15.7.2007 | 20:39
Brjálæðislega var gaman hjá mér um helgina;)
Hæ elskurnar
Við Jói bróðir kíktum á Akureyri um helgina, brjálæðislega var gaman. Held ég hafi ekki misst úr einn einasta pissustað á leiðinni norður, það bara fylgir og er partur af stemningunni. Jói bróðir keyrði norður, rétt áður en við slefuðum inn á Akureyri vorum við stoppum af löggunni. Ekkert alvarlegt mældist í rauninni á djók hraða. Þegar við komum á Akureyri var ég orðin svo svöng, ákváðum að fara á einn skyndibitastaðinn. Sá mikið eftir því að hafa farið á þennan stað þegar ég var búin að borga, í staðin fyrir að fara á stað sem er ekki í Reykjavík t.d Bautann. Hef farið á Greifann, mig langaði ekki þangað aftur, samt mjög fínn matur þar, langaði bara að prófa eitthvað nýtt.
Til allrar hamingju var maturinn eitthvað skrítinn á þessum stað sem við fórum, hrísgrjónin hörð og föst saman, og ofboðslega skrítið bragð af grænmetinu. Ég sagði afgreiðslustelpunni frá þessu, hún smakkaði matinn minn og var alveg sammála mér, þetta var e-h skrítið. Fékk endurgreitt og fór á bautann. Geðveikislega góður maturinn þar, starfsfólkið fékk líka alveg að vita hvað maturinn hjá þeim var góður, æðislegt fólk og frábær þjónusta, fer pottþétt þangað aftur. Starfsfólkið á hinum staðnum var líka alveg frábært, fer líka þangað aftur. þetta var bara einstakt tilfelli, sem kom sér mjög vel, þar sem mig langaði svo á Bautann, heppinn ég.
Að þessu loknu fengum við okkur að sjálfsögðu Brynju-ís og keyrðum um aaalla Akureyri. Mér finnst þetta æðislegur bær. Ég er staðráðin í að næsta sumar ætla ég að reyna fá sumarbústað þarna og vera í eina viku og skoða bæinn enn betur, ekki spurning. Svo ég haldi nú áfram með söguna, þá vorum við Jói bróðir nánast eins og túristar. Tókum þvílíkt mikið af myndum, sem var ekki erfitt, því Akureyri er svo fallegur bær, og þvílíka útsýnið yfir bæinn frá Akureyrarkirkju. Jói bróðir var e-h að taka myndir af mér við kirkjuna, það var komið kvöld og farið að kólna verulega. Ég var að frjósa úr kulda og skalf eins og hrísla í bol og stuttum sumarkjól, á meðan útlendingarnir sem voru þarna voru í úlpu og með húfu, svo stríddu þeir mér bara af því mér var svo kalt. Sem var bara hitabreytingin, það var búið að vera svo heitt um daginn, þarna var komið kvöld.
Túristarnir að stríða mér.
Á leiðinni til Reykjavíkur keyrði ég bílinn hans Jóa, sjálfskiptur og geðveikur kraftur í honum. Komum við á Blönduósi, reyndar á leiðinni norður líka, en þá bara til að pissa. Á leiðinni heim kom ég við á snyrtingunni að sjálfsögðu, en í þetta skiptið ákváðum við að keyra svolítið um Blönduós. Maður keyrir alltaf einhvernvegin í gegnum Blönduós, en stoppar aldrei þar. Maður er alltaf annaðhvort að flýta sér á afangastað sem liggur í gegnum Blönduós, eða í bæinn aftur. Í þetta skiptið ákváðum við að skoða bæinn. það vakti líka forvitni mína hvað var mikið af fólki þarna, þá var í Húnavaka í gangi sem stóð yfir alla helgina.
Þegar ég var e-h að skoða þarna um, keyrði ég löturhægt upp brekku sem var þarna svo ég gæti náð góðri mynd yfir bæinn. Jói vissi ekkert hvað ég væri að gera með að vera drolla svona, og orðin frekar þreyttur að komast ekki hraðar en á 10 upp brekkuna. Kemur hann ekki með eitt commentið enn, getur stundum alveg drepið mig úr hlátri. " Silla! eftir því sem mig minnir best er bensíngjöf á bílnum" Ég ætlaði ekki að geta haldið á myndavélinni, ég hló svo mikið. Hann getur verið svo fyndinn, hlutirnir detta bara út úr honum. Ca klukkutíma síðar var ég að koma upp úr göngunum, búin að vera voða stillt og góð, myndavélar út um allt og hámarkshraði 70 km, var farin að langa komast pínu hraðar. Seig bensíngjöfina í botn, aðeins að testa kraftinn, vááá maður, Jói bróðir varð næstum eftir á götunni, krafturinn í bílnum shit maður. Þá kom " Heldurðu að þú sért á kvartmílu bíl eða hvað híhíhí" þessi comment eru að sjálfsögðu öll sögð í gríni, hann er ekki að vera leiðinlegir. Hlægjum eins og vitleysingar af þessum commentum, nauðsynlegt að hafa húmorinn í lagi......
Þetta var geðveik ferð í alla staði. Nú er ég ekki með börnin mín í heila viku, ég ákvað að gera e-h sem ég annars myndi ekki gera ef börnin væru heima og það gerði ég. Ég myndi ekki fara í dagsferð til Akureyrar með börnin, þetta er svo löng keyrsla, þau yrðu bara pirruð og leið. Ég er svo mikil bíladellukerling að ég læt svona langa keyrslu ekkert fyrir mig, hvað þá þegar maður fær að keyra svona kraftmikinn bíl.
Við Jói vorum komin heim um eitt leitið í nótt. Rétt fyrir 2 hringir Friðrika vinkona og reyndi að draga mig á djammið, sem henni tókst að lokum. Siggi og Friðrika náðu í mig, og í aftursætinu beið mín ískaldur bjór og upptakkari, bara eins og í limmó, engin smá flottheit. Við skunduðum heim til þeirra, skiluðum bílnum svo Siggi gæti líka fengið sér bjór, og þrykktumst öll á Ólíver, ossa gaman. Takk innilega fyrir mig, Jói minn, siggi minn og Friðríka mín.....
Jæja elskurnar þvílíka bloggið, vona þið hafið nennt að lesa þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2007 | 01:19
Þetta var nú meiri dagurinn;)....
Hæ elskurnar
Þetta vara nú meiri dagurinn.
Þetta var síðasti dagur Elís Viktors á leikskólanum, í síðustu viku vorum við foreldrar elstu barnanna búin að taka okkur saman og gáfum létum börnin gefa starfsfólkinu dýrindis ostakörfu og 2 rauðvínsflöskur. Í dag lokadaginn, lét ég hann gefa hverri deild fyrir sig rós í þakklætisskyni fyrir öll árin, hann er búinn að vera á öllum 3 deildunum. Ohh þetta var svo sorglegt, honum fannst þetta ekkert mál, á meðan ég stóð með tárin í augunum fyrir aftan, og horfði á hann gefa rósirnar og knúsa konurnar í botn, eins og honum einum er lagið. Hann er svo mikil kelirófa frá hverjum ætli hann hafi það. Jæja svo vildu fóstrurnar endilega fá að knúsa mig, sem er undir eðlilegum kringumstæðum allt í fína frá kína, ég elska að fá knús. Eeennnn bara ekki á kveðjustundum, þá bara fer ég að gráta og það var akkúrat sem gerðist í dag. Ég fór að gráta, réði ekkert við þetta, búin að vera með 2 börn samfellt á þessum leikskóla, sem eru samtals 5 ár og þekki fóstrurnar orðið nokkuð vel, ekkert smá sorglegt að kveðja þær. Ég smitaði svo út frá mér með þessum gráti mínum, að 2 fóstrur byrjuðu að gráta með mér, svo kom ein mamman alveg rasandi hissa "Silla mín, ertu að gráta?" " Já þetta er síðasti dagurinn, ég er búin að hafa 2 börn á þessum leikskóla og það er svo sorglegt að kveðja" Svo byrjaði hún bara líka að gráta með mér, þannig við stóðum allar 4 frammi á gangi grátandi. Að lokum var flest allt starfsfólkið á leikskólanum komið til okkar og ath hvað eiginlega væri að, þá var nú hlegið í gegnum tárin.
Þetta var ekki það eina, því í dag fóru börnin mín í sumarbústað með pabba sínum og veða í viku. þannig það voru kveðjustundir í öllum hornum. Nei nei passaði mig á að gráta ekkert þegar ég kvaddi börnin. En var alveg með kökkinn í hálsinum, ég er ekki vélmenni.
Það góða við þennan dag er að pabbi minn á afmæli í dag og er 54 ára, til hamingju með það pabbi minn.......
Bara til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá er ég ekki grenjuskjóða, það vita þeir sem þekkja mig.Þoli bara ekki kveðjustundir....
Góða nótt elskurnar......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2007 | 19:53
Frábært comment;)
Hæ elskurnar
Bjarma Karen frænka okkar sem býr í Noregi er á Íslandi þessa dagana. Fékk hana lánaða yfir dag í gær, þurfti að snúa nokkra hringi uppá hendurnar á afanum til að fá hana lánaða. Nei, nei ég er að fíflast, en hún verður bara hér í nokkra daga svo er hún farin út og kemur ekki aftur fyrr en eftir ár........ Við skelltum okkur í sund í góða veðrinu í gær, var alveg sárbeðin um það, spenntar greipar og allur pakkinn. Að sjálfsögðu skelltum við, Lísa María og Bjarma Karen okkur í sund. Skemmtum okkur alveg ótrúlega vel, fórum örugglega 770 ferðir í rennibrautina, ossa gaman. Áður en ég fór í sund gleymdi ég að taka af mér maskarann, fór svo í rennibrautina og að sjálfsögðu lenti ég í bólakafi eftir fyrstu bununa. Ég spurði Lísu maríu og Björmu Karen hvort ég væri nokkuð öll svört í framan, ( maskarinn hefði farið út um allt) nei, nei, hann hafði ekki gert það, svo sagði Bjarma Karen " Ertu með maskara eða hvað? Já, "ertu að fara í partý híhíhíhí, ótrúlega fyndið" En mér fannst þetta frábært comment, til hvers að vera með maskara ef maður er ekki að fara í partý. Ég held að flestar eldri en 14 ára og jafnvel yngri, eigi svar fyrir sig.
Sætar frænkur, nýkomnar úr sundi.
Frændsystkynin 3, Lísa María nýbúin að slasa sig, og ennþá frekar döpur greygið. Náðum í Elís Viktor í leikskólann eftir sundið og héldum áfram með æðislegan dag.
Svo sæt á þessari mynd, sekúntu eftir þessa myndatöku sagði Elís Viktor " Mamma keyrðu nú af stað". Erum út í bíl fyrir framan leikskólann, varð aaaðeins að krýpa í myndarvélina, þau voru svo sæt þarna afturí öll í klessu.
Heyri í ykkur elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 23:10
Alveg merkilegt;)
Hæ elskurnar
Smá svona um vogina til gamans, alveg merkilegt hvað þetta passar vel við mig.
Vogir vekja oft rómantískar tilfinningar og þykja kynþokkafullar, enda klæða þær sig oft djarflega og tælandi. Einna mest áberandi í fari þeirra er þó hvað þær eru blátt áfram og óþvingaðar, enda er Vogin merki félagslegra samskipta. Þær eru gæddar miklum persónutöfrum en eru oft dular og vilja ekki bera vandamál sín á torg og þær eiga líka oft erfitt með að taka ákvarðanir. Engu að síður er þeim mikið í mun að ná markmiðum sínum, hvort sem það er félagslega eða í samböndum, t.d. hjónabandi. Vogin er í eðli sínu diplómatísk og mikill sáttasemjari og á auðvelt með að lægja öldur. Vogir hafa sterka réttlætiskennd, en þola illa háværar deilur og ósamlyndi af öllu tagi. Þær vilja mjög gjarnan fá að vita að þær séu mikils metnar og eiga bágt með að vera einar. Þess vegna velja þær sér oft störf, þar sem mannleg samskipti eru í fyrirrúmi, og Vogin nýtur sín einkar vel í opinberu starfi. Voginni hættir til að gera öðrum hærra undir höfði en sjálfri sér og mætti gjarnan tileinka sér meiri sjálfsþekkingu og ýtni, ekki síst ef hún ætlar að ná frægð og frama.
Er samt ekki sammála þessu með að vera ein, búin að vera ein í 3 ár, og finnst það ekkert mál. Það passar samt ekki aaalveg við mig, enda er þetta bara tímabil, en ekki til frambúðar. Varðandi vinnu passar þetta hinsvegar alveg. Gæti aldrei í lífinu verið á vinnustað þar sem ég er ein, verð að hafa fólk í kringum mig, því fleiri, því betra...... Það verður helst alltaf að vera gerast eitthvað í kringum mig,og verð helst að taka þátt í því öllu. Ef ég á ekki uppástunguna af því sjálf, þá er ég oftast með í ráðunum, og ef ekki, þá baaara fylgi ég með. Allir þurfa félagsskap, en vogin þrífst á honum.....
Sjálfsþekking, á nóg af henni, en vantar stundum að vera pínu ýtnari, það er alveg satt. Ég er svo kurteis, kann ekki við að vera með neina frekju.
Heyri í ykkur elskurnar......
Bloggar | Breytt 8.7.2007 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 20:41
Get stundum verið pííínu utan við mig;)
Hæ elskurnar
Get stundum ekki annað en hlegið af sjálfri mér, á það til að vera pííínu utan við mig. Það átti einmitt við í gær, var djúpt sokkin í eigin hugsanir, og að elda mér hafragraut í leiðinni. Langaði allt í einu svo í hafragraut, nema hvað. Ég var næstum búin að hella cheeriosi í pottinn í staðin fyrir haframjöli, var semsagt að gera margt í einu + í þvílíkum vangaveltum.
Ég alveg sprakk úr hlátri þegar ég áttaði mig á þessu, því um daginn henti ég mjólkinni í ruslið sem átti að fara inn í ísskáp...... Ég er semsagt voða mikið að hugsa um næsta skref hjá mér, mig langar í miklar og rótækar breytingar og er að velta ýmsu fyrir mér. þá einmitt getur maður orðið pínu utan við sig....
Get svo svarið það, held ég hafi fengið sólsting. þessa dagana framleiði ég næstum texta á færibandi. Það er eins og hafi sett á on, svo koma bara textarnir. Langt síðan ég hef lent í þessu, var bara að láta í uppþvottavélina einn daginn, svo er bara eins og hurð hafi opnast, eða kveikt á on takka. Rosalega skrítin tilfinning, svo bara komu textarnir á færibandi. Það er ekki eins og ég sé að semja texta dagsdaglega langt því frá, hef ekki gert það í mörg ár. Stórskrítið, en mjög skemmtilegt. Ég skrifa allt svona niður, gaman að eiga þetta......
Heyri í ykkur elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hæ elskurnar
Ekkert smá gott veður búið að vera undanfarið, bærinn iðar af mannlífi, svona væri ég til í að hafa allt sumarið. Það er eins og fólk flykkist úr holunum sínum og ákveður að sína sig og sjá aðra, í svona góðu veðri, sem er einmitt svo skemmtilegt. Ótrúlega hvað maður rekst á marga á svona góðveðursdögum, ossa gaman.
Ojbara, var að lesa í Fréttablaðinu að útlit væri fyrir að það yrði ekki Galtalækjarmót um verslunarmannahelgina. Uss ég er nú ekki ánægð með þetta, búin að fara þangað 3 síðustu ár og gerði ekki ráð fyrir öðru en að fara þangað þetta árið líka. Hvað er það sem hugsanlega gæti tekið við af Galtalæk? Ég vil ekki fara með börnin mín á hátíð innan um drukkið fólk, finnst það ekki við hæfi og myndi aaaldrei gera það. Samt sem áður finnst mér það algjört must að fara í útilegu um verslunarmannahelgi, það er svo mikil stemning. Börnunum finnst það æðislegt, fá að vaka fram eftir öllu, sofa í tjaldi, öll leiktækin, skemmtiatriðin, fara á brennu, sjá flugeldasýninguna að sjálfsögðu, hún er alltaf svo flott o.fl.....
Ég veit ég er pínu sein að tjá mig um þessa frétt, var að koma heim úr sumarbústað á föstudaginn. Er búin að vera renna í gegnum ólesinn Fréttablaðabúnka sem hafði streymt inn um lúguna á meðan við vorum í burtu, og rakst þá á þessa frétt.
Hafið það gott í dag elskurnar.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2007 | 15:00
Endurnærð eftir gott frí;)
Hæ elskurnar Komin heim eftir viku frí í sumarbústað, það var 20-25 stiga hiti allan tímann. Börnin eru ekkert smá brún, mætti halda að þau væru að koma frá spáni. Þetta var ekkert smá næs, heitipotturinn var vel nýttur og grillið vel notað, ossa gott. Notuðum tækifærið og fórum í Dýragarðinn Slakka sem er 30 mínútur frá bústaðnum sem við vorum, alveg ómissandi að fara þangað. Fórum líka á Gullfoss og Geysir, alltaf gaman að koma þangað. Annars vorum við mestmegnis í bústaðnum og höfðum það notarlegt með gestunum okkar, það var mikið um gestagang og höfðum næturgesti allan tímann. Að sjálfsögðu fórum við svo í vatnslaginn sem við förum í á hverju ári, þá er ég með vatnsslöngu og reyni að sprauta á börninn, heitipotturinn er stikk. Getið rétt ímyndað ykkur stuðið. Fullorðna fólkið hafði vit á að halda sig innandyra og fylgjast með út um gluggann, enda hefði ég tekið þau með í leikinn, og sprautað á þau líka, hefðu þau komið út. Púki!!! Já ég veit. Ætla halda áfram að ganga frá eftir ferðina, heyri í ykkur........ |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 18:04
Góða helgi
Hæ elskurnar Ekkert smá mikið að gerast núna um helgina, margt um að velja, ossa gaman. Þið sem ætlið á djammið, gangið hægt í gegnum gleðinnar dyr. Þið sem ætlið e-h annað farið varlega.... Annars segi ég bara góða helgi elskuranar...... |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2007 | 13:15
Golfsmiður með meiru;)
Hæ elskurnar
Fór í heimsókn til foreldra minna nú undir kvöld, viti menn rétt náði á þau. Nú er sumar eins og þið væntanlega vitið, þá eiga foreldrar mínir gjörsamlega heieima út á golfvelli. Þess á milli þegar pabbi, golfsmiðurinn sjálfur er að búa til heilu golfsettin, laga, stytta, gera við, lengja, skipta um sköft og guð má vita hvað hann gerir ekki. Það er svo mikil aukning af fólki í golfinu og brjálað að gera hjá pabba í golfsmíðinni, hann er stundum fram á nótt að gera við eða smíða heilu og hálfu golfsettin.
Ég er alveg laus við þessa golfdellu, er nánast alin upp úti á golfvelli, fannst það reyndar mjög gaman að fá að vera kaddý ( draga kerruna). Hef bara ekki þroskann í að stunda svona rólega íþrótt, en sem komið er. Veit ekki hvað annað ég get sagt.
Pabbi að stytta golfkylfu, skírteinin hans eru þarna fyrir ofan. Gleymi því aldrei þegar ég var unglingur og pabbi fór til Texas að læra golfsmíði, Það var ekki mjög vinsælt hjá pabbastelpum. En ég hafði þetta af og skil fullkomlega í dag tilganginn með þessu, enda er alveg brjálað að gera hjá honum.
Ef ykkur vantar að láta gera við, lengja, stytta búa til sett, ný handföng, ráðleggingar varðandi sett er ykkur velkomið að leita til hans. Hann heitir Eggert Ísfeld og er í símaskránni.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2007 | 11:59
Jaháá, þetta er ekki dónalegt;)
Niðurstöður þínar
Var að leika mér að taka persónuleikapróf, ég er nú bara nokkuð sátt við niðurstöðuna. Heyri í ykkur elskurnar | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)