Mánudagur. 5 júní.2006

Hæ hæ!

Dagurinn í dag byrjaði á æfinguBrosandi, hafiði nokkuð heyrt það áður hjá mérUllandi. Náði svo í börnin mín hjá pabba sínum og þaðan lá leiðin í sund. Við vorum ekkert smá lengi það var svo gaman hjá okkur, fórum ofaní um 13 og vorum ekki komin upp úr fyrr en um 16. Alltaf stendur Grafarvogslaugin fyrir sínu, sérstaklega eftir að stóra rennibrautin kom, svo er líka lítil rennibrautGlottandi. Eftir sund fórum við í grill til mömmu og pabba, ég grillaði,Svalur. Pabbi er ný kominn úr aðgerð og ég ákvað bara að kokka ofaní liðið. Mér finnst svo gaman að hafa fyrir fólkiGlottandi. Eins og þið vitiðBrosandi.... Á ég að segja ykkur fréttir??? Hún systir mín kær er ólétt, komin 18 vikur á leið, var reyndar að fá að vita það sjálf fyrir 4 dögum. Henni var búið að vera svo óglatt og frekar orkulítil. Ekki alveg eins og hún á að sér að vera. þannig hún ákvað að taka prufu sem kom jákvæð í kvelli. Þau fóru til læknis þessu til staðfestingar. Læknirinn var e-h svo hugsinn, að Rannveig spyr. Sérðu eitthvað, hann hló bara og sagði... Já ég sé barnBrosandi... Þau eru ekkert smá ánægð með þetta... Ísabella að verða stóra systir. Þetta er ótrúlegt. Ég var reyndar búin að segja þetta við hana nokkrum sinnum, en hún vildi ekki trúa þvíGlottandi. Það sást ekkert á henni, en svo eftir að hún fékk að vita þetta blés hún út. Ég læt myndir fylgja með... Annars eftir að ég kom heim er ég búin að vera þvo þvott, ganga frá og undirbúa morgundaginn. Nenni ekki að vera í stressi á morgnanna, geri eins mikið og ég mögulega get kvöldið áður... Fyrirhyggja það borgar sigGlottandi... Heyrumst á morgunn...


Sunnudagur. 4. júní 2006

Jæja

Sunnudagur engin æfing, bara frí... Dúllaði mér fram eftir degi. Lét á mig kornamaska í 15 mín, rakamaska í 1.kl og dúllaði mér bara. Fór svo í heimsóknir til vina og ættingja. Um kvöldið var ég frekar eirðarlaus. Var í heimsókn hjá mömmu og pabba, tókst að láta tölvuna þeirra yfir á þýsku, sem á að vera á enku, þið vitið hausinn, File, Edit og þetta allt. Ekki spyrja mig hvernig ég fór að því, ég veit það ekki sjálfUllandi. Þegar ég var búin að rugla tölvuna þurfti ég aðeins að atast í jóa bróður. Aumingja Jói var komin upp í rúm þegar ég reif hann á fætur og ætlaði að drösla honum með mér í bíó. Það gekk víst ekki, síðustu sýningar voru þegar byrjaðar, frekar sein á þvíÓákveðinn Hann gat ekki horft upp á mig svona eirðarlausa og stakk uppá við færum á rúntinn, enda ekki friður fyrir mér þegar ég er svona. Sem er mjög sjaldan, því ég hef alltaf nóg að gera oftast of mikið. Ég verð helst alltaf vera að gera e-h annars verð ég alveg ómögleg. Ég get alveg slakað á part úr degi eða eina kvöldstund en svo er mér farið að leiðast. Þetta getur verið mjög pirrandi, sérstaklega ef allir eru í slakaá hugleiðingum, nema ég. Eins og í kvöld....Á morgunn mánudag er nóg að gera,Brosandi fer á æfingu, næ í börnin mín til pabba síns, var svo búin að lofa þeim að fara með þau í sund, stend að sjálfsögðu við það.Brosandi Það verður nóg að gera. Heyrumst á morgunn...


Laugardagur.3 júní.2006

Halló, hallló!

