinn, börnin út að leika, ég að þrýfa hátt og lágt. Ég geri það yfirleitt alltaf á fimmtudögum að gera extra hreint. Þá færi ég sófana, riksuga og skúra undir þeim, þurka af öllu, skipti á rúmunum o.fl. Ég nenni ekki að eyða helgunum í þetta, ég er líka svo fljót að þessu, læt bara Black Sabbath, Rammstein eða e-h í tækið þá er ég búin áður en ég veit af Glottandi. Börnin fóru snemma í rúmið og ég að undirbúa næsta dag.... Úr einu í annað línuskauta námskeiðið féll niður....EN OG AFTUR. Þið vitið hvað það þýðirGlottandi. Ætla að æfa mig með börnunum um helgina, ef veður leifir.Ullandi Tala við ykkur á morgunn elskurnar...


Miðvikudagur. 7 Júní.2006

Hæ hæ!

Æ takk fyrir Rakel mín. Ég fíla mig rosalega vel svonaGlottandi

En vá mér varð ekkert smá mikið úr verki í dag. Það er búið að vera snarvitlaust að gera. Ég ætti að fá fálkaorðuna fyrir skipulagUllandi. Ég nenni ekki að telja allt upp, það yrðu 3 blaðsíður. Gef ykkur smá innsýn inn í daginn.Glottandi.Í morgunn þegar ég lét Elís Viktor á leikskólann komst ég að því að barnaafælið sem ég hélt að ætti að vera í dag eftir leikskóla, var í gær efir leikskólaFýldur. Aumingja litla Elís Viktor mínum var búið að hlakka svo mikið til, búin að kaupa afmælisgjöf og allt. Með afmælisfötin á leikskólanum, því það var pabbadagur í dag og Ívar ætlaði með hann beinnt í afmælið. Ég tók til minna ráða, hringdi í mömmu stráksins sem átti afmæli, skýrði allt út fyrir henni og Elís Viktor fær að fara í heimsókn til stráksins á morgunn eftir leikskóla með afmælispakkann. Hann var ekkert smá glaður að heyra það. Mömmur eru snillingarGlottandi. Jæja ég fór á tvær æfingar í dag, brennslu fyrripartinn og lyftingu seinnipatinn. Nei ég er ekki að tapa mér í ofvirkninniGlottandi. Málið er, núna erum við hættar í einkaþjálfun um helgar, og erum á virkum dögum í staðin, þegar Hemmi er í vaktarfríi í löggunni. Þannig þjálfunin verður á mjög breytilegum dögum í sumar. Það er fínt, við vildum bara losna við helgarnar í sumar. En ég sleppi samt ekki morgnunum, ekki sénsUllandi. Úr einu í annað, það var rosalega mikið að gera í vinnunni. Ég er með mjög erfið mál núna og mikið að gera í þeim öllum akkúrat núna, hlýtur að vera samsæri eða e-hGlottandi. Nei ég er að grínast. Fór með einn unglinginn í sund, það var æði, að getað slakað aðeins á eftir allt amstrið. Ég slakaði svo vel á, að ég mætti eins og putle-hundur um hárið á seinni æfingunaGlottandi. Ég er ekki að grínast,Þið fáið ekki mynd af þvíUllandi. Það var svo gaman á æfingu. Við erum 3 sem æfum saman og það er þvílíkt stuð á okkur. Það er bara upplifun að vera í kringum okkur, án grínsBrosandi. Það labbaði kona að Hemma í dag eftir æfingu og sagði...Ég ætla að fá svona prógram eins og þær eru áBrosandi... Fór í smá aukavinnu eftir æfingu, hentist aðeins til Lilju vinkonu. Fór til mömmu og pabba og gaf þeim góðu hollu Bananabrauðin sem ég bakaði í gær. Mamma hafði verið að kvarta yfir tölvunni sem ég breytti úr ensku,yfir á þýsku, hún kann ekki þýsku.Glottandi þannig ég ákvað að gefa þeim brauðin í sárabætur, í von um að hún hætti að kvarta. Ég kann nefninlega ekki að laga þetta afturUllandi. Svo er ég svo mikill púki, ég fæ verk í magan ég hlæ svo mikið, þegar hún er að kvarta yfir þessuUllandi. Náði í börnin mín til pabba síns og rútínan tók við, þið þekkið það sem eigið börn.... Línuskauta námskeiðið féll aftur niður. GUÐI SÉ LOF FYRIR GRINVERKINGlottandi... Tala við ykkur á morgunn...


Þriðjudagur. 6. Júní 2006

Góðan daginn, allan daginnGlottandi

#Rrakel mín! Elskan þú gleymdir að gefa mér comment á hárið, viltu bara gjörasvovelGlottandi Ég býð spenntBrosandi

Dagurinn í dag

Fór heldur seinna á æfingu í dag en ég er vön. Lísa María var að fá sínar fyrstu einkunnir í morgunn.Ullandi Ég var svo stolt, ég var að rifna, þegar ég horfði á eftir henni ná í fyrstu einkunnarbókina sínaBrosandi. Ég átti fullt í fangi með að halda aftur af tárunum á tímabili. Sem betur fer var ég með myndarvélina og gat einbeitt mér að henni þegar ég þurftiSkömmustulegur. Hún var óvenju spennandi á köfflum, miðað við myndarvél að vera.Glottandi Þetta tók sem betur fer fjótt af, annars hefði ég endað með vasaklút og ekka. Kennarinn er nefninlega líka að fara í barneignarfrí, þannig hún kennir þeim ekki aftur. Lísa María heldur svo upp á hana og faðmaði hana svo þétt og innilega í lokin.. Bara svo ég haldi áfram að afsaka migSkömmustulegur. Jæja hananú...svo fór ég á æfingu. Persónuráðgjöfin hjá mér féll niður í dag, þannig ég fór aðeins að vesenast. Var að skila af mér aukavinnunni sem ég er búin að hafa undanfarið og tók við annarri aukavinnu á móti. Eftir að börnin sofnuðu ákvað ég að skella í bananabrauð, átti svo mikið að þroskuðum banana. Þannig í þessum skrifuðu orðum er íbúðin mín ylmandi að nýbökuðu hollu bananabrauði. Það er í þessu hunang í staðin fyrir sykur, all-bran og grófsaxaðar heslihnetur svo eitthvað sé nefnt, ekkert ger. MMM rosa gottUllandi. Úr einu í annað, mikið rosalega held ég að Pink Floyd tónleikarnir verði góðir. Þvílíka lýsingin sem ég er búin að lesa um þessa tónleika, mig langar ekkert smá að fara. Þeir verða með stæðstu flugeldasýningu sem haldin hefur verið innanhúss, þvílíka ljósasýningu og.fl. örugglega geðveikt... Ekki bara það... svo er byrjað að sýna hrollvekjuna sem mig langar svo að sjá The Omen. Ég ætla að sjá hana fljótlegaUllandi. Veit ekki af hverju ég er að ögra sjálfri mér svona, ég er skíthrædd á svona myndum.Ullandi Þetta er samt eina skiptið sem ég horfi á e-h, það er þegar ég fer í bíó. Annars horfi ég yfirleitt ekki á sjónvarp. Er frekar lítið fyrir það. Hlusta frekar á tónlist. Tala við ykkur á morgunn... Ætla vera svooo dugleg á æfingu á morgunn að Bjössi þarf að láta skipta um band á brettinu, það verður svo illa fariðGlottandi. P.s Ætli línuskauta námskeiðið verði á morgunn??? Það fer að stórsjá á grindverkum borgarinnar eftir mig, ef það heldur áframað falla niðurUllandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband