18.6.2007 | 14:51
Hér er ég;)
Hæ elskurnar
Jú hér er ég, og nei, ég er ekki hætt að blogga. Það er bara búiðað vera rosalega mikið að gera í vinnunni + tók ég að mér smá verkefni. Það er stundum ekki af mér skafið. Síðustu ár hef ég farið í sumarbústað í eina viku á sumrin, alltaf á sama stað. Mér hefur fundist vanta smá afþreyingu fyrir börn, örugglega hafa margir hugsað það sama sem hafa verið þarna, en engin gert neitt. Ég tók mig til og hringdi í hæstráðanda, sagði honum mína skoðun og kom með tillögur sem hann tók mjög vel í. Ég bauðst líka til að taka þetta verkefni að mér, ég þekkti vel hvað hentar hverju þroskastigi fyrir sig, myndi kaupa inn og koma öllu á leiðarenda. Hann bað mig um að senda sér tillögurnar í tölvupósti, því hann þyrfti að halda um þetta fund. Nokkru síðar hringdi hann í mig og sagði mér að þetta hefði verið samþykkt. Ég hef um þetta frjálst val og ótakmarkað fjármagn, en innan skynsemismarka. Síðustu daga er ég búin að þeytast eins og þeytivinda út um allan bæ og kaupa hitt og þetta, ossa gaman.
Við börnin skruppum aðeins upp í bústað í gær með það sem ég keypti, þeim finnst svo æðislegt að vera þarna. Vildu mikið frekar koma með mér austur, en að fara með pabba sínum og sambýliskonu hans í bæinn á 17 júní. Náði í þau degi fyrr, koma yfirleitt á mánudögum heim eftir pabbahelgi. Við brunuðum austur, gerði það sem ég ætlaði að gera, á meðan léku börnin sér í þessu æðislega veðri sem var í gær, svo var brunað aftur í bæinn.
Fór í barnaafmæli núna um helgina Alexander Ísak systursonur minn og guðsonur var e-h pirraður. Hvað gera frænkur þá. Leika við börnin og gera þau alveg brjáluð. Hann er 7 mánaða og er ný búin að uppgötva í sér röddina. Ég var búin að atast svo í honum og gera hann alveg brjálaðan. Hann gargaði bara út í eitt, það var komin svo mikill galsi í hann. "Amma sagði, Silla þú gerir barnið brjálað" Nei, nei hann var fljótur að gleyma því hvað hann var pirraður og komin í feiknarstuð. Svo þegar ég var næstum orðin heyrnalaus á báðum, skilaði ég honum til mömmu sinnar, mjög hentugt....
Heyri í ykkur sem fyrst.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 02:10
Hellúú;)
Hæ elskurnar
Mamma mín átti afmæli í gær 12 júní, varð 53 ára, jaaáá, hún er bara unglamb þessi mamma sem ég á........
Systur minni var heldur betur komið á óvart í gær, þegar maðurinn hennar gaf henni mótorhjólið sem hana langaði svo rosalega í. Geðveikislega flott hjól.
Ekkert smá ánægð með nýja hjólið sitt, enda ekki skrítið.....
Ætlaði að láta inn fleiri myndir, kerfið liggur e-h niðri, reyni aftur á morgun....
Góða nótt elskurnar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2007 | 13:23
Það var svo gaman;)
Hæ elskurnar
Ég fór í mótorhjólatíma á laugardaginn, ótrúlega gaman. Leifði börnunum að koma með mér, þau voru ekkert smá stolt af mömmu sinni.
Oohh þetta var ekkert smá gaman, fer aftur á morgun mánudag, hlakka ekkert smá til, maður verður sjúkur....... Þúsund kossar og rembings knús.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2007 | 01:05
pönkari;)
Hæ elskurnar
Fór í klippingu og strípur á miðvikudaginn, ákvað svo að kíkja aðeins á mömmu og pabba seinnipartinn. " Mamma, Silla mín, þú ert alltaf að líkjast pönkara meira og meira." Pabbi, hvað kom fyrir hausinn á þér?" Ohh þau eru alveg frábær. Ég fíla þetta alveg í botn, alltaf gaman að breyta til. Fékk þvílíku viðbrögðin frá vinkonum mínum þegar ég kom í ræktina, fimmtudags morguninn, vúhúú túttí frúttí.
Lísa María fékk einkunnirnar sínar í dag stóð sig EKKERT SMÁ VEL. Ég er ekkert smá stolt af henni.
Útskriftin í leikskólanum hjá Elís Viktor var á fimmtudaginn. Þvílíkt sem var gert fyrir börnin, þau gleyma þessum degi seint, rosalega flott.
Fer í mótorhjólatíma á morgun, geeeeggjað. " Þeysist um á mótorfák og hræðist ekki neitt" Nei ég er að fíflast, eins gott að fara varlega á þessum tryllitækjum. Verð á afmörkuðu svæði á morgun, ætla leifa börnunum mínum að koma með og sjá mömmu. Getið rétt íííímyndað ykkur spenninginn......
Jæja góða nótt elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2007 | 16:06
Geggjuð helgi að baki;)
Hæ elskurnar
Smá leiðrétting fyrir hana Erlu mína, var að tala við hana í símann um helgina á meðan hún var að skoða bloggið mitt. Allt í einu "Siiilla, ég varð 35 ára ekki 36" Úúúpsss fyrirgefðu Erla mín, hér með er það leiðrétt, fannst þið Friðrika vinkona vera jafn ungar.
Fór í heimsókn til Elísabetar vinkonu á föstudaginn, vorum e-h að spjalla, spurði svo " Elísabet á ég að nudda þig?" Veit hvað hún er slæm af vöðvabólgu, og ég er svo góð í að nudda, finnst það líka gaman, þannig ég bara bauðst til þess að nudda hana. Í framhaldi af því datt í hug að fara á nuddnámskeið og er búin að vera vafra um á netinu, í leit af nuddnámskeiðum. Fann nokkur mjög spennandi og er að spá í að skella mér á nuddnámskeið.
Á laugardeginum kíktum við Ragnheiður og Rut aðeins út, komum við á B5. Það var verið að breyta staðnum, vá ekkert smááá flottur eftir breytingu. þegar maður gengur inn í hluta af staðnum, er eins og að ganga inn í annað tímabil, maður segir bara vááá.......
Á sunnudeginum kíktum við Jói bróðir til Grindavíkur á sjóarinn síkáti, sem var mjög gaman. Alveg ótrúlegur hann Jói bróðir, ég get stundum alveg bilast úr hlátri, mjög hreinskilin eins og systir sín og segir sína skoðun á hlutunum. Ég var e-h að nefna við hann mig langaði í Labrador hund, " Nei Silla, það er ekki fyrir þig, þú átt ekki mann. Hundar eru fyrir fólk sem getur farið út að labba saman með hundinn og börnin. Ekki fyrir fólk sem hleypur á einhverju hlaupabretti og æfir sig með lóðum í tækjasal:" Ég hélt ég myndi biiiilast úr hlátri. Alltaf gaman að heyra nýjar skoðanir á hlutunum. Að betur hugsuðu máli, ætla ég ekki að fá mér hund strax. Mundi allt í einu eftir því, maður þarf að taka kúkinn upp eftir þá, þegar þeir kúka úti. Sé það ekki alveg fyrir mér, ég geti það. Labbað úti með kúk í poka, þangað til ég kemst í næsta rusl, nei takk. Fyrst er það maður, sem mun þá sjá um þessa deild Ég skal gera allt annað sem fylgir því að sjá um hund.
Jæja elskurnar.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2007 | 23:40
1. Júní 2007, merkisdagur;)
Hæ elskurnar
Geeeðveikur dagur tomorrow mr. Zorro. Það er ekki bara föstudagur á morgun, ekki bara 1. Júní og margt og mikið að gerast. ó nei, ó nei, búin að bíða alveg svoooleiðis eftir þessum degi..... Neibb, nú er komið að mér að gera ykkur forvitin haa, segi ekki múkk.
Góða nótt elskurnar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.5.2007 | 00:49
Helgin ótrúlega vel nýtt;)
Hæ elskurnar
Á föstudeginum fengu börnin mín einhverja flugu í hausinn að gista annarstaðar en heima hjá sér, ekkert mál með það, ég lét það eftir þeim. Elís Viktor gisti hjá Tuma vini sínum og Lísa María hjá Rannveigu systir. Þessi skyndiákvörðun kom sér vel, því ég var á námskeiði á laugardeginum frá kl:10-17, frábært námskeið. Þegar heim var komið, var Tumi hjá okkur framyfir kvöldmat og þverneitaði að fara heim með pabba sínum þegar hann ætlaði að sækja hann. Þannig Tumi gisti hjá okkur á laugardeginum. Lísa María ætlaði þá líka að fá að hafa næturgest, ekkert mál með það, en vinkonan var e-h upptekin snemma morguninn eftir, þannig það gekk ekki upp.
Þegar ég var í hádegishléinu á námskeiðinu, sem var klukkutími, ætlaði ég að hendast heim til Friðriku og Sigga í hádegismat. Voða hentugt, þau búa rétt hjá þar sem námskeiðið var haldið, búin að gera boð á undan mér og allt. Þá hafði Friðrika skellt sér á æfingu, hringt svo í Sigga "Heyrðu Siggi, Silla er að koma í hádegismat, taktu vel á móti henni og gefðu henni e-h að borða" Alveg ótrúleg hún elsku Friðrika mín, henni er ekki fisjað saman. Siggi tók mjög vel á móti mér, enda ekki við neinu öðru að búast, takk fyrir mig. Spáiði í því ég kynntist þeim í sitthvoru lagi, Sigga á undan, langt áður en þau hittu hvort annað. Siggi var vinur, vinar míns, svo kynntist ég Friðriku, ekki í gegnum Sigga, þá voru þau nýbyrjuð saman "Ha ert þú nýja kærastan hans Sigga" En ég kynntist Friðriku bara af því hún stormaði inn á sólbaðstofuna sem ég var að vinna á, áður en ég vissi af var ég búin að gefa henni tíma í nöglum.(ég er naglasnyrtifræðingur, lærð það "97) Þegar hún stormaði út aftur, snéri ég mér eiganda sólbaðstofunnar "HVER VAR ÞETTA EIGINLEGA". Við rifjum þetta oft upp, þarf að segja ykkur frá þessu við tækifæri, mjög fyndið.
Á sunnudeginum skiluðum við Tuma heim rétt eftir hádegi, skunduðum svo upp í Kjós í heimsókn í sumarbústað til foreldra Friðriku, að sjálfsögðu voru Siggi og Friðrika þar líka með strákana sína 2. Notuðum tækifærið og fórum á sveitabæinn Grjóteyri í leiðinni, aumingja Friðrika undir lokin, lá hún eins og dauð í grasinu að drepast úr frjókornarofnæmi. Þegar við fórum heim í bústaðinn sagði pabbi hennar, hann er stundum svo fyndin " Silla mín, nú kemstu ekki í bæinn, þú angar af fjósalikt" Oh mér finnst fjósalykt svo góð, tími varla að þvo fötin sem ég var í, svona er ég skrítin. Við fengum æðislegar lummur sem mamma Friðriku bakaði á meðan við vorum á Grjóteyri, Elís Viktor borðaði þær eins og botnlaus væri, og heimatilbúna sultu með..... Takk innilega fyrir okkur....... Eftir þetta ferðalag fórum við í heimsókn til foreldra minna, þá var klukkan rétt eftir kvöldmat, stoppuðum aðeins þar. Fórum svo heim og beint út að hjóla, Þar að segja börnin hjóla og ég skokka með. Ætla alltaf að labba rösklega en enda alltaf með því að skokka, "mamma við nennum ekki að hjóla svona hægt skokkaðu" ótrúleg þessi börn, það er ágætt þá næ ég að vinna mig meira upp í þolinu.
Í dag mánudag hringdi Rannveig systir fyrir hádegi og plataði okkur með sér í fjölskyldu og húsdýragarðinn. Við fórum þangað og eyddum þar nánast öllum deginum, rétt slapp inn í bakarí, rétt fyrir lokun og keypti smá bakkelsi og kom með hingað heim. Öll orðin alveg rosalega svöng eftir frábæran dag. Eftir kvöldmat fórum við börnin út að hjóla í góðan 1 1/2 tíma, 3 vinkonur Lísu Maríu komu með okkur, þannig við vorum 5 börn og ég. 2 vinkonur Lísu Maríu vildu frekar ganga með mér en að vera á hjólum, þannig við vorum ágætis skokk og hjólahópur.
Eins og þið sjáið er þetta búin að vera æðisleg helgi, vona hún hafi líka verið það hjá ykkur.
Góða nótt elskurnar.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2007 | 19:30
Loksins blogg;)
Hæ elskurnar
Vitiði hvað??? Ég átti að fara í bóklega mótorhjólaprófið í morgun kl. 9. Hringdi rétt yfir kl. 8 og skráði mig úr prófinu, fannst ég ekki vera nógu vel lesin. Ég mun fara í prófið á föstudaginn eftir viku, þann 1 júní. Þessi dagur leggst ROSALEGA vel í mig, flottur dagur og flott dagsetning 1. Júní það er málið.
Ég fékk Tuma vin Elís Viktors lánað með heim af leikskólanum í dag, vorum e-h að ræða nöfn. Tumi segir " Ég man alltaf nöfnin ykkar af því ég þekki ykkur svo vel, þig líka Silla." Þá segir Lísa María, já mamma mín heitir Silla Ísfeld Eggertsdóttir, mmm heyrist í Tuma. Þá segir Elís Viktor, "já af því afi minn heitir Eggert. Haa heitir afi þinn ekkert? Nei Eggert, ekkert? NEI EGGERT...... Ég alveg bilaðist úr hlátri. Þvílíka áherslan og aumingja Tumi var svo hissa að afi barnanna héti Ekkert .......
Hafið það gott elskurnar ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2007 | 12:03
Frábær helgi að baki;)
Hæ elskurnar
Frábær helgi að baki, fór í heimsókn til Elísabetar vinkonu á föstudaginn, skaust svo til Rannveigar systur aðeins að hlíða hvor annarri yfir mótorhjólaprófið, svo aftur til Elísabetar. Fór ekki frá henni fyrr en seint og síðarmeyr, rosalega gaman hjá okkur. Takk fyrir mig ástin mín.....
Á laugardeginum fór ég í afmæli til Erlu og Halla, rosalega gaman....... Heldur betur óvænt þróun á því kvöldi Enda eru það líka langskemmtilegustu kvöldin, eins og ég hef svo oft sagt. Takk fyrir mig Erla mín og Halli....
Eyddi svo sunnudeginum í afslöppun og rólegheit, kíkti aðeins í heimsókn til foreldra minna bara rólegur og góður sunnudagur.........
Jæja elskurnar ætla halda áfram, eigið góðan dag.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2007 | 08:59
Amílí, amílí, amílí;)
Hæ elskurnar
Erla og Halli eiga afmæli í dag 36 og 40 ára til hamingju með það. þau halda alveg svaka partý í kvöld, mæting kl 19.30 í grill og flott. " Silla mín, þú verður ekki á bíl, það verður allt í boði, þannig þú tekur ekkert með þér, nema sjálfan þig og góða skapið......... Ekki í vandræðum með það Erla mín og Halli, sem eru hjón og kyssast uppá títuprjón........
Egiði góðan dag elskurnar......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)