Fyrsta skipti í dag í mjög langan tíma svaf ég út, það var ekkert smá gott og alveg hægt að venjast því.Glottandi Þegar ég vaknaði fór ég á æfingu. Eftir það fór ég í verslunarleiðangur ein og barnlaus, ég hafði allan tíman í heiminum bara fyrir mig í að versla. Þvílíkur munaðurUllandi. Stelpur ef ykkur vantar föt, þá er 17 á Laugaveginum málið. Ég hefði getað verslað fyrir góða upphæð, en var bara hófleg í þessu, ótemjan sjálf. Það eru líka mjög töff föt á mennina ykkar ef ykkur langar að gleðja þá, koma þeim á óvart eða e-hGlottandi. Til að trompa verslunarleiðangurinn fékk ég mér Cappuccino mmm það er svo gott, svona einn í lokinn.Glottandi Áfram.... Um kvöldið fór ég á geðveikt tjútt. ROSALEGA VAR GAMANGlottandi. Við sysrur fórum saman, við höfðum ekki farið saman í 4 ár. þegar við komum saman er alltaf mikið stuð og mikið gaman. Fórum á Ólíver sem er heitasti staðurinn í dag, margir tala um að þagað fari bara fallega fólkið. það er bara bull, ég fer stundum þangað, þetta er bara mjög normal fólk. Svipaður stimpill og Astró var með á sér á sínum tíma. Það var svo findið í röðinni fyrir framan okkur voru stelpur sem könnuðust rosalega við okkur, voru alveg kárar á því að við systur hefðum komið fram í blöðum fyrir að líta vel út og vera í góðu formi. Ég gat nú ekki annað en hlegið, þær stóðu svo fast á sínu.... Hitti rosalega marga sem ég þekki og kannast við. Dönsuðum úr okkur allt vit, brjálæðislega var gaman. Eigum við ekki bara að láta myndirnar talaUllandi.


Föstudagur. 2. júní.2006

Góðan daginn, allan daginnBrosandi

Ætla fá að svara einu commenti frá Elísabetu æsku vinkonu minni. Nei ástin mín ég ætla ekki að opna Brynju ísbúð í Reykjavík. En ég er alveg tilbúin að gera samning við eigendurna um að vera fastur viðskiptavinur, ef þau opna Brynju ís í Reykjavík.Ullandi

Annars.... Kannist þið við daga þegar símarnir stoppa ekki, maður er jafnvel að tala í báða símana og svara dyrabjöllunni í leiðinni? Þetta var þannig dagur hjá mér í dag. Það var brjálað að gera. Fékk óvænt verkefni í vinnunni í dag, sem er ekki í mínum verkahring að sinna, heldur einum félagsráðgjanum sem ég vinn með. Hún er semsagt farin í sumarfrí og gleymdi að sinna vinunni sinni, sem var frekar áríðandi og snertir einn skjólstæðinginn minn. Ég var sérstaklega beðin um að sinna þessu verkefni af yfirfélagsráðgjafanum, Sem ég gerði. Það hafa farið ca 15-20 símtöl útaf þessu eina máli, fyrir utan þá sem hringdu í mig. Já það var brjálað að gera, þetta var bara aukalega fyrir utan mína venjulegu vinnu á föstudögum. En ég leysti þetta vel af hendi og fékk mikið hrós, fyrir vel og skipulega unnið verk.Brosandi Á milli stríða náði ég að fara í smá verslunarleiðangur. Það er svo gaman að fara í búðir, ég gæti alveg verið á launum við að versla mér föt.Glottandi En gegnum gangandi í öllum búðum núna er rosalega mikið drasl, og ljót tíska. Mikið af þessum toppum myndi ég ekki einu sinni nota í gardínur, hvað þá annað. Allt annað með strákafötin, ef ég ætti kærasta væri ég búin að fata hann upp 7 sinnum, á meðan ég fyndi einn topp á mig.... Svo ég haldi áfram með daginn. Ég fór í bíó með einn unglinginn sem ég er með í persónuráðgjöf. Við sáum The da vinci code hún er mjög fín, samt í lokin er maður farin að býða eftir punktinum. Það var einu sinni öskrað alla myndina, ég var ein af þeim sem öskruðuSkömmustulegur. Æ hann var svo ógeðslegur hvíti karlinn, svo kom hann hlaupandi úr felum. Ég hélt ég færi í gegnum sætið mér brá svo. Það er hryllingsmynd að koma í bíó sem mig langar svo að sjá, nefndi það við bróður minn. Hann hló bara að mér og sagði,ætlar þú á hryllingsmynd? Ég fór með honum á hryllingsmynd í vetur. Ég var nánast með hausinn á setunni, hnén í andlitinu að drepast úr hræðslu alla myndina. Svo leit Jói bróðir öðru hvoru á mig og hló bara að mér. Annars var þetta mjög góður dagur, var ekki búin að vinna fyrr en 23.30, fór í heimsókn eftir bíó, mjög gamanBrosandi Heyrumst á morgunn.. þá verða myndirGlottandi


Fimmtudagur. 1 Júní.2006

Jibbí einn dagur til stefnuBrosandi

Já ætla að byrja að þræða búðirnar á morgunn og líka á laugardaginn, það fer samt eftir því hvernig gengur.Glottandi.... Dagurinn í dag, börnin í skólann og leikskólann, ég á æfingu. þessi dagur var frábrugðin öðrum þar sem ég fór ekki að vinna fyrr en seinnipartinn í dag. Notaði tímann til að útrétta og ýmislegt annaðUllandi. Lísa María kom beint heim úr skólanum. Það var nefninlega lokahátíð í frístundarheimilinu (gæsla eftir skóla)í gær. Ekkert smá gaman það var, grillað, börnunum gefnar gjafir og svo kom Jónsi. Lísa María var ekkert smá ánægð með þaðGlottandi. Mér finnst þetta frábært framtak hjá honum að koma og hitta börnin, það gefur þeim svo mikið. Hún var bara pínu svekt út í sjálfan sig að hafa ekki þorað að tala við hann, hún er svo feiminGlottandi. Foreldar Tuma sóttu Elís Viktor í leikskólann og léku strákarnir saman fram að kvöldmat. þeir eru svo góðir vinir, það er alveg æði. Pabbi hringdi seinnipartinn og fékk Lísu Maríu lánaða, þau fóru í heimsókn til Rannveigar systir og Ísabellu, uppáhaldsfrænkurnarBrosandi. Ég fór að vinna, náði svo í Elís Viktor og fórum til ömmu og afa.( mömmu og pabba) Vorum þar öll saman fram á kvöld, rosa gamanBrosandi....

 Það er ekki laust við að ég sé komin í tjúttstuð.Ullandi Pabbahelgi framundan, ný klipping og strípur, ný föt, fínar neglur, ekki séns að ég verði heimaGlottandi. Það verður örugglega mikið djamm í gangi, löng helgi og svona. Ég verð ekki heima... neeeiiiii ekki sénsGlottandi. Heyri í ykkur á morgunn... Ef ég fer á dammið ,þá á laugard.Glottandi


Miðvikudagur.31 maí.2006

Hæ hæ!

Endilega allir skoði athugasemdirBrosandi Ég verð nú að fá að svara smá athugasemdum frá Rakel frænku minni.Brosandi Já það er engin spurning þessi ofvirkni og framtakssemi er í fjölskyldunni. Við erfum hana víst báðar, súper ofur virkar í einu og ölluGlottandi.... Já þú færð ekki bara mynd, heldur myndir, en það verður ekki fyrr en um helgina híhíhí. Ég veit þú vilt fá þær strax, það er nefninlega líka í fjölskyldunniBrosandi. En takk innilega fyrir B O M B U hrósið ég er rétt að komast á jörðina núna, ég fór alveg á flugUllandi. Ég hlakka ekkert smá til að sjá ykkur, tel nánast niður dagana. Verð að fara með ykkur á þokkalegt tjútt, ekki spurningBrosandi.

Já Ellý mín, við förum að fá okkur ís í Brynju á Akureyri, til er égGlottandi

Svo ég byrji nú á deginum. Fór með börnin í skólann og leikskólann svo á æfingu. Eftir æfingu fór ég að vinna. Það var pabbadagur í dag og á þeim dögum nota ég tækifærið og vinn lengur. Sótti börnin um 8 leitið til pabba síns, þau voru svo þreytt efir daginn að þau steinrotuðust í bílnum, á leiðinni heim. Það átti að vera línuskauta námskeið í kvöld en féll niður annan miðvikudaginn í röð. Ég á línuskauta og fer alveg á þá, fer hratt og sný mér í hringi og allt, en ég þori ekki að stoppaUllandi. Mig langar að læra almennilega á línuskauta, kunna að fara afturábak og svoleiðis. En það er alveg brýn nauðsyn að kunna stoppa. Hingað til hefur þetta verið þannig þegar ég fer á línuskauta, ég fer á staði þar sem grinverk eru í nánd. Ég þori að fara hratt og niður brekkur en þá er líka eins gott að grindverk taki á móti mér, því annars veit ég ekki hvar ég myndi endaBrosandi Það er búið að segja við mig, þú lætur bara rassinn út og annan hælinn niður. Ég læt ekkert rassinn út á fljúgandi ferð, þá missi ég jafnvægið, líka ef ég fer ofurhægt.Brosandi Þannig, ég er búin að skrá mig á námskeið sem reyndar er búið að falla niður 2. En þangað til, taka grinverkin á móti mérUllandi. OK fyrst námskeiðið féll niður og börnin sofnuðu í bílnum, málaði ég borðstofuna í staðin, ég átti málningu og því ekki það.Glottandi

Ég er ekkert  smá sátt. Veggurinn var hvítur (eða málarahvítur, það er svona grámi í honum) og er það áfram en þetta er samt allt annað, það verður bjartara yfir þegar það er nýmálað... Heyrumst á morgunn...


Þriðjudagur 30.maí.2006

Hæ!

Gleymdi smá... tókuð þið eftir því í blaðinu í bag að Wham er að far koma saman aftur eftir 20 ár. Ég hélt ekkert smá uppá þá.... OG ísbúðin Brynja á Akureyri er bara með heimatilbúin ís sem er mjög fitulítill, þau tala um að það sé mjög vinsælt að hafa bragðaref með ferskum jarðarberjum og piparmolum sem ég veit ekki alveg hvað er, en það fæst ekki í rvk...En já takk, ég er alveg til í að fara í smá bíltúr á Akureyri bara til að smakka. Það væri líka voða hentugt að eiga kærasta sem flugmann, þá getu hann flogið með mig af og til á Akureyri og fengið okkur ís.BrosandiÞað væri nú munur. Ég elska ís. En án gríns, ætla ég að fá mér svona næst þegar ég fer þangað....Guð má vita hvenær það verður. Bara smá innslag ef þið eruð á leiðinni þangað.Glottandi 


Þriðjudagur 30. maí.2006

Halló halló!

