26.8.2007 | 12:31
Átti æðislega helgi:)
Hæ elskurnar
Átti alveg æðislega helgi, á föstudeginum var ég með matarboð og naut þess að vera í góðum félagsskap, ossa gaman. Á laugardeginum fór ég geðveika æfingu, skreið nánast út úr Laugum að henni lokinni. Það er svo gott að taka svona vel á, hitti kunningja vinkonu mína sem hló bara af mér. Vorum niðri fataklefa, ég var algjörlega í fyrsta gír sem er ekki algeng sjón, enda gat hún ekki annað en hlegið, ég var alveg búin á því.
Eftir æfingu fór ég í Smáralindina, aðeins að kaupa mér föt og dúlla mér. Um kvöldið kíkti ég svo í heimsóknir og endaði svo í heimsókn hjá Elísabetu æskuvinkonu minni. Þar var mikið blaðrar um heima og geima, eins og venjan er þegar vinkonur hittast, þið þekkið þetta. Mmm kaffið hennar er svo gott, yfirleitt drekk ég ekki kaffi eftir kl 18, en þarna var klukkan um 23 og mér var aaaalveg sama. Ossa gott kaffi, takk fyrir mig elskan mín.
Jæja nú ætla ég að fara gera e-h að viti, heyri í ykkur elskurnar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.8.2007 | 19:55
Ekki tínd og tröllum gefin
Hæ elskurnar
Loksins kemur blogg, hef lítinn tíma haft til að blogga undanfarið. Það hefur verið mikið að gera í vinnunni, svo hef ég reynt að nýta hverja smugu til ferðalaga, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma....
Ég heyrði í Rakel frænku í dag sem býr út í Noregi, hef ekki heyrt í henni í nokkrar vikur og ég hef ekkert bloggað í góðan tíma, eins og þið vitið sjálf. Veit ekki hvað hún hefur haldið að hefði komið fyrir frænku sína. Það var ekki verið að segja hæ, þegar hún kom í símann. Það var bara " rosalega er gott þú hringir, ertu með lífsmörkum? ÞÚ HEFUR EKKERT BLOGGAÐ SÍÐAN Í BYRJUN ÁGÚST..... Ég hef verið að spá hvort ég ætti að hætta að blogga, ennnn það er greinilega ekki í boði. Og ætla þess vegna ekki að láta mér detta neitt annað í hug, en að halda áfram að blogga. Ég heyri næstum í Rakel segja " já, það er eins gott fyrir þig".
Annars er það að frétta að litli snúllinn minn var að byrja í skóla, ekkert smá stoltur af því. Hann er búin að bíða og bíða og bíða og bíða eftir að komast í sólann og loksins er hann byrjaður. Lísa María var að fara í 8 ára bekk, þá eru hún í skólanum sjálfum sem er ekkert smá mikið sport. 6 og 7 ára bekkirnir eru nefnilega hafðir í skúrum sem eru á skólalóðinni, svona á meðan þau eru að aðlagast skólakerfinu, brilliant fyrirkomulag.
Jæja svo er bara aftur blogg á morgun, heyri í ykkur þá elskurnar........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2007 | 21:13
Leið eins og ég væri ein í heiminum.....
Hæ elskurnar
Það var ekkert smá fátt á æfingu í hádeginu í dag, eins líka á götum borgarinnar. Mér leið næstum eins og ég væri ein í heiminum. Þegar líða tók á daginn sá ég að það var öðru nær.......
Ég hef ekki komist í yoga síðan síðasta föstudag, ætla reyna bæta úr því á morgun og skella mér í eitt stykki hádegistíma. Alveg frábærir tímar.......
Undur og stórmerki, ég var í Hagkaup í gær og sá mann sem ég veit að er miðill. Hann horfði svo á mig, eins og hann vildi segja mér eitthvað, en gerði það ekki, allt í lagi með það. Í dag hringi ég í 118 og bið um símanúmerið í Borgarbókasafninu í Grafarvogi, ekki tengja mig. Var svo gefið beint samband við sálarrannsóknarfélagið sem er félag miðla, þar getur maður pantað miðilsfund hjá hinum ýmsu miðlum. þessi símanúmer eru ekki einu sinni lík, þar fyrir utan bað ég um að mér væri gefið númerið, en ekki beint samband. Verð að viðurkenna, mér fannst þetta pínu skrítið 2 tilfelli á 2 dögum.......
Heyri í ykkur elskurnar......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2007 | 00:18
Það er bara svona.....
Hæ elskurnarÞetta er ekki dónaleg stjörnuspá. Hef samt ekki verið vör við að ég sé að laða að mér peninga núna um dagana, meira svona eyða þeim. En þó á útsölu, ég viðurkenni það. Þykist vera betrumbæta heimilið hjá mér, það er svooo gaman.......VOG 23. september - 22. október
Þar sem Venus stjórnar þér hefurðu frábæran smekk. Það er einmitt þessi fagurfræðilega næmni sem laðar að sér ást, vini, peninga og völd.Heyriði nú er komin ágúst, sem þýðir að það styttist í afmælið mitt 29 september. Síðustu 3 ár hef ég alveg fengið í magann hvað tölurnar hækka. Ekki núna, mér finnst talan 31 nefninlega alveg út úr kortinu, myndi taka hana úr talnaröðinni ef ég mætti ráða.Verslunarmannahelgin í nánd, mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtileg helgi. Alltaf svo mikil stenming í loftinu, það er ekki hægt annað en að smitast af henni hvort sem maður fer eitthvað eða ekki. Annars finnst mér óvenju margir ætla vera heima í ár, uss uss uss, drýfa sig í eftirminnilega útilegu maður.......Góða nótt elskurnar........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 20:49
Yndisleg helgi að baki
Hæ elskurnar
Við börnin áttum rólega og góða helgi, vorum með kósýkvöld bæði föstudag og laugardag, það var líka þónokkuð um gestagang sem okkur finnst ekki leiðinlegt.....
Sandra og Ívar, ung hjón sem búa fyrir neðan mig eru að flísaleggja baðið hjá sér í þessum töluðu orðum. Við erum alltaf að endurnýja, breyta eða bæta heimilin okkar og hlaupum svo á milli til að sjá hjá hvor öðru. Ég var eitthvað að kíkja á hjá þeim á föstudaginn, hvað þau eru búin að gera fínt. Skruppum svo aðeins upp til mín og bárum saman baðherbergin, við Sandra erum svo frjóar erum alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir sem við segjum hvor annarri. Jæja þau voru semsagt komin upp til mín á föstudaginn, tekur Ívar eftir hurðinni á ruslaskápnum sem var orðin ansi slöpp. Laga hana nánast í hverri viku. Nema hvað, hann bauðst til að laga hana í eitt skipti fyrir öll. Svo heyrist inn úr skápnum eftir stutta stund, setning sem ég heyri ansi oft og er að aukast " Silla þú þarft að fá þér karlmann inn á heimilið". Það líður orðið ekki sú vika að þessi setning sé ekki sögð við mig, enda komin 3 ár síðan ég skildi.
Þetta var ekki allt, því svo rak hann augun í baðherbergisljósið sem hékk niður, " Silla á ég að festa upp fyrir þig ljósið" Frábært þegar fólk býður fram hjálp sína, ég geri það líka alveg hægri vinstri, alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum. En á alveg ofboðslega erfitt með að biðja fólk um að hjálpa mér, og geri það bara helst ekki, ef satt skal segja...... Semsagt skáphurðin í lag á föstudeginum og ljósið í lag á laugardeginum, haldið að það sé lúxus. Í þakklætisskyni bauð ég þeim í rauðvín, það var nú ekki annað hægt eftir alla hjálpsemina. Sátum svo og spjölluðum um heima og geyma, mjög hentugt að eiga heima svona stutt frá, hlaupum yfirleitt bara á tásunum upp og niður, mjög heimilislegt......
Við börnin fórum svo í barnaafmæli í dag, sem var virkilega fínt. Ótrúlega góðar kökur og heitir réttir. Fórum semsagt í gamla húsið okkar, Vallarhús sem ég bjó í 7 ár, höldum alltaf sambandi ég og Erla uppi eins og ég kalla hana. Ég og Halli maðurinn hennar kepptumst um það í nokkur ár, hvor okkar væri fyrri til að slá garðinn. Ég náttúrlega elska alla garðvinnu og átti garð sjálf. Ég bjó á neðri hæðinni og þau á efri, sló svo í leiðinni sameiginlega garðinn sem lá meðfram húsinu, sem er smá renningur og ef hann var fyrri til sló hann minn garð. En það var ekki fyrr en þau fluttu í húsið að ég fékk virkilegan keppinaut. Ég vissi samt ca hvenær hann væri búinn að vinna og var þess vegna oft fyrri til að ná sláttuvélinni. Við rifjum þetta oft upp, ossa gaman....
Svona var helgin hjá mér, heyrumst elskurnar......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2007 | 01:32
Sé yoga í nýju ljósi;)
Hæ elskurnar
Síðustu 3 vikur hef ég verið að fara nokkuð reglulega í Yoga sem mér finnst virkilega gott. Hef verið að fara eftir æfingar og fá í leiðinni betri teygjur, heldur en ég annars myndi gera sjálf. Teygjur eru nauðsynlegur þáttur eftir líkamsæfingar af hvaða tagi sem er, mér finnst þær bara svo dreeeep leiðinlegar. Þess vegna er góður kostur að fara í Yoga eftir æfingu, fyrir utan hvað maður nær góðri slökun. Já ok, ég náði slökuninni ekki alveg strax, en það kom eftir nokkra tíma. Þetta er bara æfing og ekkert annað, var orðin svo klár í að vera ekki með 770 pílur í rassinum í vetur og undir vor. En svo bara gleymdist það og er aftur 7 skrefum á undan sjálfri mér, með 770 pílur í rassinum. Þetta kemur allt með kaldavatninu, ég mun samt aldrei verða þannig að það renni ekki í mér blóðið. Ég er bara Silla og svona er ég.......
Ég ætlaði að tala um Yogatímann sem var frábær, kennarinn fræddi okkur svo mikið í þessum tíma og skírði svo vel út fyrir okkur flæðið í líkamanum. Notaði við það ýmsar skemmtilegar myndlíkingar, ásamt æfingum sem fengu blóðflæðið vel af stað, og sagði okkur eftir hverju við ættum að taka, þegar við stoppuðum í æfingunni. Þetta var alveg maaagnaður tími. Það var einnig margt annað sem komið var inná í þessum tíma, sem ég ætla ekki að fara út í hér hér. En þessi tími skildi mikið eftir sig, nú skil ég Yoga miiiikið betur. Mér finnst öll svona fræðsla svo skemmtileg og enn betra er að fá að upplifa það sem verið er að tala um...... Þar að segja ef fræðslan er þess eðlis að hægt sé að upplifa hana, eins og í þessu tilfelli. Annars er alltaf gaman að fræðast og læra eitthvað nýtt, það finnst mér. Gubbi, gubbi, gubbi já ég veit.......
Heyriði elskurnar, verslunarmannahelgin nááálgast......
Góða nótt elskurnar.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 14:35
Þetta eru nú meiru stjörnuspárnar;)
Hæ elskurnar
Þetta eru nú meiru stjörnuspárnar, sú seinni á þó betur við í mínu tilfelli.
VOG 23. september - 22. október
Þú verður að vinna þér inn peninga alveg eins og flestir aðrir, en á þinn sérstaka hátt. Þín helstu sérkenni eru sjarmi. Smurð'onum þykkt ofan á.Jahérna hér. Ég vinn eins og flestir aðrir, mikið rétt?. Ég veit ég hef sjarma, en að smyr-jonum þykkt ofan á, hann er alltaf svo vel smurður ofan á, sjarminn dónarnir ykkar......
VOG 23 sept - 22 okt
Þú ert til í hvað sem er og ekki er verra ef það er eilítið barnalegt. Allt sem er nýtt, spennandi og upplýsandi, heillar sérstaklega.
Þetta á alveg fullkomlega við, ætla á línuskauta eftir vinnu, dæmi hver fyrir sig hvort það er barnalegt eða ekki. Allt sem er nýtt, spennandi og upplýsandi, búin að vera ferðast pínu uppá síðkastið og öll skilningarvit gjörsamlega á útopnu, ég verð að vita allt. Helst myndi ég vilja hafa sagnfræðing eða leiðsögumann mér við hlið, svo ég fái alveg örugglega allar upplýsingar beint í æð. Það er reyndar alveg sama á hvaða sviði það er, ég hef alltaf gaman af því að fræðast, finnst það mjög spennandi, þá gjörsamlega blaka á mér eyrun.
Held hún amma mín heitin eigi stóran þátt þarna af hverju ég er svona fróðleiksþyrst. Í hvert skipti sem ég kom til hennar sagði hún mér sögur frá stríðsárunum, gömlu bröggunum, dansleikjunum sem hún fór á þegar hún var ung. Ég gat setið tímunum saman maulað kandís og hlustað á ömmu mína heitna. Hún var alltaf að fræða mig eitthvað um gömlu dagana, hvernig reykjavík var þá og lífið í heild sinni í gamla daga. Þegar ég var í framhaldsskóla notaði ég ömmu oft sem munnlega heimild í verkefnum, varðandi efni sem tengdist gömlum tímum. Við vorum óóótrúlega nánar, ég var svo lánsöm að fá að vera mikið hjá henni þegar ég var lítil. Fyrir það er ég foreldrum mínum og ömmu sem sagði aldrei nei við mig þegar ég vildi gista, óendanlega þakklát. það líður varla sá dagur að ég hugsi til hennar.
Svona er nú þetta, komin út fyrir efnið eins og vanalega. Punkturinn var semsagt, seinni stjörnuspáin hittir alveg í mark, en ekki alveg sú fyrri. Annars eru þessar blessuðu stjörnuspár mínar búnar að vera alveg út úr kortinu upp á síðkastið, allavega þegar ég hef gefið mér tíma til að kíkja á þær.
Eigið góðan dag elskurnar......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 00:57
Þvílíkt dekur;)
Hæ elskurnar Við börnin fórum í heimsókn til Elísabetar æskuvinkonu minnar í dag. Já sorry, auðvitað vitiði öll hver hún er, hef svo oft kynnt hana fyrir ykkur, en bara svo það fari ekki á milli mála. Þvílíka dekrið, okkur var boðið óvænt í mat, fékk svo uppáhalds kaffið mitt og súkkulaði í eftirrétt ( súkkulaðið sem hún vann á fm 95,7 um daginn) umm, umm, umm ossa gott. Takk fyrir gott spjall ástin mín, vona þú stigir skrefið sem við töluðum um, ég sé það alveg í hillingum..... Sagði ykkur ég væri að tala um lúxus........ Heyri í ykkur elskurnar........ |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2007 | 12:09
Amílí, amílí:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2007 | 04:23
Heyrði nánast hjartað slá
Hæ elskurnar
Ég er ennþá vakandi og klukkan er að ganga 4 um nótt. Var í saumaklúbb til að verða 1, ekkert smá gaman, grilluðum, fengum okkur hvítvín og hlógum eins og okkur væri borgað fyrir það, það er okkur einum lagið. Ég sé um saumaklúbbinn, ef það hefur verið ákveðið að fara út að borða, passa ég mig alltaf á að nefna við séum háværar og hlægjum mikið, við erum svo hressar og skemmtilegar.
Jæja þetta var ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur. Núna rétt áðan 3.15 kemur jeppi keyrandi að húsinu mínu, út úr honum stekkur, svartklæddur dökkur maður með svarta húfu á hausnum. Ég hugsa með mér hvað í ósköpunum ætli maðurinn sé að gera, og hvert ætli hann sé að fara. Ég er samt ekki þessi forvitni nágranni, síður en svo. Lág bara andvaka í rúminu, stóð upp og ætlaði að fá mér vatn, þegar mér var litið út um gluggann og sá þennan mann. Hann var eitthvað svo snar í snúningum, og allur svo dökkur, ég hef aldrei séð hann við húsið áður. Ég er svo ÓTRÚLEGA myrkfælin að það hálfa væri nóg, varð alveg skíthrædd og heyrði nánast hjartað slá. Eftir allt þá var hann bara að bera út Fréttablaðið í sakleysi sínu, vá hvað það var mikill léttir.
Nú ætla ég að fara lesa fréttablaðið, get örugglega ekkert á æfingu á morgun sökum þreytu. Góða nótt elskurnar, þið sem getið sofið........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)