Í dag byrjaði dagurinn mjög eðlilega skutla börnunum í skólann og leikskólann svo fór ég á æfingu. Eftir æfingu fór ég í klippingu og strípur. Ég er alveg gaaasalega lekker með svona nýmóðins klippingu.Glottandi Nei án gríns breytti ég alveg gjörsamlega um stíl og er rosalega sátt, meira að segja sögðu börnin á leikskólanum hjá Elís Viktor þegar ég kom að sækja hann " Vá hvað mamma þín er fín með nýja klippingu Elís Viktor" Brosandi Eftir klippingu fór ég að vinna, náði svo í börnin í skólann og leikskólann, fórum aðeins heim, skutlaði börnunum til vina sinna sem var skindihugdetta sem kom sér mjög vel, notaði tímann í smá aukavinnu... Sniðug mammaBrosandi Þegar heim var komið áttum við börnin góða stund saman lásum bók, æfðum okkur að gera armbeygjur með einni hönd, já það er nýjasta nýttBrosandi Þau eiga það til að plata mig í æfingar sem við gerum öll saman. Ég hermi eftir þeim, sem betur fer er ég með mikið pláss heima hjá mér, þannig ég kemst alveg í gott handahlaup.Ullandi Ég læt þau ekki plata mig oft út í þetta, þau gera þetta oftast saman en það kemur fyrir að ég geri með þeim. Það finnst þeim ekkert smá gaman.... Svooo við höldum áfram með daginn eða öllu heldur kvöldið eftir að börnin voru sofnuð... Ég var búin að ákveða í dag eftir að ég heyrði Finnska Eurovision lagið sem ég fíla alveg í botn, að draga fram gamla góða rokkið mitt sem ég hef ekki gert lengi. Ég var að hlusta á sérstaka útgáfu sem ég á með Bon Jovi á meðan ég var að ganga frá eftir daginn. Mundi ég hvað ég ætlaði að gera og dró fram...Nú fáiði kasstBrosandi....Black Sabbath, Ossy, Rammstein, þeir flokkast að vísu ekki undir gamalt, Kiss, wasp hlustaði ekki mikið á þá í den en, inside the electric circus er góður diskur. Ég er gjörsamlega búin að vera í öðrum heimi núna í kvöld að hlusta á þessa tónlist. Fékk þvílíka ragettu í rssinn í leiðinni og er búin að þrífa íbúðina hátt og lágt. Ekki bara það heldur breytti ég líka í stofunni hjá mér. Snéri húsgögnunum hægri, vinstri, afturábak og áfram þangað til ég var sátt og skpti um geisladiska þess á milli. Hefði einhver séð mig væri ég líklega ekki hér að skrifa blogg, heldur í hvíta húsinu við sundin blá með rauða þakinu lokuð inniBrosandi Ég kom semsagt heilmiklu í verk í dag, mikil orka, mikið gamanGlottandi. Heyrunst á morgunn.


Mánudagur 29. maí. 2006

Hæhæ!

Jæja nú er pabbahelgi framundan, ef ég ætla ekki að nota tækifærið og fara í Kringluna og Smáralindina að versla mér föt þá veit ég ekki hvað. Ef ég verð ekki búin að finna neitt fyrir lokun, þá fer ég ekki út úr búðunum, svo einfallt er það núGlottandi. Dagurinn í dag gekk bara sinn vanagang, frídagur á æfingu eins og flest alla mánudaga en reyndar var þetta síðasti mánudagurinn sem verður svoleiðis sem er mjög gott. Það passar mikið betur að hafa frí á sunnudögum mikið meiri regla af því ég er alltaf með nammidaga á þeim dögum. Þetta er búið að vera mjög skrítið að byrja vikuna á að vera í fríi, það passar ekki, en nú er það búið. Nú verður þjálfun á virkum dögumBrosandi. Annars var allt bara ferkar rólegt í dag, börnin í skólann og leikskólann, vinna, aukavinna, borða , baða, sofa. Það verður mikið að gera á morgunn og það sem eftir er af þessarri viku. Ég vil hafa nóg að gera annars verð ég svo ómöguleg og eirðarlaus. Það er kannski af því maður kann ekki að slaka á... eða hvað? Svo er mér sagtUllandi. En nóg um það heyri í ykkur á morgunnBrosandi


Laugardagur 27. maí.2006

Góðan daginn, allan daginnBrosandi

Já ég er búin að jafna eftir að hafa verið frekar ósátt við tölvuna í gærkvöldi, enda get ég aldrei verið lengi í fílu, alveg sama hvað ég reyni.Glottandi Þá er það helgin. Laugardagurinn byrjaði bara eins og venjulega. Fyrst í fimleika með Elís Viktor, þetta var síðasti tíminn þannig að foreldrarnir fengu að taka þátt( það þurfti nú ekki að segja mér það tvisvar:). Í lokinn voru grillaðar pylsur og safi ásamt viðurkenningarskjali. Ég hækkaði um tíu sentímetra ég var svo stolt, fyrsta viðurkenningarskjalið hansBrosandi. Eftir fimleikana fórum við á mína æfingu, það er alltaf einkaþjálfun um helgar kl.12 en er að breytast núna yfir á virka daga svo maður geti nú átt frí um helgarGlottandi.  Tala nú ekki um þegar við förum að fara í sumarbústað, styttri tjaldferðir og ef ég ákveð að fara í smá frí til Noregs, þá verður maður nú að eiga frí um helgarBrosandi. Talandi um æfingu. Þegar ég var rétt að ljúka æfingu á laugardaginn, koma til mín tvær stelpur og stoppa bara fyrir framan bretti mitt. Þetta voru stelpur frá saga film að ath hvort ég vildi taka þátt í auglýsingu þar sem rassinn á mér yrði bara sýndur. Mér datt strax í hug að nú hefði ég orðið fyrir valinu á falinni myndavél en svo var ekki. Ég átti bæði að vera í venjulegum buxum og svo efnislitlum bikiní buxum. Nei takk sama og þegið rassinn á mér verður ekki birtur í sjónvarpi einn og sér... ekki séns. Það kemur stundum fólk frá Saga film niður í Laugar. Þannig fór ég á skrá hjá Saga film, það var bara bennt á mig. ÉG VIL FÁ ÞIG Á SKRÁ Í AUGLÝSINGAR HJÁ SAGA FILM. Svo voru teknar myndir af mér og skrifaðar niður helstu upplýsingar, það eru bara svona tveir mánuðir síðan. Ég var náttúrlega í ljósmyndun og tískusýningum þegar ég var yngri. Þetta er svona öðruvísi, gaman að prófa e-h nýtt ef það verður einvern tímann hringt, það er svo mikið á fólki á skrá hjá þeim. sjáum hvað verður, þetta er bara spennandi. Svo ég haldi nú áfram með daginn, þá var tiltektardagur í húsinu hjá mér. Ég kom seinna en aðrir út af öllum þessum æfingum, en var búin að láta vita, samviskusemin uppmáluðGlottandi. Eftir alla tiltektina sem var ekkert smá mikil, hjólageimslan máluð,grindverkið í kringum húsið líka, blómum plantað o,fl, var ekki annað í boði en að hafa veglega grillveislu í boði húsfélagsins. Það er svo frábært að búa í húsi þar sem samstaðan er svona góð. Það er bara ungt fólk sem býr í þessu húsi fyrir utan ein eldri hjón og okkur kemur öllum svo vel saman. Á sumrin förum við með stóra sundlaug út í garð þegar það er gott veður og kaupum ís fyrir börnin og leifum þeim að leika sér á meðan mömmurnar liggja í sólbaði og spjalla samanUllandi. Það eru nú ekki allir svona heppnir að eiga góða granna, aldrei partí eða neitt vesen. En grillveislan var að sjálfsögðu mjög skemmtileg, mikið spjallað og hlegið. Við Sandra gátum nú ekki sleppt að segja fólkinu frá þegar við byrjum að tala um líkamsrækt eða buxur. Henni finnst ég alltaf í svo flottum buxum og hún tekur strax eftir því ef ég fæ mér nýjar. Varstu að fá þér buxur, hvar keyptir þú þær, og það er alltaf sama svarir í BLEND. Það var ekkert hlegið neitt smá mikið þegar við sögðum frá þessu, það er mikið fyndnara en að skrifa það. Höldum áfram með daginn ég var nú frekar stutt í grillinu, var búin að lofa mér í tvö partí en endaði í einu. Það var að sjálfsögðu hjá Elísabetu æskuvinkonu minni. Kærastinn hennar sem heitir Glenn og er frá Noregi og býr þar, var hér í heimsókn yfir helgina og auðvitað þurfti ég að berja hann augum( hann býr ekki í Drammen man ekki alveg hvar hann býr en mig minnir að það sé sunnanmegin)Við vorum hjá Elísabetu lengi frameftir, allir að drekka( nema ég, ég fékk æðislegt kaffiUllandi) Fengum að upplifa beint í æð par á fyrsta stefnumóti, fyrsta kossinn og allt, þau stóðu sig rosalega vel. Fyrir þá sem vildu fóru í bæinn en aðrir fóru heim eða e-h annað. ÉG var búin að skrifa meira í gær þegar mér tókst að glata því... Talið bara við mig ef þið viljið gera e-h rugl í tölvunni ég skal alveg kenna ykkur, reyna það í það minnstaUllandi Bestu kveðjur í bili


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband